Morgunblaðið - 19.02.2011, Side 8

Morgunblaðið - 19.02.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Stuðningsmenn aðildar Íslands aðEvrópusambandinu eru iðnir við að stofna samtök, ekki síst svo- kölluð þverpólitísk samtök.    Ein slík litudagsins ljós í vikunni og eru kölluð Já Ísland, en ættu frekar að heita Nei Ísland, eða að minnsta kosti Já Evrópa. Eiginlega allt ann- að en Já Ísland.    Þessum já-Evrópusambands-samtökum er ætlað að vera „samnefnari fyrir málefnalega um- fjöllun og upplýsingamiðlun um að- ild Íslands að ESB og leggja þannig grunn að því að Íslendingar geti tekið upplýsta ákvörðun þegar að- ildarsamningur liggur fyrir,“ að því er segir í frétt frá samtökunum.    Þetta er auðvitað mjög trúverð-ugt, sérstaklega í ljósi heilsíðu- auglýsingar samtakanna, þar sem innantómum frösum og öfugmælum var slett fram án nokkurs rökstuðn- ings.    Öfugmælin „Við lækkum vexti“eru að mati samtakanna mál- efnaleg umfjöllun.    Hið sama má segja um öf-ugmælin „Við eflum raun- verulegt fullveldi“.    Vissulega má segja að samtöksem berjast fyrir aðild Íslands að ESB og telja slík öfugmæli flokk- ast undir málefnalega umfjöllun, geti vel heitið Já Ísland.    Það er fullkomið samræmi á millinafngiftarinnar og áróð- ursfrasanna, en barátta samtakanna verður ekki trúverðugri fyrir vikið. Já eða nei, Ísland eða Evrópa? STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.2., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 1 heiðskírt Akureyri 1 skýjað Egilsstaðir 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló -8 skýjað Kaupmannahöfn -1 skýjað Stokkhólmur -10 léttskýjað Helsinki -18 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 2 þoka Dublin 7 skúrir Glasgow 6 skýjað London 5 skýjað París 5 skýjað Amsterdam 1 skýjað Hamborg 0 skýjað Berlín -2 skýjað Vín 3 alskýjað Moskva -20 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 16 alskýjað Winnipeg -17 skafrenningur Montreal 7 skúrir New York 13 heiðskírt Chicago 5 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:11 18:14 ÍSAFJÖRÐUR 9:24 18:10 SIGLUFJÖRÐUR 9:08 17:52 DJÚPIVOGUR 8:42 17:41 Um leið og velferðarsvið Reykjavík- urborgar fagnar umræðunni um börn og heimilisofbeldi, í kjölfar út- gáfu skýrslu Barnaheilla á fimmtu- dag, bendir það á ákveðnar rang- færslur sem í henni má finna. Í skýrslunni komi fram að lítil áhersla sé lögð á það innan fé- lagsþjónustunnar að ræða við börn sem búa við eða hafa orðið vitni að heimilisofbeldi og að skortur sé á að- gengilegum úrræðum fyrir börn sem eiga í tilfinningavanda. Í tilkynningu frá velferðarsviði segir að sérstak- lega hafi verið fylgst með börnum og ungmennum eftir efnahagshrunið. Þá sé sérstaklega horft á líðan þeirra á öllum þjónustumiðstöðvum borg- arinnar og m.a. boðið upp á skamm- tímameðferð sálfræðinga vegna til- finningavanda þessa aldurshóps. Þá bendir velferðarsvið á að meiri- hluta tilkynninga um heimilisofbeldi til Barnaverndar Reykjavíkur sé ekki vísað frá, líkt og fullyrt hefur verið. „Þegar þessi mál eru skoðuð nánar hefði í sumum tilvikum vissu- lega mátt ganga markvissar til verks hvað varðar það ofbeldi, sem börnin höfðu orðið vitni að.“ Að sögn Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, standa samtökin við skýrsluna, sem byggist á viðtölum við fagfólk frá lögreglu, félagsþjónustu/sérfræði- þjónustu grunn- og leikskóla, dóms- kerfinu, Kvennaathvarfinu, Barna- vernd og heilbrigðiskerfinu. Petrína segir samtökin jafnframt hlakka til að vinna áfram með Vel- ferðarsviði Reykjavíkur að því að auka stuðning og þjónustu við þau börn sem verða vitni að ofbeldi á heimilum sínum. hugrun@mbl.is Borgin bendir á rangfærslur  Barnaheill standa við skýrsluna - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Hraunbær - Hveragerði Austurmörk 4, Hveragerði, www.byrfasteign.is sími 483 5800 Soffía Theodórsdóttir, löggiltur fasteignasali Glæsilegt fjögurra herbergja enda- raðhús með innbyggðum bílskúr, opið svæði er fyrir aftan eignina. Eignin er sérlega snyrtileg með fal- legum innréttingum og vönduðum gólfefnum. Innangengt er í bílskúr og útgengt frá stofu út á suðurver- önd. Verð kr. 28,7 millj. Dynskógar – Hveragerði Einstaklega vel staðsett og fallegt einbýlishús með útsýni yfir Hamar- inn í Hveragerði. Þrjú herbergi eru í húsinu sem er 100 fm að stærð, bíl- skúrinn er 40 fm. Verð kr. 22,2 millj. Skyrterta með hindberjum og hvítu súkkulaði KAKA ÁRSINS 2011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.