Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 ✝ Eyþór Ágústs-son fæddist á efri hæð hússins Strýtu í Flatey á Breiðafirði 9. nóv- ember 1943. Hann lést 24. mars 2011. Eyþór var annað barn hjónanna Ágústs Péturs- sonar skipstjóra og Ingveldar Stef- ánsdóttur en þau voru bæði úr Bjarneyjum. Elsti bróðir hans er Stefán f. 1939, næstur Eyþóri var svo Pétur Hallsteinn f. 1946, Snorri Örn f. 1947, Valdimar Brynjar f. 1950 og svo Guðlaug Jónína f. 1959. Eyþór kvæntist þann 30. des- ember 1965 Kristrúnu Ósk- arsdóttur, verkakonu og sjó- manni, f. 20. september 1947. Hún fórst með skelbátnum Haf- erni SH þann 30. október 1983 ásamt 2 öðrum skipverjum og var það mikill harmur íbúum Stykkishólms og þá ekki síst Ey- þóri og hans fjölskyldu. Krist- rún var dóttir hjónanna Óskars Ólafssonar trésmíðameistara frá Söðulsholti og Kristínar Þórðardóttur garðyrkjumanns frá Miðhrauni. Þau bjuggu í Stykkishólmi en fluttust svo síð- ar í Hveragerði. Kristrún og Ey- þór eignuðust tvö börn. Óskar, björt keyptu húsið Sjávarborg 1994 sem staðsett er á hafn- arbakkanum í Stykkishólmi. Þar hefur verið verslun frá 1937 og hafa þau hjón rekið þar verslun með bækur og fleira. Dagbjört annaðist reksturinn, en Eyþór var hennar stoð og stytta um leið og hann var kom- inn í land. Eyþór ólst upp í Flatey þar til foreldrar hans fluttu í Stykk- ishólm. Mörg sumur á eftir var hann í vist hjá bændum í Flatey, lengst hjá Guðmundi Sakk- aríassyni. Hann byrjaði barn- ungur að fara á sjó með afa sín- um, Pétri Kúld, á Flateyjarsundin og svo föður sínum. 15 ára hófst svo nær óslitinn sjómannsferill hans. Hann aflaði sér vélstjórnarrétt- inda og var eftir það vélstjóri á mörgum bátum og skipum. Má því segja að sjómannsferillinn hafi verið 53 ár. Lengst af var hann yfirvélstjóri á Þórsnesi II, í 24 ár. Síðustu vertíðinni lauk hann á Gullhólma SH fyrir nokkrum vikum og var nýbyrj- aður í afleysingum sem vélstjóri á þangskipinu Karlsey, þegar hann lést á göngu í Flatey, ör- stutt frá þeim stað sem Strýta stóð þegar hann fæddist. Flatey var hans griðland, þangað sótti hann orku og gleði. Fjölskyldan á húsið Vinaminni í Flatey. Eyþór verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju, 2. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 14. skipstjóra, f. 8. maí 1966. Kvæntur Helgu Sveins- dóttur, f. 14. júni 1965. Þau eiga 3 syni, Benedikt, Ey- þór og Svein Ágúst. Seinna barn þeirra var Ingveldur, há- skólanemi, f. 30. ágúst 1967. Hún giftist Þorgrími Vilbergssyni, f. 20. janúar 1964. Þau eiga 4 börn, Mattías Arnar, unnusta hans er Ágústa Jónsdóttir, Hafþór Inga, unnusta hans er Arna Dögg Jónsdóttir, Dagnýju Rún og Kristrúnu. Þau Þorgrímur og Inga skildu. Þann 10. júní 1989 giftist Ey- þór Dagbjörtu Sigríði Höskulds- dóttur sem þá var útibústjóri Samvinnubankans í Grund- arfirði og síðar Landsbankans. Hennar synir eru Aðalsteinn Ey- þór Þorsteinsson f. 1. júlí 1966, kvæntur Helgu Finnbogadóttur f. 2. janúar 1964 og eiga þau 2 börn, Böðvar og Dagbjörtu. Höskuldur Þorsteinsson f. 27. nóvember 1980, en hann var að- eins á sjöunda ári þegar Eyþór kom inn í líf þeirra og reyndist honum sem besti fóstri og litu börn Aðalsteins alltaf á hann sem afa sinn. Þau Eyþór og Dag- Til Eyþórs, mannsins míns og besta vinar. Ég geng með þér í kvöldsins rauða rökkri. Um rökkvan stig fer blær með söng um hljóða mjúka myrkrið og mig og þig. Senn hinsta ljós á tímans ströndu slokknar svo stillt og rótt, og svo er, ást mín, enginn dagur lengur en eilíf nótt. (Jón Jóhannesson frá Skál- eyjum.) Þín eiginkona, Dagbjört. Hvernig getur það gerst að maður við ágæta heilsu á besta aldri sem var farinn að hlakka til að eiga góð ár framundan, hníg- ur niður? Það eru svo margar spurning- ar í þessu lífi sem engin svör fást við. Fyrir 23 árum fór ég í út- skriftarferð í Stykkishólm á bjartasta og fallegasta tíma árs- ins. Við fórum í siglingu og gist- um á hótelinu og skemmtum okkur mjög vel. Skipstjórinn á bátnum var myndarpiltur og tókst honum að heilla mig þannig að úr varð ástarsamband sem lif- ir enn góðu lífi. Skipstjórinn, Óskar, er sonur Eyþórs. Næstu ár fóru í að kynnast betur. Árið 1993 flutti ég í Hólminn, heim til þeirra feðga, þar bjugg- um við fyrsta veturinn. Ég fann strax að Eyþór hafði mjög góða nærveru þó ég þekkti hann í raun ekki mikið þá, hann var ekki að troða mér um tær. Það tók mig nokkuð langan tíma að kynnast þeim manni sem hann hafði að geyma. En eftir því sem tíminn leið og samband okkar Óskars óx, drengirnir okkar litu dagsins ljós, við Inga, systir Ósk- ars, urðum nánar vinkonur, fann ég að væntumþykja hans í minn garð óx hratt. Eyþór átti auðvelt með að segja mér hvað honum þætti vænt um mig og hvað hann kynni vel að meta mig. Hann var svo ánægður með hópinn sinn og Döddu. Eyþór var einstaklega duglegur og laghentur maður. Hann var á sjó allt frá unglings- aldri og skilst mér að ungu mennirnir sem unnu með honum síðustu ár hafi mátt hafa sig alla við. Hann var líka alltaf eitthvað að bardúsa heima við. Strákun- um og mér þótti ansi gott að geta farið með hjólin okkar í upp- herslu til afa eða þegar eitthvað gaf sig, þar var ekkert verið að tvínóna við hlutina, hjólin voru oftast klár klukkutíma seinna! Síðasta sumar hófum við að gera upp Vinaminni í Flatey og unnu þeir feðgar Eyþór og Óskar afar vel saman. Það kom þó fyrir að þeir væru ekki sammála og því var gott að geta leitað til Bald- urs Þorleifss., fagmannsins en hann var aldrei langt undan. Hann hefur eflaust oft brosað út í annað, hlustandi á þá feðga. Við Inga og Dadda skottuðumst í kringum þá og vorum með allt klárt þegar á þurfti að halda. Þeir voru svo líkir feðgarnir. Ey- þór gaf syni sínum aldrei eftir. Þau voru líka notaleg kvöldin yf- ir rauðvínstári, þegar rætt var um afrek dagsins. Það verður tómlegra að klára verkið án Ey- þórs en það munum við gera eins og til stóð. Eyþór og Dadda voru afskaplega samhent hjón. Þau tóku upp á þeim skemmtilega sið að gefa barnabörnum sínum sigl- ingu um skurði Englands í ferm- ingargjöf. Þar sem stutt er á milli eldri drengjanna okkar gáfu þau Eyþóri yngri og Bensa sömu ferðina. Við fjölskyldan fórum í frábæra ferð með þeim sumarið 2007, þar sem við þræddum skurði í kringum Birmingham á fljótandi sum- arbústað. Eyþór naut þessara stunda svo vel, þegar hann hafði fjölskylduna hjá sér. Það eru all- ar góðu minningarnar sem mað- ur huggar sig við á svona stund- um. Missirinn er mikill hjá Ingu og Óskari sem hafa nú misst báða foreldra. Það verður tóm- legra hjá Döddu þó hún sé vön að vera ein. Minningin um ein- staklega hlýjan mann á eftir að verða til þess að við stöndum þéttar saman. Helga Sveinsdóttir. Fyrir ekkert svo mörgum ár- um eignaðist ég tengdafjöl- skyldu. Hafði hvorki heyrt af þessu fólki, né þess getið. Enda kannski ekki nema von, þeirra átthagar við Breiðafjörðinn en ég austan af fjörðum. Svo fóru að raðast saman lítil brot sem fjölskyldumyndin var samansett af. Fyrst þegar Eyþór var nefndur, þá var hann kærastinn hennar mömmu. Það fannst mér í meira lagi dularfullt, tilvonandi tengdamamma með kærasta. Svona var þetta ekki fyrir aust- an. En sem víðsýn kona, alin upp í þröngum firði, hugsaði ég með mér, já, svona hefur það það fyr- ir vestan. Fyrst eftir að ég kynntist þeim fannst mér eins og ég hefði lent inní skáldsögu. Það var rómans í þessu, flókið fjöl- skyldumynstur, harmleikur, allt- af eitthvað að gerast, stofnað fyr- irtæki, verið að dytta að í Sjávarborg, ef ekki þar, þá í Flatey eða Sellátri, farið á Ey- rúnu í Sellátur, varpinu sinnt, mýrin ræst fram, fylgst með fuglunum út á sundunum, alltaf eitthvað í deiglunni, gera upp bát, velta einhverju fyrir sér, prófa eitthvað nýtt, láta gamla drauma rætast. Það var eldað og þá mikið af kjöti, það var drukkið og það var reykt, það var glaðst, það voru sagðar sögur og það var hlustað. Það var aldrei ládeyða og logndauður sjór. Þó eyjarnar, fjörðurinn og sundin væru Eyþór kær, þá kom það ekki í veg fyrir að farið væri að kanna nýjar slóðir, farið var og siglt um sveit- ir Englands, Miðjarðarhafið, eyj- arnar þar kannaðar, keyrt um Ameríku. En fyrst þurfti að kanna og skipuleggja. Einu sinni fórum við með þeim, ætlunin var að fara í júní. Í september árið áður var hringt og við spurð hvernig við vildum hafa hlutina, okkur þótti ekki tímabært að hugsa um það níu mánuðum fyrir brottför, en þá var spurt, þið ætl- ið með, er það ekki? Kynnin hjá okkur Eyþór fóru rólega af stað, en fer þó fari hægt, árin liðu, á þessum tæpa aldarfjórðungi var lagður grunnur að góðum vin- skap sem einkenndist af gagn- kvæmri virðingu, trausti og væntumþykju. Við tókum hvort öðru eins og við vorum, gátum rexað, stundum ósammála, oftar sammála, töluðum um heima og geima. Aldrei hljóp snurða á þráðinn sem okkar fjölskyldu- og vinabönd voru hnýtt með. Eyþór reyndist mér hinn besti tengda- pabbi, börnunum mínum kær afi og Alla mínum og Höskuldi góð- ur fóstri, en fyrst og fremst var hann Dagbjörtu góður og um- hyggjusamur eiginmaður. Þó vistaskiptin hafi borið brátt að og enginn undirbúningur fyrir þá ferð, er hann eflaust búinn að átta sig á staðháttum í nýjum heimkynnum, kominn með flóða- töflu, sestur við glugga til að fylgjast með sjávarföllunum, fuglunum, aflabrögðum og fólk- inu sínu öllu sem var honum svo kært. Mitt síðasta orð er saknaðar- kveðja. Helga Finnbogadóttir. „Mitt fley er svo lítið en lögur svo stór/mitt líf er í Frelsarans höndum.“ Þessi orð voru á platta um borð í Þórsnesi II. Í dag kveðjum við mág minn Eyþór Ágústsson. Honum kynntist ég fyrst er ég kom í Stykkishólm fljótlega eftir að við Guðlaug systir hans byrjuðum að draga okkur saman. Eyþór kom mér fyrir augu sem frekar þögull maður, en það breyttist við frek- ari kynni því fyrir innan frekar harða skel kom fram góðmenni og dugnaðarforkur. Oft beið á stéttinni hjá okkur poki með fiski flökuðum og roðrifnum því Ey- þór vissi að þannig vildi Guðlaug systir fiskinn, þannig naut hans við svo lítið bar á. Margar eru þær söngbækur sem við sungum upp úr, reyndar voru söngbækur aðeins notaðar sem söngskrá því Eyþór kunni öll lögin og alla textana. Ég fylgdi honum í flestu en þegar Eyþór hóf upp raust sína og söng Megasarlög með til- þrifum söng ég ekki með, en þá gat ég jafnað leikinn og sungið Laugamannasönginn og þar með bráðnaði hann því annað eins lag og texta hafði Eyþór aldrei heyrt. Mér var því heiður og sönn ánægja að syngja fyrir hann Laugamannasönginn þegar hann langaði. Eyþór var mikill sjómaður og enn meiri vélstjóri, raunar var sama hvaða starfi hann gegndi til sjós eða lands alls staðar var Eyþór tilbúinn að leggja lið, af kunnáttu og lagni. Á fyrsta ári mínu hér í Stykkis- hólmi var ég staddur hjá Eyþóri þegar Jónas skipstjóri á Þórs- nesi II hringdi og var að leita eft- ir kokk á bátinn fyrir morgun- daginn og næstu daga. Eyþór snéri sér að mér og spurði „Ert þú til?“ „Já já“ sagði ég og vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Auðvitað varð ég fárveikur af sjóveiki svo Eyþór bætti mínu starfi á sig. Ég tel það mér mikið happ að hafa fengið að vera við hlið hans þessi fyrstu skref mín til sjós. Ég viðurkenni að ég var ekki óttalaus en hans öruggu handbrögð kenndu mér að þarna væri ekkert að óttast svo fremi að rétt vinnubrögð væru viðhöfð. Það er því með miklum trega og sem ég kveð mág minn og góðan vin Eyþór Ágústsson, Við Guðlaug biðjum Guð að vaka yfir Dagbjörtu,Óskari, Ingu og fjöl- skyldum þeirra og sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þegar himininn blakknar mín hrap- stjarna skín þá fer hugurinn aftur að leita til þín. Nú er fjarri og gleymd okkar stefnumótsstund, enginn staður á jörðu sem man okkar fund. Manstu vetrarins spá, hvers þú spurðir mig þá þegar spor lágu í snjónum við Reykjadalsá. Nú er veturinn liðinn og löngun mig ber heim að Laugum á slóðir sem gekk ég með þér. (Örn Arnarson) Kolbeinn Björnsson (Kolli). Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöð- um) Þessar ljóðlínur komu upp í hugann fimmtudagskvöldið 24. mars þegar tengdamóðir mín hringdi til að tilkynna okkur að lítill drengur væri fæddur í fjöl- skyldunni. Klukkutíma síðar fengum við aðra hringingu þar sem okkur var sagt að Eyþór okkar væri dáinn. Eyþór tilheyrði fjölskyldunni frá því að ég man eftir, kynntist Kristrúnu systur minni þegar ég var smábarn. Fyrstu minningar mínar um Eyþór eru frá því þau giftu sig í desember 1965, þá er ég fjögurra ára. Frá þessum Eyþór Ágústsson ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLAFS AGNARS JÓNASSONAR fyrrv. yfirflugvélstjóra. Fyrir hönd ættingja, Guðrún Jónsdóttir. Þórdís Fjeldsted í Ferjukoti er dáin. Ég gat því miður ekki verið á jarðarför þessarar góðu og mætu konu. Vegna veikinda minna hef ég ekki getað heimsótt hana, en undanfarna mánuði hef- ur hún verið í huga mér. Ég kynntist Þórdísi Fjeldsted í gegnum mann minn Ágúst Fjeld- sted því Kristján eiginmaður hennar og Ágúst voru frændur. Gott var að heimsækja þau. Þórdís Fjeldsted ✝ Þórdís Fjeld-sted fæddist í Borgarnesi 5. des- ember 1917. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 14. mars 2011. Útför Þórdísar fór fram frá Borg- arneskirkju 26. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Hún var svo tíguleg, vel klædd og skemmtileg og töfr- aði kræsingar á borð. Við komum oft við þegar við vorum að fara að veiða í Straumum. Svo var hús sem heitir Trana og þar var oft gott að gista. Þórdís var skemmtileg og umhyggjusöm, ég man að þegar ég datt stundum á hestbaki vildi hún að ég næði mér góðri. Það var oft gaman að tala við hana og reyndist hún mér oft góð. Ég bið algóðan Guð að blessa þig, elsku Þórdís mín, og ég votta öllum aðstandendum innilega samúð. Guðrún Jónsdóttir Fjeldsted. Örn Jóhannesson er látin. Ég kynntist honum fyrir nokkrum árum þar sem við vor- um meðal annars á Alfanám- skeiðum og fleiri námskeiðum. Ég kunni vel við Örn, vel ræð- inn og sagði skemmtilega frá og afar fróður og mikill göngugarp- ur. Það sannaði hann þegar hóp- Örn Jóhannesson ✝ Örn Jóhann-esson var fæddur í Reykjavík 23. ágúst 1942. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 25. febrúar 2011. Útför Arnar fór fram frá Dómkirkj- unni 10. mars 2011. urinn fór í Vatna- skóg og hve hann kunni vel á náttúr- una. Hann var í bóka- klúbb en ég var ekki í honum. Hann var mjög athugull og fór í margar kirkjur til að sækja guðsþjónustur. Hann bjó í vestur- bænum og stundum hitti ég hann í Neskirkju. Það verður tómlegt að sækja nám- skeið í Digraneskirkju þar sem Örn er farinn. Blessuð sé minn- ing hans. Ég sendi aðstandend- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún Jónsdóttir. Þórdís Ingibjörg Sverrisdóttir lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 21. mars síðastliðinn eftir löng og erfið veikindi. Vina mín góða, þú fallin ert frá, við fáum þig aldrei meira að sjá, og sorg er í sérhverju hjarta. En mitt inni í myrkrinu svarta, er ljósgeisli fagur, það léttist vor önd, Þórdís Ingibjörg Sverrisdóttir ✝ Þórdís Ingi-björg Sverr- isdóttir fæddist í Klettakoti á Skóg- arströnd, Dala- sýslu, 7. september 1946. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 21. mars 2011. Útför Þórdísar fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 31. mars 2011. Jarðsett var í Reyni- staðarkirkjugarði. við lítum til baka, þín hjálpandi hönd. Þín hógværð, þín gleði, við gróandi sár, við göngum til starfa, með þerrandi tár, við minningu blíða og bjarta. (S.J.) Elsku bróðir, börn og fjölskyldur. Það er mikið á okkur lagt, en okk- ur er ætlað að vinna úr því. Það er ekki annað í boði. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Soffía Jakobsdóttir. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.