Morgunblaðið - 02.04.2011, Síða 50

Morgunblaðið - 02.04.2011, Síða 50
Morgunblaðið/Sigurgeir S Postartica komst áfram þriðja undankvöldið. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Músíktilraunum lýkur í dag þegar ellefu hljómsveitir glíma í Ís- lensku óperunni. Keppnin hefst kl. 16:00 með því að sigursveit síð- ustu tilrauna, Of Monsters and Men, flytur nokkur lög, en síðan kemur hver hljómsveitin af ann- arri: Primavera, My Final Warn- ing, Súr, Samaris, Askur Yggdra- sils, Murrk, For the Sun is Red, The Wicked Strangers, Joe and the Dragon, Postartica og Virtual Times. Þetta er þrítugasta árið sem til- raunirnar eru haldnar en 29. úr- slitakvöldið. Helstu verðlaun eru hljóðverstímar, en einnig eru veittar viðurkenningar fyrir hljóð- færaleik og texta. Fyrstu verðlaun eru 20 tímar í Sundlauginni ásamt hljóðmanni, önnur verðlaun upp- tökuhelgi í Island Studios í Vest- mannaeyjum ásamt hljóðmanni og gistingu og þriðju verðlaun 20 tímar í Gróðurhúsinu. Að auki fær sigursveitin gjafabréf frá Ice- landair og gjafabréf frá 12 Tónum, þátttöku í Hljóðverssmiðju Kraums og ýmis fleiri verðlaun. Hljómsveit fólksins, sem valin er af áheyrendum í Óperunni og hlustendum Rásar 2 um land allt, fær upptökutæki frá Tónastöðinni og úttekt frá Smekkleysu, plötu- búð. Gítarleikari Músíktilrauna fær úttekt frá Rín, bassaleikarinn út- tekt frá Tónastöðinni og hljóm- borðsleikarinn eða forritarinn sömuleiðis, trommuleikarinn fær úttekt frá Hljóðfærahúsinu og söngvari eða rappari tilraunanna Shure hljóðnema frá Hljóðfæra- húsinu. Höfundar bestu íslensku texta fá bókagjöf frá Forlaginu. Úrslit Músíktilrauna Dómnefnd kaus My Final Warning síðasta undankvöldið. Virtual Times heillaði salinn þriðja tilraunakvöldið. Salurinn kaus hljómsveitina Primavera áfram fjórða kvöldið. The Wicked Strangers komust áfram fyrir atbeina dómnefndar. Murrk sigraði á sal annað tilraunakvöldið. Dómnefnd valdi Ask Yggdrasils áfram eftir undankeppnina. For the Sun is Red fór áfram á sal fyrsta kvöldið. Dómnefnd valdi Súr áfram annað tilraunakvöldið. Dómnefnd valdi Samaris fyrsta tilraunakvöldið. Joe and the Dragon komst áfram að lokinni undankeppni. 50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Músíktilraunir 2011 1982 - DRON 1983 - Dúkkulísurnar 1984 - Engin keppni 1985 - Gipsy 1986 - Greifarnir 1987 - Stuðkompaníið 1988 - Jójó 1989 - Laglausir 1990 - Nabblastrengir 1991 - Infusoria 1992 - Kolrassa Krókríðandi 1993 - Yukatan 1994 - Maus 1995 - Botnleðja 1996 - Stjörnukisi 1997 - Soðin fiðla 1998 - Stæner 1999 - Mínus 2000 - 110 Rottweiler hundar 2001 - Andlát 2002 - Búdrýgindi 2003 - Dáðadrengir 2004 - Mammút 2005 - Jakobínarína 2006 - The Foreign Monkeys 2007 - Shogun 2008 - Agent Fresco 2009 - Bróðir Svartúlfs 2010 - Of Monsters and Men Sigursveitir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.