Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Today is the Day er goðsögn í heimi öfgarokksins en hún var stofnuð snemma á tíunda áratugnum af Steve Austin, sem er eini meðlimurinn sem enn er í sveitinni. Sveitin skapaði sér nafn með plötunum Temple of the Morning Star (1997) og In the Eyes of God (1999) og gerðu m.a. mikinn skurk í harðkjarnasenunni hér á landi sem fór á fullt skrið eftir 2000. Það er því að vonum mikil eftirvænting eftir tónleikunum. Hjarta og sál Morgunblaðið ræddi við trymbilinn Curran Reynolds um tónleikana, en hann er umsvifamikill tónleikabókari í New York og leiðtogi sveitarinnar Wetnurse, ásamt því að tromma fyrir Today is the day. – Hvernig stendur á því að þið eruð að koma hingað? „Við erum að fara í fimm vikna túr um Evrópu og þetta eru fyrstu tón- leikarnir á dagskránni. Við vorum bara bókaðir hingað og ég er mjög spenntur yfir því að vera koma hing- að í fyrsta skipti!“ – Þú gekkst til liðs við sveitina fyrir nokkrum árum en hefur fylgst grannt með henni frá upphafi. Hvernig hefur innkoma þín í bandið verið? „Þetta er auðvitað algjör draumur fyrir mig sem aðdáanda. Ég þekki öll lög sveitarinnar inn og út og hef djúp tilfinningatengsl við mörg þeirra. Ég passa mig svo á því að koma með minn stíl inn í þetta því að sveitin snýst um það: frelsi, heiðarleika og að tjá eitthvað satt og raunverulegt.“ – Hvernig hefur hljómur sveit- arinnar þróast í gegnum tíðina? „Í upphafi var sveitin á mála hjá Amphetamine Reptile og hljómurinn var þetta skítuga hávaðarokk að hætti Jesus Lizard. En Today Is The Day var samt með eitthvað sem hinar sveitirnar voru ekki með. Þetta var eins og blanda af King Crimson, Big Black og Slayer. Hljómurinn fór síðan meira út í þungarokk með árunum. Sveitin snýst þó fyrst og síðast í kringum Steve sem er 100% í því sem hann er að gera. Hann leggur hjarta og sál í þetta og á andlega samleið með Jo- hnny Cash fremur en einhverjum þungarokkssöngvara.“ Hljómurinn sanni – Sveitin þykir vera goðsagna- kennd. Hvernig líður þér með þann stimpil? „Sem aðdáandi tel ég bandið vera eitt mikilvægasta rokkband síðustu tuttugu ára. En galdurinn við þetta band er að það er ekki hægt að setja það í einhvern einn geira. Það er harðkjarni þarna, þungarokk, progg, óhljóðalist, „industrial“ og fleira. Allir þessir ólíku straumar renna svo í einn, sannan hljóm.“ – Segðu mér aðeins frá nýju plöt- unni … „Hún heitir Pain Is A Warning og var hljóðrituð af Kurt Ballou (Converge). Þetta eru níu lög. Ég ætla að henda í þig nokkrum nöfnum svo þú áttir þig á innihaldinu: Johnny Cash, Motorhead, AC/DC, Joy Divi- sion, The Jesus Lizard, Napalm Death og Ministry.“ Sannleikurinn mun gera yður frjálsan  Rokksveitin Today is the Day heldar tvenna tónleika á Sódómu í dag  Goðsögn í heimi öfgarokksins Rokk! Ryan Jones, Steve Austin og Curran Reynolds eru Today is the Day. Sveitin heldur tvenna tónleika á Sódómu í dag. Today is the Day halda tvenna tón- leika í dag á Sódómu. Klukkan 15.00 verða tónleikar þar sem að- gangur er öllum leyfður. Gone Postal, Swords Of Chaos og Mans- laughter hita upp. Tónleikar með tuttugu ára aldurstakmarki verða svo um kvöldið kl. 22.00. Klink, Momentum og Celestine hita upp þar. SPARBÍÓ 3D á allar sýningar merktar með grænu950 kr.. ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI „EIN BESTA MYND ÞEIRRA COEN BRÆÐRA“ - EMPIRE „MYNDIN BÝÐUR ÞVÍ UPP Á ENDURTEKIÐ ÁHORF OG ÓGLEYMANLEGA SKEMMTUN.“ - H.S. - MBL 7 BAFTAVERÐLAUN - T.V. - KVIKMYNDIR.IS - ROGER EBERT HHHH SÝND Í KRINGLUNNI - H.S. - MBL.IS HHHHH - H.V.A. - FBL. HHHHH MATT DAMON EMILY BLUNT MATT DAMON OG EMILY BLUNT ERU MÆTT Í MYND SEM ER BYGGÐ Á MAGNAÐRI VÍSINDASKÁLDSÖGU SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI FRÁ PHILIP K.DICK, HÖFUNDI BLADE RUNNER, TOTAL RECALL OG MINORITY REPORT HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHHH - EMPIRE SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG SELFOSSI ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI FRÁ ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRA 300 OG WATCHMEN ÓVÆNTASTA BÍÓUPPLIFUN ÁRSINS SUCKER PUNCH kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 12 THE WAY BACK kl. 5:40 12 SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 VIP RANGO ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 L THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 8 - 10:20 10 JUSTIN BIEBER kl. 3:40 - 5:50 - 8 L THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 VIP THE RITE kl. 10:20 16 UNKNOWN kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 GEIMAPAR 2 ísl. tal kl. 1:30 L MÖMMUR VANTAR Á MARS ísl. tal kl. 23D - 43D - 63D L YOGI BEAR ísl. tal kl. 2 - 3:50 L HALL PASS kl. 8 - 10:20 12 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI kl. 1:30 ísl. tal L / ÁLFABAKKA SUCKER PUNCH kl. 5:25 - 8 - 10:35 12 LIMITLESS kl. 5:25 - 8 - 10:35 14 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 10:35 10 HALL PASS kl. 8 12 UNKNOWN kl. 5:25 - 8 - 10:35 16 JUSTIN BIEBER 3D ótextuð kl. 3:15 L MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D ísl. tal kl. 1 - 3:10 L RANGO ísl. tal kl. 1 - 3:10 L BATTLE: LOS ANGELES kl. 5:20 12 YOGI BEAR ísl. tal kl. 1 - 3:10 L ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI ísl. tal kl. 1 L / EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.