Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 ✝ BorghildurSjöfn Karls- dóttir fæddist í Bjálmholti í Holtum 12. júní 1937. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 27. mars 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Ólafía Sig- urðardóttir frá Bjálmholti, f. 26.4. 1896, d. 1.9. 1974, og Jón Karl Ólafsson frá Austvaðsholti, f. 20.12. 1898, d. 17.7. 1969. Bróðir Borghildar var Sigurður, f. 24.9. 1928, d. 20.5. 2009, bóndi í Bjálmholti. Borghildur bjó allan sinn ald- ur í Bjálmholti og stundaði þar bú- skap með for- eldrum sínum og bróður. Ásamt því að stunda hefð- bundin bústörf vann hún til margra ára við saumaskap á Saumastofunni á Hellu yfir vetr- armánuðina. Síð- ustu árin vann hún mikið að handverki og var virk- ur þátttakandi í hinum ýmsu fé- lagsstörfum. Útför Borghildar verður gerð frá Marteinstungukirkju í Holt- um í dag, 2. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Í dag kveðjum við góða frænku og vinkonu. Borghildur var alltaf hress og kát og mátti ekkert aumt sjá. Það var sama hvort það voru dýr eða menn sem þurftu á hjálp að halda, allt- af reyndi Borghildur eins og hún gat að koma viðkomandi til hjálpar. Hún unni skepnunum og naut þess að umgangast þær. Alltaf hefur verið mikill sam- gangur á milli bæjanna Raftholts og Bjálmholts og hver hjálpað öðrum eins og frekast var unnt. Ógleymanlegar eru stundirn- ar við smalamennsku með Borg- hildi og Sigurði hvort sem var ríðandi niður í Ölvisholt eða heima á túni í landrovernum hjá Borghildi og Sigurði, ýmist aftur í fullu skottinu eða á milli þeirra systkina. Svo hlupum við út þeg- ar þess þurfti og fengum góða tilsögn hjá þeim við smala- mennskurna. Borghildur var mikil hagleiks- kona. Það lék bókstaflega allt í höndum hennar, hver sem efni- viðurinn var, því hún var lista- maður af Guðs náð. Einnig hafði hún unun af að ferðast og ekki síst að skipuleggja ferðirnar og svo átti maður von á góðri ferða- sögu við heimkomu. Það var allt- af svo hlýlegt að koma til Borg- hildar í Bjálmholt. Margt rætt yfir góðum veitingum og ekki síst sögur úr fortíðinni þar sem þau komu við sögu sem við þekktum sem heimilisfólkið í Bjálmholti, Sigurður, Minna og Siggi Tomm, en öll höfðu þau verið okkur jafn kær. Elsku Borghildur okkar, við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir góða samfylgd. Minning þín lifir. Systkinin frá Raftholti og fjöl- skyldur, Ágústa, Sigurjón, Guðrún og Valdimar. Í dag kveð ég mína bestu vin- konu, Borghildi, með miklum söknuði. Það eru óteljandi minn- ingar sem koma upp í huga mér. Ég var svo heppin að fá að kynn- ast Borghildi og umgangast hana nánast daglega. Hún var sér- staklega hjartahlý, kvartaði aldr- ei og mátti aldrei neitt aumt sjá. Ég minnist hennar sem mikils dýravinar enda átti hún mörg dýr í gegnum tíðina og laðaði þau að sér með gælum og koss- um. Hún hafði margar sögur að geyma og var frásagnargleði hennar mikil. Einnig hafði hún mikla hæfileika, meðal annars málaði hún mikið, skar út í við, útbjó gjafakort og föndraði ým- islegt annað. Þegar hún var ekki við þá iðju þegar ég kom til hennar tókum við oft í spil og sögðum sögur af hvor annarri. Hún hafði mikla kímnigáfu og hlógum við oft mikið saman. Svo get ég einnig minnst á ferðalögin sem hún elskaði að fara í og veit ég að það voru skemmtiferðir í lagi þar sem hún kom ávallt ljómandi heim. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ástarþakkir fyrir alla góðu tímana, okkar saman. Ég sakna þín. Þín Bryndís Karen Pálsdóttir. Við snöggt fráfall Borghildar í Bjálmholti setur mann hljóðan. Kynni og vinátta okkar Borg- hildar og Bjálmholtsfólksins hóf- ust þegar ég fór að vinna við að gefa út tónlist eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, Minnu, sem var móðursystir Borghildar og bjó í Bjálmholti eins og Borghildur og Sigurður bróðir Borghildar sem lést fyrir tæpum tveimur árum. Bæði voru þau systkinin hjálp- söm og hvetjandi vegna útgáfu á tónlist frænku sinnar sem þau höfðu alist upp við og hlustað á alla ævi. Borghildur var bækluð á fæti en var samt svo sterk og enga manneskju þekki ég sem er dug- legri – og jákvæðni gagnvart öllu og öllum og mikil lífsgleði var henni í blóð borin. Að koma í heimsókn að Bjálm- holti var og verður ógleymanlegt ævintýri. Borghildur hellti upp á könnuna og bauð upp á gómsætt meðlæti, oft meira að segja ís og ávexti, „nei nei, ekkert fitandi Jón minn, ávextirnir eru hollir og ísinn bráðnar þegar hann kemur niður í maga“ sagði hún af sinni alkunnu glaðværð. Sigurður bauð gjarnan upp á whisky, eins gott að afþakka pent eða vera með bílstjóra og meðan Minna lifði spilaði hún á litlu harmonikkuna sína eða harmoníum orgelið á efri hæðinni. Inn í þetta blönduðust svo ógleymanlegar umræður og sagnir um menn og málefni. Það var svo margt sem dreif á dagana – meira að segja kom herinn eitt- hvað við sögu á stríðsárunum, en það var sem betur fer lítið og verður ekki rakið hér. Góðir grannar í yndislegri sveit var Bjálmholtsfólkinu samt alltaf efst í huga Borghildur var mikill dýravin- ur. Hún átti hross og hélt sauðfé alla ævi. Aðbúnaður dýra var alltaf til fyrirmyndar í Bjálm- holti. Dýrmætt þótti Bjálmholts- systkinunum að Palli og Ása á Rauðalæk voru með sitt fé í Bjálmnolti og hugsuðu um kind- urnar fyrir þau þegar árin færð- ust yfir. Að fylgjast með sauð- burðinum á vorin og dýrunum úti var þeim svo dýrmætt. Og ekki má gleyma kisunum hennar Borghildar, sem alltaf voru á bænum. Borghildur var ekki nema rúmlega sjötug og við höfðum talað um að hún ætti að verða að minnsta kosti níræð og helst hundrað ára. Hún hafði líka svo mikið að gera, við útskurð, málun og fleira sem tengist listum. Og þegar kallið kom hafði hún legið inni á spítala vegna meinsemdar í blóði sem ekki fannst skýring á. Nýlega hafði hún sagt mér frá svo mörgu sem beðið var eftir frá henni, einkum útskurði. „Já, ég ætla að verða alla vega níræð,“ sagði hún og var jákvæð og lífs- glöð eins og alltaf. Þessi lífsgleði náði líka til Veðurklúbbsins á Lundi þar sem hún var félagi og til eldri borgara – einnig var Borghildur búin að gera ráð fyrir að ferðast mikið í sumar eins og hún hefur gert um árabil. En enginn veit sína ævina. „Glerhörð jákvæðni“ var henni ekki nóg svo að eftir sitjum við hnípin sem þekktum og við sökn- um. Jafnframt er ástæða til að gleðjast yfir öllu sem Drottinn hefur gefið með því að færa okk- ur þetta góða fólk, Bjálmholts- fólkið. Vertu sæl, elsku Borghild- ur, hvíl í friði. Jón Þórðarson. Enn eitt ótímabært skarð er höggvið í hóp ferðafélaga okkar. Við sem eftir sitjum minnumst og þökkum Borghildi, okkar dug- lega fararstjóra fyrir samfylgd- ina og góða andann í félagsskap okkar. Þú varst svo ötul að halda hópnum saman og drífa okkur í ferðir. Þó við misstum marga og góða félaga úr hópnum, gafst þú aldrei upp. Fyrstu ferðina okkar í þessum hópi fórum við með Norrænu til Færeyja og áttum ógleymanlega daga þar. Þessi ferð tókst í alla staði mjög vel, enda höfðum við með okkur traustan og góðan bíl- stjóra sem var alltaf eins og einn úr hópnum. Við ferðuðumst líka víða um landið okkar svo sem um Suðurland, á Austfirði, norður um Hellisheiði til Melrakka- sléttu, Húsavík, Akureyri, í Borgarfjörðinn, norður á Strand- ir, um Snæfjallaströnd og Reyk- hólasveit. Með árunum tókum við heldur að stytta ferðirnar og fórum um nágrenni okkar. Við vorum að undirbúa ferð um Fjallabak þeg- ar við misstum bílstjórann okkar og varð þá aðeins hlé á ferðun- um. En svo fengum mjög góðan bílstjóra með okkur í Fjallabaks- leiðirnar báðar og í Laka og þá strax í ferðinni var farið að skipuleggja næstu ferð sem varð austan við Heklu í Landmanna- helli, Landmannalaugar og Veiðivötn. Þá ferð fórum við með hálfum huga því þú varst svo slæm í hné að undrun sætti hvað þú gast komist á hörkunni einni saman og ferðaáhuganum óslökkvandi. Eftir þessa ferð fórst þú inn á spítala í aðgerð á hné og fékkst mikla bót. Þegar þú hafðir jafnað þig eft- ir aðgerðina var ákveðið að fara í Kerlingafjöll og um Borgarfjörð- inn, um Mýrarnar og Snæfells- nesið en þá gast þú ekki komið með, vegna veikinda Sigurðar bróður þíns en þú undirbjóst ferðina með okkur og tókst ekki í mál að við hættum við að fara. Síðan fórum við dagsferð um Landsveit, Rangárvelli og Fljótshlíð og síðast þriggja daga ferð í Dalina. Nú er komið að leiðarlokum, þú horfin okkur sem hélst svo vel utan um hópinn, en við vitum að þú fylgist með okkur. Við sitjum ekki oftar við eldhúsborðið með landakortin og mælum vega- lengdir og hvert skuli halda. Elsku Borghildur, með þess- ari kveðju viljum við þakka þér fyrir okkur, en vitum að vel er tekið á móti þér, þar sem þú ert nú, af fólkinu þínu og vinum og einnig ferðafélögum okkar sem farnir eru á undan og báðir bíl- stjórarnir eru örugglega tilbúnir að fara með þig í ferðir. Þín verð- ur sárt saknað af félögunum, en minningin lifir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Frændfólki og vinum þínum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Þórunn Ragnarsdóttir og ferðafélagarnir í Litla ferðahópnum. Borghildur Sjöfn Karlsdóttir HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af al- hug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elfa Björk og Valborg. ✝ Alfreð Jónssonfæddist að Stóru-Reykjum í Fljótum 5. ágúst 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 22. mars 2011. For- eldrar hans voru Jón Guðmundsson, f. 3.9. 1900, d. 30.1. 1988, og Helga Guðrún Jós- efsdóttir, f. 12.7. 1901, d. 22.5. 1971. Alfreð var elstur 13 systk- ina, en þau voru: Guðmundur Halldór, f. 1923, d. 1999, Aðal- björg Anna, f. 1926, Ásmundur, f. 1928, d. 1958, Sigríður, f. 1930, Svavar, f. 1931, Kristinn, f. 1932, Baldvin, f. 1934, Hall- dóra Rannveig Hrefna, f. 1935, Pálmi, f. 1937, Hermann, f. 1938, Lúðvík Ríkharð, f. 1940, og Svala, f. 1945. Alfreð kvæntist 2.1. 1944 Viktoríu Lilju Guðbjörnsdóttur frá Reykjarhóli, f. 20.10. 1924. Börn þeirra eru: Heiðrún Guð- björg, f. 10.9. 1946, maki Símon Ingi Gestsson, búsett að Bæ á Höfðaströnd, þau eiga 4 börn, 13 barnabörn og 1 barna- barnabarn. Bryndís, f. 22.10. 1947, maki Sigurbjörn Þorleifs- stundaði Alfreð ýmis störf til sjós og lands, átti m.a. vörubíl og var mikill frumkvöðull í ræktun og uppbyggingu í sveit- inni. Eftir að þau hættu að búa fluttu Alfreð og Lilja að Nýrækt í Fljótum og þaðan til Siglu- fjarðar en Alfreð vann hjá Vegagerð ríkisins á sumrin og var til sjós á Siglufirði á vet- urna. Árið 1979 flytja Alfreð og Lilja til Sauðárkróks þar sem þau hafa búið síðan. Alfreð vann áfram hjá Vegagerðinni eftir að hann flutti á Krókinn og sigldi á millilandaskipum hjá Samband- inu nokkra vetur. Alfreð átti alltaf trillu og eftir að hann hætti hjá Vegagerðinni sinnti hann útgerðinni á meðan heilsa og þrek leyfðu. Alfreð starfaði einnig að félagsmálum, sat í hreppsnefnd Holtshrepps og var í stjórn Landssambands smá- bátaeigenda um tíma. Síðustu árin sat Alfreð við skriftir og eftir hann liggja fjölmargir þættir um samtímafólk hans sem birtir hafa verið og eftir er að birta í Skagfirskum ævi- skrám. Hann skrifaði einnig pistla um sjómennskuna og rit- aði æviminningar sínar sem hann gaf út fyrir fjölskylduna. Útför Alfreðs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 2. apr- íl 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður að Barði í Fljót- um. son, búsett á Sauð- árkróki, þau eiga 4 börn, 12 barnabörn og 2 barna- barnabörn. Guð- mundur, f. 17.6. 1950, d. 15.3. 1981, maki Sólveig Stef- anía Benjamíns- dóttir, þau eiga 3 börn og 2 barna- börn. Drengur, andvana fæddur 1.12. 1953. Jón, f. 14.2. 1959, maki Guðlaug Guðmundsdóttir, búsett í Hafnarfirði, þau eiga 2 dætur. Hallgrímur Magnús, f. 21.2. 1966, maki Guðrún Ósk Hrafnsdóttir, búsett á Sauð- árkróki, þau eiga 2 börn en fyrir á Hallgrímur eina dóttur og barnabarn. Alfreð ólst upp í foreldra- húsum í Fljótunum. Fyrstu árin í Neðra-Haganesi, þá í Dæli og árið 1929 fluttist fjölskyldan í Móskóga. Vorið 1940 flutti hann með foreldrum sínum í Mol- astaði. Alfreð fór ungur að vinna fyrir sér og hjálpaði mikið til á heimili foreldra sinna. Þau Lilja hófu búskap á Reykjarhóli 1944 og bjuggu þar til 1973 en þá tók Guðmundur sonur þeirra við búinu. Með búskapnum Nú er kallið komið og þú áttir svo mikið eftir að gera. Þú varst búinn að ráðgera að halda upp á 90 ára afmælið í sumar og varst byrjaður að skipuleggja það. Svo áttirðu eftir að fara fleiri sjóferðir með Balda og Svavari. En svona er lífið, það gengur ekki alltaf upp hjá okkur. Nú er orðin breyting og þú ert farinn frá okkur og kom- inn til Guðmundar og allra hinna sem eru farnir. Það er margs að minnast, bæði frá barnæskunni og fullorðinsár- unum. Vikurnar á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn þegar þú hringdir á hverjum degi til að vita hvernig gengi. Allar eru þessar minningar góðar. Elsku pabbi, ég vona að þér sé farið að líða vel þar sem þú ert núna. Elsku mamma mín, þú ert ótrúleg, svo dugleg, sama hvað bjátar á. Megi góður Guð ávallt vera hjá þér. Þín dóttir, Heiðrún Guðbjörg. Okkur langar að minnast afa okkar, Alfreðs Jónssonar, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 22. mars sl. Afi var afar sterkur persónuleiki, hrein- skiptinn og ákveðinn. Hann ólst upp í Fljótunum við erfið skilyrði þar sem ungur drengur varð full- orðinn alltof snemma og það ásamt mörgum áföllum í lífinu hefur haft sitt að segja við að móta persónu hans. Afi vann alla tíð mikið og höfðum við ekki mikið af honum að segja sem börn heima í sveitinni en Eika og Gugga unnu sína fyrstu launuðu vinnu hjá honum í Vegagerðinni. Hann hikaði ekki við að taka stelpur með sér á fjöll að leggja vegi og eigum við bara góðar minningar frá þeim tíma. Sjórinn var afa alltaf hugleikinn og senni- lega hafa það verið hans bestu ár þegar hann átti Þyt og gat verið á sjó þegar honum hentaði og veður leyfði. Nú síðustu árin stytti hann sér stundir við að skrifa pistla um samtíðarfólk sitt í Skagfirskar æviskrár og gaf það honum mikið að geta þannig lagt sitt af mörk- um til að varðveita sögu sveitunga sinna. Hann var ótrúlega minnug- ur á atburði úr fortíðinni og mundi öll nöfn og ártöl og var merkilegt hvað hann náði góðum tökum á tölvutækninni, orðinn svona fullorðinn. Hann skrifaði líka endurminningar sínar sem við eigum eftir að varðveita í fjöl- skyldunni og hafa gaman af að lesa. Hann ætlaði að halda upp á níræðisafmælið sitt í sumar og var farinn að skipuleggja það. En ör- lögin tóku í taumana. Afi, sem var vanur að standa við stýrið, réð nú ekki lengur för. Elli kerling hafði bankað upp á og afi var að verða rúmfastur, skrokkurinn lúinn en minni og meðvitund gaf ekkert eftir. Hann gat ekki hugsað sér að fara í hjúkrunarrými á Heilbrigð- isstofnuninni, sagði að sá tími væri einfaldlega ekki kominn í hans lífi. Svona hefði afi ekki vilj- að staldra lengi við og trúum við því að hann sé nú sáttur við að ýta úr vör í hinsta sinn og róa á himnamiðin. Okkur finnst vel við hæfi að kveðja afa með þessu ljóði Valdimars Lárussonar. Hann stendur í fjörunni, horfir á hafið, himinn tær og fagurblár. Allt er lífskrafti vorsins vafið, vonin í brjóstinu hrein og klár, vetrarins þunglyndi gleymt og grafið, geislandi fegurð um enni og brár. Minningar að honum stöðugt streyma, stormsöm ævi um hugann fer. Um liðna daga hann lætur sig dreyma þó líf’ans hafi nú borist á sker. Hann þráði og elskaði hafsins heima. Í hillingum allt þetta finnur og sér. Hér vildi hann ljúka langri ævi, leggjast til hvílu við sjávarnið. Bað þess hljóður að guð sér gæfi af gæsku sinni eilífan frið. Að mætti hann róa á sólgullnum sævi og sækja á gjöful fiskimið. (Valdimar Lárusson) Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu. Hvíl í friði. Ríkey, Guðbjörg, Birna og Þorlákur frá Langhúsum. Eftir rúmlega 20 ára samfylgd er komið að kveðjustund. Kynni mín af Adda og hans fjölskyldu hófust töluvert áður en hann síðar varð „tengdaafi“ minn. Það er til marks um hversu vel fjölskyldan tók á móti mér að ég var búin að mæta á ættarmót í Molastaðaætt- inni löngu áður en ég tengdist henni í gegnum elsta afastrákinn og nafna hans Adda og bast fjöl- skyldunni og sveitinni fögru órofa böndum. Þegar ég byrjaði 16 ára gömul að vinna á Ketilási komu þau Addi og Lilja gjarnan akandi á Volvónum sínum, að heimsækja heimasveitina og dæturnar sem þar bjuggu þá báðar. Ég man að Addi kom mér fyrir sjónir á þann hátt að maður gat ekki annað en borið virðingu fyrir honum, enda hefur mér alltaf fundist titillinn „ættarhöfðingi“ hæfa honum vel. Ég komst fljótt að því að þarna færi maður að mínu skapi, með mátulega kaldhæðinn húmor og mikið væri nú gaman að eiga hans skemmtilegu tilsvör niðurskrifuð. Addi var hreinskiptinn og ákveð- inn og eflaust hefur einhvern tím- ann sumum þótt nóg um, en ég tel að þeir sem fengu að kynnast hon- um hafi kunnað að meta þessa eiginleika hans. Ég sá í hendi mér að þennan mann myndi ég ekki vilja fá upp á móti mér og held að það hafi tekist, enda tókst með okkur mikil og góð vinátta þar sem kynslóðabilið skipti engu máli. Addi var afskaplega ætt- rækinn og tryggur sínu fólki og ég mun aldrei gleyma öllum símtöl- unum og tölvupóstunum frá hon- um. Til að mynda leið ekki sá dag- ur að hann hefði ekki samband við mig meðan ég sat yfir föður mín- um síðustu ævidaga hans. Þetta var mér algjörlega ómetanlegur stuðningur á erfiðum tíma. Addi treysti mér fyrir því skemmtilega verkefni að búa æviminningar sínar til fjölföldunar. Það vakti að- dáun mína að hann skyldi á gam- als aldri leggja það á sig að læra á tölvu og tileinka sér þá kunnáttu það vel að hann gat sjálfur slegið inn allan texta og skannað allar myndir í þessu merkilega riti, alls rúmar 100 blaðsíður. Þarna er kominn fjársjóður sem verður af- komendum hans og ættingjum ómetanlegur þegar fram líða stundir. Það hefur þó varla verið Alfreð Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.