Ný saga - 01.01.1998, Side 74

Ný saga - 01.01.1998, Side 74
Kristján Jóhann Jónsson Nítjánda öldin er aö mörgu leyti heillandi tímabil í sögu lista og menn- ingar. Hún er afdrifaríkt breyt- ingaskeið í þjóöfélagshátt- um á Vestur- löndum og slík- um skeiðum fylgir gjarnan ólga í hugsun og hugmyndum lendis. Sveinn Einarsson er af fyrstu kynslóð- inni sem fer utan til að læra leikhúsfræði, Jón Viðar Jónsson af annarri kynslóð. Báðir hafa lagt stund á íslenska leiklistarsögu og beðið hefur verið eftir bókum þeirra sem nú liggja fyrir. s Islensk leiklist I og II Fyrst og mest þessara rita er að sjálfsögðu leiklistarsaga Sveins Einarssonar en fyrra bindi hennar nær fram undir síðustu aldamót. I upphafi fjallar Sveinn um Eddukvæði og forsögu þeirra. Hann telur að þau hafi að minnsta kosti að einhverju leyti verið ætluð til flutnings og að því hafa reyndar fleiri hallast.2 Þráðinn rekur Sveinn síðan gegnum vikivaka og leikdansa. Hann fer mjög víða um leiklist- arsögu Evrópu í leit að samanburði sem færa megi upp á íslenskar frásagnir sem eru fáar og óljósar og það eru í sjálfu sér eðlileg og vitur- leg vinnubrögð. Þó að lærdómur höfundarins sé mikill fer minna fyrir óhrekjandi sönnun- um á því að leiklist hafi verið iðkuð hér nán- ast samfellt og frá upphafi vega. Ýmislegt í ts- lenskri leiklist I minnir á það tímabil í skrán- ingu íslenskrar bókmenntasögu þegar hvað mest var skrifað um horfin handrit sem hefðu gefið okkur þá glæsilegu samfellu og orsaka- samhengi sem bókmenntasagan hefði átt að hafa. Þetta er ekki sagt höfundinum til lasts heldur til þess að benda á að saga hans af leik- listinni á við nokkur frumherjavandkvæði að stríða. Heimildir um þetta efni hafa lítt eða ekki verið kannaðar áður og einhvers staðar verður að byrja. Það er erfitt að velja úr efni og draga stórar línur áður en fengist hefur nokkur yfirsýn og óhætt að segja að það verði Sveini stundum fjötur um fót. Hann freistar þess að velta við hverjum steini í leiklistar- sögu margra alda þar sem frumrannsóknir eru nánast engar og það gerir bók hans erfiða aflestrar. í framtíðinni verður þessi saga vænt- anlega sögð á miklu færri blaðsíðum, valin út þau atriði sem bitastæðust eru og þau erlend samanburðardæmi sem koma að einhverju gagni. Frá vikivökum og leikdönsum liggur leið Sveins að Skraparotspredikun og Herranótt sem fram að þessu hafa venjulega verið látin heita upphaf íslenskrar leiklistar. Þar eru heimildir betri og erlend samanburðardæmi gagnlegri. Fram á miðja 19. öld virðist sú leiklist sem hugsanlega hefur verið til einna helst snúast um skopgervingu á andlegum og veraldlegum yfirvöldum, víxlun á kynhlutverkum og leik- ræna túlkun á ófreskjunni eða skrímslinu sem býr úti í hinu óþekkta myrkri. Stéttabarátta, kynjaátök og óttinn við sálardjúp sín og ann- arra hafa þannig fylgt leiklistinni frá upphafi vega. Sú hugmynd er freistandi að það sé ein- mitt vegna þess að orðræðu valdsins hefur alltaf verið sérdeilis illa við pælingar um þessi viðfangsefni og margt verið reynt til að koma í veg fyrir þær. Nítjánda öldin er að mörgu leyti heillandi tímabil í sögu lista og menningar. Hún er af- drifaríkt breytingaskeið í þjóðfélagsháttum á Vesturlöndum og slíkum skeiðum fylgir gjarnan ólga í hugsun og hugmyndum. Á okk- ur Islendingum skella bylgjur upplýsingar og rómantíkur og ekki alltaf Iétt að aðgreina þetta tvennt. Eggert Ólafsson, höfuðskáld upplýsingarstefnunnar, var til dæmis afar rómantískur í þjóðernisdýrkun sinni og Jónas Hallgrímsson, höfuðskáld rómantísku stefn- unnar, var náttúrufræðingur og vísindamaður í anda upplýsingar. Islendingar taka vel við hugmyndum og boða þær af ákafa um þetta leyti, enda komnir úr nýjunga- og tíðinda- svelti. Sigurður Guðmundsson málari fæddist í Skagafirði árið 1833. Hann fór til Kaupmanna- hafnar 1849, sextán ára gamall. Sveilungar hans styrktu hann til iðnnáms en hann komst fljótlega inn í Listaháskólann og lærði þar teikningu og meðferð olíulita. Sigurður mál- ari er í Kaupmannahöfn 1849-58 og hefur ör- ugglega orðið fyrir sterkum áhrifum af læri- meisturum sínum og það gengur líka mikið á fyrir löndum hans. Fjölnir var gefinn út 1835-47, Jón Sigurðsson gaf Ný félagsrit út frá 1841-73. Grímur Thomsen hafði sýnt hvað í honum bjó með ritgerðum sínum 1843 og 1845 og fjölmarga aðra sterka einstaklinga mætti telja sem voru í Höfn á þessum árum. Sigurður flytur síðan alfarinn til Islands 1858 og fer að vinna að leikhúsmálum. Leik- tjöld hans við Útilegumenn Matthíasar 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.