Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 20
ÚR BÆJARLÍFINU
Björn Björnsson
Sauðárkrókur
Nú fer að síga á seinni hluta þorra
og hefur hann farið mjúkum hönd-
um um Skagfirðinga og þarf að róta
djúpt í það „sem elstu menn muna“
til að finna samanburð við veðurblíð-
una á þessum árstíma. Svo langt hef-
ur gengið að fyrir nokkru heyrðist í
veðurfregnum að búast mætti við
næturfrosti, sem er líklega eins-
dæmi á þorranum. Hins vegar eru
þorrablótin að renna sitt skeið þetta
árið og mun fólk hér hafa blótað af
sama krafti og undanfarin ár.
Gamalt hús í bænum sem í ár-
anna rás hefur verið m.a. sláturhús,
klakstöð og verkstæði, hefur enn
fengið nýtt hlutverk. Þar er nú inn-
anveggja klasastarf þar sem nokkrir
aðilar hafa komið sér þægilega fyrir
og sinna störfum tengdum list-
sköpun. Nefna má Kvikmynda-
félagið Skottu, ljósa- og hljóðkerfa-
leiguna Sviðsljós og Bennemann
stúdíó. Svo á myndlistin sinn fulltrúa
og innan tíðar mun væntanlega
áhugaljósmyndari bætast í hópinn.
Árni Gunnarsson kvikmyndagerð-
armaður sagði hópinn nú vera með
hálft húsið undir, en væntanlega
mundi rýmkast svo til innan tíðar að
fleiri aðilar í þessum geira gætu
fengið inni.
Meistaradeild Norðurlands –
KS-deildin hélt sitt fyrsta mót í síð-
ustu viku í Reiðhöllinni Svaðastöð-
um á Sauðárkróki. Í fjórða sinn fer
nú þessi mótaröð fram en í henni
keppa 18 knapar af Norðurlandi.
Eftir fjögur mót þar sem keppt er í
fjór- og fimmgangi, tölti, skeiði og
smala, en þar reynir á samspil
manns og hests, lipurð og snerpu, þá
skapar samanlagður árangur þeirra
12 bestu, sæti í mótaröðinni að ári. Í
janúar nk. mun svo keppt um þau 6
sæti sem laus eru.
Nýlega voru Héraðssafninu af-
hentar „Raddir fólksins“, 115 klst. af
upptökum Kára Steinssonar véla-
manns af röddum fólks í Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslum. Kári
sem var hugmyndaríkur og lífs-
glaður lést fyrir fáum misserum, en
það voru börn hans sem létu hreinsa
upptökurnar og setja á stafrænt
form. Unnar Ingvarsson skjalavörð-
ur sagði hér um efni að ræða sem
mikill fengur væri að og stefnt yrði
að því að gera þetta góða safn öllum
aðgengilegt.
Næturfrost á þorra
Morgunblaðið/ Björn Björnsson
Blíðviðri Þorrinn hefur farið mjúkum höndum um Skagfirðinga. Það þóttu
nýverið fréttir er spáð var næturfrosti, slík hefur verðurblíðan verið.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Í dag, laugardag, kl. 11-16 verður
opið hús í Háskóla Íslands. Í boði
verða ótal viðburðir, kynningar
og uppákomur sem sýna vísindin
í litríku og lifandi ljósi. Gestir
geta kynnt sér fjölbreytt náms-
framboð háskólans, starfsemi og
þjónustu og skoðað rannsókn-
arstofur, tæki, búnað og húsa-
kynni. Opið verður í Aðalbygg-
ingu, Háskólatorgi, Gimli, Odda
og Öskju. Þá verður Sprengju-
gengið með litríkar sýningar í
Háskólabíói.
Opið hús í háskóla
Ráðstefnan „Heilsuveisla 2011“
verður haldin um helgina. Ráð-
stefnan verður haldin á Hótel
Sögu milli kl. 8:30 og 17:00 bæði á
laugardag og sunnudag. Að þess-
ari ráðstefnu koma margir heilsu-
áhugamenn og -konur Íslands sem
og einnig aðilar og fyrirtæki sem
bjóða vörur og þjónustu tengda
heilsu og hreyfingu.
Rætt verður um allt milli himins
og jarðar tengt heilsu. Bæði verð-
ur boðið upp á fyrirlestra á
ákveðnum tímum og einnig geta
aðrir tjáð sig. M.a. munu áhuga-
menn og sérfræðingar í heilsu og
hollustu reyna að svara spurning-
unni „Hvað í ósköpunum eigum
við að borða þegar alls kyns sér-
fræðingar segja okkur hitt og
þetta um næringu og upplýsing-
arnar stangast allar á?“ Rætt
verður um mataróþol, andlegt
heilbrigði og hvort matur og
hreyfing geti komið í staðinn fyrir
lyf. Þá verður sýnikennsla í mat-
reiðslu og gestum leyft að smakka
auk þess sem boðið verður upp á
skemmtilega hreyfingu og
skemmtiatriði.
Morgunblaðið/Eggert
Hollusta? Misvísandi skilaboð um hvað er
hollt og hvað ekki rugla stundum fólk.
„Heilsuveisla 2011“
haldin um helgina
Á mánudag nk. kl. 21:00 halda
samtökin OA (Overeaters Ano-
nymous) kynningarfund í húsnæði
SÁÁ, VON, Efstaleiti 7. Á fund-
inum munu þrír OA-félagar segja
sögu sína. Allir eru velkomnir.
Matarfíkn getur verið stórt
vandamál í lífi fólks. OA-samtökin
hafa lausn við þessu vandamáli
sem byggist á 12 spora kerfi AA-
samtakanna. OA-félagar eru karl-
ar og konur á öllum aldri um all-
an heim sem eiga sér þá ósk að
halda frá sér matarfíkn og vilja
bera boðskap samtakanna áfram
til þeirra sem enn þjást. OA er
ekki megrunarklúbbur og setur
engin skilyrði um þyngdartap.
Samtökin hafa starfað á Íslandi
síðan árið 1982.
Matarfíkn
STUTT
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Konudagurinn hefur haft veglegan
sess í Garðaprestakalli síðastliðin
fimm ár og verður hann að sögn sr.
Jónu Hrannar Bolladóttur, óvenju-
stór þetta árið. Dagurinn hefst á út-
varpsguðsþjónustu í Vídalínskirkju
klukkan 11, en þar verða konur í að-
alhlutverkum.
Gerður Kristný Guðjónsdóttir,
rithöfundur og skáld, flytur hugleið-
ingu, Jóna Hrönn þjónar fyrir altari
ásamt Kolbrúnu Sigmundsdóttur og
kvennakór Garðabæjar, undir stjórn
Ingibjargar Guðjónsdóttur, flytur
tónlist við undirleik Sólveigar Önnu
Jónsdóttur. Þá flytja þær Gerður
Bolladóttir sópransöngkona, Sophie
Schoonjans hörpuleikari og Victoria
Tarevskaia sellóleikari suðurríkja-
sálma. Að sögn Jónu Hrannar var
Magnús Kristjánsson, formaður
sóknarnefndar, sérstaklega valinn
til að flytja ávarp í upphafi guðþjón-
ustunnar. „Hann var með í fyrra og
er svo sérdeilis góður og flottur
herra. Það er svo mikill ljómi yfir
Magnúsi að við viljum að hann
ávarpi okkur konur sérstaklega í
upphafinu.“
Tískusýning og súpa
Aðspurð segir Jóna Hrönn alla
velkomna til messu, konur og karla,
unga jafnt sem aldna. „Það er svo
gaman að konur og karlar skiptast
alveg til helminga í þessum mess-
um.“ Boðið verður upp á sunnudaga-
skóla fyrir börnin í safnaðarheim-
ilinu á sama tíma og guðþjónustan
fer fram. Að þeirri stund lokinni
sameinast allir í safnaðarheimilinu
þar sem lionsmenn í Garðabæ bera
fram súpu í boði kirkjunnar, og
verslanirnar Ilse Jacobsen, MB og
Rauðakrossbúðin, sem allar eru
staðsettar á Garðartorgi, halda
tískusýningu. Þar verður vortísk-
unni í fatnaði og skarti kvenna gerð
skil, en þess má til gamans geta að
fermingarstúlkur sáu um að velja
fatnaðinn frá Rauðakrossbúðinni og
munu þær bregða sér í hlutverk fyr-
irsæta og sýna flíkurnar sjálfar.
„Við ætlum svo að færa okkur yfir
á Álftanesið um kvöldið og það verð-
ur guðsþjónusta í Bessastaðakirkju
klukkan 20,“ segir Jóna Hrönn sem
mun sjálf þjóna fyrir altari. Sigrún
Pálína Ingvarsdóttir ráðgjafi flytur
hugleiðingu og fyrrnefndu listakon-
urnar þrjár flytja suðurríkjasálma.
Í leikritinu ballið á Bessastöðum,
eftir Gerði Kristnýju, sem var frum-
sýnt nýverið, er að finna ábúðar-
miklu ráðskonuna Halldóru, en það
vill svo til að kirkjuvörðurinn á
Bessastöðum heitir Halldóra Páls-
dóttir og hafði áður með ráðskonu-
starfstarf að gera á Bessastöðum al-
veg frá því að Ásgeir Ásgeirsson var
forseti og þar til fyrir tveimur árum.
„Halldóra kirkjuvörður er alveg
sérdeilis frábær kona og hún mun
undirbúa messukaffi í Brekkuskóg-
um 1, sem er safnaðarheimilið á
Álftanesi að lokinni guðsþjónustu og
þangað er öllum boðið. Hún sagði
mér að það yrði borið fram konfekt,
kaffi og kransakökur sem hún bakar
sjálf,“ segir Jóna Hrönn.
Þegar talið berst að undirbún-
ingnum fyrir daginn svarar Jóna
Hrönn kát í bragði: „Við konur erum
svo skipulagðar að það er í rauninni
allt tilbúið. Við bíðum bara eftir deg-
inum.“ Konur, sem hafa yndi af að
klæða sig upp verða eflaust ánægðar
með að heyra þau orð sem Jóna
Hrönn lætur falla að lokum. „Það
mæta allir prúðbúnir til stundarinn-
ar, enda mikill hátíðarbragur yfir
deginum.“
„Hátíðarbragur yfir deginum“
Vegleg dagskrá Garðaprestakalls á konudaginn Konur í aðalhlutverkum í tveimur messum
Magnús Kristjánsson valinn til fara með ávarp Konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir, velkomnir
Morgunblaðið/Golli
Glæsilegar Frá æfingu Kvennakórs Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Jóna Hrönn er fyrir miðri mynd.
Á morgun er sunnudagur átjándu viku vetrar og hefst þá góa, fimmti
mánuður ársins samkvæmt norræna tímatalinu. Á Íslandi hefur fyrsti
dagur góu lengi verið kallaður konudagurinn, rétt eins og fyrsti dagurinn
í þorra er bóndadagur.
Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögnum og dóttir
Þorra. Ljóst er af heimildum frá öndverðri 18. öld að fagna átti góu á svip-
aðan hátt og þorra og skyldi dagurinn eignaður húsfreyjunni.
Dagur húsfreyjunnar
UPPRUNI KONUDAGSINS