Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 37

Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 auðvelt að setja minningarnar á blað, enda hafði hann á sinni löngu ævi mátt reyna ýmislegt, en ef til vill hefur það hjálpað til að geta komið þessu frá sér á þennan hátt. Segja má að fátt lýsi lífs- hlaupi Adda jafn vel og þessi orð sveitunga hans: Gegnum allt mitt ævislark engu kveið ég grandi. Borið hef í brjósti kjark bæði á sjó og landi. (Björn Pétursson frá Sléttu) 88 ára ára afmæli Adda er eft- irminnilegt, og eins og svo oft áð- ur þá vissi hann alveg hvað hann var að gera þegar hann hélt upp á það til vonar og vara, ef hann skyldi ekki ná því að verða níræð- ur. Við munum hugsa sérstaklega til hans þann 5. ágúst og ef til vill koma saman í tilefni dagsins, þrátt fyrir að mikið vanti þegar hann er farinn. Minningar tengd- ar Adda, eða afa á Krók eins og hann var gjarnan nefndur á mínu heimili eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Ég og afastrákarnir á Hólmavík kveðjum með söknuði og vottum öðrum aðstandendum samúð okkar. Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Með nokkrum orðum vil ég minnast Alfreðs æskufélaga míns. Fardagaárið 1929 fluttu búferl- um að Móskógum í Fljótum hjón- in Jón Guðmundsson og Helga Jósefsdóttir, ásamt fjórum börn- um sínum. Elstur þeirra systkina var Alfreð, sem dagsdaglega var kallaður Addi og Guðmundur bróðir hans var litlu yngri. Brátt urðum við Addi, og reyndar Guð- mundur líka, nokkuð samrýmdir næstu árin, þó drjúgur spölur væri á milli bæjanna Móskóga og Laugalands þar sem ég ólst upp en hafði þar engan jafnaldra. Þrátt fyrir nokkurra ára aldurs- mun okkar Adda náðum við býsna vel saman. Addi var mynd- armaður að allri sýn, hafði hann andlitsfall móður sinnar en vaxt- arlag föður síns. Hann var hár, herðabreiður og vel hraustur svo að orð fór af, enda sagði Guð- mundur afi hans eitt sinn: „Hann Addi minn er engum líkur.“ Addi var þá ungur að árum og hafði hann ýtt bát úr vör áður en afi hans kom honum til aðstoðar. Ungur að árum fór Addi með byssu og skaut aðallega sel. Hann hæfði það sem á var miðað. Guð- mundur bróðir hans var lítill eft- irbátur hans og var innan við fermingu er hann dauðskaut sinn fyrsta sel sem lá á steini skammt framan við flæðarmálið. Selurinn valt af steininum og í sjóinn. Það kom svo í hlut Adda að finna sel- inn í sjónum og koma honum til lands. Á árunum eftir 1930 voru við- sjárverðir tímar. Sveitin okkar var afskekkt en með tilkomu fyrstu útvarpstækjanna bárust fréttir og talað var um „kreppu“. Þrátt fyrir ungan aldur skynjuð- um við alvöruna. Við unnum heimilum okkar eftir því sem get- an leyfði og við vorum stundum stórhuga. Í landi Laugalands er heit upp- spretta og volgrur. Okkur datt í hug að útbúa sundlaug, sem við og gerðum, en ekki man ég stærð hennar. Við hófumst handa og stungum hnausa í mýrinni austur af núverandi íbúðarhúsi á Lauga- landi og hlóðum síðan veggi utan um eina volgruna. Dýptin var talsverð en laugin stóð ekki lengi því nokkru síðar gaf einn vegg- urinn sig og sprakk út. Þar með lauk sundlaugaráformunum. Ára- tugum síðar var grafinn skurður skammt frá framkvæmdastaðn- um og núverandi þjóðvegur til Siglufjarðar mun liggja yfir sund- laugarstæðið og því engin um- merki lengur að sjá. Ég ætla ekki að rekja æviferil Adda. Hann hafði oft mörg járn í eldinum og hamraði þau flest eða öll, en lengstum og sín bestu ár var hann bóndi að Reykjarhóli í Austur-Fljótum, oft með annarri vinnu og hvíldu þá bústörfin í auknum mæli á herðum konu hans. Um árabil rofnuðu tengslin, enda samgöngur á árum áður í dreifbýlinu aðrar en nú til dags. Alfreð reyndist mér traustur. Hann var handlaginn, greiðvikinn og hjálpsamur en ég held að hann hafi heldur ekki látið neinn eiga hönk upp í bakið á sér. Hann var vinur vina sinna og stóð fastur á sínu. Eftir að ég flutti til Sauð- árkróks hef ég haft hægt um mig. Hann sá um að halda tengslunum með heimsóknum sínum. Ég þakka honum æskudagana og þær stundir er við áttum forðum, en ekki síst þakka ég honum trygglyndið er hann sýndi mér nú hin síðari ár. Fjölskyldu Alfreðs votta ég samúð. Páll Ragnar. Þegar ég minnist kynna minna af Alfreð Jónssyni hvarflar hug- urinn aftur um 30-40 ár. Ég var þá ungur maður á jarðýtu í vega- vinnu og á þeim árum löngum hjá öðrum hvorum bræðranna Svav- ari eða Alfreð frá Molastöðum sem stjórnuðu hvor sínum vinnu- flokki. Eiginlega finnst mér að flest hafi gengið slétt og fellt á þessum árum, a.m.k. voru snurðulaus samskiptin við verkstjórana. Í hugann koma tvö atvik þar sem ég var að vinna á ýtunni og bænd- ur komu til mín óðamála því að vélin var farin að raska í landi þar sem hún að þeirra dómi hafði enga heimild. Og þar sem ég var gjörræðismaðurinn og á þeirri stundu fulltrúi Vegagerðarinnar fékk ég heldur betur orð í eyra. Í bæði skiptin kom Alfreð verk- stjóri bráðlega á vettvang og sjatlaði málin fljótt og vel svo að allt féll í ljúfa löð og ég gat haldið ótrauður áfram. Ég var líka á ýtu í flokki Alfreðs við vegalagningu í Hegranesinu þegar mest gekk á í Tröllaskarðinu forðum daga vegna afskipta dulrænna afla í Stigaberginu en vissi ekki fyrr en löngu síðar að Alfreð hafði þá orð- ið fyrir stífu áreiti í draumum. Um þessi undarlegu atvik var skrifuð grein sem birtist í 27. hefti Skag- firðingabókar árið 2001. Áratugum síðar endurnýjuðust kynni okkar Alfreðs með öðrum hætti þegar hann fór að fást við ritstörf, minningarþætti og ævi- skrár fólks frá liðinni öld. Þessi viðfangsefni urðu Alfreð mjög hugleikin eftir að líkamlegt þrek tók að dvína en hugurinn fullur starfslöngunar. Alfreð varð tíður gestur á Héraðsskjalasafninu síð- ustu árin og varð þar eins konar heimilisvinur, óþreytandi að miðla fróðleik og afla heimilda og spar- aði sig hvergi að ná sem réttu- stum upplýsingum. Nokkrar ferð- ir fór hann með mér í Fljótin til að fræða mig um mannlíf og stað- hætti sem eiga væntanlega eftir að nýtast mér síðar við byggða- söguritun. Við kona mín eigum margar minningar frá komu okkar til Al- freðs og Lilju, spjallsetur og veit- ingar við eldhúsborðið á Fornósn- um. Við þökkum þær stundir allar og biðjum ástvinum þeirra bless- unar með þökk fyrir liðin ár og vináttu alla. Hjalti Pálsson og Guðrún Rafnsdóttir í Raftahlíð 57. ✝ Þórður Stef-ánsson fæddist á Hnappavöllum í Öræfasveit 17. des- ember 1923. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðaust- urlands 18. mars 2011. Foreldrar hans voru Stefán Þorláks- son, bóndi á Hnappa- völlum, f. 1878, d. 1969, og Ljótunn Pálsdóttir, hús- freyja frá Svínafelli í Öræfum, f. 1882, d. 1955. Þórður var yngst- ur systkina sinna en þau er upp komust voru: Páll Arnljótur, Kristín, Guðrún, Sigríður, Páll Sigurður, Þóra Ingibjörg, Helgi og Þorlákur. Þau eru nú öll látin. Þann 17. maí 1958 kvæntist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Bergsdóttur frá Hofi í Öræfum, f. 1930, dóttur hjónanna Guð- mundar Bergs Þor- steinssonar, f. 1903, d. 1995 og Pálu Jónínu Pálsdóttur, f. 1906, d. 1991. Þórður og Sigrún eignuðust 5 börn en upp komust: 1) Guðmundur Berg- ur f. 1961, áður giftur Sigríði Steinmóðsdóttur, f. 1968, börn þeirra: Björn Ragnar f. 1991 og Salín Steinþóra f. 2003. 2) Stefanía Ljótunn, f. 1969, gift Heiðari Björgvini Erlingssyni, f. 1972, sonur þeirra: Hafþór Logi, f. 2000. Útför Þórðar fer fram frá Hofskirkju í Öræfum í dag, 2. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Í dag kveðjum við elskulegan föður okkar, Þórð Stefánsson frá Hnappavöllum í Öræfasveit. Hann var yngstur í stórum sysk- inahópi og tók fljótt þátt í að vinna við bústörfin. Ungur að árum fór hann eins og margir sveitungar hans á þeim tíma, til Vestmanna- eyja og vann þar 13 vertíðar til sjós, alltaf hjá sama skipstjóran- um, Sigurbirni Sigfinssyni. En á vorin fór hann aftur heim í sveit- ina sína og sinnti bústörfunum, enda var hann mikill bóndi í sér og fjárglöggur. Þegar hann og móðir okkar, Sigrún giftust vorið 1958, ákváðu þau að setjast að á Hnappavöllum og bjuggu þar síðan félagsbúi ásamt systkinum hans, Þorláki, Páli, Kristínu og Guðrúnu og seinna meir Guðmundi syni sín- um. Húsakost byggðu þau upp og ræktuðu upp tún og fjárstofn. Pabbi sinnti líka öllu viðhaldi á húsum og vélakosti. Bræður hans fóru oft á vertíðar á veturna og þá sá hann alfarið um búið á meðan. Hann var mikill dýravinur og hugsaði um, að dýrunum liði vel, stórum sem smáum. Hann var líka mjög barngóður, og við mun- um ekki eftir því að hann skamm- aði okkur systkinin, heldur leið- beindi og leiðrétti á góðlátlegan máta ef þurfti með. Hann var jafnan léttur í skapi og hafði gam- an af að fíflast með okkur og grín- ast enda var hann mjög orðhepp- inn og átti til mörg skemmtileg tilsvör. Þegar við hófum skólagöngu var hann óþreytandi að kenna okkur að lesa og reikna, einnig var hann fróður um Íslendinga- sögurnar sem hann átti flestar og sérstaklega hafði hann gaman af Njálssögu sem hann las oft. Um örnefnin í sveitinni var hann dug- legur að fræða okkur. Og svo voru það ökutímarnir á Saabinum bláa, það voru eknir nokkrir hringirnir á Sandræktinni og passað að við færum ekki of hratt og settum í réttan gír á réttum stöðum. Þegar aldurinn færðist yfir pabba fór heilsan að versna og starfsgetan varð minni. En hann reyndi eins lengi og hann gat að hjálpa til og var oft með hrífuna sína úti á túni að raka eða að sópa garðann í fjárhúsinu. Alltaf hélt hann þó jafnaðargeðinu og góða skapinu. Gott fannst honum að sitja úti á hlaði og horfa yfir landið og út á sjóinn og fylgjast með barnabörnunum að leik á bæjar- hlaðinu. Síðustu æviárin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu á Hornafirði og naut góðrar umönnunar starfs- fólksins þar. Og þrátt fyrir að smá saman hætti hugur hans að fylgj- ast með nútímanum leitaði hugs- un hans heim að Hnappavöllum og nú er hann loksins kominn heim aftur í sveitina sína eins og hann þráði svo heitt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Stefanía Ljótunn Þórðar- dóttir, Guðmundur Berg- ur Þórðarson. Í dag er borinn til hinstu hvílu elskulegur móðurbróðir okkar Þórður Stefánsson. Á æskuárum vorum við systkinin sumarlangt á heimili hans í góðu yfirlæti við leik og störf. Viðfangsefnin voru fjöl- breytt og gefandi, meðal annars í heyskap, fjársmölun og kúa- rekstri. Bernskuminningar okkar tengjast Þórði og dvöl okkar á Hnappavöllum. Öll þau góðu og traustu samskipti sem mynduðust og ekki gleymast. Þórður var fæddur í Vestri- Miðbæ á Hnappavöllum, Öræfum, og ólst upp í stórum systkinahópi. Hann var yngstur systkinanna og kveður síðastur þeirra þetta jarð- líf. Á Hnappavöllum bjó hann ásamt Sigrúnu eiginkonu sinni fé- lagsbúi með bræðrum sínum og systrum, þeim Páli og Þorláki, Guðrúnu og Kristínu og síðar syni sínum Guðmundi. Áður en Þórður stofnaði fjöl- skyldu fór hann nokkra vetur á vertíð í Vestmannaeyjum. Alltaf kom hann við á æskuheimili okkar í Kópavogi og sum okkar nutu þess þá að fljúga með honum austur til sumardvalar í sveitinni. Á búskaparárum Þórðar var margbýlt og mannmargt á Hnappavöllum og meðal bænda ríkti samstaða og hjálpsemi um öll árstíðabundin störf og uppbygg- ingu búanna. Dagurinn var oft langur og vinnan þrotlaus. Þórður tók þátt í að tæknivæða búskap- inn og umbylta búskaparháttum. Á fjölmennu heimili skipta menn með sér verkum. Þórður var sá sem aðallega sá um tæknihliðina í búskapnum, bæði viðgerðir og stjórnun tækja og bíla. Þórður var hlýr og skapgóður við okkur börn- in sem komum til sumardvalar og það var fátt sem setti hann úr jafnvægi. Hann unni sveit sinni, var heimakær og hélt sig í heima- högum. Hann var ljúfur heimilis- faðir og sérlega barnelskur. Að loknu löngu dagsverki munum við þegar hann átti sína kyrrlátu hvíldarstund með pípunni sinni og ilminn lagði yfir. Þórður og Sigrún eignuðust fimm börn. Þau upplifðu þá miklu sorg að missa tvo drengi í fæðingu og Sigurþór þegar hann var þriggja ára. Þessu mættu þau af ótrúlegu æðruleysi. Börnin þeirra, Guðmundur og Lóa, hafa verið sólargeislar í lífi þeirra og bera vitni ræktarsömu uppeldi foreldra sinna. Þórður glímdi við langvarandi veikindi á efri árum og að lokum þvarr minnið alveg. Hann dvaldi síðustu árin á hjúkrunarheimilinu á Höfn. Hann naut frábærrar umönnunar starfsfólksins þar og fjölskyldan hans umvafði hann umhyggju og elsku. Í langvarandi veikindum Þórðar komu skap- gerðareinkenni hans vel fram; já- kvæðni, jafnlyndi og ró. Við öll kveðjum nú kæran frænda með söknuði og virðingu og þökkum honum samfylgdina. Við ásamt fjölskyldum okkar sendum Sig- rúnu, Guðmundi, Lóu, Heiðari og barnabörnunum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórðar Stefánssonar. Sæmundur, Unnur, Helga, Björk og Stefán. Þórður Stefánsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KIRSTEN LARSEN INGIMARSSON, andaðist miðvikudaginn 30. mars. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Gunnar Ingimarsson Kristján Gunnarsson, Helgi Gunnarsson, Margrét Irene Schwab, Ása Rakel Gunnarsdóttir, Carsten Olesen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, FREYJA JÓHANNSDÓTTIR, Kjarnalundi dvalarheimili, Akureyri, lést fimmtudaginn 24. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kjarnalund. Fyrir hönd aðstandenda, María S. Stefánsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, til heimilis að Laufvangi 7, lést þriðjudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði mánudaginn 4. apríl kl. 13.00. Þorbjörg Erla Jónsdóttir, Hans Óli Rafnsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Elís Þór Rafnsson, Bryndís Jóna Jónsdóttir, Rafn Heiðar, Ellen Rós, Svanhvít Lilja, Unnar Ari, Ingi Rafn og Andri Fannar. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma, MARÍA BJÖRK SKAGFJÖRÐ, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 28. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hannes Hall, Jón Ingi Jónsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Ragnheiður Hall, Steinunn Hall, María Eir Jónsdóttir, Anna Sigríður Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur, afi og langafi, SVERRIR KARLSSON, Bjallavaði 11, sem lést á deild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. apríl kl. 13.00. Svanbjörg Clausen, Elín Björg, Björn Kjartansson, Guðrún Sigríður, Bessi A. Sveinsson, Karl Jónsson, Guðfinna Eyvindardóttir, Ólöf Ágústa Karlsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, Sólveig Jónína Karlsdóttir, Magnús Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir og amma, LÁRA SVEINSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi fimmtudaginn 24. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hreinn Oddsson, Guðmundur Hreinsson, Jóna María Kristjónsdóttir, Kristinn Hreinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Ingvar Hreinsson, Lilja Scheel Birgisdóttir, Birgitte Bengtsson, Helgi B. Helgason, Svenn Bengtsson, Heidi Clemmensen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.