Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 1

Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 9. F E B R Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  42. tölublað  99. árgangur  FÖGUR TÁR OG FÓTABLÆTI Í BACHELORETTE ÞARF AÐ LEIKA FARSA EINS OG TRAGEDÍU LÉTTARI Á SÉR, FRJÁLSARI OG LÍÐUR BETUR SUNNUDAGSMOGGINN Í STUTTBUXUM Í MARKI ÍÞRÓTTIRÓSVIKIN SKEMMTUN 42  Brynjar Níels- son, formaður Lögmanna- félagsins, er í viðtali í sunnu- dagsblaði Morg- unblaðsins. Um mál umhverfis- ráðherra, Svan- dísar Svavars- dóttur, segir hann: „Umhverf- isráðherrann brást hins vegar við dómi Hæstaréttar með því að segja: Ég er í pólitík og vil láta náttúruna njóta vafans og vísaði til almanna- hagsmuna. En málið snýst ekki um það, málið snýst um að fara að lög- um,“ segir Brynjar og bætir við: „Margir hafa sagt: Gott hjá um- hverfisráðherranum að standa við sína pólitísku sannfæringu. En hann er ekki bara pólitískur ráð- herra, hann er líka embættismaður sem hefur úrskurðarvald, og getur því ekki farið eftir pólitískum línum eða því pólitíska réttlæti sem hann býr sér til, ekki frekar en dómarar Hæstaréttar í málum sem þar eru til úrlausnar.“ Umhverfisráðherra á að fara að lögum Brynjar Níelsson Vel heppnaðar aðgerðir » Norska strandgæslan, Eim- skip og umhverfissamtök hafa unnið saman að björgunar- aðgerðum. » Eimskip sendi fjóra fulltrúa til Fredrikstad í gærmorgun. » Norskir ráðherrar fóru á vettvang til að skoða að- stæður. Ágúst Ingi Jónsson Gísli Baldur Gíslason Goðafoss verður að öllum líkindum færður af strandstað í dag, en hann hefur setið fastur á skeri skammt frá Fredrikstad í Noregi síðan í fyrrakvöld. Um 800 tonn af olíu voru í tönkum Goðafoss og var í fyrstu óttast að slysið myndi hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir náttúruna á svæðinu. Með tveimur olíugirðingum tókst í gær- dag að ná tökum á olíulekanum úr skipinu. Afleiðingarnar virðast því ekki ætla að verða jafnslæmar og haldið var í fyrstu. Undirbúningur að dælingu úr skipinu var hafinn í gær. Fjórtán manna áhöfn er á Goða- fossi og er hún ekki talin í hættu. Áhöfnin er öll um borð í skipinu ennþá og mun halda kyrru fyrir um borð. Skipstjóri Goðafoss var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu í gær til að gera grein fyrir orsökum slyssins. Norska dagblaðið Aftenposten greindi frá því í gærkvöldi að skip- stjórinn hefði viðurkennt að hafa misreiknað stefnuna og farið út af réttri leið með þeim afleiðingum að skipið tók niðri á rifi. Um borð í Goðafossi eru 430 gám- ar. Flestir innihalda almennan farm en dýnamít er þó í einum þeirra. Eimskip hefur þegar gert ráð- stafanir vegna slyssins og hefur fé- lagið leigt skip til að sinna verk- efnum Goðafoss. Fjárhagstjón vegna slyssins hleypur sennilega á tugum milljóna króna, hið minnsta. MSkárra en fyrst var talið » 18 Aðgerðir afstýrðu stórslysi  Goðafoss situr enn fastur en verður líklega færður í dag  Áhöfnin enn um borð í skipinu  Fjárhagslegt tjón hleypur að minnsta kosti á tugum milljóna króna Scanpix Goðafoss Tvær olíugirðingar voru lagðar í kringum skipið til að koma í veg fyrir mengun. Sú þriðja er enn til taks, en ekki er talið að þörf verði á henni. Kristján B. Jónasson, formaður Fé- lags bókaútgefenda, segir að bókaút- gefendur telji að þeir tapi um 50 milljónum króna á gjaldþroti Máls og menningar við Laugaveg. Þeir hafi ekki fengið greitt fyrir seldar bækur í búðinni frá því fyrir jól og fái væntanlega ekki til baka óseldar bækur. Kristján segir að bókaútgefendur beri sig mjög illa vegna gjaldþrots- ins. Þeir megi ekki við neinum áföll- um og því hafi svona skellur mjög al- varleg áhrif á stöðu þeirra auk þess sem hann dragi kjark úr mönnum. „Þetta er mjög mikil blóðtaka,“ segir hann. „Þetta er stærsta gjaldþrot í greininni og mjög mikið áfall. Helvít- is högg.“ Iða utan bankanna Arndís B. Sigurgeirsdóttir, sem rekur bókaverslunina Iðu við Lækj- argötu, segir að nánast öll bóksala nema hjá Iðu sé í eigu bankanna og því sé hún í samkeppni við mikið peningaveldi. Viðskiptavinirnir viti það og eins að samkeppnin stuðli að lægra verði. Fyrir vikið gangi mjög vel hjá henni. »6 Útgefendur tapa  Mál og menning skuldar mörgum  Heildartekjur ríkissjóðs af vanrækslugjaldi vegna ökutækja sem ekki voru færð til að- alskoðunar eða endurskoðunar voru orðnar 523,6 milljónir um síðustu ára- mót. Innheimta gjaldsins hófst 1. apríl 2009. Um áramótin síðustu voru óinn- heimtar 206,3 milljónir. Jónas Guðmundsson, sýslumað- ur í Bolungarvík, en embættið innheimtir gjaldið, telur að nokk- uð sé um að gjaldið sé lagt á bíla sem í raun eru ekki til nema á ökutækjaskrá. Umferðarstofa býst við að afskráningarferli ökutækja verði einfaldað á þessu ári. » 14 Vanrækslugjald er drjúg tekjulind Gjald er lagt á þá sem trassa skoðun.  Fíkniefnasalar hafa í auknum mæli brugðið á það ráð að skilja á milli framleiðslu á marijúana og sölu, að sögn Karls Steinars Vals- sonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Með því móti verður sölunet þeirra ekki fyrir jafnmiklum skaða ef lögregla kemur upp um rækt- unina. Einn stórræktandi getur fram- leitt fíkniefni fyrir milljónatugi. Á árunum 2008 og 2009 gerði lögregla sérstakt átak í að uppræta marijúanaræktun. Enn er þó mikið ræktað hér á landi og til marks um það er að lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu lagði í fyrra hald á 8.149 marijúanaplöntur og 23,5 kíló af fíkniefninu. »24 Einn ræktar mari- júana og annar selur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.