Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Tíu manna hópur fjallgöngumanna kleif Tindaborg í Öræfajökli um síð- ustu helgi – nokkuð sem fáir hafa gert á undan þeim. Tindaborg nær rétt um 1740 metra hæð og er með torkleifustu tindum landsins, ef ekki sá torkleifasti. Guðmundur Freyr Jónsson, einn þeirra sem fóru á tindinn, kveðst hafa beðið lengi eftir tækifæri til að klífa Tindaborgina. Hann hafi því ekki hikað þegar Þorvaldur Víðir Þórisson, sem kleif tindinn fyrir nokkrum árum þegar hann gekk á hundrað hæstu tinda landsins, bað hann og Óðin Árnason að koma með sér í ferðina. Guðmundur og Óðinn eru í hópnum Fjallateyminu. Hinir eru allir vanir fjallgöngumenn en skorti reynslu í ísklifri, sem Guð- mundur, Óðinn og auðvitað Þorvald- ur stunda reglulega. Ferðin tók heilar tuttugu og fjórar klukkustundir. Lagt var af stað frá Virkisjökli og gengið uns komið var að norðurhlið Tindaborgarinnar. Þar hófst erfiðasti kaflinn: að klífa sjálfan tindinn. „Við vorum sjö tíma að klifra upp á Tindaborgina sjálfa. Það var rosa- lega langur tími. Bara fyrstu þrír tímarnir fóru í að leggja línurnar, til að gera þetta öruggt,“ segir Guð- mundur. Fáir komust að í einu, enda ekki mikið pláss á toppnum. „Tind- urinn er svipað stór og góð seta á skrifborðsstól. Það passar ágætlega að setjast á hnén ofan á hann og horfa í kringum sig.“ Byggðu stærðarinnar snjóhús „Það voru auðvitað bara tveir eða þrír í því að leggja línurnar og á meðan voru menn að frjósa úr kulda. Það var skafrenningur og kuldi, enda vorum við hátt uppi. Þá fundum við okkur það til dundurs að byggja snjóhús,“ segir Guðmundur. Húsið notaði hópurinn til að hvílast og elda matinn sem var hafður meðferðis. Hópurinn lagði af stað klukkan þrjú um nótt, eftir aðeins tveggja klukkustunda svefn. „Það er svolítið magnað að þegar maður hefur gengið svona lengi, þá kemst maður yfir einhver þreytu- mörk. Það er líkt og þú sleppir heilli nótt og allt rennur saman í einn dag.“ Guðmundur telur að þeir séu inn- an við fimmtíu sem hafa klifið Tinda- borgina síðan það var gert fyrst í kringum árið 1980. Hann segir að- eins helstu fjallagarpa landsins hafa lagt í tindinn hingað til. Guðmundur segir að hann hafi aðeins farið áhug- ans vegna. „Þetta er eitthvað í manni, einhver ævintýraþrá. Maður getur ekki alltaf verið í þessu verndaða umhverfi hér í Reykjavík.“ Löng ferð Við héldum að við yrðum ekki alveg svona lengi. Við gerðum ráð fyrir því að vera kannski þrjá tíma upp á tindinn en þeir urðu sjö. Við vissum þó að þetta yrði hátt í tuttugu tíma ferð. „Var búinn að horfa á þennan tind heillengi“  Hópur fjallgöngumanna gekk á einn erfiðasta tind Íslands Ljósmynd /Óðinn Jónsson Á tindinum Þarna sést glitta í fót Óðins. Í brekkunni bíða menn í stansi eftir að röðin komi að þeim og svörtu dílarnir neðst á myndinni eru menn að bíða við snjóhúsið, hundrað metrum neðar. Hvannadalshnjúkur ber við himin. Í myrkri Hópurinn lagði af stað í myrkri og gekk til baka í myrkri. „Á leiðinni til baka eltum við förin. Á þeim stöð- um þar sem við sáum þau ekki gengum við eftir GPS-tækinu. Við vissum nákvæmlega hvert við vorum að fara.“ Ljósmynd/Guðmundur Freyr Jónsson Sjálfsmynd Guðmundur tók þessa mynd af sjálfum sér á toppnum. Skeið- arársandur er í baksýn. Svínafellsjökull nær og Skeiðarárjökull fjær. Ljósmynd /Óðinn Jónsson Ljósmynd /Óðinn Jónsson Hægt er að lesa meira um ferðina á vefnum www.climbing.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.