Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 44
44 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Víkverji er alltaf vel á verði 1.apríl ár hvert. Hann les og hlustar á allar fréttir með mikilli tortryggni. Oft eru aprílgöbb fjölmiðlanna frekar augljós og hafa svo sem alltaf verið – það var ekki nema í gamla daga, þegar engir netmiðlar voru og fólk gat ekki „googlað“ að fólk hljóp í tuga- og hundraðatali apríl. x x x Engu að síður hefur Víkverjimjög gaman af þessum göbb- um. Oft eru þau mjög skemmtilega skrifuð og augljóslega töluverð vinna í þau lögð. x x x Nú þegar fjölmiðlar eru stöðugtgagnrýndir fyrir að segja ekki „jákvæðar“ fréttir virðast frétta- menn fá mikla útrás við að segja gabbfréttir sem eru einmitt það, mjög jákvæðar og skemmtilegar. x x x Í gær sagði t.d. DV frá því aðhjartaknúsarinn (ef kalla má ungling því orði!) Justin Bieber væri staddur á landinu til að hvíla sig milli tónleika. Víkverji telur að ein- hverjar unglingstúlkur hljóti að hafa látið gabbast, í það minnsta ekki viljað taka sjensinn á að drengurinn væri ekki raunverulega á landinu. x x x Það er eðli aprílgabba að þau séusvolítið ýkt. En stundum eru raunverulega fréttir það nú líka. Þegar Goðafoss strandaði á dög- unum, sigldi bókstaflega upp á sker og nærri því á vita, hefði aðeins þurft að bæta við að góss úr skipinu væri sett á uppboð og þá hefði hér virst fínasta gabb á ferðinni. x x x Markmiðið er auðvitað að fá fólktil að hlaupa apríl, láta blekkj- ast og fara á staðinn, en það má þó segja að á þessum degi sé fyrst og fremst markmiðið að láta fólk hlæja og skemmta sér. Nái fjölmiðlar því, þó ekki sé nema einu sinni ári, er það ekkert nema jákvætt. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 veiðarfæri, 8 mjó- um, 9 seiga, 10 dveljast, 11 tröllum, 13 kaðall, 15 skammt, 18 fisks, 21 ber, 22 drengi, 23 gyðja, 24 grát- andi. Lóðrétt | 2 nirfill, 3 hrósum, 4 ástundar, 5 djöfulgangur, 6 reiður, 7 týni, 12 ýlfur, 14 tré, 15 dreitill, 16 æviskeið- ið, 17 flækingur, 18 sýkja, 19 öfundsýki, 20 elska. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 husla, 4 feikn, 7 pylsa, 8 önduð, 9 mær, 11 rýrt, 13 gler, 14 orkan, 15 farg, 17 ýtar, 20 ánn, 22 logið, 23 útlát, 24 ar- inn, 25 akrar. Lóðrétt: 1 hópur, 2 sýlar, 3 Adam, 4 fjör, 5 indæl, 6 næðir, 10 Æskan, 12 tog, 13 gný, 15 fella, 16 regni, 18 telur, 19 rytur, 20 áðan, 21 núna. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 2. apríl 1725 Eldgos hófst í nágrenni Heklu og fylgdu því „skelfilegir jarð- skjálftar,“ eins og sagði í Híta- rdalsannál. 2. apríl 1928 Jóhanna Magnús- dóttir fékk lyfsöluleyfi, fyrst ís- lenskra kvenna. Hún starfrækti Lyfjabúðina Iðunni í Reykja- vík í tæp 33 ár. 2. apríl 1955 Í skólum landsins og víðar var þess minnst að 150 ár voru frá fæðingu danska rithöfundar- ins H. C. Andersen. Meðal ann- ars var minningarhátíð í Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavík með fjölbreyttri skemmtidagskrá. 2. apríl 1970 Bandaríski sendiherrann af- henti Kristjáni Eldjárn forseta tunglgrjót að gjöf frá Richard Nixon forseta. Morgunblaðið sagði að þetta hefðu verið „fjórir smásteinar frá tungl- inu, felldir inn í gegnsæjan plasthnapp sem er festur á viðarflöt ásamt íslenskum silkifána er var með í förinni þegar menn lentu á tunglinu í fyrsta sinn, 20. júlí 1969“. 2. apríl 1996 Rússneskur togari var tekinn við ólöglegar veiðar út af Reykjanesi, sá fyrsti síðan fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur árið 1975. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Alda Ármanna Sveinsdóttir myndlistarkona er 75 ára í dag og heldur upp á afmælið með stíl því í dag verður opnuð sýning með verkum hennar í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur. Alda segir að upp- haflega hafi hún fengið innblástur að sýningunni í fyrra vegna mikillar umræðu um að konur ættu að vera sýnilegar. Ráðhússalurinn reyndist hins vegar ekki laus á kvennafrídaginn „og þá ákvað ég að það væri alls ekki verra að skella þessu saman með af- mælinu,“ segir Alda. „Sýningin heitir Konan á vinnustofunni og þetta eru konur sem ég hef málað sem módel í gegnum tíðina. Svo hef ég töluvert mál- að í vetur, fékk vinkonur mínar sem eru í sundleikfimi til dæmis, miklar gæðakonur og nokkrar fallegar frænkur líka.“ Alda segir að ekki hafi reynst mikið mál að telja allar þessar konur á að sitja fyrir. Innan um leynast líka nokkrar helgimyndir og verk úr sýningunni Gyðjur í ís- lensku samfélagi sem Alda fór með á Nordic Forum í Finnlandi árið 1994. Aðspurð hvort hún ætli svo að gera eitthvað annað í tilefni afmæl- isins svarar Alda: „Þetta er yfrið nóg, það verður alls konar frændfólk og vinir sem koma og svo eru allir velkomnir og kostar ekki neitt.“ Sýn- ingin hefst í Ráðhúsinu kl. 14 í dag. Alda Ármanna Sveinsdóttir 75 ára Málverkasýning um konur Anna Eva Steindórsdóttir, Gerður Sif Heiðberg, Nína Lovísa Ragnarsdóttir, Embla Nanna Þórsdóttir, Sigríður María Eggerts- dóttir, Ólavía Rún Gríms- dóttir og Helena Marína Salvador sömdu lag um ástandið í Japan og sungu til stuðnings fólki í Japan. Þær söfnuðu 34.000 kr. sem þær færðu Rauða krossi Íslands. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er betra að sitja uppi með of mikið af upplýsingum heldur en of lítið. Fylgdu reglunum, líka þeim sem þú myndir vanalega ekki fylgja. (20. apríl - 20. maí)  Naut Íhugaðu samskipti þín við aðra í dag. Ertu sífellt að reyna að stjórna öllu og öllum? Það er þreytandi til lengdar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu ekki ginnast af gylliboðum því reikningana þarf að borga fyrr eða síðar. Lát- ið ekki smámótbyr draga úr ykkur kjarkinn, hann á að stæla og herða. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vinátta er í brennidepli. Innsæi þitt leiðir þig nákvæmlega þangað sem þú átt að vera. Brettu upp ermarnar og hættu ekki fyrr en borðið er hreint. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Áhyggjur beina þér inn á svið lífsins sem þarfnast nánari undirbúnings. Tækifæri til menntunar lofa góðu og útgáfumál. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þið ættuð ekki að hika við að beita gömlum ráðum gegn nýjum vandamálum. Vertu frökk/frakkur og njóttu þín. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert að eðlisfari forvitinn um allt sem máli skipti í lífinu. Snúðu þér að nútíðinni og láttu reynslu þína verða þér og öðrum til góðs. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert uppfull/ur af háleitum hugsjónum og rómantískum hugmyndum varðandi samband þitt við þína nánustu í dag. Láttu þig bara fljóta með straumnum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Láttu græðgina ekki ná tökum á þér því oft leiðir hún menn í glötun. Frítímann áttu ein/n og þá þarftu ekki að gera annað en það sem þú vilt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér hættir til að láta tímann líða án þess að þú komir miklu í verk. Gefðu ætt- ingja tíma til þess að átta sig. Einhver ágrein- ingur gæti komið upp varðandi heimilisþrifin. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Farðu varlega í innkaupum í dag, þú freistast til þess að kaupa meira en þú hefur ráð á. Komdu fram við alla af virðingu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Forðastu að taka þátt í hlutum sem eru einskis virði og því hrein tímasóun. Þú þarft að vera meira úti í náttúrunni. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 7 4 4 9 8 2 5 9 5 7 6 2 8 4 8 3 7 5 6 8 2 7 9 4 5 6 3 7 7 5 8 4 6 3 3 5 2 8 5 9 6 2 4 5 3 9 8 6 6 3 9 9 5 2 4 7 9 8 6 2 9 7 3 6 3 1 1 8 4 9 2 7 2 3 6 7 8 9 2 5 1 6 3 4 6 1 4 8 9 3 5 7 2 5 2 3 7 4 6 9 8 1 8 3 6 4 1 7 2 5 9 1 9 7 6 2 5 8 4 3 2 4 5 9 3 8 7 1 6 3 5 2 1 7 9 4 6 8 4 7 8 3 6 2 1 9 5 9 6 1 5 8 4 3 2 7 7 4 9 6 1 8 5 2 3 5 3 2 9 4 7 8 1 6 8 6 1 3 2 5 4 9 7 3 9 4 7 5 1 6 8 2 6 1 7 8 9 2 3 5 4 2 5 8 4 6 3 9 7 1 9 8 3 2 7 4 1 6 5 4 7 5 1 8 6 2 3 9 1 2 6 5 3 9 7 4 8 4 7 6 9 2 3 1 8 5 1 2 8 6 5 4 3 9 7 5 9 3 8 7 1 6 4 2 3 6 7 2 1 8 4 5 9 2 4 9 3 6 5 8 7 1 8 1 5 4 9 7 2 3 6 7 3 2 1 4 9 5 6 8 6 5 4 7 8 2 9 1 3 9 8 1 5 3 6 7 2 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 2. apríl, 92. dagur ársins 2011 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Bd3 O-O 6. Rf3 d5 7. O-O Rc6 8. a3 Ba5 9. cxd5 exd5 10. dxc5 Bxc3 11. bxc3 Bg4 12. c4 Re5 13. cxd5 Bxf3 14. gxf3 Dxd5 15. Be2 Dxc5 16. Bb2 Hfd8 17. Bd4 De7 18. Dc1 Rc6 19. Bb2 Hac8 20. De1 Rd7 21. Kh1 Rce5 22. Hg1 Rc5 23. Db4 f6 24. Hg2 Hc7 25. Hag1 Df8 26. Dh4 Kh8 27. f4 Rc6 28. Bc4 Hd6 29. Hg3 Re6. Staðan kom upp á MP Reykjavíkurskákmótinu. Norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer (2606) hafði hvítt gegn banda- rískum kollega sínum Robert Hess (2565). 30. Bxf6! Rcd4 svartur hefði einnig tapað eftir 30… gxf6 31. Dxf6+! 31. exd4 Hxc4 32. Hxg7 og svartur gafst upp. MP Reykjavíkurskákmótið var einnig Norðurlandamót í opnum og kvennaflokki og varð Jon Ludvig Ham- mer Norðurlandameistari í opnum flokki. Hann fékk 7 vinninga af níu mögulegum og deildi efsta sæti mótsins með fimm öðrum stórmeisturum. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Dökkt útlit. Norður ♠G8 ♥G103 ♦K10542 ♣987 Vestur Austur ♠D643 ♠1052 ♥86 ♥D952 ♦83 ♦Á96 ♣ÁDG103 ♣642 Suður ♠ÁK97 ♥ÁK74 ♦DG7 ♣K5 Suður spilar 3G. Ernesto d́Orsi, fyrrum forseti heimssambandsins, var í sæti suðurs á vorleikunum í Louisville. Hann opnaði á 2G og makker hans lyfti í 3G. Í A-V voru Jimmy Cayne og Michael Sea- mon. Sá fyrrnefndi kom út með ♣D og d́Orsi átti fyrsta slaginn á ♣K. Útlitið er dökkt, en d́Orsi er lífs- reyndur maður og lét sér fátt um finn- ast. Hann spilaði ♦D í öðrum slag, sem Seamon í austur dúkkaði. D́Orsi yf- irdrap síðan ♦G og aftur dúkkaði aust- ur. Innkomuna notaði d́Orsi til að hleypa ♥G, en Seamon lagði á tíuna. D́Orsi hafði tilfinningu fyrir því að hjartað myndi ekki brotna og skipti um gír – spilaði laufi og neyddi Cayne til að hreyfa spaðann í lokin. Gosinn upp og níu slagir. Vel á minnst: Væri ekki ráð að spila út gosanum frá ÁDG10x? Söfnun Flóðogfjara 2. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.56 3,6 12.06 0,5 18.12 3,7 6.43 20.21 Ísafjörður 1.59 0,2 7.55 1,8 14.15 0,1 20.13 1,8 6.43 20.30 Siglufjörður 3.55 0,2 10.12 1,1 16.19 0,2 22.27 1,1 6.26 20.13 Djúpivogur 3.12 1,8 9.15 0,4 15.25 2,0 21.37 0,4 6.11 19.51 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.