Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Hjúkrunarheimilið Sólvangur í
Hafnarfirði sendi 65 starfsmönnum
sínum uppsagnarbréf um mánaða-
mótin. Þar af er 15 sagt upp störfum
en hinum er boðið að starfa áfram á
Sólvangi gegn því að lækka starfs-
hlutfall sitt um 10-20% í nýjum ráðn-
ingarsamningi. Um er að ræða
starfsfólk á öllum deildum, frá
stjórnendum til ófaglærðs starfs-
fólks, að langmestu leyti konur.
Þar sem um svo marga starfs-
menn er að ræða varð Sólvangur að
tilkynna hópuppsögn til Vinnumála-
stofnunar. Um 90 stöðugildi hafa
verið á Sólvangi en að sögn Árna G.
Sverrissonar forstjóra mun stöðu-
gildum fækka um 19 með þessum að-
gerðum. Um leið verða gerðar breyt-
ingar á vaktafyrirkomulaginu sem
hefur í för með sér að starfsfólki í
100% vinnu er boðið 80% hlutfall.
Eftir er að koma í ljóst hvort allir
þessir 50 starfsmenn munu sam-
þykkja lækkað starfshlutfall. Gerist
það ekki þá kemur til greina í ein-
hverjum tilvikum að bjóða öðrum
hækkað starfshlutfall sem tóku á sig
lækkun. Er starfshlutfall ekki lækk-
að hjá þeim sem eru í minna en 60%
starfi.
Árni segir að Sólvangi hafi verið
gert að skera niður um 120 milljónir
króna á þessu ári og með uppsögn-
unum nú sér fyrir endann á þeim nið-
urskurðaraðgerðum.
Bitni ekki á þjónustu
Spurður hvort þessar aðgerðir
muni ekki bitna á þjónustu við vist-
menn segir Árni að allt verði gert til
að koma í veg fyrir það. Eftir að-
gerðirnar muni þjónustustigið vera
yfir viðmiðum landlæknis og svipað
og á öðrum hjúkrunarheimilum, sé
tekið mið af fjölda stöðugilda á hvern
vistmann og svonefndra hjúkrunar-
klukkustunda á sólarhring á hvern
vistmann.
Hópuppsögn á Sólvangi
Uppsagnir Sólvangur í Hafnarfirði.
Breytt stofnun
» Sólvangur var lengi vel hluti
af St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði, eða til 1. febrúar sl. er
spítalinn sameinaðist Land-
spítalanum.
» Sólvangur er því orðinn
sjálfstæð stofnun á ný, sem
Árni veitir forstöðu eftir að
hafa stýrt St. Jósefsspítala -
Sólvangi.
» Starfsmönnum St. Jósefs-
spítala var flestum boðin vinna
á Landspítalnum en viðræður
um það standa enn yfir.
65 starfsmenn Sólvangs í Hafnarfirði fengu uppsagnarbréf Þar af munu 15
missa vinnuna en 50 manns voru boðin störf með lækkun starfshlutfalls um 10-20%
Um 120 nemendur af þriðja ári í Kvennaskól-
anum í Reykjavík héldu í gær upp á peysufata-
daginn en uppruna hans má rekja allt til ársins
1920. Síðan þá hefur einn dagur á ári í skóla-
starfinu verið tileinkaður peysufötum til að
heiðra minningu þessa aldagamla fatnaðar ís-
lenskra kvenna. Í tilefni dagsins fóru nemend-
urnir í heimsókn á Hrafnistu þar sem þeir sungu
og dönsuðu fyrir heimilisfólk.
Kátir kvennaskólanemar halda uppi heiðri peysufatanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Peysufatadagurinn haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum
Svo virðist sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn
eftir mögur ár undanfarið. Alls var 125 kaupsamn-
ingum um fasteignir þinglýst hjá sýslumannsembætt-
um á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Er þetta mesti
fjöldi kaupsamninga sem þinglýst hefur verið á svæð-
inu á einni viku frá því í desember 2007.
„Við finnum fyrir talsverðri aukningu síðustu tíu
daga og okkur sýnist að það séu núna komnir á ferðina
fjárfestar sem maður hefur ekki orðið var við í þessum
mæli í langan tíma,“ segir Jón Guðmundsson, fast-
eignasali hjá Fasteignamarkaðinum.
Auknar fyrirspurnir fjárfesta sem eru að kaupa til
að leigja eða undir eigin rekstur séu sérstaklega
ánægjulegar og séu vísbendingar um að markaðurinn
sé að taka betur við sér. Það séu menn sem þekkja
markaðinn sem nú vilji eiga viðskipti. Trú á að botn-
inum hafi verið náð, sérstaklega á eftirsóttustu stöð-
unum, sé meðal annars ástæða þess að viðskiptin séu
að glæðast.
Undirliggjandi þörf á markaði
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteigna-
sala, segir að fasteignasölum beri saman um að það sé
verulega aukin hreyfing á markaðinum og það séu
bæði stórar og litlar eignir sem séu að seljast. „Það er
allt annað líf á þessum markaði. Þetta eru orðin rúm
þrjú ár sem markaðurinn er búinn að vera í deyfð. Það
er mikil undirliggjandi þörf á að fólk nái bæði að selja
og kaupa,“ segir hún.
Verðið hafi lækkað og margir séð kauptækifæri og
hafa getað eignast eignir á ódýrari hátt en hægt var
fyrir hrun. Þá séu komin bönd á verðbólgu og fólk
treysti því á meiri stöðugleika í framtíðinni.
kjartan@mbl.is
Vísbendingar um betri tíð
á fasteignamarkaðinum
Mesti fjöldi þinglýstra kaupsamninga á einni viku frá 2007
„Það var töluvert
mikið spurt um
þessa muni, og
fólk hafði bara
gaman af þessu.
Þeir sem komu
og spurðu fengu
frítt inn á safnið
eða frímiða til að
koma síðar. Héð-
an fór enginn
tómhentur
heim,“ segir Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður um þá sem
hlupu apríl vegna gabbs Morgun-
blaðsins um fornleifarnar úr Land-
eyjahöfn, sem áttu að vera til sýnis í
safninu í gær. „Starfsmaður okkar í
afgreiðslunni, Soffía Pétursdóttir,
tók með brosi á vör á móti öllum sem
spurðu um gripina og allir fóru glað-
ir heim,“ segir Margrét en mynd-
skeið með „fréttinni“ vakti mikla at-
hygli og var mest lesna efnið á mbl.is
í gær.
Það var ennfremur gabb í Morg-
unblaðinu í gær að 50 miðar á tón-
leika Eagles væru falir á 5 þúsund
kall stykkið. Áfram er uppselt á þá
ágætu tónleika. bjb@mbl.is
Fengu
frítt inn
á safnið
Margrét
Hallgrímsdóttir
Aprílgabbi um Land-
eyjahöfn vel tekið
Pokar með blönduðum ávöxtum
merktir Hagveri frá Nathan & Ol-
sen hf. voru í gær innkallaðir af
markaði í samráði við matvælaeft-
irlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
ur eftir að lifandi mítlar fundust í
einum poka.
Telst varan óhæf til neyslu og
skal því öll lotan (nr. LO246) inn-
kölluð í samræmi við ákvæði mat-
vælalaga.
Óskar Ísfeld Sigurðsson, deild-
arstjóri Matvælaeftirlits, segir að
varan sé framleidd og henni pakk-
að erlendis. Mítlar séu þekktir
skaðvaldar í þurrkuðum ávöxtum
en eitthvað virðist hafa misfarist í
að hreinsa vöruna ytra.
Mítlar er fjölbreyttur ættbálkur
af flokki áttfætlna. Flestir eru þeir
stuttir og breiðir í laginu og margir
hverjir afar litlir.
Þeir sem eiga umrædda vöru eru
beðnir um að farga henni eða skila
til Nathan & Olsen hf.
Innkalla poka með
blönduðum ávöxtum
vegna smádýra