Ný saga - 01.01.1998, Page 78

Ný saga - 01.01.1998, Page 78
Kristján Jóhann Jónsson Eins og sagt var hér í upphafi er ein brýnasta ástæðan til þess að skrifa leiklistarsögu núna einmitt sú að enn er á ferli lifandi og minnugt fólk sem getur sagt óskráðar sögur úr leikhúsinu AF BÓKUM Geniet og vögvisaren eftir Jón Viðar Jónsson. Þetta birtist meðal annars í því að til þess að skrifa þá félagana ekki upp freistar Þórunn þess að stokka upp og túlka fleiri þætti sög- unnar en þeir gera. Þórunn fjallar til dæmis um það hvernig viðhorf til ástar og hláturs breytist í meðförum leikhússins og með því er hún að opna leiklistarsöguna og tengja hana við sögu menningar og hugarfars alnrennt. Kvikmyndirnar koma upp að hliðinni á leik- húsinu og hafa áhrif á viðhorf almennings og þar með á leikhúsið. Eins og vænta má er nokkur munur á sjónarhorni þeirra Sveins Einarssonar annars vegar og þeirra Þórunnar og Eggerts hins vegar. Sveinn er leikhúsmað- ur og þekkir innviði leiklistarinnar en virðist eiga erfiðara með að sjá hana úr fjarlægð sem sögu. Þórunn og Eggert eru sagnfræðingar og eiga greinilega léttara með að sjá leikhúsið í tengslum við umhverfi sitt en eru ef til vill ginnkeyptari fyrir því sem aðrir segja af mis- miklu viti um innri þróun þess. Leikhúsmaðurinn Sveinn drepur innri átökum í leikhúsinu greinilega á dreif en gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson6 og sagn- fræðingarnir Þórunn og Eggert draga hins vegar ekkert úr þeim. Jón Viðar lætur í ljós þá skoðun að leiklistarsaga sem sleppi væringum að tjaldabaki sé ekki nema hálfsögð og Þór- unn og Eggert ganga svo langt að tala um ættastríð á fyrri hluta aldarinnar. í báðum til- vikum virðist þó heppilegt að vara sig á oftúlkunum. Lauslegar athuganir í sendibréf- um um það hvort einhverjir „séu að verða vinir“ þurfa ekki endilega að þýða að allt hafi fram að því logað í illdeilum.7 Þungavigtarpersónur í átökum virðast vera þau Indriði Einarsson og Stefanía Guðmunds- dóttir. Hann er leikritahöfundur og leikstjóri, öll fjölskylda hans nreira og minna virk í leik- listinni og Guðrún Indriðadóttir helsti keppi- nautur leikstjörnunnar Stefaníu. Stefanía rakar að sér leiksigrum og verður skínandi stjarna við hliðina á fjölskylduveldi Indriða. Auðvitað er alltaf einhver urgur í listamönn- um sem takast á um forystu og það er ekki rétt að draga fjöður yfir það. Saga af slíkum átökum getur vel verið lærdómsrík og athygl- isverð en hún breytist léttilega í sápuóperu ef sagnaritarar gá ekki að sér. Eggerl Þór Bernharðsson skrifar sögu Leikfélags Reykjavíkur eftir stofnun Þjóð- leikhúss 1950. Þetta er skilmerkileg frásögn en varfærin eins og við er að búast. Það ein- kennir Aldarsögu Leikfélags Reykjavíkur alla að hún byggir einungis á rituðum heimildunr og það finnst mér alvarlegur veikleiki. Eins og sagt var hér í upphafi er ein brýnasta ástæðan til þess að skrifa leiklistarsögu núna einmitt sú að enn er á ferli lifandi og minnugt fólk sem getur sagt óskráðar sögur úr leikhús- inu. Það er mér óskiljanlegt hvers vegna Egg- ert ákvað að útiloka svo mikilvægar heimild- ir. Þegar komið er inn í nútímann hefðu vönd- uð viðtöl við valda einstaklinga úr eldlínunni gert bókina rniklu betri. Engu að síður er bók þeirra Þórunnar og Eggerts gagnleg og falleg bók. Aftast í henni eru vandaðar skrár sem gera lesendum auð- velt að fletta upp ef leitað er upplýsinga um sérstök efni en það er einmitt þannig sem bækur af þessu tagi eru oftast notaðar. Það er jafnframt slæmur veikleiki á bókum Sveins Einarssonar hve allar skrár yfir það mikla efni sem hann hefur dregið saman eru óvand- aðar. Góður útgefandi hefði komið til móts við höfund sinn í því efni. íslensk leiklist I og II eftir Svein Einarsson er saga íslenskrar leiklistar frá upphafi og fram til 1920. Aldarsaga leikfélagsins nær, að sjálfsögðu, frá stofnun Leikfélags Reykjavík- ur 1897 og fram til 1997. Fyrsti hluti hennar fjallar því um sama tímabil og íslensk leiklist II. Sama tímabil er til umræðu í bók Jóns Við- ars Jónssonar, Leyndarmál frú Stefaníu, sem unnin er upp úr doktorsritgerð Jóns eins og fyrr segir. Stefanía fæddist 1876 og lést 1926. Fyrsta stjarnan Islensk leik/ist I og II er þjóðarsaga þar sem reynt er að ná utan um leiklistarsögu þjóðar- innar frá upphafi og höfundur tileinkar sér „vísindalegt“ hlutlægnisfas sem er ekki til góðs fyrir ritverkið. Aldarsaga leikfélagsins er stofnunarsaga og tilgangur hennar að vera afmælisrit og saga félagsskapar og það er eins og þurfi að nefna alla á nafn og birta myndir af öllum. Sjálfsagt hefur viðskiptavinurinn ekki sætt sig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.