Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Mjög vel var hugsað um
ömmu á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga. Nefndi hún
stundum við mig að það væri nú
meiri munurinn að vera þarna
með þetta góða fólk að hugsa um
sig, sem fengi svo meira að segja
borgað fyrir það, heldur en að
við værum bundin yfir henni
heima. Hún hafði annast margt
gamalmennið og sjúklinginn
heima á Bessastöðum og eins í
barnæsku á Barði, eins og tíðk-
aðist í þá daga.
Með þessum orðum og mikl-
um og góðum minningum vil ég
þakka elsku ömmu fyrir sam-
fylgdina og leiðsögnina.
Guðný Helga og fjölskylda.
Þegar ég skrifa síðustu
kveðjuorðin til Helgu systur, þá
er ég þess fullviss að hún dó sátt
við allt. Kynni okkar hófust þeg-
ar ég var 10 ára og kom til sum-
ardvalar hjá þeim hjónum Helgu
og Einari. Hún var elst en ég
yngst okkar systkina, munaði 20
árum. Var ég hjá þeim næstu
fimm sumrin en þá fór ég í iðn-
nám. Þetta var góður tími. Ég
fékk að gera svo margt
skemmtilegt eins og að reka
stóðið með þrjá til reiðar sem
var mikið ævintýri, slá með orfi
og ljá, var kennt að elda, baka
og búa til konfekt. Þessu bý ég
að enn í dag, alltaf sömu gæðin
og örvunin og hlýr faðmur sem
ég þurfti á að halda og var hún í
mínum huga mamma tvö, sem
alltaf var hægt að leita til. Svo
voru það stuttar heimsóknir á
sumrin í nokkur ár.
Þegar við Sverrir giftum okk-
ur og byrjuðum að búa og eign-
ast börn reyndust þau hjónin
okkur einstaklega vel, því þá
þurfti ég oft að liggja á sjúkra-
húsum um langan tíma. Elsta
barn okkar var sex ára þegar
hann fór fyrst í sveitina og var
fram yfir fermingu, eitt sinn
fram að jólum, því þá lá ég nærri
fimm mánuði. Kom hann heim á
Þorláksmessu með skreyttar
tertur og smákökur til jólanna
frá Helgu. Fannst honum hún
vera mamma tvö eins og mér.
Eins fór ég með yngri börnin
norður og dvaldi um sumartím-
ann, fór þá á bílnum, þar sem
Sverrir var með hópa í vinnu úti
á landi. Gat ég þá snúist og sótt
fólk á rútuna, því það var alltaf
mikill gestagangur og eitt sinn
man ég eftir að það voru 25
manns um helgi. Gekk það bara
vel því það hjálpuðust allir að.
1977 var ákveðið að fara í
heimsókn til systur okkar og
mágs, sem bjuggu í Noregi. Við
fórum með Smyrli og vorum
fimm manns; Helga, við hjónin
og tvö yngri börnin. Þessi ferð
varð fjögurra landa sýn og
hringurinn á Íslandi. Þetta var
fyrsta utanlandsferð Helgu, en
ekki sú síðasta. Var hún vel
heppnuð í alla staði og ógleym-
anleg fyrir okkur öll.
Það er í rauninni mjög mik-
ilvægt í lífinu að eiga vináttu
sem er svo einstök, fyrir það
viljum við fjölskyldan þakka.
Sendum börnum, tengdabörn-
um og afkomendum Helgu sam-
úðarkveðjur.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Þökkum yndislegar stundir. Guð
geymi þig.
Sigríður, Sverrir og börn.
Mig langar að minnast móð-
ursystur minnar hennar Helgu.
Hún var stór hluti af mínu lífi
þegar ég var að alast upp þar
sem við systkinin fórum mörg
sumur norður með mömmu.
Eitthvað hefur mér fundist
Helga ömmuleg á þeim tíma sem
ég fór að tala, þótt hún væri ekki
orðin amma, svo ég kallaði hana
ömmu. Var mér þá vinsamlega
bent á að hún væri móðursystir
mín en ekki amma. Þá á ég að
hafa sagt að þá væri hún bara
„Helga amma móðursystir mín“
og það hefur hún síðan verið í
mínu hjarta. Helga var hress og
glaðleg kona, það var alltaf mik-
ið að gera hjá henni og mikill
gestagangur. Það var alltaf pláss
fyrir þá sem komu og allir vel-
komnir. Ég á óskaplega góðar
minningar frá Bessastöðum og
þar var gott að fá að vera sem
barn. Nálægð við sjóinn var
óskaplega spennandi og miklir
fjársjóðir sem fundust í fjörunni.
Það var líka flott bú við bæj-
arlækinn og hestar í heimahaga.
Þær voru ófáar ferðirnar sem
við krakkarnir fórum á „barna-
hestinum“ um túnin og meðferð-
in var ekki alltaf sem best þegar
kappið fór með okkur og við
vildum fara hraðar. Ekki má
gleyma fjósinu en ég, gamla
fjósið og fjóshaugurinn tengd-
umst á ógleymanlegan hátt. Þar
gerðust tilraunir og of mikil
nánd sem ekki þætti fínt í dag.
Ég minnist „Helgu ömmu móð-
ursystur minnar“ með mikilli
hlýju og þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast henni á þann
hátt sem ég gerði. Guð veri með
þér.
Sóley Sverrisdóttir.
Heiðurskonan Helga á Bessa-
stöðum er fallin frá. Hún er ef-
laust komin við hlið Einars síns
eftir nokkra bið. Þegar fjöl-
skylda mín fluttist að Söndum
voru þau Bessastaðahjón Helga
og Einar fyrstu nágrannarnir
sem ég man eftir. Þannig var að
Helga var á heimleið með Högna
son sinn nýfæddan, og á Sönd-
um þurfti að skipta um farkost
því ekki var þá bílvegur vestur
yfir hálsinn. Þetta var í desem-
ber og snjór á jörðu. Einar beið
hennar með hest og sleða, en á
sleðanum var útbúin aðstaða
fyrir móður og barn. Fjölskyld-
an hélt síðan heimleiðis, en mér
6 ára stelpunni fannst þetta und-
arlegur ferðamáti.
Þær urðu fljótt góðar vinkon-
ur móðir mín og Helga og hélst
það meðan báðar lifðu. Það voru
og mikil samskipti milli þessara
tveggja heimila. Þeir Bessa-
staðabændur Einar og Bjarni
áttu bát og faðir minn fór nokkr-
um sinnum með þeim í róður að
veiða í soðið. Það kom fyrir á
haustin að mjólkurlaust var á
Söndum. Allar kýrnar snemm-
bærar. Þá var rölt yfir í Bessa-
staði eða farið á gamla Bleik að
sækja mjólk eða að Helga sendi
einhvern með mjólkurflöskur yf-
ir að Söndum. Þegar börnunum
fjölgaði á Bessastöðum var þörf
fyrir snúningastelpu og ég var
svo lánsöm að vera ráðin. Þetta
var skemmtilegt þrátt fyrir að
ég væri ekki mikið fyrir börn.
Helga alltaf kát og skemmtileg
og fólkið allt svo notalegt. Þá var
mjólkin skilin, þ.e. í skilvindu, en
fyrst tekin frá neyslumjólk fyrir
heimilið þar á meðal í þrjú
drykkjarmál fyrir strákana.
Þetta fannst mér alveg fráleitt
en Helga sagði að strákarnir
vildu hafa rjómaskán ofan á
könnunum sínum. Ekki öfundaði
ég þá af þessu því ekki vildi ég
mjólk með rjómaskán.
Ég var um áramót hjá Helgu
þegar Nonni og Stína voru
tveggja ára. Á gamlárskvöld var
svo gengið í kringum jólatréð og
sungið af hjartans lyst. Krakk-
arnir kunnu mörg lög og vísur.
Ekki þurfti sérstakan forsöngv-
ara því Jón Ingi tók það að sér
óbeðinn. Ég hef aldrei heyrt
svona ungt barn syngja svona
hátt og snjallt.
Heimili þeirra Helgu og Ein-
ars var alltaf mannmargt og hún
félagslynd og áhugasöm um allt
sem gæti auðgað mannlífið.
Kvenfélagið okkar og Kvenna-
band V-Hún. hafa notið verka
hennar um áratugaskeið.
Helga og mamma nutu þess
báðar að ferðast og gjarnan að
komast í veiðiskap. Fyrri hluta
sumars fyrir allmörgum árum
var ákveðið að skreppa í veiði-
ferð fram á Arnarvatnsheiði.
Þetta var áður en bílvegur var
lagður fram að Arnarvatni og þá
farið fram „Kjálka“. Hestar voru
tiltækir og allur útbúnaður. Það
var fríður flokkur Helga,
mamma, og Dóra systir og svo
leiðsögumaðurinn Jón Sveins-
son, þá búsettur í Hnausakoti.
Þessi ferð tók nokkra daga og til
baka komu þau endurnærð með
hesta klyfjaða silungi og fjalla-
grösum. Oft var minnst eftir-
minnilegra atvika úr þessu
ferðalagi.
Er við kveðjum Helgu er
margs að minnast en mér er efst
í huga þakklæti fyrir vináttu og
tryggð við mig og mína fjöl-
skyldu. Einnig frá systkinum
mínum og fjölskyldum þeirra. Í
Guðs friði.
Sólrún K. Þorvarðardóttir.
„Margs er að minnast –
margt er hér að þakka.“ Þessar
ljóðlínur sálmaskáldsins eiga
sannarlega vel við í dag þegar
kvödd er heiðurskonan Helga á
Bessastöðum, eins og hún var
jafnan nefnd í sinni sveit. Langri
og farsælli vegferð er lokið.
Helga var merk kona og eft-
irminnileg fyrir margra hluta
sakir. Henni fylgdi jafnan hlýr
og hressandi blær. Hreinlynd og
hispurslaus í framgöngu og allir,
sem hana þekktu, muna hlátur-
inn hennar hvellan og smitandi.
Mannblendin og félagslynd gekk
hún innan fermingar í ung-
mennafélag sveitarinnar og vann
þar vel að ýmsum málefnum fé-
lagsins með öðru góðu fólki.
En æskan leið við leik og
störf heima á Barði, þar sem
hún ólst upp frá fjögurra ára
aldri eftir skilnað foreldranna,
hjá móðurömmunni og prest-
sekkjunni Sigríði Jónasdóttur.
Við tók nám í Kvennaskólanum
á Blönduósi og fljótlega upp úr
því gifting og búskapur. Brúð-
guminn var ráðsettur bóndi í
sveitinni, Einar Friðgeir Björns-
son á Bessastöðum. Aldursmun-
ur á þeim hjónum var að vísu
allmikill, eða 18 ár, en það kom
aldrei að sök því traust og sam-
hent bjuggu þau góðu búi á
Bessastöðum og eignuðust 6
börn.
Heimilið var jafnan mann-
margt. Auk hinnar stóru fjöl-
skyldu voru börn og unglingar í
sumardvöl og fólk í kaupavinnu
á árum áður. Öllum þótti gott að
vera á Bessastöðum og margir
komu þangað til dvalar ár eftir
ár. Hér átti húsfreyjan sinn
stóra þátt með sínu hlýja við-
móti og glaðværð og var það
þeim hjónum báðum eðlislægt.
Einnig var alkunn hennar gest-
risni og rausn við að metta alla
bæði heimafólk og gesti. Þótt
búsannir og barnauppeldi tækju
eðlilega mestan tíma á búskap-
arárunum tók hún virkan þátt í
félagsmálum sveitarinnar. Í 40
ár starfaði hún í kvenfélaginu
Iðju og var þar oft í forystusveit.
Auk þess átti hún sæti bæði í
skólanefnd og sóknarnefnd og er
þó ekki allt talið í þeim efnum.
Það geymist vel í minni okkar
eldri karlakórsfélaga er við kom-
um saman til æfinga á söngloft-
inu á Bessastöðum. Karlakór
hafði verið endurvakinn í hér-
aðinu, en söngstjóri var Ólöf
tengdadóttir Helgu og húsfreyja
á Bessastöðum. Allir voru
ánægðir eftir vel heppnaða æf-
ingu og góðar móttökur, þó held
ég að enginn hafi verið glaðari
en gamla húsmóðirin, sem hafði
bæði verið veitandi og þiggjandi
– veitt gestum af sinni alkunnu
rausn og einnig verið áheyrandi
að söngnum, þar sem helst mátti
ekki missa af neinu lagi. Söngur
var henni mikill gleðigjafi og
lífsfylling og naut hún þess ætíð
vel að hlusta á söng þó að ekki
tæki hún sjálf þátt í þeirri list.
Við leiðarlok er ljúft og skylt
að þakka. Ég og mín fjölskylda
eigum hér miklar þakkir að
gjalda. Ung að árum varð konan
mín þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga vist hjá þeim Bessastaða-
hjónum. Fyrir þá dvöl var hún
ævinlega ákaflega þakklát.
Traust og gagnkvæm vinátta og
virðing myndaðist, sem entist
meðan báðar lifðu. Þessa nutu
börn okkar líka í ríkum mæli.
Öllum aðstandendum Helgu flyt
ég hlýjar samúðarkveðjur.
Magnús Guðmundsson.
Hún hefur kvatt þetta líf hún
Helga mín. Farin á vit ættfeðra
sinna. Eflaust södd lífdaga og
sátt við sitt framlag til okkar
sem enn fáum að njóta þess að
lifa lífinu og ylja okkur við minn-
ingar. Það fyrsta sem kemur
upp í huga mér þegar ég hugsa
um Helgu er stórt hjarta og
breiður faðmur. Það var mikil
gæfa fyrir mig að fá að fara í
sveit til hennar Helgu og Einars
sumarið 1967, þá sjö ára. Ekki
er hægt að tala um eða minnast
Helgu öðruvísi en að Einar fylgi
með. Samrýndari og meira sam-
taka hjón er erfitt að finna. Fal-
legur koss í morgunsárið þegar
þau hittust eftir að hvort um sig
hafði sinnt sínum morgunverk-
um. Hann búinn að mjólka kýrn-
ar og hún búin að útbúa morg-
unmat fyrir hann og þann fjölda
fólks sem í kring um þau var.
Hlýja og nærgætni þeirra hvors
í annars garð var svo góð að
helst vildi ég festast í aðstæð-
unum. Mikinn lærdóm má draga
af samskiptum þeirra hjóna.
Helga réð ríkjum innanhúss og
fórst henni það einstaklega vel
úr hendi. Í minningunni er þetta
veisla frá morgni til kvölds. Já,
gæði lífsins eru margbrotin.
Gæfa mín var að komast í hend-
urnar á henni Helgu og fá að
njóta þess að vera í sveitinni.
Barnbetri manneskju hef ég
ekki hitt. Svo yndislega góð og
mikil virðing borin fyrir lífinu og
þeim sem í kring um hana voru.
Rúmið var eins og prinsessurúm
með stórri þungri sæng sem um-
vafði mig á nóttunni eins og
Helga gerði á daginn. Vakna
upp við dásamlega kleinuilminn,
dansa um allt húsið. Börn eru
leiðinleg ef þau fá ekki að sofa
var viðkvæði. Við fengum að
leika okkur og gera tilraunir
með allt og á öllu, leita að svör-
um, lesa spennandi bækur, spila
á spil, ríða út og gleðjast. Þetta
voru slík forréttindi að leitun er
að öðru eins fyrir barnssálina.
Það er hægt að gleyma sér við
að rifja upp þessa dýrðardaga.
Hún var alltaf hrókur alls
fagnaðar, tók á móti fólki hlæj-
andi og veitti vel. Var snillingur í
að matbúa og baka. Hún prjón-
aði lopapeysur og annað prjónles
eins og verksmiðja, féll ekki
verk úr hendi. Svona var hún
Helga, alltaf að gera eitthvað
fyrir aðra og taldi ekki eftir sér.
Lífið var eflaust ekki alltaf dans
á rósum hjá henni Helgu. En
það bar hún ekki á torg. Hún
fékk að drekka af bikar sorgar.
Erfitt hefur það verið þegar
Einar kvaddi þennan heim, þá
missti hún í leiðinni hluta af
sjálfri sér. Þyngra en tárum taki
hefur verið fyrir hana að horfa á
eftir frumburði sínum á besta
aldri kveðja. En Helga tók þessu
með stóískri ró og æðruleysi.
Bessastaðir voru í tíð Helgu fé-
lagsheimili fyrir ættingja og
vini. 25 manns plús var ekkert
óalgengt um helgar. Einu sinni
man ég að ég taldi 42 næturgesti
og þá svaf Einar bóndi á eldhús-
borðinu. Já, og velgjörðirnar og
gestrisnin var engu lík, allir
glaðir. Já, glaðir. Það er mildi að
Helga hefur nú fengið hvíld.
Farin að hlæja með öllu sínu
fólki sem horfið er, eflaust farin
að steikja kleinur og prjóna.
Hlæjandi sínum dillandi og smit-
andi hlátri. Takk fyrir að fá að
ganga þennan vegstubb með
þér.
Hví í friði elskulega vinkona.
Guðfinna Guðmundsdóttir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Marta frænka eða systir eins og
hún sagði oft þegar ég kom til
hennar á Sólvang; „þetta er Sía
systir mín“ en auðvitað var hún
föðursystir mín, var aðeins 14 ára
þegar hún kom á heimili foreldra
minna 1942 ásamt Valgeiri bróður
sínum, sem þá var ófermdur, 13
ára, þegar móðir þeirra lést. Sam-
heldni systkina föður míns var ein-
stök. Við bjuggum á Brú og Brúar-
enda við Þormóðsstaði eins og þá
var háttað í Reykjavík, nánar við
Starhaga og gegnt Lynghaga sam-
kvæmt núverandi skipulagi. Þar er
ein af mínum fyrstu minningum
þegar Marta frænka mín var flutt
á sjúkrahús fárveik af lungnabólgu
sumarið 1942. Þá var ekkert pens-
ilín komið til sögunnar og henni
ekki hugað líf, hún spjaraði sig en
var lengi að ná sér. Marta var aldr-
ei heilsuhraust en fór í gegnum líf-
ið með rólegheitum og einstakri
nægjusemi, gerði aldrei kröfur sér
til handa. Hún lærði kjólasaum og
var hún snillingur í höndunum, var
falið að pallíettu- og perlusauma
selskapskjóla á fínu frúrnar í
Reykjavík þeirra tíma.
Þegar Marta var tvítug giftist hún
Kristni Wium sem var glæsilegur
ungur maður. Fyrstu árin hófu
þau búskap á Brú, þar fæddist
Marta Sveinsdóttir
✝ Marta Sveins-dóttir fæddist í
Reykjavík 25. októ-
ber 1927. Hún lést á
Sólvangi 9. febrúar
2011.
Útför Mörtu fór
fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 15.
febrúar 2011.
þeim sonurinn Gísli
(1947), en eins og
margt ungt fólk á
þessum tíma flutt-
ust þau í lítið hús í
Melgerði 2 í Kópa-
vogi. Fljótlega hóf-
ust þau handa við
nýbyggingu á sömu
lóð og var það erfitt
á þessum árum eins
og alltaf. Þar eign-
uðust þau dótturina
Hildi (1951), síðan soninn Þór
(1953) og yngsta soninn Svein
(1959). Seinni maður Mörtu var
Magnús Sveinjónsson og var hann
mikill ágætismaður en hann lést
1991.
Marta var heimavinnandi húsmóð-
ir í mörg ár og kom börnum sínum
á legg. Hún var mér mjög kær
enda alltaf að passa mig og vernda
eins og allt mitt föðurfólk. Margar
góðar minningar leita á hugann
elsku Marta mín nú þegar leiðir
skilur um sinn. Frúin, það er
mamma, stjórnaði okkur vel. Það
var tekið slátur saman og bakaðar
jólasmákökur sem voru víðfrægar
vegna gæða og svo fallegar að enn
er verið að tala um þær. Saman
vorum við í Sælunni við Álftavatn
mörg sumrin með börnin okkar og
við berjatínslu á haustin en þá
dugði minnst vika í senn. Jólin
voru haldin saman heima á Brú öll
árin sem mamma lifði. Það er mikil
gæfa að eiga góðar minningar frá
uppvaxtarárum sínum og þar eiga
föðursystkini mín stóran þátt. Vil
ég senda elsku Stínu og Önnu
systrum Mörtu innilegar samúðar-
kveðjur en þær eru tvær eftirlif-
andi af níu systkina hópi.
Marta mín, ég þakka þér kæra
systir fyrir mig og megi Guð taka
þig í sinn náðarfaðm. Far þú í friði.
Samúðarkveðjur sendi ég til barna
Mörtu, barnabarna, tengdabarna
og langömmubarna.
Sigrún Oddgeirsdóttir
(Sía systir).
✝
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og
útför okkar kæra frænda og vinar,
JÓNS FRIÐRIKSSONAR
frá Seldal,
Norðfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
deildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup-
stað og annarra umönnunaraðila fyrir umhyggju og aðstoð.
Seldalsfjölskyldan.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
HRAFNHILDAR GUNNARSDÓTTUR.
Örn Jóhannesson,
Anna Gréta Hrafnsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson,
Gunnar Haukur Hrafnsson, Lilja Ósk Björnsdóttir,
Margrét Arna Arnardóttir, Svavar Guðmundsson,
Hildur Ýr Arnardóttir
og barnabörn.
✝
HAUKUR KARLSSON,
brúasmiður.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts Hauks, sem lést á
hjúkrunarheimilinu Mörk, Suðurlandsbraut,
2. desember 2010. Hann var áður til heimilis
að Marbakkabraut 9, Kópavogi.
Útförin fór fram frá Kópavogskirkju 20. desember 2010.
Blessuð sé minning góðs afa, föður, tengdaföður, bróður og
vinar.
Fyrir hönd fjölskyldu hins látna,
Hafdís Hauksdóttir Kjærgaard.