Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 14

Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 14
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hér hefur veiðst vel og þar af einn átján punda,“ sagði Þórarinn Krist- insson við Tungulæk í Landbroti. Þessi 90 cm sjóbirtingur tók Black Ghost-flugu í neðsta veiðistað árinn- ar, Opinu, rétt áður en hún rennur út í Skaftá. „Þetta var hörkufiskur enda var veiðimaðurinn í töluverðan tíma með hann. Svo náðist annar 15 punda og talsvert af minni fiskum. Þeir veiðast mest neðst í ánni og í skilunum í Skaftá. Veiðimennirnir eru mjög ánægð- ir,“ sagði Þórarinn. Stangveiðitímabilið hófst í gær og víða var býsna kalt þegar veiðimenn gengu niður að bökkunum; kalsa- rigning og vindur. Fyrsta apríl hófst sjóbirtingsveiði í Skaftafellssýslum, í Öxarfirði og í Húseyjarkvísl í Skagafirði, í nokkr- um silungsám á Suðurlandi, og þá verða einnig opnuð nokkur vötn á Suður- og Vesturlandi. Mörg vatnanna eru enn undir ís en þó fréttist af hópi manna við Vífilsstaða- vatn í gær; lítið fór fyrir töku í köldu vatninu. Best var veiðin á Skaftársvæðinu, auk Tungulækjar í Vatnamótunum og í Geirlandsá. „Við Geirlandsá fóru veiðimenn út um klukkan ellefu og fundu sjóbirting neðarlega í Ármót- unum; á tveimur tímum fengu þeir níu. Tveir voru um átta til níu pund, einn tveggja punda en aðrir fjögur til fimm pund. Þetta var fín byrjun en það míg- rigndi í morgun og áin var lituð,“ sagði Gunnar J. Óskarsson, formað- ur Stangaveiðifélags Keflavíkur. „Það var hálfgerð slydda í morgun en á fyrsta tímanum voru karlarnir komnir með tuttugu birtinga. Þeir voru allir fjórir með á í einu – það gekk mikið á,“ sagði Ragnar Johan- sen í Hörgslandi um veiðina í Vatna- mótunum í gærmorgun. „Þeir veiða bara af bakkanum, hafa ekkert vaðið en það er mikið vatn í ánni. Ég ætla rétt að vona að við förum í hundrað í opnuninni, það er venjan ef hægt er að veiða,“ sagði Ragnar. Í Minnivalllæk var ró- legt, tveir veiddust fyrri hluta dags og einnig var rólegt í Varmá þar sem þrír veiddust fyrri part- inn en þar af einn vænn, sexpundari sem tók í Stöðvarhyl. Í Tungufljóti í Skaftár- tungum veiddist einn lax og einn birtingur í gærmorgun. Átjánpundari veiddist í opnun  Góð sjóbirtingsveiði á Skaftársvæðinu en víða rólegt Morgunblaðið/Einar Falur Í Minnivallalæk „Það er ekkert að þessu veðri,“ sagði Sigurður Smári Gylfason í gær þegar hann kastaði flugu sinni á Húsabreiðu, í slyddukófi. Takan var treg í Minnivallalæk í gær en nokkrir fiskar komu upp í neðri hluta árinnar. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 „Ég hef verið í þessu í nærri hálfa öld og alltaf er jafn gaman að koma í vinnuna,“ segir Sigurður G. Stein- þórsson gullsmiður en verslun hans og gullsmíðaverkstæði, Gull & Silf- ur, fagnar 40 ára afmæli í dag. Fyrirtækið var fyrst til húsa við Laugaveg 35 en færði sig síðar ofar á Laugaveginum, að húsi númer 52. „Þetta er eins og í sveitinni í gamla daga, maður fer ekkert út fyr- ir hreppinn,“ segir Sigurður sem al- inn er upp í Skólavörðuholtinu. Áður en hann opnaði Gull & Silfur 1971 hafði hann numið gullsmíði í sjö ár, fyrst við Laugaveg 30 og síðar í framhaldsnámi erlendis. Hann hafi svo fært sig ofar við Laugaveginn og haldið sig þar síðan. „Það er margbúið að bjóða mér að koma í Kringluna eða Smáralind en hérna vil ég vera,“ segir Sigurður. Gull & Silfur er sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki. Sigurður lærði gullsmíði af föður sínum, Steinþóri Sæmundssyni, og fljótlega eftir stofnun verkstæðisins 1971 störfuðu þeir feðgar saman ásamt Magnúsi, bróður Sigurðar, sem einnig lærði fagið af föður sínum. Eiginkona Sig- urðar, Kristjana Ólafsdóttir, hefur lengst af verið verslunarstjóri Gulls & Silfurs og nú starfar þar líka dótt- ir þeirra, Sólborg, gullsmíðameistari ásamt tveimur gullsmiðum og Val- dísi Gunnlaugsdóttur verslunarmey sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í áratugi. Í tilefni afmælisins er Gull & Silfur með 25% afslátt á öllum vörum og Sólborg kynnir einnig nýja skartgripalínu, Tímamót, sem samanstendur af 10 gripum er allir vísa í fjóra áratugi og þrjár kyn- slóðir gullsmiða. bjb@mbl.is „Í þessu í nærri hálfa öld og alltaf jafn gaman“ Morgunblaðið/Jakob Fannar Gullsmiður Sigurður G. Stein- þórsson á vaktinni í rúm 40 ár.  Gull & Silfur fagn- ar 40 ára afmæli „Það hefur verið rólegt hjá okk- ur í dag, furðulega rólegt,“ sagði Sævar Hafsteinsson sem hóf veiðar í Húseyjarkvísl í gær ásamt félögum sínum. Kalt var í Skagafirði og áin líka köld, enda ruddi hún sig fyrr í vikunni og enn eru víða skarir með bökk- um. „Áin óx talsvert í gærkvöldi en við erum samt komnir með þrjá sjóbirtinga á land hér til móts við Varmahlíð, alla rétt undir fimm pundunum,“ sagði Sævar um miðjan dag í gær en hann er heimamaður og átti von á meiri tökugleði. „Oft þarf að finna fiskana. Skilyrðin eru ágæt, hann ætti að taka betur – kannski voru væntingarnar bara of miklar,“ sagði Sævar undrandi á tregð- unni. „Furðulega rólegt“ TREGT Í HÚSEYJARKVÍSL Ég tel skynsamlegt og best fyrir okkar eig in velferð að segja já. Hinn valkosturinn þýðir m eiri óvissu og aukna áh ættu. Guðni Bergsson, lögfræðingur „ “ Já er leiðin áfram! Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. www.afram.is Tölvunám fyrir alla www.tolvunam.is - sími 552 2011 • Excel I - hefst 13. aprí • Excel II - hefst 27. apríl • Stafrænar myndir í Picasa - hefst 5. maí Námskeið í kennslustofu Verð 14.900 kr. Liðlega 55% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Capacent fyrir Áfram-hópinn segjast örugg- lega eða líklega ætla að kjósa með lögunum um ríkisábyrgð vegna Ice- save í komandi þjóðaratkvæða- greiðslu en tæplega 45% segjast munu örugglega eða líklega kjósa á móti. Könnunin var gerð á netinu 23. til 30. mars. 820 svöruðu, þ.e. 63% þeirra sem spurðir voru. 18,4% þeirra sem svöruðu hafa ekki gert upp hug sinn eða ætla að skila auðu. Meirihluti ætlar að kjósa með Icesave Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Forystumenn Landssamtaka lífeyr- issjóða áttu í gær fund með forstjóra og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur þar sem farið var yfir áhuga lífeyrissjóðanna á kaupum eða fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar. Einnig töluðu þeir við forstjóra Norðuráls. Arnar Sigurmundsson, stjórnar- formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða, vonast eftir að fá svar í næstu viku frá Orkuveitunni um hvort fyr- irtækið er tilbúið að taka upp form- legar viðræður um áhuga þeirra en stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða hefur lýst yfir áhuga á að eignast eða fjármagna Hverahlíðarvirkjun. Erfiðleikar með fjármögnun Orkuveita Reykjavíkur hefur und- irbúið virkjunina en búið er að vinna umhverfismat, bora nokkrar borhol- ur og festa kaup á hverflum frá Jap- an. Fyrirtækið á hins vegar erfitt með að fjármagna virkjunina, en áætlað er að hún kosti um 25 millj- arða. Orkuveitan og Norðurál höfðu gert með sér samninga um orkusölu. Arnar sagði að áður en lífeyrissjóð- irnir gætu komið að málinu þyrfti að liggja fyrir samkomulag milli OR og Norðuráls um aðkomu lífeyrissjóð- anna að málinu. Vonast eftir svörum eftir helgi „Þetta er eðlileg byrjun, en nú er boltinn hjá Orkuveitunni,“ sagði Arnar um fundina í gær. Hann sagði að málið væri flókið og áður en lengra væri haldið þyrfti Orkuveitan að fara yfir málið og væntanlega fá umboð stjórnar til að hefja viðræður við lífeyrissjóðina. Eins þyrftu lífeyrissjóðirnir að fá upplýsingar um stöðu verkefnisins og fleira. Arnar sagðist eiga von á að heyra frá Orkuveitunni eftir helgina og þá myndi skýrast hvað stefnu viðræður myndu taka. Áhugi á Hvera- hlíðarvirkjun  Lífeyrissjóðir og OR ræða saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.