Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 56

Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 56
LAUGARDAGUR 2. APRÍL 92. DAGUR ÁRSINS 2011 Leikmenn Keflavíkur ráku af sér slyðruorðið í úrslitakeppninni í körfu- knattleik karla þegar þeir unnu KR- inga í framlengdum háspennuleik á heimavelli KR í gærkvöldi. Staðan í einvígi liðanna er 2:1 fyrir KR í leikj- um talið. Liðin mætast í Keflavík á mánudagskvöldið og þá verða Kefl- víkingar að vinna til þess að tryggja sér oddaleik. »4 Keflavík vann í fram- lengdum spennuleik Grótta endurheimti sæti í úrvalsdeild karla, N1- deildinni, í handknattleik á nýjan leik í gærkvöldi. Með sigri á ungmennaliði Sel- foss á heimavelli innsiglaði Gróttuliðið sigur í 1. deild- inni en það hefur þriggja stiga forskot á ÍR fyrir loka- umferðina í deildinni sem fram fer á næsta föstudag. Grótta hefur sætaskipti við A-lið Selfoss. »1 Grótta í úrvals- deild á nýjan leik „Þetta hefur komið mér á óvart að vissu leyti en ég setti mér þó það markmið að vinna mót á hverri önn. Ég vissi að ég hefði burði til þess,“ sagði Kristján Þór Einarsson, kylf- ingur úr Kili í Mosfellsbæ, sem hefur átt velgengni að fagna í háskólagolf- inu í Banda- ríkjunum í vetur. »3 „Vissi að ég hefði burði,“ segir Kristján Þór 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fornleifar í Landeyjahöfn 2. Í ótrúlegu formi 3. Vala Grand komin með kærasta 4. Ísbjörninn Knútur drukknaði  „Er í Stúdíó Sýrlandi að fara að taka upp meistaraverk með góðum drengj- um,“ segir S. Björn Blöndal, bassaleik- ari Ham, á Fésbókarsíðu sinni. Marg- umrædd breiðskífa Ham er greinilega komin í myljandi vinnslu. Hljómsveitin Ham komin í hljóðverið  Í sumar, 26. júlí til 8. ágúst, mun hinn heimsþekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark, ásamt Einari Fal Ingólfs- syni, halda al- þjóðlegt nám- skeið í Mynd- listaskólanum í Reykjavík. Einnig heldur Martin Bell námskeið í heimildarmyndagerð. Á vorsýningu Myndlistaskólans á morg- un, klukkan 15, kynnir Einar Falur námskeiðið og verk Mark og Bells. Mary Ellen Mark með námskeið í sumar  Verkið „Helvítis ostapinnar“ verður frumflutt í dag í Útgerðinni (Granda- garði 16, Bakkaskemmu). Þetta er annar gjörningur Bristol Ninja Cava Crew og er partur af röð gjörninga á sjón- listahátíðinni Se- quences en alls verða 8 gjörn- ingar fluttir milli kl. 14-18 nú á laug- ardag- inn. „Helvítis ostapinnar“ í Útgerðinni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR Á sunnudag Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil slydda eða snjókoma aust- anlands, en annars víða él. Hiti kringum frostmark, en rofar til með kvöldinu og kólnar. Á mánudag Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, fer að rigna sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hlýnandi veður. Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Karlakór Reykjavíkur söng síðasta lagið fyrir hádegisfréttir í Ríkisút- varpinu í gær í beinni útsendingu. Sungið var lag Sigurðar Þórðar- sonar, „Ísland, Ísland, eg vil syngja“, við texta Huldu, frá árinu 1937. Una Margrét Jónsdóttir kveðst ekki vita til þess að síðasta lag fyrir fréttir hafi verið sungið í beinni útsendingu áður, en hún sér um þennan rótgróna dagskrárlið. „Okkur fannst þessi hugmynd svo skemmtileg að við ákváðum að það væri sjálfsagt að reyna þetta,“ segir Una Margrét. Hún segir útsend- inguna hafa tekist prýðilega. „Þeir sungu af fullum krafti og það var klappað fyrir þeim eftir á. Svo hef ég heyrt núna seinnipartinn að fólk hef- ur verið að syngja lagið á göng- unum.“ Una Margrét segir óljóst hvenær dagskrárliðurinn síðasta lag fyrir fréttir hófst, en það var þulurinn Pétur Pétursson sem átti upptökin um miðbik síðustu aldar. „Þetta varð venja að síðasta lag fyrir hádegisfréttir væri alltaf ís- lenskt sönglag. Pétur vildi veg ís- lenskrar tónlistar sem mestan og fannst skipta miklu máli að spila ís- lenska tónlist í útvarpinu. Þetta er vissulega alveg í hans anda og hefur haldist svona síðan.“ Una Margrét segir að dagskrár- liðurinn sé einn sá elsti sem er enn við lýði. „Það eru að vísu fleiri gaml- ir dagskrárliðir til eins og Passíu- sálmarnir. En við höldum að þessi sé sá elsti sem er allt árið um kring, fyrir utan fréttir og veður.“ Alltaf eitthvað íslenskt „Þetta er eiginlega alltaf sönglag. Það kemur fyrir að það sé sönglag leikið á hljóðfæri og næstum alltaf íslenskt lag. Ef það er erlent lag þá er það sungið á íslensku. Eins eru næstum alltaf íslenskir flytjendur en það kemur stöku sinnum fyrir að maður noti hljóðritun með erlendum söngvara sem hefur sungið íslenskt lag. Það er sem sagt alltaf eitthvað íslenskt við þetta,“ segir Una Mar- grét sem hefur séð um síðasta lag fyrir fréttir í um fimmtán ár með hléum. Skemmtileg hefð „Það hafa verið gerðar atlögur að þessum dagskrárlið. Sumum finnst hann gamaldags. Einu sinni, þegar tillaga kom fram um að fella burt síðasta lag fyrir fréttir, sagði ég: „Ég mun verja síðasta lag fyrir fréttir til síðasta blóðdropa.“ Það var hlegið að því og það fékk síðan að halda áfram,“ segir Una Margrét. „Mér finnst þetta ein af skemmti- legustu hefðum Ríkisútvarpsins. Ég vona að síðasta lag eigi mikla framtíð fyrir sér ennþá og að það sé ekki búið að spila síð- asta síðasta lag fyrir fréttir.“ Ekki búið að spila síðasta lagið  Síðasta lag fyrir fréttir var sungið í beinni útsendingu í fyrsta sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Sungu síðasta lagið í beinni Karlakór Reykjavíkur söng í tilefni af 85 ára afmæli kórsins og 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins í fyrra. Una Margrét segir hlustendur stundum hafa samband og biðja um óskalög. Hún velur lögin viku fram í tímann og segir fáar undantekningar hafa verið gerðar frá þeirri reglu. „Sumir hafa mikinn áhuga á síðasta lagi fyrir fréttir og jafn- vel í vissum fjölskyldum og á vinnustöðum er venja að hlusta og reyna að geta upp á hver sé að syngja. Það er alltaf gaman þegar fólk sýnir síðasta lagi fyrir fréttir áhuga.“ Gott að fólk sýni áhuga VINSÆLL LIÐUR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestlæg átt. Skúrir eða dálítil rigning í flestum landshlutum. Hiti 3 til 8 stig að deginum, en kringum frostmark norðan- og austantil í nótt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.