Ný saga - 01.01.1998, Page 81

Ný saga - 01.01.1998, Page 81
Saga í sviðsljósi Á því eru lil margar og mismunandi skýring- ar en út í þá sálma verður ekki farið hér. Jón Viðar víkur síðan að því að stórleikar- inn þurfi að geta haldið ró sinni þegar hann túlkar hamslausar ástríður, það þrái allir leik- arar en einungis fáir útvaldir nái svo langt. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá Jóni, gallinn er bara sá að þetta gildir um alla listamenn og allar listgreinar og segir þess vegna ekkert sérstakt um leikara og leiklisl. En ef til vill talar Jón hér eins og leiklistin sé ein í heiminum vegna þess að hann lelur hana greinilega æðri öðrum listgreinum: „Samtíðarmennirnir vissu fæstir hverju hún - og Borgþór - kosluðu til. ... Þeir fundu að sú grein listanna, sem hefur lífsundrið sjálft að viðfangsefni, mannlega reisn og mannlega niðurlægingu, hafði eignasl fulltrúa á ís- landi.“n Vafalaust eru margir tilbúnir lil þess að halda því fram að „þeirra listgrein" sé sú eina sem fjalli um „lífsundrið sjálft“ en jafnvel þó að víðsýni sé í lágmarki hlýtur slík ályktun að teljast furðuleg. Þau verk sem hér hefur verið spjallað um eru hvorki lítil né hógvær. Þau bera miklu frekar vott um mismikinn „monumental- Mynd 7. Þar sem djöflaeyjan rís frá 1987. Hérsjást þau Guðmundur Ólafsson, Kristján Franklín Magnús, Margrét Ólafsdóttir og Ingrid Jónsdóttir. Myndin er tekin á æfingu. BÓKUM mundsdóttur víkur hann að heimildum um: „þetta æskufulla óstýrilæti ungra norrænna leikkvenna um aldamótin.“8 Hann ræðir framsögn og veltir því fyrir sér hvað samtíma- menn hennar hafi átt við þegar þeir sögðu: að hún félli náttúrulega og eðlilega inn í hlutverk sín. Það lúlkar Sveinn þannig að leikkonan hafi verið gædd næmleika í óvenjulega ríkum mæli og að tilsvör hennar hafi orðið eðlileg í munni. Hann ræðir fullyrðingar um „snöggar breytingar tilfinninga og útlits“. Sveinn ræðir þroska hennar sem listakonu í ljósi þess að hlutverk hennar breytast og um það er að sjálfsögðu einnig fjallað í ævisögu hennar eft- ir Jón Viðar. Sveinn víkur að því hvort hún hafi leikið á móti texta og virðisl telja það mögulega skýringu á gagnrýni sem hún fær fyrir leik sinn í Syndum annarra. Hann vitnar einnig í bréf Stefaníu og kemsl að þeirri nið- urstöðu að hún hafi haft krefjandi listsmekk og næmt auga fyrir hreyfingu og hinu sjón- ræna. Jón Viðar Jónsson víkur að sjálfsögðu að flestum þessara þátta í hinni ítarlegu ævisögu Stefaníu. Það vekur hins vegar nokkra furðu hve litlu rými hann eyðir í að ræða kenningar Sveins um tímabilið. Það er reyndar plagsiður íslenskra fræðimanna að nel'na ekki hver ann- ars rannsóknir. Ef til vill finnst þeim öruggara að láta heldur eins og ekkert hafi verið sagt en að deila á það sem þeir eru ósammála eða gera grein fyrir afstöðu sinni til annarra kenn- inga á einhvern hátt. í Aldarsögu Leikfélags Reykjavíkur má reyndar sjá fallega undan- tekningu frá þessum heimóttarskap.9 Jón Viðar ræðir list Stefaníu hins vegar ekki út frá sjónarmiði þess manns sem sjálfur vinnur á sviðinu. Sjónarhóll Jóns er nánast Irúarlegur. Hann segir: „Hvað greinir yfir- hurðaleikarann frá meðalmennunum? Hver er lindin, sem áhrifamáttur hans streymir fram úr? Eitt er Ijóst: miklum leikendum er á einhvern hátt lagið að koma á mjög sérstöku sambandi við áhorfendur. Stórleikarinn er einfaldlega á sviðinu með einhverjum allt öðrum hætti en hinir."10 Eins og sjá má er þetta ansi goðsagna- kennd úttekl og það eru varla ný sannindi að útgeislun leikara á sviði sé misjöfn, rétt eins °g hjá öllu öðru fólki í venjulegum aðstæðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.