Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórninhefur náðnýjum lægðum í upplýs- ingagjöf og var ris- ið í þeim efnum þó ekki mikið fyrir. Nú stendur yfir leiksýning á vegum fjármálaráðherra sem gengur út á að halda upplýs- ingum frá almenningi fram yfir Icesave-kosningarnar sem fara fram eftir viku. Í febrúar sl. sendi Morg- unblaðið fjármálaráðherra skriflega fyrirspurn um kostn- að vegna samninganefnd- arinnar um Icesave III og sér- fræðikostnað henni tengdan. Ekkert gekk að fá svar við þessum einföldu spurningum. Þremur dögum síðar kom fram fyrirspurn á Alþingi frá sam- flokksmanni og nánum banda- manni fjármálaráðherra, Birni Val Gíslasyni, sem var að hluta til um sama efni. Þegar fyrirspurn Björns Vals var komin fram notaði ráðuneytið hana sem ástæðu til að svara ekki fyrirspurn Morgunblaðsins og sagði að þessu yrði svarað á þingi. Síð- an hefur fyrirspurninni ekki fengist svarað á þeim vett- vangi. Hún var reyndar komin á dagskrá sl. mánudag, rúmum mánuði eftir að hún hafði verið lögð fram, en var tekin út af dagskránni. Og nú er búið að koma málum þannig fyrir, að fyrirspurnin er ekki á dagskrá þingsins fyrr en mánudaginn 11. apríl, tveimur dögum eftir að Icesave kosningarnar fara fram. Vel er þekkt að ríkisstjórnin hefur haft einstakan vilja til að halda hlutum leyndum og gefa sem allra minnstar upplýs- ingar. Þetta á ekki síst við um allt sem við kemur Icesave, þar sem pukrið hefur verið ein- kennandi. Þrátt fyrir þessa slæmu reynslu bregður mönn- um við þá ósvífni stjórnarherr- anna að ætla að halda upplýs- ingum, sem skipt geta máli fyrir af- stöðu almennings í kosningum, leynd- um fram yfir kosn- ingarnar. Og að misnota fyr- irspurnir á Alþingi með þess- um hætti sýnir að einskis er svifist. Þetta eru svo fáheyrð vinnubrögð og svo yfirgengileg framkoma við almenning í landinu, að ótrúlegt verður að teljast ef óbreyttir stjórn- arþingmenn ætla að standa við bakið á forystu ríkisstjórn- arinnar í þessu efni. Það má líka teljast með ólík- indum ef stjórnarandstaðan á Alþingi sættir sig við að þess- um upplýsingum verði haldið frá almenningi. Þaðan hefur að vísu, með nokkrum eftirtekt- arverðum undantekningum, verið fátt um varnir fyrir al- menning í landinu gagnvart Icesave-áráttu ríkisstjórn- arinnar og fylgismanna henn- ar. Engu að síður hlýtur að mega vænta þess að þingmenn beiti sér fyrir því að almenn- ingur í landinu fái allar upplýs- ingar áður en hann gengur að kjörborðinu. Flestir fjölmiðlar hafa geng- ið í takt við ríkisstjórnina í Ice- save-málinu svo ekki var búist við miklu af þeim bæjunum. En getur verið að þeir séu svo heillum horfnir í þessu máli að þeir telji ekki einu sinni ástæðu til að ríkisstjórnin veiti upplýsingar um það fyrir kosn- ingar? Getur verið að fylgi- spektin sé slík að þeir sjái enga ástæðu til að spyrja eða gera athugasemd við það leikrit sem fjármálaráðherra stýrir nú? Er ástandið á nýja Íslandi gegnsæju norrænu velferð- arríkisstjórnarinnar virkilega orðið þannig, að ríkisstjórnin stýri upplýsingunum sem al- menningur fær fyrir kosn- ingar? Svona leikrit verður þá væntanlega líka liðið fyrir næstu alþingiskosningar. Ríkisstjórnin heldur upplýsingum skipu- lega frá almenningi fram yfir kosningar} Á almenningur engan rétt á upplýsingum? Glettnisgabb 1.apríl eru mis- góð eins og geng- ur. Það segir ekki alla söguna um gæði þeirra hvort þeim sé vel trúað. Ófrumlegt gabb í formi venjulegrar fréttar myndi hvorki vekja áhuga né tortryggni. Vel- heppnað gabb þarf að vekja áhuga og forvitni og helst trú lesanda eða áhorfanda dálitla stund. Besta gabbið núna var tvímælalaust að Alþingi væri að ræða um að selja íslenskan ríkisborgararétt til erlendra braskara, sem væru voða voða ríkir. Það dró ekkert úr gildi gabbsins þótt það stæði leng- ur en önnur göbb. Formaður allsherjarnefndar „toppaði“ þegar hann benti á að sjálfur hefði hann orðið Íslendingur einmitt svona. Það verður erfitt að gera betur en þetta að ári. Aprílgabb Alþingis sló öllum öðrum við að þessu sinni} Flott gabb T ímarnir breytast og tæknin með – og mennirnir pínulítið. Mér flaug það í hug í vikunni þegar ég setti saman grein um íshokkí á Akureyri, sem birt er í Sunnudagsmogganum í dag. Hafði ekki áttað mig á að þegar ég var ný- fæddur hlupu akureyrskir unglingar upp á Vaðlaheiði til að athuga hvort þar væri ísilagt vatn svo þeir gætu leikið sér þar í íshokkí! Ekki hvarflaði þetta að mér um daginn þegar mínir menn urðu Íslandsmeistarar í skautahöll- inni góðu. Þegar ég var unglingur, sem var ekki nema fyrir rúmum 30 árum, skrifaði maður allt sem skrifa þurfti á ritvél. Tölvan var ekki komin til Íslands. Og þá tók maður ljósmyndir á filmur, lét framkalla þær og sá þá loks hvort einhver myndin væri í lagi. Mér datt það aftur í hug í gærkvöldi, hve tímarnir hafa breyst og tæknin með. Sat þá í menningarhúsinu Hofi á Ak- ureyri; úrslitaviðureign Útsvars fór fram á sviðinu í beinni útsendingu Sjónvarpsins, ég laumaðist um með myndavél- ina, vatt mér svo að tölvunni rétt við sviðið og sendi mynd á vefinn, mbl.is, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Og ekkert er sjálfsagðara. Ungur blaðamaður stóð einu sinni ráðvilltur á götu í Se- villa, þeirri fallegu borg á Spáni, seint um kvöld. Þetta var haustið 1985. Hann þurfti að komast heim á hótel til þess að síma grein í blaðið um landsleik í fótbolta sem var nýlokið. Greinin þurfti að birtast daginn eftir og tíminn flaug áfram. Leikir byrja seint að kvöldi á Spáni og gerðu líka þá. Heima sátu kollegarnir og biðu. Gott ef ekki farnir að naga neglurnar. Hvað vissi ég (hann), því ekki höfðum við talað saman síðan einhvern tíma fyrr um daginn. Þetta var löngu fyrir daga farsímans. Ég var allt að því búinn að sætta mig við að íþróttasíðan yrði tóm daginn eftir því engan leigubíl var að hafa og allt of langt að ganga upp á hótel. Kemur þá aðvífandi ungur piltur á vespu, með fallega stúlku fyrir aftan sig á sætinu. „Islandia? Islandia?“ spurðu þau bæði, pilt- urinn og unnustan, og bentu á mig. „Si,“ sagði ég og bætti við: „Er hægt að fá leigubíl?“ Líklega á íslensku því ég kunni ekki nema „si“ á spænsku. Eftir að þau skiptust á nokkrum orðum, stökk stúlkan af baki, náunginn benti mér að setjast á hjólið og svo rukum við af stað. Kannski var ég með press-spjald í hattinum, man það ekki. Hugsanlega vildi hann bara skutla fyrsta Íslend- ingnum sem hann sá upp á hótel af því tilefni að Spánn vann leikinn. Mér var slétt sama. Fékk far og það var nóg. Væri líklega ekki enn kominn upp á hótel hefðu Spánverjar tap- að. Í Hofi í gær áttaði ég mig á tvennu: að vespan er líklega óþörf í blaðamannastétt nú til dags vegna tölvu og nets og að Birgir vinur minn Guðmundsson mun héðan í frá ætíð muna hvað haftyrðill heitir. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Vespa og tölva og haftyrðill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is L ögregla getur fjarlægt of- beldismann af heimili hans og bannað honum að koma þangað í allt að fjórar vikur í senn, verði hann uppvís að því að beita aðra á heimilinu ofbeldi, samkvæmt frum- varpi að lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili sem lagt var fram á Alþingi fyrir helgi. Með þessu verð- ur svokölluð austurrísk leið í heimilis- ofbeldismálum fest í lög. Jafnframt eru skýrari línur lagðar um nálgunar- bann. Árið 2009 komu 319 konur í Kvennaathvarfið í Reykjavík, eina neyðarathvarfið á landinu fyrir konur sem verða fyrir heimilisofbeldi. Í fyrra komu þangað 375 konur, þar af voru 118 að flýja heimili sitt. Margar dvelja um hríð í athvarf- inu, þær erlendu lengur en þær ís- lensku og þær sem eru með börn leng- ur en þær barnlausu. Meðaldvalartími var um tvær vikur, stysta dvölin var einn dagur en sú sem var þar lengst var þar í 86 daga. Samtök um Kvennaathvarf eru einmitt meðal þeirra sem hafa beitt sér mjög fyrir því að austurríska leiðin verði lögfest hér. Fáránleiki á hverjum degi „Þetta skiptir okkar konur gríðarlegu miklu máli, að ofbeldis- maður sé tekinn af heimilinu í stað brotaþola. Við horfum upp á þann fá- ránleika á hverjum degi að sá sem ekki er húsum hæfur, ofbeldismað- urinn, er áfram heima hjá sér en þeir sem verða fyrir ofbeldinu þurfa að flýja,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sigþrúður telur að með því að konur komist hjá því að flýja heimilið um lengri eða skemmri tíma, aukist möguleikarnir á því að þær komist út úr ofbeldissamböndum. Þótt Kvenna- athvarfið sé og verði áfram gríðarlega mikilvægt fyrir konur í þessari stöðu, sé mikið átak fólgið í að taka sig upp frá heimilinu og venjast aðstæðum á nýjum stað. „Að hafa þann valkost að geta unnið úr málum á sínu eigin heimili, sérstaklega ef þær eiga börn sem líður best sínu venjulega um- hverfi, er mjög mikilvægt fyrir kon- urnar,“ segir hún. Mikilvægi eða gildi Kvennaathvarfsins breytist þó lítið með þessari lagabreytingu. Sigþrúður minnir á að þau úrræði og þann stuðn- ing sem Kvennaathvarfið bjóði sé ekki að hafa annars staðar. „Margar konur eru líka að flýja fyrrverandi eigin- menn og sambýlismenn sem ekki deila með þeim heimili.“ Breytt ákvæði um nálgunarbann muni þó vonandi styrkja stöðu þeirra. Þá minnir hún á að fæstar konur sem leita til Kvenna- athvarfsins hafi áður leitað til lög- reglu. Það sé engu að síður afar mik- ilvægt að austurríska leiðin verði lögfest. Samkvæmt frumvarpinu getur sá sem verður fyrir ofbeldinu, fjölskylda hans eða annar honum nákominn lagt fram beiðni hjá lögreglu um að þeim sem hefur brotið gegn honum verði vísað af heimilinu. Brottvísunin er tímabundin, mest fjórar vikur í senn, en möguleiki er á að framlengja brott- vísun sé enn talin hætta á ferðum. Austurríska ákvæðið dregur nafn sitt af því að það var sett í lög í Aust- urríki árið 1997. Hér á landi hefur um hríð verið hægt að úrskurða ofbeldis- menn í nálgunarbann en brottvísun af heimili er nýmæli. Í samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá maí 2009 var sérstaklega kveðið á um að ríkis- stjórnin skuldbyndi sig til að grípa til aðgerða til að útrýma kynbundnu of- beldi, m.a. með því að lögfesta austur- rísku leiðina. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Ábyrgðin Hugsanlega munu ofbeldismenn gera eitthvað í sínum málum, þegar þeir finna afdráttarlaust fyrir afleiðingum ofbeldisins. Minna um fáránleika með nýjum lögum Fjarlægður af heimili » Heimilt er að beita brott- vísun af heimili ef eftirfarandi tvö skilyrði eru uppfyllt: » Í fyrsta lagi ef rökstudd ástæða er til að ætla að við- komandi hafi framið refsivert brot skv. tilteknum köflum og greinum almennra hegningar- laga, m.a. þeirra sem fjalla um kynferðisbrot og annað of- beldi. » Í öðru lagi ef hætta er á að viðkomandi muni fremja slíkt brot. » Heimilt er að úrskurða viðkomandi einnig í nálgunar- bann, samhliða brottvísun af heimili. » Lögreglustjóri eða lög- lærður fulltrúi tekur ákvörðun um brottvísun. » Ákvörðun um að vísa manni brott af heimili hans skal borin undir héraðsdóm. » Ef lögregla ákveður að vísa ekki á brott, getur sá sem óskaði eftir brottvísun kært ákvörðunina til ríkissaksókn- ara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.