Ný saga - 01.01.1998, Síða 13

Ný saga - 01.01.1998, Síða 13
Halldór Kiljan Laxness og fom sagnahefð Við lærðum semsé grundvallaratriði sagna- gerðar af dýrlíngaævum og ekki leið á laungu áður en við bættust hákristilegar riddarasögur að stæla upp í okkur strákinn ... Um 1200 röknum við úr hinu sæla kristi- lega roti trúboðstímans, má vera fyrir til- stuðlan franskra og enskra riddarabók- menta sem bárust óðfluga til íslands og voru þýddar. Nema altíeinu förum við að sjá sjálfa okkur í landinu í sagnfræðilegum tíma, eftir að hafa ekki séð annað en kraftaverk guðs í 200 ár. Við upptendrumst í draumsjón um rismikið mannlíf til forna, og fáum heimþrá til sællar - og þó ekki sællar, en samt sællar - fortíðar sem leingi hafði myrkvi legið yfir; og þarmeð er vak- inn frumtónn þjóðlegs söguljóðs. Vakníng- arskeið fornstefnunnar er runnið upp, „fornvakníngin“, og elur af sér gullaldar- bókmentir í sögu og ljóði ,..17 Hér kemur fram breyttur skilningur á áhrif- um kristninnar og þróun bókmenntasögunn- ar, sem fer nærri skilningi margra fræðimanna þótt skáldfræðimaðurinn dragi mynd sína skarpari dráttum en aðrir, enda bágt að sjá hvað þjóðin hefði átt til að endurreisa ef hún hefði ekki séð annað en kraftaverk guðs í tvö hundruð ár. Hugmyndinni um einskonar fornmenntastefnu á tólftu öld og í upphafi þeirrar þrettándu hefur þó líklega vaxið fisk- ur um hrygg meðal fræðimanna á þeim árum sem liðin eru síðan þetta var skrifað. Enn fastar kveður Halldór að í yfirlýsingu í grein- inni „Mýramannaþætti“, sent birtist í Seiseijú mikil ósköp 1977: Islendíngasögurnar hefðu ekki getað orðið til nema á rammkaþólskri öld. Tilamunda fóru höfundar á þeirri tíð ekki í grafgötur um að páfinn stæði ofar valdi og réttlæti heimsins og næstur réttlæti guðs. Því að- eins er líka hægt að semja óslitna hryðju- verkasögu einsog Njálu, að sá yrði skyldug- ur endir hennar að manndráp hættu á víxl með því að síðustu liðsoddar manndrápa- keðjunnar færu til Róms og tækju aflausn. Tæknilega séð er höfundurinn í fylgd með þeim; það er í raun réttri hann sem fær af- lausn.18 Fólklor og frjáls sköpun Halldór gerir þó ekki ráð fyrir því á áttunda áratugnum fremur en áður, að draumsýnin um söguöld sé sköpuð úr engu, sé ný hugsmíð að öllu leyti heldur telur hann hún sé að ein- hverju leyti risin á grunni munnmælasagna. I „Mýramannaþætti" deilir hann á útgefendur íslenskra fornrita fyrir að nota orðið arfsagn- ir um efnivið fornsagna og gera ráð fyrir að þær hafi varðveist hjá sérstökum ættum eins og Mýramönnum. Sjálfur vill hann nota um efnivið sagnanna orð eins og munnmæli og þjóðsagnir og vísar í alþjóðaorðið fólklor. í „Forneskjutauti“ hafði hann skrifað fáum árum áður; Það er ekki heldur ástæða til að efa að mó- tíf óbundins ntáls, sem lifðu einsog kvæðin sínu munnlega lífi í ýmsum myndum, und- irorpin misheyrnum og rángminnum, háð sífeldum viljandi eða óviljandi breytíngum í munnlegum meðförum frá manni til manns, kynslóð til kynslóðar, hafi rnyndað kjarna í mörgum frásögnunt íslendínga- sagna, og sum slík mótíf jafnvel verið frum- kveikja þeirra, td. brennusagan í Njálu, hvernig sem hún kann að vera til orðin (hin ómannlega rökvísi örlaganna) eða bryn- hildarmótífið í Laxdælu (konan sem drep- ur elskhuga sinn). Önnur hafa augljóslega verið feingin að láni úr erlendunt bókum ellegar soðin uppúr reikisögum. Samt er hin frjálsa sköpun skáldanna umfram alt annað smiðvél þessarar máttugu listar.19 Miklu fremur en við lestur fyrri greinar kann sú spurning að vakna að hve miklu leyti höf- undur þessara orða gæti verið að lýsa eigin vinnubrögðum í þessunt hugleiðingum, því að alkunnugt er hvernig hann viðaði að sér efni í Íslendíngasög- urnar hefðu ekki getað orðið til nema á ramm- kaþólskri öld 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.