Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 14

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 14
Helga Kress þínum góðu hlutum og dæmum.“47 Það gerir hún síðan í löngu og ýtarlegu máli. María egypska hefur verið portkona í Alexandríu, „svo sem sú er verst mátti vera“ og framið „líkamslosta með hverjum manni er það vildi gera“. Hún kaupir sér föt til að körlum lítist vel á sig og mat og drykk „til þess að líkami minn skyldi þá meiri gleði standast og fleira illt lystast en áður“. Þegar allir karlmenn í Alexandríu eru uppurnir kemur hún sér á skip til Jórsala. Þarna vill hún hætta frásögn sinni, en munkurinn biður hana spenntur að halda áfram: „Fyrir guðs sakir, systir, kvað hann, segðu mér lengra, því að það gerir margan mann góðan ef slíkt heyrir.“ Á skip- inu lokkar hún til sín alla karla og „var svo sem pyttur helvítis í að falla öllum þeim er við mig áttu og svo sem fella til músa.“ í Jórsölum fer hún um borgina alla „og lokkaði ég til mín hvern mann þann sem ég mátti og spandi ég svo sálir þeirra til helvítis sem fiskar vefjast í neti.“48 Þessi kona sem hefur verið í hreinsunareldi eyðimerkurinnar í 47 ár er sams konar „porthús líkamans“ og lýst er í skriftamálum Ólafar og konan sem þar skrift- ar óttast „þó síðla sé, að fjandinn ntuni til eldsneytis geymt hafa, minni hörmulegri sál til bótlausrar bölvunar.“ Aumasti kennimann Um leið og skriftamál Ólafar eru paródía á skriftir eru þau klám um líkama kvenna og kynlíf, þar sem karl leggur konu játningar í munn og lætur hana ljóstra upp sínum forboðnu leyndardómum.4g Hina karl- legu uppsprettu má sjá á ýmsum stöð- um í textanum sjálfum. Fyrir utan að konan er stundum látin karlkenna sig málfræðilega, segist t.a.m. hafa girnst þess að vera „heilagur“, kemur þetta fram í myndmáli samfaralýsing- anna, þar 12 sig hlutverk karlsins og er ofan á, eða hún er lil hliðar sem er stelling homrna (eða dýra).50 Á tveimur stöðum þar sem textinn breiðir hvað mest úr sér er lýsing á kynferðislegri fullnægingu sem getur ekki átt við um konur. En hér koma jafnframt fyrir þær klúru klaus- ur sem forseti Bókmenntafélagsins „inn- sirklaði“ og lét fella burt í útgáfunni. Svo bar það og til stundum, þó háskalegt væri, ef eg hafði nokkra styggð eða reiting míns bónda ófyrirsynju og hann vildi mig þýðast, hugsaði eg að hann skyldi missa þeirrar gleði sem eg mátti honum veita og útgefa, hafði þær hræringar með sjálfri mér áður hann bar sig til nokkurra gjörða, að mitt náttúrlegt eðli losaðist burt úr tilheyri- legum stað og í ógildan akur á minn lík- ama, myrðandi það efni og undirstöðu sem afskaplegt er, sem almáttugur guð hefur til ætlað að af samblandi blóðsins rná gerast. Þetta er Iýsing á sjálfsfróun og sáðfalli, reynsla karlmanns án samneytis við konur, sennilega klerks eða kannski munks.51 Athæf- ið er „háskasamlegt“. I „Speculum penetent- is“ er það „peccatum contra naturam", en svo kallast „er maður sáir sæði sínu öðru vísi en í kvenlegan akur, það er í konu bland, að þar fæðist sáðið sem til er sett.“ Þessi synd er „mortale" og „er því meiri sem meiri eru mein á og fúlslegar framið“.52 Það sama kem- ur fyrir í lýsingu á framhjáhaldi konunnar sem skriftar: Einkanlega hefi eg misgert eigi síður, minn kæri faðir, að eg hefi oftlega í blíðlæti verið með aðra karlmenn, það er að skilja í koss- um og faðmlögum, gleðilegum orðum og léttlátum augnatilrenningum, í umspenn- ingum og nákvæmri líkamanna samkomu og í átekningum handanna og margháttuð- um viðvikum þeim er full blíða mætti af gerast, og þó að með guðs drottins forsjá og þeirri minni ástundan að eigi skyldi eg af þess háttar manni saurgast, og þó að eg hefði við sjálfa hórdómsins framning eða samkomu getnaðarlimanna frí verið, þá hefi eg allt eins af fyrr sögðum blíðskap ruglast með sjálfri mér, svo að það hefir losnað sem eg átti að halda burt af geymslu míns kviðar og í óskaplegan stað annars vegar á ntinn líkama, og hvílík synd mér er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.