Ný saga - 01.01.1998, Síða 89
Islensk sauðnautasaga
konungur gerði för sína til Grænlands vorið
1921, og danska innanríkisráðuneytið gaf út
formlega yfirlýsingu um að stjórn Dana á
Grænlandi næði til alls landsins. Fáeinum
dögum síðar var gefin út tilkynning til sjó-
farenda um að allar hafnir Grænlands væru
lokaðar fyrir unrferð, nema að fengnu leyfi
danskra yfirvalda, og í sörnu tilskipun var því
slegið föstu að einkaleyfi verslunarinnar næði
til alls landsins, einnig Austur-Grænlands.6
Það fyrrnefnda var í raun engin nýjung, því
leyfi hafði þurft til að sigla á grænlenskar
liafnir allt frá því að Grænlandsverslunin,
Den Kongelige Grpnlandske Handel, fékk
einkaleyfi til verslunar í landinu árið 1776.7
Þótt Danir teldu norsk stjórnvöld hafa við-
urkennt óvefengjanlegt danskt fullveldi á öllu
Grænlandi með yfirlýsingu Ihlens var því ekki
að heilsa í Noregi þar sem öflugir þrýstihópar
héldu fram rétti Norðmanna til Grænlands,
einkum til veiða á austurströnd landsins.
Kröfur Norðmanna leiddu til þess að árið
1924 var í ntálamiðlunarskyni gerður milli
Dana og Norðmanna svokallaður Austur-
Grænlandssamningur, sem heimilaði Norð-
mönnum að stunda veiðar á Norðaustur-
Grænlandi og hafa þar aðrar takmarkaðar
landnytjar. I honum voru meðal annars
ákvæði um að fyllstu hófsemi skyldi gætt við
sauðnautaveiðar og ekki felld fleiri dýr en
nauðsynlegt væri.8 Skömmu áður höfðu verið
settar reglur sem veittu sambandsþjóðunum,
Dönum og Islendingum, þessi sömu réttindi,
og þar voru einnig samskonar ákvæði unt
dýraveiðar.9
Þótt Austur-Grænlandssamningurinn væri
samþykktur af ríkisstjórnum Danmerkur og
Noregs batt hann ekki endi á deilu landanna
um Grænland. Norsk þjóðernisstefna naul
vaxandi fylgis á þriðja áratugnum og fylgis-
menn hennar létu sér annt um að minna á það
í ræðu og riti, að Grænland væri að réttu lagi
fylgiland Noregs frá fornu fari, en hefði verið
svikið undan við friðarsamningana í Kiel árið
1814.
Krafa Norðnranna um yfirráð á Grænlandi
átti sér fyrst og fremst sögulegar og þjóðern-
islegar forsendur því efnahagsleg þýðing
Grænlands fyrir norskl atvinnuh'f var fremur
lítil, og einkum bundin fiskveiðunr við vestur-
strönd landsins, en ekki dýraveiðunr á Norð-
austur-Grænlandi,10 senr þó urðu helsta bit-
beinið, enda var þar um að tefla einu raun-
verulegu ítök Norðmanna í nýtingu græn-
lenskra náttúruauðlinda.
Vorið 1931 hljóp deila norrænu grannríkj-
anna um Grænland í harðan hnút. Helstu
ásteytingsefnin voru ágreiningur unr fullveld-
isréttinn, sem birtist í deilu unr það livor þjóð-
in skyldi fara nreð lögregluvald yfir norskunr
veiðinrönnunr á Grænlandi - og lrinar umdeildu
sauðnautaveiðar. Hópur norskra veiðimanna
undir forystu heimskautafarans Haralds
Devolds, senr staddur var á Norðaustur-Græn-
landi, tók sig þá til og lýsti yfir því í nafni Há-
konar konungs, að hluti Norðaustur-Græn-
lands væri norskt land og nefndi svæðið Land
Eiríks rauða. Næsta ár lýstu svo veiðinrenn
annað svæði, sunnar á strönd Austur-Græn-
lands, norskt yfirráðasvæði. Þótt norsku ríkis-
Mynd 4.
Vélskipið Gotta var
búið út í leiðangur
til Grænlands i
þeim tilgangi að ná
lifandi sauðnautum
og flytja þau hingað
til lands. Á mynd-
inni, sem tekin var
í Reykjavikurhöfn,
er verið að skipa út
heyi sem ætlað var
sauðnautunum á
heimsiglingunni.
87