Morgunblaðið - 02.04.2011, Síða 39

Morgunblaðið - 02.04.2011, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 ✝ Sigrún Jóns-dóttir frá Brautarholti fædd- ist á Gunnlaugs- stöðum í Stafholt- stungum 10. sept. 1915. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 26. mars 2011. Sig- rún var dóttir hjónanna Jóns Þór- ólfs Jónssonar bónda á Gunnlaugsstöðum, f. 25. júní 1870, d. 9. mars 1959 og k.h. Jófríðar Ásmundsdóttur f. 29. apríl 1881, d. 16. okt. 1977. Sig- rún var níunda í röð 16 systkina, sem öll komust til fullorðinsára. Eftirlifandi systkini eru: Svava f. 1921. Gunnlaugur f. 1924 og Svanlaug f. 1928. Sigrún fór rúmlega árs gömul í fóstur til hjónanna Halldórs Jóelssonar, f. 3. nóv. 1865, d. 23. okt. 1950 og Guðríðar Þorsteinsdóttur, f. 22. júní 1870, d. 2. jan. 1944, í Múla- koti í Stafholtstungum. Þau fluttust í Borgarnes með fóst- urbörnin sín tvö, Halldór Magn- ússon f. 4. júlí 1907, d. 22. sept. 2000 og Sigrúnu þegar hún var fjögurra ára og ólst hún þar upp. Á sumardaginn fyrsta 1940 giftist Sigrún Haraldi Björns- syni f. 3. júlí 1912 í Brautarholti í 1981, Haraldur Björn, f. 1984 og Sigrún Hrönn, f. 1989. Halldór er í sambúð með Örnu Páls- dóttur, f. 20. feb. 1975. Þeirra börn eru: Hlín, f. 1998, Hlynur, f. 2000 og Hugrún Hekla, f. 2008. 6) Katrín Lilja, f. 28. mars 1953. Maki: Reynir Sigursteinsson f. 30. sept. 1950. Þeirra börn eru: Friðrik Hrafn, f. 1971, Haraldur Örn, f. 1977. Sigursteinn Hauk- ur, f. 1980 og Hugrún Harpa, f. 1983. 7) Guðrún, f. 5. mars 1955. Maki: Gísli Vilhjálmur Hall- dórsson, f. 19. sept. 1943. Þeirra börn eru: Margrét Halldóra, f. 1978, Sigrún Halla, f. 1980, Kristín Heba, f. 1985 og Að- alsteinn Hugi, f. 1991. Barna- barnabörnin eru 30. Sigrún stofnaði heimili með manni sínum Haraldi í Borg- arnesi, en 1944 byggðu þau ný- býlið Brautarholt. Eftir lát eig- inmanns síns hélt Sigrún heimili þar með börnum sínum og ein eftir að þau fluttu að heiman. Hún stundaði vinnu í Borg- arnesi, lengst af í matvörudeild Kaupfélags Borgfirðinga þar til hún hætti störfum 1988. Árið 1999 fluttist Sigrún í íbúð fyrir aldraða í Borgarnesi. Síðan í ágúst 2009 bjó Sigrún á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hún lést. Jarðarför Sigrúnar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, laugardaginn 2. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 14 Dalasýslu, d. 27. nóv. 1973. Haraldur var sonur hjónanna Björns Jónssonar f. 14. ágúst 1873, d. 18. apríl 1953 og k.h. Guðrúnar Ólafsdóttur f. 14. apríl 1875, d. 18. sept. 1946. Börn Sigrúnar og Har- aldar eru: 1) Hrönn Hugrún, f. 28. ágúst 1939, d. 31. jan. 1987. Sambýlis- maður: Marinó Þórður Jónsson, f. 24.okt. 1943. 2) Guðríður Svala, f. 7. nóv. 1942. Maki: Sæ- vin Bjarnason, f. 12. jan. 1945, d. 8. jan. 2006. Þau skildu. Börn þeirra eru: Guðný, f. 1973, Har- aldur, f. 1975, Sigrún, f. 1975 og Bjarney, f. 1978. 3) Ólafur, f. 1. júlí 1948. Maki: Alda Rut Sig- urjónsdóttir, f. 19. maí.1947. Börn þeirra eru: Halla Björg, f. 1974, Sigurjón Örn, f. 1980 og Birna Rún, f. 1984. 4) Daníel Ingi, f. 11. maí 1951 Maki: Stein- unn Ásta Guðmundsdóttir, f. 1. mars 1955. Sonur þeirra er: Guðmundur, f. 1981. 5) Halldór Friðrik f. 3. apríl 1952. Maki I: Vildís Guðmundsdóttir, f. 13. nóv. 1954. Þau skildu. Börn þeirra eru: Ingibjörg Huld, f. 1978, Guðmundur Hákon, f. Með virðingu og þakklæti minnist ég tengdamóður minnar Sigrúnar Jónsdóttur í Brautar- holti. Þegar okkar fundum fyrst bar saman kom ég í Brautarholt í fylgd dóttur hennar, nú eig- inkonu minnar, Katrínar Lilju Haraldsdóttur. Síðan eru liðin rúm 40 ár. Allar götur síðan voru kynni okkar og samskipti með þeim hætti að þar bar aldrei skugga á. Af þér lærðum við margt sem hvergi er kennt nema í skóla lífs- ins, en í þeim skóla hafðir þú fyr- ir löngu fengið doktorsgráðu og gast miðlað öðrum með marg- víslegum hætti. Sigrún var af þeirri kynslóð sem lifði ótrúlega tíma. Hún upplifði þær miklu þjóðfélags- breytingar sem færðu þessa þjóð frá fátækt til ofgnóttar. Hún skildi reyndar aldrei sumt af því sem talið var til nauðsynja á síðari árum, en hún skildi fólk. Það vakti strax athygli mína hvílík kjölfesta og móðir hún var á Brautarholtsheimilinu þrátt fyrir að börnin væru vaxin úr grasi. Einhvern veginn hafði hún alla hluti á hreinu án þess að maður tæki eftir. Það var engu stjórnað í venjulegum skilningi þess orðs, en samt var stjórn á öllu. Þetta eru svo sem gömul sannindi og ný um húsmæður af hennar kynslóð. Hvílíkar afreks- konur höfum við ekki átt í þeirra röðum. Á skólaárum mínum á Hvann- eyri var ég heimagangur og á stundum nánast heimilisfastur í Brautarholti. Margt gott spjallið áttum við þá um lífið og til- veruna, skáldskap og fleira. Sig- rún var ljóðelsk og vel lesin á því sviði. Gamansemin var sjaldnast langt undan í samskiptum Sig- rúnar við samferðamenn sína og margar góðar sögur kunnum við af skemmtilegum og hnyttnum tilsvörum. Stundum var hún hárbeitt í gamansemi sinni, en aldrei man ég eftir því að það væri á þann hátt að gera lítið úr öðru fólki. Miklu fremur var gamansemi hennar á þann veg að hæðast að tíðarandanum og hégómanum, því hún var ekki fyrir að sýnast eitthvað annað en hún var. Sigrún naut mjög samvista við börn sín og barnabörn. Barnabörnin voru henni mikill gleðigjafi og hafði hún oft á orði hvílík gæfa það væri að fá notið þess að sjá þau vaxa úr grasi. Barnabörnin nutu þess líka að heimsækja ömmu og dvöldu stundum í Brautarholti hjá henni um einhvern tíma. Margar góðar stundir munum við öll frá þeim árum þegar Brautarholt var einskonar umferðarmiðstöð fyrir börn, tengdabörn, barna- börn og fjölda ættingja og vina. Þá var nú oft þröngt setinn bekkurinn, en engin naut þess betur en Sigrún að taka á móti öllu þessu fólki, þótt oft hafi hún örugglega verið uppgefin að kvöldi dags eftir slíkar helgar. Eftir að Sigrún fluttist í Borg- arnes var hún virk í félagsstarfi aldraðra m.a. í kórstarfi og fleiru. Hún var listfeng hann- yrðakona og eftir hana liggja mörg falleg útsaumsverk og myndir. Að leiðarlokum finnst mér við hæfi að kveðja þig, Sigrún mín, með þessum ljóðlínum úr kvæð- inu Hvíld eftir Pétur Aðalsteins- son frá Stóru-Borg. Komdu kvöldið ljúfa kært er þér að fagna. Eftir annir dagsins allar raddir þagna. Ljúft er þá að lúta lögum öllum þínum manni er hljóður heldur heim frá störfum sínum. Reynir Sigursteinsson. Nú er komið að því að kveðja ömmu í Brautarholti. Það líður að vori með fyrirheitum um bjarta daga og blóm í haga en sumarið var sá tími sem hún kom helst til okkar á Hlíðarberg. Fram streyma minningar um gleðiríkar og ljúfar samveru- stundir sem einkenndust af bjartsýni og kærleika. Amma í Brautarholti var ein- stök kona fyrir margra hluta sakir. Glettni, húmor og dugn- aður voru einkenni hennar. Þeg- ar hugurinn reikar til baka koma upp í hugann svo ótal margar sögur af ömmu, allar skemmti- legar og margar ótrúlegar. Minningar okkar eru, eins og gefur að skilja, frá mismunandi tímum. Frikki minnist sérstak- lega jólanna 1981 í Brautarholti þar sem öll fjölskyldan samein- aðist. Þau jól einkenndust af endalausum jólaboðum með sama fólkinu á mismunandi stöð- um en alltaf var jafn gaman. Við minnumst þess hve ein- staklega notalegt það var að vera í Brautarholti. Garðurinn var eitt af því sem ávallt vakti eftirtekt þegar kom- ið var til ömmu. Hlúð var að hon- um af mikilli alúð og snyrti- mennsku. Samt var hún ekkert fyrir blóm eða plöntur ef eftir því var innt. Amma náði einstaklega góðu sambandi við ungt fólk. Hún virtist eiga auðvelt með að setja sig inn í hugarheim þess og var boðin og búin að aðstoða það á öllum tímum. Verslunarferðir með ömmu frá Brautarholti í Borgarnes voru margar skrautlegar, sér- staklega var aksturslag ömmu skemmtilegt. Ekkert okkar skil- ur hvers vegna amma ákvað að halda öryggisbeltinu frekar en að spenna það. Þar af leiðandi var hún einstaklega lagin við að aka bíl með annarri hendi. Sjaldan lét amma það úr hendi sleppa ef tækifæri gafst til að koma að smávægilegri stríðni. Sérstaklega urðu makar okkar Hlíðarbergsbarna varir við það í þeirri miklu mann- dómsvígslu sem það var að heimsækja ömmu í Brautarholti. Miklar líkur voru á því að tilvon- andi maki væri fær í flestan sjó með fjölskyldunni eftir þá þol- raun. Verður ekki allt sett á prent sem þá flaug um eldhúsið en tilsvörin vekja enn í dag mikla gleði. Alltaf hafði amma yfirsýn yfir hvað afkomendur hennar voru að fást við, jafnt ungir sem aldn- ir og auðséð að það vakti með henni mikla gleði. Við vorum lánsöm að hafa fengið svona langan tíma með ömmu og þökkum fyrir það. Við eigum gullnar minningar sem munu lifa með okkur. Lífsgildi ömmu og viðhorf eru gott vega- nesti fyrir okkur í lífinu. Friðrik Hrafn, Haraldur Örn, Sigursteinn Haukur, Hugrún Harpa og fjölskyldur. Enn á ný er vor í lofti, okkur öllum til gleði. Vor sem minnir okkur á þá endalausu hringrás sem lífið er; gosar og krókusar gægjast úr moldinni, grænt brum er farið að sjást á trjám og runnum, gott ef lóan er ekki komin. Seinna haustar svo aftur; blóm og lauf sölna og áður en við vitum af verðum við farin að bíða eftir vori – enn á ný. Það haustaði seint hjá ömmu. Nú hefur hún kvatt okkur og er farin til að upplifa vor á öðrum stað, með þeim sem hafa áður kvatt. Amma skilur eftir sig svo mikið og margt; ógrynni minn- inga um góðar samverustundir þar sem mikið er hlegið, því þar sem hún var þar var glatt á hjalla. Hún var rík kona og skil- ur eftir sig fjölmarga ávexti sem hún hélt alltaf góða tölu á. Eftir stendur þéttur og flottur frænd- garður. Eins og amma var rík af okkur vorum við rík að eiga hana að. Við munum alltaf búa að okkar samvistum við þessa sterku og glaðværa konu sem við tökum okkur svo mjög til fyr- irmyndar. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti.) Við systkinin flytjum henni ömmu okkar hinstu kveðju með þökkum, og með gleði í hjarta, því við fögnum vorinu með ömmu. Guðný, Sigrún Dóra, Haraldur og Bjarney og fjölskyldur. Nú þegar við kveðjum ömmu Sigrúnu koma ýmsar góðar minningar upp í hugann. Amma hefur verið fastur punktur í til- veru okkar gegnum tíðina og þegar við leiðum hugann að ár- unum sem við höfum fengið að njóta návistar hennar kemur margt upp. Amma var alltaf glaðvær og hress en stríðin. Lengst af hafði hún góða heilsu og gat tekið þátt í því sem hugur hennar stóð til, seinustu misseri hrakaði þó heilsunni, en stríðnin hvarf aldrei. Við eigum öll skemmtilegar minningar frá sumardögum í Brautarholti, þar sem við sulluðum í læknum, föld- um okkur í grasinu, fórum í nestisferðir upp í hóla og kom- um svo í kaffi til ömmu. Punkturinn yfir i-ið á að- fangadegi var að komast í kvöld- kaffi til ömmu, drekka heitt súkkulaði úr brúna stellinu og borða rjómatertur. Þetta var án efa besta súkkulaðið sem hægt var að fá og nú getum við notið þess að drekka úr brúna stellinu og hugsa til ömmu. Í frægri ferð austur á Hlíð- arberg sem amma, mamma, Kristín Heba og Svala fóru, kom púkinn í ömmu fljótlega upp. Hún festi kaup á appelsínugul- um og loðnum hatti í einni búð- inni á leiðinni. Hattinn setti hún svo upp við ýmis tækifæri þar sem fleiri en samferðafólk henn- ar var viðstatt. Tilgangurinn var án efa að stríða ferðalöngunum og fá fram viðbrögð hjá þeim. Stundirnar sem við áttum í eldhúsinu í elliblokkinni yfir kaffibolla voru líka yndislegar. Amma hafði alltaf frá mörgu skemmtilegu að segja. Það eru margar minninar sem gaman er að rifja upp þegar við kveðjum kæru ömmu. Þær munum við geyma með okkur. Aðalsteinn Hugi, Kristín Heba, Sigrún Halla og Margrét Halldóra. Amma Rúna hefur nú kvatt þennan heim og minningarnar um þessa kátu konu streyma fram. Þó að við afkomendur hennar eigum eftir að sakna hennar sárt þá var amma án efa hvíldinni fegin því að síðustu ár- in hafði hún oft rætt um að hún skildi bara ekkert í Skaparanum að láta klukkuna sína ganga svona hægt. Ég tel mig ákaflega heppna að hafa átt hana ömmu fyrir ömmu. Hún fékk mig sem barnabarn 4 ára gamla og tók mér strax sem einu af sínum og aldrei fann ég fyrir því að ég væri ekki „alvöru“ barnabarn hennar. Það var alltaf gaman að koma að Brautarholti og sér- staklega eru mér kærar minn- ingarnar um jólaboðin árlegu þegar allur skarinn safnaðist saman. Þá voru oft mikil ærsl og læti í okkur krökkunum en ekki man ég neitt sérstaklega eftir því að amma hafi hastað mikið á okkur. Samt hlýtur hún að hafa haft góða stjórn á hópnum enda enginn viðvaningur í þeim efn- um eftir að hafa alið upp 7 börn. Amma var glaðlynd kona, mikill húmoristi og með eindæmum stríðin. Þeim eiginleikum tapaði hún ekki með aldrinum og mað- ur gat alltaf átt von á því að hún gantaðist í manni. Í fyrsta skipt- ið sem að amma hitti Xavier, manninn minn, sagði hún okkur upp úr þurru að hún ætlaði að fara að læra esperanto úr því að svo mörg okkar barnabarnanna næðu sér í útlenska maka, en svo hló hún og sagði „Nei, mikil djöfuls vitleysa er þetta í mér“. Einhvern veginn svo dæmigert fyrir hana. Að síðustu er hér ljóð eftir Davíð Stefánsson, eitt af eftir- lætisskáldum ömmu. Sól fer eldi um svanatjarnir og silfurvoga, rennir sér bak við reginhafið í rauðum loga. Söknuð vekja síðustu geislar sólarlagsins. En svefnveig dreypir í sálir jarðar systir dagsins. Bregður á landið brosi mildu frá blómi og stráum. Vornóttin laugar vængi sína í vogum bláum. Fegurstu perlur fjaðra sinna hún foldinni gefur. Aldan niðar við unnarsteina, og Ísland sefur. (Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi) Takk fyrir allt, amma, og hvíldu í friði. Halla, Xavier, Lea Lys og Loki Thor. Sigrún Jónsdóttir likkistur.is Íslenskar kistur og krossar. Hagstæð verð. Sími 892 4605 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hvassaleiti 46, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks fjórðu hæðar Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Guðmundur Guðmundsson, Birna M. Guðmundsdóttir, Barry Huckins, Stefanía Guðmundsdóttir, Georg S. Halldórsson, María Sigrún Guðmundsdóttir, Ívar Guðmundsson, Kristín Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Súsanna Svavarsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Kr. Jónsson, Björn Valdimar Guðmundsson, Helena Líndal, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bestu þakkir til allra sem heiðruðu minningu okkar ástkæru ÖNNU JÚLÍU MAGNÚSDÓTTUR frá Siglufirði og sýndu fjölskyldunni samhyggð við andlát hennar og útför. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Grund fyrir góða umönnun, ástúð og hlýju. Skúli Guðbrandsson, Þóra Björg Guðmundsdóttir, Hildur Guðbrandsdóttir, Ævar Sveinsson, Anna Gígja Guðbrandsdóttir, Haraldur Eiríksson, Magnús Guðbrandsson, Jónína G. Ásgeirsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Friðbjörn Björnsson, Filippía Þóra Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Guðbrandsson, Margrét D. Ericsdóttir og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS KRISTJÁNSSONAR, Einilundi 10e, Akureyri. Kristján Halldórsson, Olga Guðnadóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Garðar Jóhannsson, Harpa Halldórsdóttir, Halla B. Halldórsdóttir, Brynjar Bragason, Hjördís Halldórsdóttir, Magnús Rúnar Magnússon, Sólveig Hjaltadóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.