Morgunblaðið - 02.04.2011, Síða 46

Morgunblaðið - 02.04.2011, Síða 46
Morgunblaðið/Golli MR Stefán Kristinsson, Ólafur Hafstein Pjetursson og Áskell Þorbjarnarson eru í Gettu betur-liði MR. MR 1. Barn náttúrunnar. 2. Stuðmenn. 3. Kjarval. 4. Libia Castro og Ragnar Kjartansson. 5. Pass. Stig: 3,5 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 1. Hvað heitir fyrsta bók Halldórs Laxness? Svar: Barn náttúrunnar. 2. Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Á gæsaveiðum? Svar: Stuðmenn. 3. Eftir hvern er málverkið „Fjallamjólk“? Svar: Jóhannes Kjarval. 4. Hverjir verða fulltrúar Íslands á myndlistartvíæringnum í Feneyjum í ár? Svar: Ólafur Ólafsson og Libia Castro. 5. Hvaða tónlistarmaður notar listamannsnafnið Sin Fang? Svar: Sindri Már Sigfússon. Spurningar Í kvöld fer fram úrslitakeppnin í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskól- anna, og mætast þar miðbæjarskólarnir Menntaskólinn í Reykjavík og Kvenna- skólinn í Reykjavík. Menningardeild Morgunblaðsins lagði nokkrar menning- artengdar spurningar fyrir einn mann úr hvoru liði en hvort úrslitin í þeirri ör- keppni ráða einhverju um hvor sigrar í kvöld skal ósagt látið. Dómnefnd menn- ingardeildar ákvað að gefa hálft stig fyr- ir tvö svör, fyrir fornafnið „Sindri“ og eitt rétt nafn af tveimur í Feneyjaspurn- ingu. Fyrir lið Kvennaskólans svaraði Laufey Haraldsdóttir en fyrir lið MR svaraði Stefán Kristinsson. MR mætir Kvennó Nærri húsfyllir var á Tí-brártónleikum Salarins ámiðvikudag, og mynduðuáheyrendur óvenjubreið- an hóp eftir aldri að sjá. Ennfremur mátti þekkja þónokkra klassíska at- vinnuhljómlistarmenn er oft hafa ver- ið fáséðari á kammervettvöngum höf- uðborgarsvæðisins en ætla mætti. Hvað hvorutveggja olli er að vanda óborðleggjandi – nema þakka megi sjaldgæfri framkomu fiðlarans hér á landi enda búsettur vestan hafs; svo og að Sigurbjörn Bernharðsson telst orðið meðal reyndustu kammerspil- ara okkar sem meðlimur hins at- hafnasama bandaríska Pacifica strengjakvartetts til margra ára. Varla spillti heldur fyrir þáttur Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, eins umsvifamesta píanista lands- manna er eftir eftirtektarverða inn- spilun sína á Vingt regards sur l’en- fant-Jésus í hitteðfyrra býr vafalítið yfir meiri þekkingu á píanóverkum franska módernistans Oliviers Messi- aen en flestaðrir slaghörpuleikarar lýðveldisins geta státað af. Naut það innsæi sín að vonum vel í þriðja atriði tónleikanna. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg eftir því. Hún var inn- römmuð Vínarrómantík Schuberts og Brahms í upphafi og enda – en með gjörólík miðevrópsk tímatónhylki frá fyrri hluta 20. aldar þar á milli. Því miður vantaði ársetningar verka í tónleikaskrá, en þau komust þó flest til skila í munnlegri kynningu Sigur- bjarnar eftir fyrsta atriði, ofurljúfu Sónatínu Schuberts í D Op. 137,1 sem bar fegurstu einkenni þeirrar að- gengilegu heimilistónlistar [„Haus- musik“] er prýddi kammerverk Vín- arborgar meiripart 19. aldar. Hefði Unesco verið til þá, hefði tón- smíðahefð hennar eflaust verið sett á heimsminjaskrá. Enda gefast þaðan hvorki fyrr né síðar betri dæmi um gæðatónlist við hæfi (að vísu afburða- góðra) áhugahljómlistarmanna í ein- stöku félagsumhverfi, er Brahms varð síðastur tónskálda til að færa sér í nyt áður en upp reis fagmenntuð stétt spilara sem sumir hverjir áttu eftir að sérhæfa sig í allt að óspilandi framúrstefnu í skjóli styrkjasjóða. Hin snaggaralega og oft hvasst stakkatóskotna Fantasía [8’] tólftóna- meistarans Arnolds Schönbergs í anda Pierrot lunaire frá ótœna [„ató- nala“] milliskeiðinu var að sönnu hás- úrrealísk – en samt áheyrileg í snöf- urlegri túlkun dúósins. Fantasía [9’] Messiaens frá 1933 (kom í leitir 2007) var á köflum krafthlaðin en þó furðu- rómantísk. Fjórþætt Sónata Leosar Janaceks (1914/1922) var undrafersk áheyrnar; sambland náttúrutilfinn- ingar, þjóðdansa og óperutjábrigða, og glimrandi vel flutt. Loks var alþekkt Scherzo Brahms, er náði miklu flugi í ýmist fírugt snarpri eða syngjandi melódískri út- leggingu – með viðeigandi keim af jafnt útivistarhneigð meistarans og ástríðu sígauna, er gegndu þá svipuðu afþreyingarhlutverki í Vín og síðar forkólfar djasssveiflu í New York á tímum Gershwins. Var öllu afbragðs- vel tekið að verðleikum. Þótt mér þætti fiðlutónninn framan af fremur berangurslegur og ósólóískur þá sótti hann síðar í sig veðrið, og samstillt dýnamísk mótun þeirra félaga í ókynnta aukalaginu (úr Balletti Schu- berts nr. 1?) var engu lík. Salurinn Kammertónleikarbbbmn Verk eftir Schubert, Schönberg, Messi- aen, Janacek og Brahms. Sigurbjörn Bernharðsson fiðla, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanó. Miðvikudaginn 30. marz kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Miðevrópsk kammerveizla Morgunblaðið/Golli Sigurbjörn Bernharðsson „Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg eftir því,“ segir um tónleika þeirra Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Morgunblaðið/Sigurgeir S Kvennó Laufey Haraldsdóttir, Bjarni Lúðvíksson og Bjarki Freyr Magnússon í Gettu betur-liði Kvennó. Kvennó 1. Barn náttúrunnar. 2. Pass. 3. Pass. 4. Pass. 5. Sindri. Stig: 1,5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.