Ný saga - 01.01.1998, Page 36

Ný saga - 01.01.1998, Page 36
Hörður Vilberg Lárusson Mynd 18. Titilsíður ritlinga sem andstæðingar Kefla vikursjón varps- ins gáfu út um sjónvarpsmálið. Eins og það væri sjálfsagt að banna erlendum togurum að veiða innan íslenskrar landhelgi, skyldi meina útlending- um að ryðjast inn í íslenska menningarhelgi allt annað væri að fara í kvikmyndahús og sitja þar í 1-2 tíma og horfa á mynd sem mað- ur hefði valið en að horfa á Keflavíkursjón- varpið sem væri inni á heimilinu sjö tíma á virkum dögum og allt upp í tíu tíma um helg- ar. Sigurður sagði að í tilfelli sjónvarpsins hefði maður ekkert val, sjónvarpsefnið kæmi bara inn á mann og maður væri næstum varn- arlaus gagnvart því.88 Þessi málflutningur var ærið algengur hjá andstæðingum Keflavíkur- sjónvarpsins og var því haldið á lofti að ann- aðhvort yrði að horfa á alla dagskrána frá morgni til kvölds eða sleppa því. Enginn millivegur væri fær og aldrei var gengið út frá því að fólk byggi yfir mannlegri skynsemi sem gerði því kleift að velja og hafna. Algengustu röksemdirnar fyrir því að tak- marka bæri Keflavíkursjónvarpið við her- stöðina eina voru þær að eina ástæða þess að íslendingar gætu talist sjálfstæð þjóð væri tunga þeirra og menning, án hennar hefðu ís- lendingar ekkert fram að færa til heimsmenn- ingarinnar og tilveruréttur þeirra sem þjóðar fokinn út í veður og vind. Astæða þess að Is- lendingar létu sig hafa það að lifa í svo hrjóstrugu landi væri sérstæð menning þeirra og ef hennar nyti ekki lengur við myndu þeir flykkjast til annarra landa þar sem lífsbarátt- an væri auðveldari og vist öll betri.89 Baráttan gegn sjónvarpinu var einnig sett í samband við baráttu íslendinga fyrir útfærslu landhelginnar og baráttuna fyrir fiskimiðun- um. Þórhallur Vilmundarson notaði fyrstur orðið menningcirhelyi í umræðuþætti í útvarp- inu í nóvember 1961 og var það óspart notað af andstæðingum Keflavíkursjónvarpsins á komandi árum.90 Orðið menningarhelgi átti að vísa til landhelginnar og menningarhelgina bæri að verja fyrir erlendum ágangi líkt og landhelgina. Eins og það væri sjálfsagt að banna erlendum togurum að veiða innan ís- lenskrar landhelgi, skyldi meina útlendingum að ryðjast inn í íslenska menningarhelgi. Um menningarhelgina sagði Þórhallur: „Yfir henni eigum við einir lögsögu, og okkur má aldrei henda að leyfa öðrum þjóðum að ráðast inn í hana og fremja þar helgispjöll.“91 Þórhallur sagði að eitt hliðstætt dæmi væri um álíka nið- urlægingu úr sögu íslands og áhorf íslendinga á Keflavíkursjónvarpið. Það hafi verið þegar Bretar stunduðu togveiðar hér við land og ís- lendingar reru út til þeirra til að hirða þorskinn sem Bretarnir vildu ekki sjá.92 Skáld sinntu baráttunni gegn varnarliðinu og fjölmiðlum þess, og má sem dæmi taka skáldsöguna Svarta messu eftir Jóhannes Helga sem kom út árið 1965.93 í ritdómi um bókina sagði Jón Óskar að Jóhannes hefði hugsað sér með Svartri messu að láta íslenskt þjóðfélags- ástand kristallast í lífi fólks á eyjunni Lyngey, þar sem útlendingar (þ.e. Bandaríkjamenn) hefðu herstöð, en fólkið lifði af sjávarútvegi. í sögunni er gistihús þar sem aðalgerandi sög- unnar hefur aðsetur sitt, Murtur skáld, og í það hús stefnir höfundur þeim fulltrúum spill- ingar í þjóðlífinu sem skáldið á að afhjúpa og húðfletta. Þangað kemur fegurðardísin Gunn- hildur sem hefur sell erlendu kvikmyndafé- lagi fegurð sína, og þangað koma ráðamenn þjóðarinnar sem skáldið lætur þjóðina sækja til saka og dæma í draumi. Úr gistihúsinu horfir Murtur skáld í sjón- auka yfir eyjuna, á radarstöð hersins, á grasið og á fjöruna, sem verður aðalvettvangur hans til gönguferða. Þar er gervilegasta stúlka eyj- arinnar, Úlfhildur Björk, vön að ganga til vinnu sinnar í frystihúsinu, en hún verður skáldinu ímynd þess sem varðveist hefur hreint og heilbrigt í þjóðinni. Andstæða hennar er á næsta leiti þar á eynni, útlend her- stöð með þeirri spillingu fyrir landslýð sem af henni leiðir. Á eynni er sýslumaður og situr 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.