Morgunblaðið - 19.02.2011, Síða 18
18 Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Strand Goðafoss
Ágúst Ingi Jónsson
Gísli Baldur Gíslason
Með tveimur olíugirðingum tókst í
gærdag að ná tökum á olíulekanum
úr Goðafossi, sem strandaði í fyrra-
kvöld nokkrar sjómílur út af Fred-
rikstad í Noregi. Skipið situr enn
fast á skeri um 100-200 metra frá
landi, en undirbúningur að dælingu
úr skipinu var hafinn í gær. Ekki er
víst hvenær og hvernig reynt verð-
ur að ná skipinu af strandstað, en
það verður að öllum líkindum gert
snemma í dag.
Í fyrstu var óttast að olíu-
mengunin myndi hafa gríðarlega al-
varlegar afleiðingar fyrir náttúruna
í kring. Afleiðingarnar virðast ekki
ætla að verða jafnslæmar og haldið
var í fyrstu.
Áhöfnin enn um borð
Fjórtán manna áhöfn er á Goða-
fossi og er hún ekki talin í hættu.
Gott veður hefur verið á slysstað og
talið að svo verði áfram næstu
daga.
„Áhöfnin er öll um borð í skipinu
ennþá. Hún mun halda kyrru fyrir
um borð. Á meðan aðstæður breyt-
ast ekki þá telja menn ekki ástæðu
til þess að annað verði,“ segir Ólaf-
ur William Hand, upplýsingafulltrúi
Eimskips.
Misreiknaði stefnuna
Skipstjóri Goðafoss var kallaður í
skýrslutöku hjá lögreglu í gær til að
gera grein fyrir orsökum slyssins.
Fjölmiðillinn Aftenposten í Noregi
greindi frá því í gærkvöldi að skip-
stjórinn hefði viðurkennt að hafa
misreiknað stefnuna og farið útaf
réttri leið með þeim afleiðingum að
skipið tók niðri á rifi. Þá hefði hann
verið einn í brúnni þegar slysið átti
sér stað.
Ólafur William segir að Eimskip
hafi ekki fengið neinar upplýsingar
um efni skýrslunnar enn og geti því
ekki tjáð sig um rannsóknina að svo
stöddu. Eimskip hafði ekki haft
samband við skipstjórann eftir að
frétt Aftenposten birtist, en hann
var þá að hvílast.
Ekki liggur fyrir hvenær sjópróf
verður haldið vegna slyssins.
Dýnamít en engin eiturefni
Um borð í Goðafossi eru 430
gámar. Að sögn Ólafs Williams inni-
halda þeir flestir almennan farm.
Fram kom á heimasíðu norsku sigl-
ingastofnunarinnar í gær að um
borð væru meðal annars tólf tonn af
sprengiefni og auk þess hvellhettur.
Sagt var að þessi efni sköpuðu ekki
hættu við óbreyttar aðstæður, en
ástæða væri til aðgæslu.
„Það er dýnamít í einum gámnum
en svo er fiskur, neysluvörur, raf-
tæki og annað. Það eru engin eitur-
efni um borð,“ segir Ólafur William.
Hann segir að farmurinn sé örugg-
ur um borð eins og er. „Við-
skiptavinir okkar sem eiga farm í
skipinu hafa sýnt mikla stillingu og
bíða frekari fregna af farminum.“
Margra milljóna tjón
Eimskip hefur þegar gert ráð-
stafanir vegna slyssins og hefur fé-
lagið leigt skip til að sinna verk-
efnum Goðafoss.
„Það er annað skip komið í rútu
fyrir Goðafoss og fyllir upp í það
skarð sem skapast á meðan hann er
ekki siglingarhæfur. Það er eitt
skip núna á leið til Evrópu og mun
halda þessari rútu áfram,“ segir
Ólafur.
Ljóst er að Eimskip mun bíða
mikið tjón af slysinu. Ólafur segir
að tjónið hlaupi sennilega á tugum
milljóna hið minnsta. Fjárhagslegt
tjón vegna slyssins er þó ekki efst á
baugi hjá Eimskip, að sögn Ólafs.
„Við einbeitum okkur fyrst og
fremst að því að koma í veg fyrir
umhverfisslys og að starfsfólk okk-
ar og áhöfn sé örugg.“
Spila í takt á strandstað
Norskir ráðherrar voru upplýstir
um slysið og fóru á vettvang til að
skoða aðstæður. Norska strand-
gæslan, Eimskip og umhverf-
issamtök hafa unnið saman að
björgunaraðgerðum. Eimskip sendi
fjóra fulltrúa til Fredrikstad í gær-
morgun. Norska strandgæslan hef-
ur yfirumsjón með aðgerðum sem
snúa að verndun náttúrunnar á
staðnum. Ólafur segir samstarfið
hafa gengið vel.
„Allur þessi hópur er að vinna
saman eins og vel þjálfuð hljóm-
sveit, það eru allir að spila í takt.“
Norskt björgunarfyrirtæki und-
irbjó í gær áætlun um hvernig hægt
yrði að bjarga skipi og farmi. Áður
en hafist verður handa þurfa yf-
irvöld í Noregi að yfirfara slíkar
áætlanir og gæti það orðið fyrir há-
degi í dag. Siglingaleiðin þar sem
Goðafoss strandaði er opin, en sjó-
farendum er bent á að fara með
gát.
Um 800 tonn af olíu voru í tönk-
um Goðafoss og virðist leki hafa
komið að tveimur tönkum miðskips
og jafnvel þeim þriðja. Eins og áður
greinir voru tvær olíugirðingar sett-
ar umhverfis skipið í gær. Sú þriðja
var til taks.
Í gær var verið að meta hvort og
hvenær gámarnir yrðu fluttir frá
borði. Norska siglingastofnunin afl-
aði í gær upplýsinga um hvaða
farmur er í gámunum.
Mikið af skerjum
Goðafoss var á leið frá Fredrik-
stad í Noregi til Helsingborg í Sví-
þjóð þegar hann strandaði á átt-
unda tímanum í fyrrakvöld, nokkrar
sjómílur út af Fredrikstad. Sigl-
ingaleiðin á svæðinu er mjög þröng
og er mikið af skerjum þar, segir í
frétt Eimskips. Þar sem skipið
strandaði er þjóðgarður á landi, sjó
og skerjum.
Skárra en fyrst var talið
Goðafoss situr enn fastur skammt frá Fredrikstad í Noregi Verður sennilega færður af strandstað
í dag Skipstjóri segist hafa misreiknað stefnuna Dýnamít í einum af 430 gámum sem eru um borð
Sökkt undan Garðskaga
E/S Goðafoss var 1.542
lesta eimskip Eimskipa-
félags Íslands, smíðað í
Danmörku 1921. Skipið
var á leið heim til Íslands
í skipalestinni UR-142,
en var sökkt skammt undan Garðskaga 10. nóvember 1944 af
þýska kafbátnum U-300 undir stjórn Fritz Heins. Með Goða-
fossi fórust 24, en 19 var bjargað og var það mesta manntjón
Íslendinga á einum degi í seinni heimsstyrjöldinni.
Strandaði á Straumnesi
Gufuskipið Goðafoss
strandaði á Straum-
nesi norðan Aðalvíkur
aðfaranótt fimmtudags-
ins 30. nóvember 1916
á leiðinni norður fyrir
land. Farþegar og áhöfn björguðust, flestir eftir meira en
tveggja sólarhringa vist um borð í strönduðu skipinu í ofsa-
veðri. Þegar Goðafoss strandaði var aðeins rúmt ár frá því að
skipið kom nýsmíðað til landsins. Ekki tókst að bjarga skipinu.
Strand í Noregi
Goðafoss strandaði um klukkan
20 í fyrrakvöld nokkrar sjómílur
út af Fredrikstad í Noregi. á leið
til Helsingborg í Svíþjóð. Fjórtán
manna áhöfn er á skipinu og um
borð eru 430 gámar. Talið var
að um 800 tonn af olíu væru í tönkum skipsins og kom leki að tveimur þeirra,
sem voru með um 250 tonn af olíu hvor. Mikill viðbúnaður var í Noregi vegna
strandsins og olíulekans. Í lok október í fyrra kom eldur upp í Goðafossi á hafi
úti. Áhöfnin sýndi hetjulega framgöngu við slökkvistörf.
Þjóðgarðurinn í Ytri Hvaler í Noregi
var stofnaður árið 2009 og er í
sveitarfélögunum Hvaler og Fredrik-
stad yst við Oslóarfjörð. Svæðið
er 354 ferkílómetrar, sker, sjór og
fast land. Þar finnst 131 tegund sem
talin er í hættu eða á válista, þar af
eru 48 fuglategundir, 32 plöntur og
11 bjöllutegundir. Kóralrifið á Tisler
er 1.200 metra langt og 200 metra
breitt og er talið stærsta, þekkta
kóralrifið innan skerja í heiminum.
Fólk stundar fiskveiðar og búskap
í Hvaler eins og gert hefur verið
öldum saman og ferðamennska
hefur vaxið á svæðinu síðustu ár.
Norsku sjónvarpsþættirnir Hvaler
voru sýndir í RÚV.
Viðkvæmt lífríki
Ljósmynd/Reuters
Strandstaður
Goðafoss
Venjuleg
siglingaleiðASMALØY
K IRKØY
Ekevika
Håbu
Fredrikstad
Fyrirhuguð
siglingaleið
Goðafoss
Fredrikstad
Helsingborg
Göteborg
Álaborg
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Þröng siglingaleið Fredrikstad er viðkomuhöfn í siglingum Eimskips. Skip Eimskips koma þangað vikulega.
Stórt skip
» Goðafoss er stærsta skip ís-
lenska flotans, ásamt Detti-
fossi, öðru skipi Eimskips.
Skipið er 165 metrar á lengd.
Það er sautján ára gamalt.
» Um borð í Goðafossi eru
430 gámar, meðal annars má
þar finna tólf tonn af sprengi-
efni og hvellhettur.
» Um 800 tonn af olíu voru í
tönkum Goðafoss þegar hann
strandaði.