Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 51
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Útvarpsþátturinn Kallinn var flutt- ur í gær kl. 13 á samtengdum rásum ríkisútvarpsins, Rás 1 og 2, hlust- endum mörgum til nokkurrar furðu. Í þættinum gekk mikið á, óskaplega hress þáttastjórnandi, Kallinn, gaf partípakka, dró í póstkortaleik og fékk miðbæjarskýrslu frá félaga sín- um Marteini. Gamanið tók að kárna þegar Marteinn lýsti því í síma fyrir Kallinum að hann hefði orðið vitni að því að dauður maður hefði ráðist á mann og skömmu síðar fengu hlustendur lýsingar á því hvernig fólk væri farið að henda sér fram af svölum fjölbýlishúss fyrir framan Útvarpshúsið, til að bjarga sér frá glorsoltnum uppvakningum. Ekki náðist í lögreglu og ráðist var á Martein í miðju símtali. Nokkru síð- ar fór náfölt fólk að hópast að Út- varpshúsinu, skaðræðis uppvakn- ingar. Að loknum þætti var tilkynnt að um aprílgabb hefði verið að ræða, útvarpsleikritið Náföl hefði verið flutt. Verkið verður endurflutt á morgun, 3. apríl, í Útvarpsleikhús- inu á Rás 1 kl. 14. Höfundur þessa skondna leikrits er leikar- inn Ævar Þór Benediktsson en með hlutverk Kallsins fer Orri Huginn Ágústs- son. Í öðrum hlutverkum eru Höskuldur Sæ- mundsson, Lilja Katrín Gunnars- dóttir og Vignir Rafn Valþórsson. Um leikstjórn sá Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Blaðamaður ræddi við Ævar í fyrradag, degi fyrir aprílgabbið. Ævar sagðist ekki vera að gera grín að þáttum af þessu tagi, í FM957- stíl, heldur leika sér að því að flytja slíkan þátt í ríkisútvarpinu. Þar styngi hann í stúf. „Ég er búinn að vera á Facebook með þessa persónu, Kallinn, bæði sem aðdáendasíðu og sem persónu og búinn að bæta við vinum og fá fólk til að taka þátt í Facebook-leik og annarri vitleysu í́ þeirri von að það hlusti á þáttinn. Þannig að fólk sé svolítið að hlusta í von um að vinna eitthvað klukkan eitt (í gær),“ segir Ævar. Verkið sé nokkuð venjulegur útvarpsþáttur fyrstu tuttugu mínúturnar en smám saman séu reglurnar brotnar. „Okkur lang- ar að sjá hversu lengi maður getur haldið út þangað til fólk fer að átta sig á því að þetta er gabb,“ útskýrir Ævar. Í byrjun þáttar komi fram að skæð flensa sé að ganga og síðar í þættinum verði ljóst að uppvakn- ingafaraldur hafi brotist út í Reykjavík. Þáttarstjórnandinn, Kallinn, trúi því ekki að það sé satt, af því það er 1. apríl, og haldi að andlát Marteins sé aprílgabb. „Út- sendingin er stöðvuð, það er neyð- arfréttatími og Broddi Broddason les tilkynningu. Þegar Broddi segir manni að það sé eitthvað hræðilegt að gerast þá stoppar maður og hlustar,“ segir Ævar og kímir. Féll einhver fyrir þessu? Blaðamaður hringdi í stjórnanda Útvarpsleikhússins, Viðar Eggerts- son, í gær til að athuga hvort hlust- endur hefðu fallið fyrir gabbinu og reyndist svo vera. „Það voru mjög ólík viðbrögð, eftir því hvort fólk var að hlusta á Rás 1 eða 2,“ sagði Við- ar. Margir hlustendur Rásar 2 hafi reynt að hringja í Kallinn í von um að fá vinning en að sjálfsögðu hafi þeim ekki tekist það. Nokkrir hlust- endur Rásar 1 hringdu inn stein- hissa á því hvað væri að gerast á rásinni og aðrir voru býsna ótta- slegnir yfir þeim skelfilegum at- burðum sem lýst var í „beinni“ í þættinum. Þá mun fólk hafa hneykslast á þættinum á Facebook.  Leikritið Náföl var flutt í útvarpinu í gær sem útvarpsþátturinn Kallinn, í því skyni að gabba hlustendur  Flutt aftur á morgun í Útvarpsleikhúsinu Samsett mynd Náfölur Uppvakningur á leið í Útvarpshúsið við Efstaleiti í gær. Nei, annars, það var bara aprílgabb í útvarpi. Uppvakningar í Reykjavík! Ævar Þór Benediktsson MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Vanilla Ice, bandaríski rapparinn sem einkum er þekktur fyrir smell- inn „Ice Ice Baby“ frá árinu 1989, mun bregða sér í hlutverk Króks kafteins í látbragðsuppsetningu á Pétri Pan næsta vetur, í Central Theatre í Chatham í Kent á Eng- landi. Ice heitir réttu nafni Robert Matthew Van Winkle og hefur hin síðustu ár einbeitt sér að sjónvarps- þáttagerð. Vanilluís leikur Krók kaftein Ís Robert Matthew Van Winkle SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS KURTEIST FÓLK KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.10 L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 3 (750 kr) - 5.45 L LIMITLESS KL. 8 - 10.20 14 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.10 L BIUTIFUL KL. 6 - 9 12 RANGO ÍSLENSKT TAL KL. 3.20 (750 kr) L ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 2 (600KR) - 4 - 6 L RANGO ÍSLENSKT TAL KL. 2 (600KR) L KURTEIST FÓLK KL. 6 - 8 - 10 L LIMITLESS KL. 10 14 NO STRINGS ATTACHED KL. 8 12 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 4 L -H.S., MBL -Þ.Þ., FT KURTEIST FÓLK KL. 1 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L KURTEIST FÓLK LÚXUS KL. 1 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 1 (750 kr) - 2 - 3.15 - 4.15 - 5.50 L LIMITLESS KL. 8 - 10.20 14 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 L BATTLE: LA KL. 10.15 12 NO STRINGS ATTACHED KL. 8 - 10.20 12 RANGO ÍSLENSKT TAL KL. 1 (750 kr) L -T.V. - KVIKMYNDIR.IS MEÐ ÍSLENSKU TALI-H.S., MBL -Þ.Þ., FT -R.E., FBL Skráning í sumarbúðirnar í fullum gangi, www.kfum.is GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐUTilboð í bíó LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2 (700kr), 3, 4 og 5 HOPP ENSKT TAL Sýnd kl. 6, 8 og 10 KURTEIST FÓLK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 NO STRINGS ATTACHED Sýnd kl. 8 og 10:10 RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2 (700kr) 5% endurgreitt ef þúgreiðir með kreditkortitengdu Aukakrónum  - Þ.Þ. - FT  - R.E. - Fréttablaðið  - H.S. - MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.