Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 16

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 16
Vésteinn Ólason Bjartur og Jón Hreggviðsson eru í raun og veru nútímaör- eigar og hefðu aldrei getað orðið hetjur í fornsögu, þótt þeir dýrki slíkar hetjur og séu sjálfir svipmeiri og skemmtilegri vegna skyld- leikans húsum og Jóns Hreggviðssonar, hvernig vinnu- brögðum Olafs Kárasonar, hinnar óhetjuleg- ustu söguhetju, er lýst með svipuðum orðum og við höfum séð hér að Halldór notar einatt um ritara fornsagna. Snæfríður íslandssól hef- ur líka mikið af reisn fornra kvenhetja, og hvort heldur er Snæfríður, Arnas Arnæus eða Jón Hreggviðsson, þá virðast þau öll hallast að hálfheiðinni örlagatrú, lítt snortin af krist- indómi. Jafnframt benti Hallberg fyrstur manna á það hve mjög hlutlægni í frásagn- araðferð og stíl fer í vöxt frá og með ís- lcmdsklukkunni.27 Allt er þetta satt og rétt, en þó mætti halda því fram að þessi áhrif séu í raun fremur yfirborðsleg og komi ekki nærri kjarna málsins. Bjartur og Jón Hreggviðsson eru í raun og veru nútímaöreigar og hefðu aldrei getað orðið hetjur í fornsögu, þótt þeir dýrki slíkar hetjur og séu sjálfir svipmeiri og skemmtilegri vegna skyldleikans. Snæfríður og Arnas eru nútíma fólk með tuttugustuald- ar skilning á bæði ást og þjóðfrelsi. Sagnarit- un Olafs Kárasonar er aðeins að ytri aðferð skyld ritun fornsagna. Veruleikinn sem hann skrásetur er varla heimssöguiegur. Hann á meira skylt við þann blekbónda sem síðar setti saman Inncmsveitarkroníku en höfunda íslendingasagna. Kjarni málsins er sá hve mjög allar þessar persónur í verkum Halldórs eru táknrænar og hvernig návist höfundarins andar úr hverju orði sem þær segja og segja ekki. Ég hef sjálfur freistast til þess að láta í það skína á prenti að Egill Skallagrímsson kunni að hafa tákngildi, að því marki að sá sem setti saman söguna af honum hafi ekki verið frábitinn því að láta hann vera fulltrúa fyrir ákveðna teg- und manna og lífsgildi þeirra.28 En slík túlkun verður í raun og veru öll á ábyrgð lesanda. Fyrir henni eru ekki jafntraust rök í textanum sjálfum og fyrir því að líta á Bjart í Sumarhús- um eða Jón Hreggviðsson sem fulltrúa ís- lenskra kotbænda. Enginn vegur er að mæla því í mót að það fólk sem ég hef nú fjallað um, persónur í hinum miklu skáldsagnabálk- um Halldórs frá fjórða og fimmta tugi aldar- innar, eru fulltrúar fyrir annað og meira en sig sjálf. Það er meira að segja auðvelt að sjá svona nokkurn veginn hvað þau eru fulltrúar fyrir, og höfundurinn, plús ex, sem alls staðar er nálægur í skáldsögu, leggur okkur rökin upp í hendur. Þetta er hvorki sagt til að lasta skáldsögurnar né hefja fornsögurnar til skýja, ekki heldur til að andmæla Peter Hallberg, heldur til að leggja áherslu á hinn skýra grein- armun þessara tveggja frásagnarhefða, sem er óumdeilanlegur og þegar allt kemur til alls óyfirstíganlegur. Gerpla Að vonum dettur mönnum fyrst í hug Gerplci þegar rætt er um mikilvægi fornrar sagnahefð- ar fyrir Halldór Kiljan Laxness, og nærtæk er spurningin: var hann að reyna að skrifa Is- lendingasögu þegar hann skrifaði Gerplul Um það efni hef ég nýlega fjallað í óbirtum fyrirlestri, og endurtek að því hlýtur maður að svara neitandi. Halldóri var auðvitað full- ljóst að ekki er hægt að skrifa íslendingasögu á þessari öld.29 Hann segir bcrum orðum í við- tali við Matthías Johannessen að hann hafi ætlað sér að skrifa skáldsögu um 11. öld: „Frómt frá að segja leiddist ég útí að skrifa Gerplu á fornmáli móti vilja mínum. Ég hélt það væri auðveldara en það er í raun og veru að skrifa skáldsögu frá 11. öld.“30 Efniviður Gerplu er sóttur í fornar sögur, einkum Fóstbræðra sögu og Ólafs sögu helga, mál sögunnar og stíll tekur mið af fornsagna- stíl og fornu máli, og frásagnaraðferðin er í mörgum greinum skyld frásagnaraðferð forn- sögunnar. En sá er munurinn að Gerplci glím- ir við heimssögulegan veruleika tuttugustu aldar, þótt hún hafi gervi fornsögu, og hún er skrifuð af vísvitandi list þess manns sem þekkir meira af fornri sagnalist heimsins en nokkur íslenskur sagnaritari þekkti eða gat 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.