Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 20

Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 54 38 4 03 /1 1 Multidophilus Öflug samsetning mjólkursýrugerla fyrir meltinguna. Viðheldur góðri þarmaflóru. Gott á álagstímum og í ferðalagið. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þrír þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um innflutning dýra. Fyrsti flutningsmaður er Helgi Hjörvar en með honum flytja málið þau Ólína Þorvarðardóttir og Magnús Orri Schram. Helsta breytingin snýr að flutn- ingi á gæludýrum til landsins. Leggja þingmennirnir til að ekki þurfi að einangra gæludýr sem flutt eru inn til landsins, svo framarlega sem þeim fylgi nauðsynleg heil- brigðis- og upprunavottorð sem staðfesti nauðsynlega bólusetningu, að dýrunum fylgi þannig sérstakt vegabréf. Einnig að blóðsýnataka hafi leitt í ljós að dýrið hafi myndað mótefni gegn sjúkdómum sem bólu- sett var gegn. Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að ferðast með sín dýr til útlanda og aftur heim, án þess að nauðsynlegt sé að þau séu einangruð í fjórar vikur í sóttvarnastöð við heimkomuna. Hjálparhundar skildir eftir Benda þingmennirnir á að reglu- verkið hafi haft þau áhrif að aðilar sem njóta aðstoðar hjálparhunda, s.s. blindir, sjónskertir og flogaveik- ir, hafa ekki getað komið til landsins án þess að þurfa að skilja dýrið eftir heima. Að sama skapi hafi Íslend- ingar ekki getað ferðast til útlanda með hjálparhunda sína þar sem hundarnir hafi þurft að fara í ein- angrun við heimkomu. „Slík ein- angrun hefur gífurlega slæm áhrif á dýrið þar sem mikilvægt er að þjálf- unin sé stöðug og ekki sé gert hlé á henni,“ segir í greinargerð frum- varpsins. Jafnframt vísa þingmennirnir til þess að íslenska rústabjörg- unarsveitin hefur af sömu ástæðum ekki getað farið utan með þraut- þjálfaða leitarhunda sína. Ein- angrun þeirra við heimkomu sé talin hafa mikil áhrif á þjálfun hundanna. Minni hætta á hundaæði Í greinargerðinni segir að sér- stakar aðstæður hér á landi hafi til þessa komið í veg fyrir að hægt sé að flytja inn gæludýr án þess að þau þurfi að einangra á sóttvarnastöð. Þannig sé Ísland eitt af tíu löndum í heiminum þar sem hundaæði sé ekki að finna. Þar að auki séu aðrir dýra- sjúkdómar, sem þekktir eru erlend- is, algjörlega óþekktir hér á landi. Benda þingmennirnir á að hættan á hundaæði hafi minnkað verulega undanfarin ár. Það hafi leitt til þess að Svíar og Bretar hafi fallið frá reglum um sex mánaða ein- angrun og innleitt í stað- inn aðrar aðgerðir ekki jafnheftandi en að sama skapi jafnáhrifaríkar. Breytingar á lögum hér auki ferðafrelsi ein- staklinga sem treysta á hjálparhunda í daglegu lífi og allra ann- arra sem vilja ferðast með sín gæludýr. Gæludýrin sleppi við einangrun  Þingmenn vilja breytingar á lögum um innflutning dýra Morgunblaðið/Ómar Hjálparhundar Blindir og sjónskertir hafa ekki getað farið utan með hjálparhunda sína öðruvísi en að setja þá í ein- angrun í fjórar vikur við heimkomu. Í frumvarpi þriggja þingmanna er lagt til að þessu verði breytt í lögum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hiti í nýliðnum marsmánuði var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Lengi leit út fyrir að mánuðurinn yrði vel undir meðallagi en hlýinda- kaflinn í lok mánaðarins bjargaði málunum. Í yfirliti Trausta Jónssonar veður- fræðings kemur fram að hiti var lít- illega undir meðallagi á Vestfjörðum en ofan við það um landið norðan- og austanvert. Úrkoma var yfir meðal- lagi víðast hvar. Tíðarfar var nokkuð umhleypingasamt í mánuðinum og þótti jafnvel óhagstætt um vestan- vert landið. Meðalhiti var 0,2 stig í Reykjavík, 0,2 stigum undir meðallagi. Í Stykk- ishólmi var meðalhitinn -0,8 stig og er það nákvæmlega í meðallagi. Meðalhitinn á Akureyri var -1,0 stig, 0,2 stigum yfir meðallagi. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 1,9 stig, 0,7 stigum yfir meðallagi. Hæsti hiti í mánuðinum mældist 14,2 stig í Kvískerjum þann 3. Á skeytastöð varð hitinn hæstur 12,6 stig á Skjaldþingsstöðum þann 2. Lægstur mældist hitinn -25,9 stig við Kolku þann 10. Í byggð mældist lægsti hitinn -20,1 stig í Möðrudal þann 12. Á skeytastöð varð hitinn lægstur -17,2 stig þann 10. á Gríms- stöðum á Fjöllum. Úrkomusamur mánuður Mánuðurinn var úrkomusamur, í Reykjavík mældist úrkoman 101,5 millimetrar, um fjórðungi umfram meðallag. Á Akureyri mældist úr- koman 79,2 mm sem er ríflega 80% umfram meðallag. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum var úrkoma í með- allagi, en 70% umfram meðallag í Stykkishólmi. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust aðeins 65, það er 46 stund- um undir meðallagi og það minnsta í mars síðan 1993. Á Akureyri mæld- ust sólskinsstundirnar 59 og er það 18 stundum undir meðallagi. Vindhraði var í meðallagi í mán- uðinum, en veðurlag þótti þó með órólegra móti miðað við það sem al- gengast hefur verið undanfarin ár. Snjór var meiri um landið sunnan- og vestanvert en verið hefur í mars- mánuði undanfarin ár. Talsvert meiri snjór var þó í mars árið 2000, hann lá þá lengur en nú og að auki var hann þá talsvert meiri að magni til. Alhvítir dagar voru 17 í Reykja- vík og er það 5 dögum yfir meðallag- inu 1971 til 2000. Norðanlands var snjór minni en í meðalári og á Ak- ureyri voru alhvítu dagarnir 15, en eru 19 í meðalmars. Veturinn var mjög hlýr Veturinn (desember-mars) var mjög hlýr, í Reykjavík 1,1, stigi ofan meðallagsins 1961 til 1990, en í með- allagi sé miðað við síðustu 10 veturna á undan. Á Akureyri var nýliðinn vetur 1,3 stigum yfir meðallagi ár- anna 1961 til 1990, en í meðallagi ár- anna 2001 til 2010. Vetrarúrkoman í Reykjavík var í rétt rúmu meðallagi, en þar var mjög þurrt í desember. Á Akureyri var úr- koman um 14% ofan meðallags. Alhvítir dagar í Reykjavík voru 33 og er það 20 dögum færra en í með- alári. Meira en helmingur þessara daga var í mars. Hlýindakafli í lok mars bjarg- aði málunum  Sólskinsstundir ekki færri síðan 1993 Morgunblaðið/Golli Leiðindi Fyrri hluta mars var veður fremur rysjótt í höfuðborginni. „Það er bjargföst skoðun mín og sannfæring að við eigum og verðum að halda því fast á lofti að við þurfum áframhaldandi undanþágur fyrir verslun með lifandi dýr,“ segir Halldór Run- ólfsson yfirlæknir, sem lýsir sig andsnúinn frumvarpinu. Það sé í andstöðu við álit meirihluta utanríkismálanefndar frá 2009 vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Þar sé skýrt tekið fram að Ísland hafi til þessa, sam- kvæmt EES-samningnum, verið undanþegið viðskiptum með lif- andi dýr. Halldór segir flutning á gæludýrum falla undir þá skil- greiningu og bendir á að meiri- hluti utanríkismálanefndar hafi talið rétt að kröfu um þessa undanþágu yrði haldið uppi í mögulegum aðildar- viðræðum, það hafi síðast verið gert á rýnifundi samn- ingahóps Íslands í Brussel í vikunni, sem Halldór sat. Telur hann því mikilvægt að viðhalda sjúkdómavörn- um og einangrun hér á landi, fyrir gæludýr jafnt sem búfén- að. Andsnúinn frumvarpinu YFIRDÝRALÆKNIR Halldór Runólfsson Matvælastofnun telur ekki við- unandi að mark- aðssetja afurðir búfjár frá bæjum í Engidal í Skut- ulsfirði við Ísa- fjörð vegna díoxínmengunar í dýrunum. Stofn- unin telur að það sé ekki sitt hlut- verk að ákveða hvort eða hvenær skepnunum verður fargað. Málið kom fyrst upp í desember þegar í ljós kom að díoxín var yfir mörkum í mjólk í Skutulsfirði, en mengunin er rakin til sorphreinsi- stöðvarinnar Funa í Engidal. Mæl- ing leiddi einnig í ljós að díoxín var í sauðfé á svæðinu. Ekki er ennþá búið að farga sauðfé á bæjunum, en aðeins er um mánuður þangað til sauðburður á að hefjast. Kjartan Hreinsson, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að skýrsla um þetta mál, sem m.a. hef- ur að geyma niðurstöðu mælinga, bendi til að óráðlegt sé að markaðs- setja afurðir frá bændum á svæð- inu. Stærsti sauðfjárbóndinn á svæð- inu er með um 200 fjár. Í sýni sem tekið var úr kjöti frá honum í vetur greindist ekki díoxín yfir mörkum. Síðar var tekið annað sýni úr fimm vetra gamalli á sem gengið hafði í Engidal og segir Kjartan að díoxín í henni hafi verið yfir mörkum. Hann útilokar alls ekki að einhver hluti hjarðarinnar sé laus við díoxín- mengun, en bendir á að það kosti um 150 þúsund kr. að rannsaka hvert sýni. Matvælastofnun mun senda bú- fjáreigendum í Skutulsfirði bréf þar sem þeim er kynnt að stofnunin hyggist setja áframhaldandi bann við sölu og dreifingu búfjárafurða. Afurðir úr Engidal fari ekki á markað  Sauðfé hefur enn ekki verið fargað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.