Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ég elska súkkulaði íhvaða formi sem það er –konfekt, súkkulaðikökur,súkkulaðistykki; já eða páskaegg. Þetta er allt jafn gott og ekki kallað fæða guðanna að ástæðu- lausu. Ég er því dálítið spennt að fá að prófa að búa til mitt eigið egg og um leið smástressuð yfir því að mér muni takast að klúðra þessu. Guðmundur Finnbogason páskaeggjagerðarmaður tekur á móti mér með lítinn hjálparkokk í fanginu. Guðmundur hefur haldið námskeið bæði í konfekt- og páska- eggjagerð en að aðalstarfi er hann heimilisfræðikennari í Laugarnes- skóla. Þar kennir hann krökkunum að elda fjölbreyttan mat og leggur sig fram við að auka fiskáhuga þeirra. En af einhverjum ástæðum veldur orðið fiskur því enn að kalt vatn rennur mörgum krökkum milli skinns og hörunds. Hann segir að al- mennt hafi krakkarnir gaman af heimilisfræðinni og það sama eigi við um páskaeggjagerðina. Hún henti öllum enda þyki flestum súkkulaði gott. Á námskeiði í páska- eggjagerð kennir Guðmundur fólki að búa til páskaegg og brjóstsykur inn í eggið. Brætt í rólegheitum Eggin eru gerð úr hjúpsúkku- laði og notar Guðmundur danskt Odense-súkkulaði við gerðina. Það er bæði auðveldara og fljótlegra þar sem slíkt súkkulaði þarf ekki að tempra. Súkkulaðið er fyrst brætt í skál í vatnsbaði en best er að það bráðni í sem mestum rólegheitum. Óbrotið meistaraverk Blaðamaður ákvað að prófa að gerast páskahéri um stund og búa til páskaegg. Það er alveg á hreinu að þetta ljúffenga súkkulaðiegg verður búið löngu fyrir páska. Enda erfitt að standast flest það sem gert er úr súkkulaði! Vandaverk Mikilvægt er að byrja á því að pússa mótin vel og vandlega. Páskaeggjagerð Vænni ausu af girnilegu súkkulaði er dembt í páska- eggjamótið. Þetta þarf að endurtaka og láta súkkulaðið storkna á milli. Mótun Skafið af forminu eftir að búið er að þekja það með súkkulaði. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Laugardagur er hinn fullkomni dagur fyrir brunch. Sumir eru kannski smá ryðgaðir eftir föstudagskvöldið og þá er fátt gómsætara en fullur diskur af beikoni, eggjum og öllu tilheyrandi. Aðrir byrja kannski daginn á að fara í ræktina eða út að ganga og eftir á er tilvalið að fá sér gott í gogginn. Víða um bæinn má fá góðan brunch og oft má velja sér að fá jógúrt og ávexti og aðra hollustu í bland við annað. Heimabrunch er líka tilvalið að halda með góðu brauði, eggjahræru og heimabökuðum skonsum eða pönnu- kökum. Njóttu þess að sofa út, fá þér góðan brunch og lesa helgarblöðin. Endilega … … fáið ykkur brunch Morgunblaðið/Arnaldur Namm Pönnukökur með sírópi eru ómissandi í góðan brunch. Komdu á Lækjartorg kl. 12:00 á hádegi í dag og fylgstu með Skrautreið Fjallkonu og 200 hesta hennar upp Bankastræti og Laugaveg. Harmonikkuleikarar, peysufatafreyjur og búandsveinar, fornbílar og glimrandi stemning á löngum laugardegi. Kaupmenn og veitingakonur klæða sig upp og bjóða sitthvað á „gamla góða verðinu“ hér og þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.