Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 16
ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Nágrannaslagur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik kvenna hefst í dag. Þetta þykja Reykjanesbæingum skemmtilegustu úrslitaleikirnir en Njarðvíkingar eru sérstaklega sælir þessa dagana. Þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvík- urstúlkur taka þátt í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn og í byrj- un leiktíðar var þeim ekki spáð góðu gengi. Keflavíkurstúlkur eru hins vegar þaulvanar. Fyrsti leikurinn fer fram í Toyotahöllinni í dag kl. 16:00 og ljóst er að þessi sögulega barátta verður hörð.    Hátt í 90% þeirra sem ljúka námi af háskólabrú Keilis, mið- stöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, halda áfram í námi. Meirihluti þeirra kemur frá Suðurnesjum. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir svæðið sem lengi hefur glímt við lágt mennt- unarstig. 720 nemendur hafa verið út- skrifaðir úr Keili af 11 námsleiðum og yfir 400 þeirra hafa fengið tækifæri til að hefja háskólanám í framhaldi.    Reykjanesbæingar og nær- sveitamenn hafa tekið nýjasta banka- útibúi vel. Byr opnaði útibú fljótlega eftir að Sparisjóðurinn í Keflavík fór undir Landsbankann og starfmenn Byrs í Reykjanesbæ eru allir konur sem áður unnu í Sparisjóðnum í Keflavík. Fréttir herma að við- skiptavinum hafi fjölgaði í útibúum á höfuðborgarsvæðinu eftir auglýs- ingaherferð sem sérstaklega var Suð- urnesjamiðuð.    Það hefur aldeilis lifnað yfir bænum á undanförnum dögum. Um leið og síðustu snjóalög hurfu sáust umtalsvert fleiri bæjarbúar á reið- hjólum og langþráðan barnaklið mátti heyra fram eftir kvöldi einn blíðviðrisdaginn í vikunni. Þeir sem ekki hafa lagt í skokkið í hálkunni eru byrjaðir að kanna ástand hlaupa- skónna. Blaðamaður mætti fyrir skemmstu nokkrum ungum karl- mönnum á stuttermabolum. Þeir voru fljótir að bregðast við veðra- breytingunum.    Leikskólabörn í Reykjanesbæ munu boða komu sumarsins í bænum þetta árið með stórri listahátíð sem hefst síðasta vetrardag í Listasafni Reykjanesbæjar. Opnuð verður stór sýning þar sem þemað er himingeim- urinn. Í allan vetur hafa leikskólarnir verið að undirbúa hátíðina í skóla- starfi vetrarins. Söguleg rimma að hefjast í körfuknattleik kvenna Morgunblaðið/ Svanhildur Eiríksdóttir List Verk eftir leikskólabörn á leikskólanum Velli sem gert var fyrir Barnahátíð 2010 og stendur ofan við bæinn. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Á miðvikudag nk. kl. 20:00 verður opinn íbúafundur Hverfisráðs Vesturbæjar haldinn í Stan- fordsalnum á 2. hæð á Hótel Sögu (Radison Blu). Á fundinum mun Ólöf Örvars- dóttir skipulagsstjóri fjalla um skipulag í Vesturbæ. Þá mun Ósk- ar Dýrmundur Ólafsson fram- kvæmdastjóri fjalla um þjónustu í Vesturbæ og Gísli Marteinn Bald- ursson formaður hverfisráðs mun fjalla um Hverfispotta 2011. Að því loknu verða opnar umræður. Íbúaþing í Vesturbæ Í fyrradag gáfu 15 veitingastaðir alls 3.759.913 krónur til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, sem lúta að verndun barna gegn ofbeldi. Barnaheill eru frjáls félagasamtök sem vinna að mann- réttindum barna um allan heim. Þau hafa verið starfandi á Íslandi í ríflega 20 ár og leiðarljós í öllu starfi samtakanna er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægur hluti af starfi samtakanna er vernd- un barna gegn ofbeldi sama hvaða nafni það nefnist. Féð safnaðist í átakinu „Út að borða fyrir börnin“ sem stóð frá 15. febrúar sl. til 15. mars. Með kaup- um á tilteknum réttum tryggðu við- skiptavinir að hluti af verði þeirra rynni til verndar barna í gegnum Barnaheill. Þeir fimmtán veitinga- staðir sem tóku þátt í verkefninu eru American Style, Caruso, Dom- inos, Eldsmiðjan, Greifinn, Ham- borgarabúllan, KFC, Nauthóll, Hamborgarafabrikkan, Pítan, Saffran, Serrano, Subway, Taco Bell og Quiznos. Afhending Fulltrúar veitingahúsanna afhenda Barnaheilum – Save the Children, gjöfina. Fimmtán veitingastaðir söfnuðu samtals tæpum fjórum milljónum fyrir Barnaheill Í dag, laugardag, kl. 9.00-16.00 stendur félagið Lifðu lífinu fyrir málþingi um ADHD. Málþingið fer fram í JL húsinu, Hringbraut 121 í Reykjavík. Markmiðið með mál- þinginu er að efla fólk til vitundar um lausnir við ADHD. Málþingið er þó ætlað öllum þeim sem vilja vinna með raskanirnar ADHD, ADD, ODD, OCD, PTSD, einhverfu og Tourette án lyfja. Þeir sem koma fram á mál- þinginu eru Anne Catherine Fær- gemann, klínískur næringarfræð- ingur á Nordic Clinic í Kaupmannahöfn, Hallgrímur Magnússon svæfingarlæknir, Ása Sigurlaug Harðardóttir heilsuráð- gjafi, Gréta Jónsdóttir fjölskyldu- ráðgjafi, Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfari, og Arlene Taylor Ph.d. Fundarstjóri verður Elva Dögg Gunnarsdóttir. Verðið á málþinginu er 4.900 krónur. Skráning á námskeiðið er á netföngin asasigurlaug@gmail- .com, greta@lifogframtid.net og sirry@ifokus.is. Morgunblaðið/Heiddi Málþing um ADHD og fleiri kvilla Floridana Virkni frá Ölgerðinni var tilnefnt til drykkjar- verðlauna í árlegri samkeppni drykkjarvöruframleiðenda, Beverage innovation functional drink awards. Verðlaunin voru afhent í Washington í Bandaríkjunum í vikunni og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk vara er tilnefnd. Katrín Eva Björgvinsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, segir þetta vera skemmtilega viðurkenningu og að þetta sé kærkomin staðfesting á því að þau hafi þróað gæða- vöru. Ásamt Virkni voru tilnefndir tveir drykkir í sama flokki, best alertness drink, einn frá Svíþjóð og hinn frá Bandaríkjunum, en sá síðarnefndi bar sigur úr býtum. Með verðlaununum er sérstaklega ætlað að vekja athygli á áfengislausum drykkjum sem þykja skara fram úr á heimsvísu. Virkni einbeiting er orkuríkur og bragðgóður ávaxtadrykkur úr blöndu suðrænna ávaxta og náttúru- efnum sem geta skerpt einbeitingu og veitt aukinn kraft fyrir daginn. Floridana þykir skara fram úr á heimsvísu Í dag, laugardag, er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni verður opnunarhátíð kl. 14 í nýjum húsakynnum Specialisterne á Suð- urlandsbraut 24, en fyrirtækið er það eina sem hefur það að megin- markmiði að þjálfa einstaklinga á einhverfurófinu til aukinnar at- vinnuþátttöku. Meðal gesta verður Thorkil Sonne, stofnandi Special- isterne í Danmörku, en hann mun segja frá starfsemi fyrirtækisins. Við sama tækifæri mun Laufey Gunnarsdóttir kynna bókina Frík, nördar og aspergerheilkenni sem skrifuð er af 13 ára dreng sem seg- ir sögu sína. Bókin hefur vakið heimsathygli en hún veitir einstaka sýn inn í heim fólks á einhverfurófi. Dagur einhverfra STUTT Þórður Tómasson í Skógum 90 ára Skógasafn 60 ára Í tilefni af 90 ára afmæli Þórðar Tómassonar í Skógum þann 28. apríl næstkomandi og 60 ára afmæli Skógasafns mun koma út ný og glæsileg bók eftir Þórð. Bókin heitir Svipast um á söguslóðum og fjallar einkum um og þjóðlíf og minjar í Vestur-Skaftafellssýslu og kynni höfundar af fólki í héraðinu á seinni hluta 20. aldar. Velunnurum Þórðar og safnsins býðst að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá fremst í bókinni honum til heiðurs. Þeir sem óska að skrá nafn sitt á heillaóskaskrána fá bókina með góðum afslætti, eða á kr. 5.990 í stað 7.490 og er sendingarkostnaður innifalinn. Hægt er að panta bókina á heimasíðu Skruddu, www.skrudda.is, senda tölvupóst á skrudda@skrudda.is eða hringja í síma 552-8866, fyrir 15. apríl nk. SKRUDDA Eyjarslóð 9 – 101 Reykjavík S. 552 8866 – skrudda@skrudda.is Kaupfélag Rauðsendinga ehf verður með sýningu á Warrior 175 Export nú um helgina við Digranesveg 18, s. 865 3421

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.