Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 www.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Safamýri - einstakt einbýlishús Bollagarðar 11 - Seltjarnarnesi Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasaliReykjavík Fallegt og vel staðsett 300 fm einbýlis- hús sem er á þremur hæðum með glæsilegri aðkomu. Húsið er teiknað af Gunnari Hanssyni arkitekt og ber húsið sterk höfundareinkenni hans. Garðurinn er gróinn og til suðurs og er góð að- koma og bílastæði. V. 75, m. 6551 Mjög fallegt og vandað 225,9 fm rað- hús á pöllum við Bollagarða á Seltj.nesi. Húsið skiptist m.a. í glæsilega stofu með arni, fjögur herbergi og tvö bað- herb. Mikil lofthæð. Eignin hefur nýlega verið endurnýjuð. Gróin afgirt lóð til suðurs. V. 65,0 m. 7621 OPIÐ HÚS (MÁNUDAG) FRÁ KL. 17:00 - 18:00. OPIÐ HÚS Sá sem eyðir allri o rku sinni í deilur og að kenna öðrum um allt sem miður fer, v erður lítið úr verki. Eins er me ð íslensku þjóðina. Er ekki kom inn tími til að byggja upp til fr amtíðar? Gunnar Svavarsson , viðskiptafræðingur „ “ Já er leiðin áfram! Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. www.afram.is Því hefur verið haldið fram að allt muni batna með að samþykkja Ice- save III. Sjálfur hefur ég aldrei kynnst því að neitt batni við að auka skuldir nema ég fái eitt- hvað í staðinn, t.d. við húsnæðiskaup. Í tilfelli Icesave málsins þá fáum við ekkert nema skuldir og óljós loforð um að allt batni. Það á að heita að ljúka málinu og halda áfram. Þegar horft er á Icesave út frá hag- fræði þá er strax ljóst að málið er vond hagfræði frá upphafi til enda. Hvorki samningurinn né málatilbún- ingur þeirra sem vilja samþykkja samninginn lítur til lengri eða skemmri tíma. Til skamms tíma þarf að borga vaxtagreiðslur með pen- ingum sem ekki eru til. Það þýðir á mannamáli meira lán (líklegast á hærri vöxtum). Þótt einhver upphæð sé til í Tryggingarsjóði þá ber ríkið fulla ábyrgð á greiðslunni og þarf að standa skil á henni, hvenær sem að því kemur. Ríkissjóður þarf því að setja upphæðina síðar inn í Trygging- arsjóð. Það lítur því út fyrir að sam- hliða greiðslum eigi að beita bók- haldsblekkingum til að fjármagna greiðslurnar. Því hefur nefnilega ekki enn verið svarað hvaðan peningarnir koma til að greiða Icesave III. Til lengri tíma er verið að eyða skattfé þjóðarinnar til að greiða meinta skuld sem á sér enga lagastoð eða siðferðislega skyldu. Hver króna sem fer út hefði getað farið í eitthvað annað uppbyggilegt fyrir þjóðina. Þetta þýðir að verði greiðslur í heild- ina um 100 milljarðar úr ríkissjóði (sem er mjög raunhæft að áætla) þá höfum við glatað alla- vega 200 milljörðum af skattfé okkar. Hluti fjárins hefði komið til baka fljótt m.a. vegna skatta. Töpuð skattaá- hrif af Icesave III eru ansi mikil og um þau hefur lítið verið rætt. Hvernig ætli standi á því? Getur það verið vegna þess að þá sé svo augljóst hversu fárán- legt er að borga þetta? Enn síður hefur kom- ið í umræðunni hvort bankarnir væru tilbúnir að hlaupa undir bagga ef rík- issjóður lendir í vanda. Bönkunum finnst í lagi að þjóðnýta tapið af rekstri þeirra en af hverju er þetta ekki gagnkvæmt. Megum við ekki þjóðnýta hagnað þeirra? Fáránleg hugmynd myndu allir segja en er það ekki jafn fáránleg hugmynd að þjóðin sé látin borga tap bankanna? Sá grunur læðist að manni að það sé verið að gera sömu mistökin aftur og þjóðin muni þurfa aftur að púkka upp á bankana síðar meir. Í stað þess að gera upp hrunið er verið að sópa vandræðunum undir teppið og gera það að framtíðarvandamáli. Að borga Icesave III gefur af sér fordæmi sem hægt er að vísa til. Viljum við virki- lega hafa slíkt fordæmi á bakinu? Ekki er víst að ríkissjóður standi jafnvel næst ef slíkt myndi gerast aft- ur. Það er líka hægt að spyrja sig hver hagnast á því að greiða þessa meintu skuld. Vissulega er það ekki almenn- ingur því hann þarf að taka þetta af sínu skattfé. Spara þarf í ríkisrekstr- inum og það lendir á almenningi. Margir horfa til barnanna og segja óhæft að láta þau súpa seyðið af þessu. Menn ættu samt að líta sér nær því sparnaður verður ekki síður á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og finnst flestum nú komið nóg þar. Með því að byggja ekki fleiri hjúkr- unarheimili næstu árin skapast mjög slæmt ástand í þeim málaflokki. Óvíst er hvort nokkrir peningar verða til fyrir slíku því þeir fara í að borga meinta skuld. Skuld sem hinir öldr- uðu komu hvergi nálægt en bitnar samt all-illilega á þeim. Ljóst er að gjaldeyrishöftin eru ekki að fara næstu árin og í raun ein- mitt vegna þessarar meintu skuldar. Hagvöxtur mun ekki heldur aukast því að skattar verða ekki lækkaðir meðan greiða þarf þessa meintu skuld. Segja má með einföldun að hagvöxtur í einkaneyslu sé að kaupa mikið af vörum sem engin þörf er fyr- ir en samdráttur sé að sleppa kaup- um á þessum vörum og halda sig við nauðsynjar. Háir skattar varna auk- inni kaupgetu svo að víst er að langt verði í almennilegan hagvöxt á Ís- landi með þessari leið. Til að fá hag- vöxt í gegnum fyrirtæki þarf að fjár- festa og miðað við núverandi skattakerfi þá er Ísland ansi langt frá því að vera spennandi kostur fyrir fjárfesta. Það lítur út fyrir að við séum að horfa til margra ára með litlum hagvexti á Íslandi. Einmitt vegna meintrar skuldar. Icesave málið er vont mál en við getum reynt að gera okkar besta fyr- ir þjóðina í því máli. Með því að sam- þykkja Icesave III þá erum við ekki að gera okkar besta. Við erum ósam- mála, ósamstiga og án stefnu til skemmri og lengri tíma. Það er vont mál. Ég ætla að gera mitt besta. Ég segi nei við Icesave. Já við Icesave er vond hagfræði Eftir Rúnar Má Bragason »Það er vond hagfræði að líta ekki til lengri eða skemmri tíma. Með Icesave-samningnum virðist hvorugt vera gert. Nei við Icesave er það besta. Rúnar Már Bragason Höfundur vinnur hjá Reykjavíkurborg. Samstarfsráð um forvarnir (SAMFO) í samstarfi við um 20 fé- lagasamtök stendur nú fyrir átaki gegn fíkni- efnavandanum. Átakið ber yfirskriftina „Ver- um vakandi“ og er markmiðið að fræða foreldra og aðra uppal- endur um kannabis, einkum marijúana eða „gras“ sem virðist nú í mikilli upp- sveiflu. Kannabis er samheiti fyrir öll efni sem koma af kannabisplöntunni sem er hass, hassolía og marijúana. Fræða á foreldra um skaðsemi þess- ara efna, einkenni neyslunnar og um mikilvægi foreldra í forvörnum. Foreldrar eru hvattir til að láta málið til sín taka með því að mæta á fundi átaksins „Bara gras?“ sem haldnir verða víða um land. Þar fá þeir upplýsingar um stöðu mála og fjallað er um þau úrræði sem í boði eru fyrir foreldra. Einnig er með þessu verið að bregðast við ýmsum rangfærslum um kannabis sem m.a. er að finna á netinu og ungmenni eiga greiðan aðgang að. Þar er gert lítið úr áhættunni sem fylgir neyslu kannabisefna. Þetta er áhyggjuefni einkum þar sem við vitum að neyt- endum kannabisefna sem leita sér meðferðar hefur fjölgað mikið síð- ustu ár á Íslandi. Þar á ungt fólk einkum í hlut. Við vitum líka um skaðleg líffræðileg áhrif kannabis- neyslu, geðræn vandamál sem henni geta fylgt og tengsl slíkrar neyslu við neyslu annarra fíkniefna, s.s. amfeta- míns. Við megum ekki láta blekkjast af rangfærslum um kannabisefni. Unga fólkið þarf stuðning okkar gegn hópþrýst- ingi og þau þurfa réttar upplýsingar. Afstaða foreldra skiptir miklu og hefur gildi í for- vörnum. Foreldrar þurfa því að vera vel á verði og ræða við börn sín og aðra foreldra um málið. Til þess þurfa þeir stuðning, meiri upplýsingar og hvatn- ingu til að láta forvarnir til sín taka. Það er öllum ljóst að ef barni líður ekki vel er það síður móttækilegt fyrir náminu og ef börn búa við langvarandi vanlíðan þróa þau gjarnan með sér einhvers konar áhættuhegðun. Sé barnið komið í slíkar aðstæður getur það staðið ber- skjaldað gegn markaðssókn þeirra sem bjóða þeim vímuefni. Ólýsanleg er sú kvöl foreldra að þurfa að horfa á barn sitt takast á við afleiðingar vímuefnaneyslu sem barnið jafnvel hóf í fikti eða vanþekkingu í þeirri trú að um hreina náttúruafurð og skað- laust efni væri að ræða. Efni sem sumir fullorðnir með fullri meðvitund vilja helst lögleiða. Ranghugmyndum hefur þannig verið komið inn hjá ungmennum okkar eins og fram hef- ur komið í fjölmiðlum undanfarið. Eitt af lykilatriðunum í skólastarf- inu er gott tengslanet foreldra og samstarf þeirra við það umhverfi sem börnin dvelja í daglangt. Velferð barna og ungmenna er skilgreind sem grundvallaratriði í starfi skóla og skólar eins og foreldrar eiga að gæta að andlegri, líkamlegri og fé- lagslegri vellíðan barnanna. Gagn- kvæm upplýsingamiðlun milli heim- ila og skóla er árangursrík leið til þess svo og gagnkvæm virðing for- eldra og kennara. Nú eru komin lögbundin skólaráð í alla grunnskóla og foreldraráð eru í framhaldsskólum. Þar gefst for- eldrum tækifæri til að taka þátt í stefnumótun og hafa áhrif á skóla- starfið í skólanum sem börn þeirra sækja. Allir þeir sem vilja stuðla að aukinni velferð barna ættu þannig að láta málin til sín taka í sínu nær- umhverfi, huga að vörnum gegn kannabisneyslu ungs fólks, virkja fleiri foreldra til samstarfs og efla samstöðu foreldra gegn þessum vá- gesti. Forvarnargildi samstarfs foreldra er óumdeilanlegt og er virkt tengsla- net foreldra mikilvægt forvarnar- verkefni sem stuðlar að auknum lífs- gæðum fólks. Nauðsynlegt er að gera þennan þátt forvarna sýnilegan með einum eða öðrum hætti. Það geta foreldrar m.a. gert með því að taka upp umræður um forvarnir í vinahópi barna sinna, innan bekkjar- ins, í skólaráðum grunnskólanna, á vettvangi félagsmiðstöðva og í for- eldraráðum framhaldsskóla. Með því er hægt að auka áhrif foreldra á for- varnarstarf í skólum og gefa þeim um leið meira eignarhald á því sem fram fer. Látum ekki kannabisfar- aldurinn laumast inn og ná til barna okkar. Byrgjum brunninn. Vel upp- lýstir foreldrar eru góð forvörn. Foreldrar – verum vakandi Eftir Helgu Margréti Guðmundsdóttur » Átakið ber yfirskrift- ina „Verum vak- andi“ og er markmiðið að fræða foreldra um kannabis (marijúana eða „gras“) sem virðist nú í mikilli uppsveiflu. Helga Margrét Guðmundsdóttir Höfundur er tómstunda- og félags- málafræðingur. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.