Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 46
Morgunblaðið/Golli MR Stefán Kristinsson, Ólafur Hafstein Pjetursson og Áskell Þorbjarnarson eru í Gettu betur-liði MR. MR 1. Barn náttúrunnar. 2. Stuðmenn. 3. Kjarval. 4. Libia Castro og Ragnar Kjartansson. 5. Pass. Stig: 3,5 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 1. Hvað heitir fyrsta bók Halldórs Laxness? Svar: Barn náttúrunnar. 2. Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Á gæsaveiðum? Svar: Stuðmenn. 3. Eftir hvern er málverkið „Fjallamjólk“? Svar: Jóhannes Kjarval. 4. Hverjir verða fulltrúar Íslands á myndlistartvíæringnum í Feneyjum í ár? Svar: Ólafur Ólafsson og Libia Castro. 5. Hvaða tónlistarmaður notar listamannsnafnið Sin Fang? Svar: Sindri Már Sigfússon. Spurningar Í kvöld fer fram úrslitakeppnin í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskól- anna, og mætast þar miðbæjarskólarnir Menntaskólinn í Reykjavík og Kvenna- skólinn í Reykjavík. Menningardeild Morgunblaðsins lagði nokkrar menning- artengdar spurningar fyrir einn mann úr hvoru liði en hvort úrslitin í þeirri ör- keppni ráða einhverju um hvor sigrar í kvöld skal ósagt látið. Dómnefnd menn- ingardeildar ákvað að gefa hálft stig fyr- ir tvö svör, fyrir fornafnið „Sindri“ og eitt rétt nafn af tveimur í Feneyjaspurn- ingu. Fyrir lið Kvennaskólans svaraði Laufey Haraldsdóttir en fyrir lið MR svaraði Stefán Kristinsson. MR mætir Kvennó Nærri húsfyllir var á Tí-brártónleikum Salarins ámiðvikudag, og mynduðuáheyrendur óvenjubreið- an hóp eftir aldri að sjá. Ennfremur mátti þekkja þónokkra klassíska at- vinnuhljómlistarmenn er oft hafa ver- ið fáséðari á kammervettvöngum höf- uðborgarsvæðisins en ætla mætti. Hvað hvorutveggja olli er að vanda óborðleggjandi – nema þakka megi sjaldgæfri framkomu fiðlarans hér á landi enda búsettur vestan hafs; svo og að Sigurbjörn Bernharðsson telst orðið meðal reyndustu kammerspil- ara okkar sem meðlimur hins at- hafnasama bandaríska Pacifica strengjakvartetts til margra ára. Varla spillti heldur fyrir þáttur Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, eins umsvifamesta píanista lands- manna er eftir eftirtektarverða inn- spilun sína á Vingt regards sur l’en- fant-Jésus í hitteðfyrra býr vafalítið yfir meiri þekkingu á píanóverkum franska módernistans Oliviers Messi- aen en flestaðrir slaghörpuleikarar lýðveldisins geta státað af. Naut það innsæi sín að vonum vel í þriðja atriði tónleikanna. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg eftir því. Hún var inn- römmuð Vínarrómantík Schuberts og Brahms í upphafi og enda – en með gjörólík miðevrópsk tímatónhylki frá fyrri hluta 20. aldar þar á milli. Því miður vantaði ársetningar verka í tónleikaskrá, en þau komust þó flest til skila í munnlegri kynningu Sigur- bjarnar eftir fyrsta atriði, ofurljúfu Sónatínu Schuberts í D Op. 137,1 sem bar fegurstu einkenni þeirrar að- gengilegu heimilistónlistar [„Haus- musik“] er prýddi kammerverk Vín- arborgar meiripart 19. aldar. Hefði Unesco verið til þá, hefði tón- smíðahefð hennar eflaust verið sett á heimsminjaskrá. Enda gefast þaðan hvorki fyrr né síðar betri dæmi um gæðatónlist við hæfi (að vísu afburða- góðra) áhugahljómlistarmanna í ein- stöku félagsumhverfi, er Brahms varð síðastur tónskálda til að færa sér í nyt áður en upp reis fagmenntuð stétt spilara sem sumir hverjir áttu eftir að sérhæfa sig í allt að óspilandi framúrstefnu í skjóli styrkjasjóða. Hin snaggaralega og oft hvasst stakkatóskotna Fantasía [8’] tólftóna- meistarans Arnolds Schönbergs í anda Pierrot lunaire frá ótœna [„ató- nala“] milliskeiðinu var að sönnu hás- úrrealísk – en samt áheyrileg í snöf- urlegri túlkun dúósins. Fantasía [9’] Messiaens frá 1933 (kom í leitir 2007) var á köflum krafthlaðin en þó furðu- rómantísk. Fjórþætt Sónata Leosar Janaceks (1914/1922) var undrafersk áheyrnar; sambland náttúrutilfinn- ingar, þjóðdansa og óperutjábrigða, og glimrandi vel flutt. Loks var alþekkt Scherzo Brahms, er náði miklu flugi í ýmist fírugt snarpri eða syngjandi melódískri út- leggingu – með viðeigandi keim af jafnt útivistarhneigð meistarans og ástríðu sígauna, er gegndu þá svipuðu afþreyingarhlutverki í Vín og síðar forkólfar djasssveiflu í New York á tímum Gershwins. Var öllu afbragðs- vel tekið að verðleikum. Þótt mér þætti fiðlutónninn framan af fremur berangurslegur og ósólóískur þá sótti hann síðar í sig veðrið, og samstillt dýnamísk mótun þeirra félaga í ókynnta aukalaginu (úr Balletti Schu- berts nr. 1?) var engu lík. Salurinn Kammertónleikarbbbmn Verk eftir Schubert, Schönberg, Messi- aen, Janacek og Brahms. Sigurbjörn Bernharðsson fiðla, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanó. Miðvikudaginn 30. marz kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Miðevrópsk kammerveizla Morgunblaðið/Golli Sigurbjörn Bernharðsson „Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg eftir því,“ segir um tónleika þeirra Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Morgunblaðið/Sigurgeir S Kvennó Laufey Haraldsdóttir, Bjarni Lúðvíksson og Bjarki Freyr Magnússon í Gettu betur-liði Kvennó. Kvennó 1. Barn náttúrunnar. 2. Pass. 3. Pass. 4. Pass. 5. Sindri. Stig: 1,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.