Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Skannaðu kóðann til að hlusta á lag- ið „Ghetto“ með Ghostface Killah. Stjórnendur kvikmyndahúsafyrir- tækja í Bandaríkjunum hafa lýst yfir óánægju sinni yfir því að fjögur stór kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Hollywood, þ.e. Warner Bros., Fox, Sony og Universal, hafi ekki látið þá vita af þeim fyrirætlunum sínum að hrinda af stað nýrri VOD-þjónustu í næsta mánuði, þ.e. stafrænni mynd- bandaleigu, á kapalstöðinni Di- recTV. Kvikmyndahúsastjórar voru á ráðstefnu í Las Vegas þegar frétt- irnar bárust í vikunni. Gæti þetta VOD-útspil þýtt breytingar á sýn- ingartímum í kvikmyndahúsum þar sem myndirnar verða komnar á VOD um tveimur mánuðum eftir frumsýningu í kvikmyndahúsi. Kvik- myndahúsaeigendur telja þetta geta haft skaðleg áhrif á rekstur húsanna, þ.e. ef fækka þarf sýning- ardögum kvikmynda. Ósáttir kvikmyndahúsastjórnendur Hollywood Breytingar í vændum, myndir fara fyrr í VOD en áður var. Já, frétt þess efnis að ódýrir miðar væru fáanlegir á Eagles-tónleikana í sumar í blaði gærdagsins voru aprílgabb. Sagt var frá því að Framkvæmdaaðilar Eagles ætluðu að selja 50 miða á tónleikana á 5.000 kr. stykkið og ástæðan væri breytt staðsetning hljóðblöndunar- borðs. Fólki var boðið að renna snjallsíma yfir svokallaðan QR- kóða hefði það áhuga á að verða sér úti um miða. Kóðinn vísaði hins vegar inn á síðu hjá vísindavefnum þar sem tilurð aprílgabba er út- skýrð. Þeir 10.000 miðar sem í boði voru fyrir tónleikana sem haldnir verða í Laugardalshöll 9. júní eru því allir farnir, eins og áður. Miðar á Eagles voru aprílgabb AF TÓNLIST Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Maður er nefndur Ghostface Killah,réttu nafni Dennis Coles, fæddur 9.maí árið 1970. Coles er hipp hopp- listamaður, hæfileikaríkur rappari þekktur af kröftugu flæði og margslungnum rímum, hlöðnum slangri sem ekki er allra að skilja. Coles heldur tónleika í kvöld á Nasa, rapp- unnendum án efa til ómældrar gleði.Coles sleit barnsskónum á Staten Island í New York, bjó í bæjarblokk með móður sinni og átta systkinum. Hann átti erfiða æsku. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Coles var sex ára, tveir bræðra hans þjáðust af vöðva- visnun og voru bundnir við hjólastól. Coles var elstur systkinanna og þurfti að sinna mikið veikum bræðrum sínum.    Rapparanum eru enn hugleikin þaubágu kjör sem hann bjó við í æsku. Í einu laganna á breiðskífu sinni Apollo Kids sem kom út í fyrra, „Ghetto“, nýtir Coles búta úr laginu „Woman of the Ghetto“ með Marlenu Shaw frá árinu 1972. Í því talar Shaw fyrir hönd kvennanna sem ala þurfa upp börn sín í fátækrahverfum, í „gettóum“. „Hvernig elur maður upp börnin sín í get- tóinu? Gefurðu einu að borða en lætur annað svelta? Viltu segja mér það, þingmaður?“ spyr hún. Þarna liggja rætur Ghostface Kil- lah, líkt og svo margra kollega hans í Banda- ríkjunum. Í fátækt og harðri lífsbaráttu.    Ungur að árum leiddist Coles út íglæpi; ruplaði og rændi, neytti eitur- lyfja og seldi. Fyrsta fangelsisdóminn hlaut hann aðeins 15 ára gamall. Nokkrum árum síðar flutti nýr strákur í hverfið, Robert Diggs, kallaður RZA, og varð það upphafið að farsælum hipp hopp- listamannsferli Co- les. Félagarnir kunnu að kveðast á, rappið var þeim í blóð borið. Coles kynnti RZA fyrir kung fu-kvikmyndum, Wu Tang-myndunum og er listamannsnafn Coles, Ghostface Kil- lah, fengið úr einni slíkri, Mystery of Chess- boxing frá árinu 1979. Hipphopp-sveitin góð- kunna, The Wu-Tang Clan, leit dagsins ljós árið 1992 með RZA í broddi fylkingar en aðrir liðsmenn, auk Ghostface Killah, eru GZA, Method Man, Raekwon, Inspectah Deck, U-God, Masta Killa og Ol’ Dirty Bast- ard heitinn. Wu-Tang menn þóttu sérstakir og ferskur andblær í hipp hoppinu, óvenju- fjölmenn sveit og orðfærið í rímum þeirra allsérstakt, m.a.. fengið úr hugmyndum sam- takanna The Nation of Gods and Earths (meðlimir í þeim trúa því meðal annars að Guð og djöfullinn búi innra með fólki, eða eitthvað í þá veru), kung fu-myndum og teiknimyndasögum. Wu-Tang Clan þykir í dag ein besta og áhrifamesta hipp hopp-sveit allra tíma. Liðsmenn hennar hafa allir hasl- að sér völl sem sólólistamenn þó sumir far- sælli en aðrir, eins og gengur og gerist. Ghostface Killah ætti að vera sáttur, plötur hans hafa almennt verið lofsungnar og hann jafnan nefndur sem einn af fremstu röpp- urum heims.    Ghostface þykir kraftmikill og hraðurrappari, tungulipur mjög og slangur- flæðið mikið og oft og tíðum torskilið. Ghost- face er strangtrúaður og í viðtölum verður honum tíðrætt um Guð og syndir okkar mannanna, að öll uppskerum við eins og við sáum á endanum. Hann muni gjalda fyrir syndir sínar á efsta degi. Svo lærir sem lifir. Ghostface telur æðsta takmark hvers manns að öðlast virðingu og ást í þessu jarðlífi. Amen fyrir því. Fyrsta sólóplata hans, Ironman, frá árinu 1996, hlaut mikið lof gagnrýnenda, þótti nokkuð sálarskotin og á þeirri næstu, Bulletproof Wallets, var hann undir sterkum áhrifum af R&B tónlist. Sú nýjasta, Apollo Kids, er níunda hljóðversskífa kappans og Wu-Tang-hljómurinn sagður áberandi á henni. Platan hlaut að meðaltali 84 stig af 100 mögulegum á Metacritic, sem telst afar góður árangur. Ghostface er enn í fanta- formi, kominn á fimmtugsaldurinn og lætur allt flakka. Og í kvöld fá gestir Nasa að fljóta með straumnum. Hann gæti orðið þungur. Kröftugt flæði, slungnar rímur Ghostface Rapparinn þekkti heldur tónleika á Nasa í kvöld. Hann haslaði sér völl í hipp hoppinu með hinni þekktu og margrómuðu sveit Wu-Tang Clan snemma á tíunda áratugnum í New York. » Ghostface er strangtrú-aður og í viðtölum verður honum tíðrætt um Guð og syndir mannanna, að öll upp- skerum við eins og við sáum á endanum. Ágúst Ólafsson Gissur Páll Gissurarson Hulda Björk Garðarsdóttir Valgerður Guðnadóttir Antonía Hevesi, píanó Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson PERLUPORTIÐ FRUMSÝNING 8. APRÍL 2011 SPRELLFJÖRUG ÓPERUSKEMMTUN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.