Morgunblaðið - 08.07.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.07.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Komnar aftur Hvítar skyrtur , Smáralind, sími 554 3960 • Kringlunni, sími 533 4533 Tax-free-bomba Fríhafnarverð Verið velkomi n Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi fimmtudag til sunnudags Sjá sýnisho rn á www.l axdal.i s Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA 30% - 50% AFSLÁTTUR Morgunblaðið/Ómar Kópur stillti sér upp fyrir gesti Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins og vakti mikla gleði áhorfenda, yngri jafnt sem eldri. Hann hefur verið nafnlaus síðan í vor. Selirnir vekja ávallt athygli og hrifningu gesta en þeir eru villt dýr og ber að varast þá í umgengni, t.d. geta sel- irnir bitið í litlar hendur sem reyna að koma við þá. Stillir sér upp fyrir forvitna gesti Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt Ís- land heim en í liðnum júnímánuði. Samkvæmt talningum Ferðamála- stofu fóru 65.606 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í síðasta mánuði eða 11.215 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Aukningin nemur 20,6% milli ára. Ef litið er til einstakra markaðs- svæða má sjá 50,4% aukningu frá N- Ameríku, 17% aukningu frá Norður- löndum, 15,7% frá Mið- og Suður- Evrópu, 7,6% frá Bretlandi og 12% frá löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ,,ann- að“. Af einstaka þjóðum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (17,7%) og Þýskalandi (14,6%) en þar á eftir fylgdu ferðamenn frá Noregi (8,1%), Danmörku (6,9%), Bretlandi (6,6%), Svíþjóð (6,1%) og Frakklandi (6,0%). Samanlagt voru þessar sjö þjóðir tæplega tveir þriðju ferðamanna í júní. Aukning milli ára 20,8% Alls hafa 206.886 erlendir ferða- menn farið frá landinu það sem af er ári eða 35.636 fleiri en á sama tíma- bili í fyrra. Aukningin milli ára nem- ur 20,8%. Aldrei fleiri ferðamenn Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Við erum að horfa til þess að þessi stökkbreyting sem kom á lánin verði leiðrétt og að ábyrgðinni sé dreift á lánveitendur, líka þannig að heimilin beri aldrei meira en 4% verðbætur á ári, að hámarki. Þar að auki viljum við koma okkur út úr þessu verð- tryggða lánakerfi, fara yfir í nýtt lánakerfi þar sem væru óverð- tryggðir vextir sem taka ekki verð- bólguna inn í,“ segir Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna. Samtökin hófu í dag undir- skriftasöfnun þar sem þau krefjast „almennrar og réttlátrar leiðrétt- ingar á stökkbreyttum lánum heim- ilanna og afnáms veðtryggingar,“ eins og fram kemur í kröfugerð sam- takanna. Þau telja að lántakendur hafi orðið fyrir tjóni og forsendu- bresti. Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld að stjórnar- frumvarp, sem tekst á við ofan- greindar kröfur, verði lagt fram eigi síður en á næsta haustþingi, og það verði samþykkt fyrir áramót. Verði stjórnvöld ekki við þessari kröfu fyr- ir 1. janúar 2012, munu samtökin fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina. Óréttlát og ósanngjörn leið „Sú leið sem valin var að fara, þessi 110%-leið, hún er svo ofboðslega óréttlát og ósanngjörn,“ segir Andr- ea. Sú lausn felur í sér að „heimilum, þar sem áhvílandi veðskuldir eru umfram 110% að verðmæti fast- eignar, býðst að færa veðskuldir sín- ar niður að 110% af verðmæti eigna,“ eins og fram kemur í samkomulagi lánveitenda á íbúðalánamarkaði um verklagsreglur í þágu yfirveðsettra heimila. Andrea spyr svo: „Hverjir eru það sem fá slíkar leiðréttingar?“ Jafnt gangi yfir alla „Sá hópur sem eftir situr, sem er þorri þjóðarinnar, er með ævisparn- aðinn sinn í eignarhluta, í húsnæði sínu og hann er að brenna núna í verðbólgu með hækkandi lánum,“ bætir hún við. „Við viljum að þetta óréttlæti sé ekki látið viðgangast,“ segir Andrea. Krefjast almennra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum  „110%-leiðin ósanngjörn og óskilvirk“  Krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu bregðist stjórnvöld ekki við fyrir 2012 Konan sem handtekin var vegna rannsóknar á andláti barns við Hótel Frón í Reykjavík hefur verið úrskurð- uð í farbann til 4. ágúst, að kröfu lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Málið hefur verið í rannsókn frá því það kom upp, en í tilkynningu frá lög- reglu segir að miðað við það sem kom- ið hafi fram þyki skilyrði fyrir gæslu- varðhaldi yfir konunni ekki lengur fyrir hendi. Rannsókn lögreglu beinist nú að því hvort konan kunni að hafa gerst brot- leg við 212. grein almennra hegning- arlaga, en greinin tekur til þess þegar móðir deyðir barn sitt í fæðingu eða undir eins eftir hana, „og ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands sem hún hefur komist í við fæðinguna“. Brot á grein- inni varðar allt að 6 ára fangelsisvist. Bar ábyrgð á andláti barnsins Allt þykir benda til þess, í ljósi rannsóknar og bráðabirgðaniður- stöðu krufningar, að barnið hafi fæðst heilbrigt, en það hafi látist með vo- veiflegum hætti. Lögregla telur jafn- framt að ekki leiki vafi á því að konan hafi fætt barnið og að hún beri ábyrgð á andláti þess. Hún hafi sjálf komið því fyrir í sorpgeymslunni, hvar það fannst fyrir tæpri viku. Ennfremur þykja gögn málsins benda til þess að „allt þetta hafi gerst án þess að aðrir hafi haft eða fengið um það vitn- eskju,“ að því er segir í tilkynningu lögreglu. Gæti átt yfir höfði sér 6 ára fangelsi  Útburðurinn án vitneskju annarra Rannsókn » Það sem rannsókn hefur leitt í ljós þykir benda til þess að konan hafi fætt heilbrigt barn og komið því fyrir í sorp- geymslu án vitneskju annarra. » Hún gæti átt yfir höfði sér 6 ára fangelsisvist, verði hún fundin sek. Í frétt Morgunblaðsins í gær um lækna um borð í þyrlum Land- helgisgæslunnar voru þau mistök gerð að Jón Magnús Kristjánson, yfirlæknir neyðarþjónustu Land- spítalans, var rangfeðraður. Til að bæta gráu ofan á svart birtist mynd af forvera Jóns í starfi, Jóni Baldurssyni, með fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Borgin kærð Ranglega var sagt í Morg- unblaðinu í gær að innanríkisráðu- neytið hefði verið kært vegna sameiningar leikskóla í Reykjavík. Það var borgin sem var kærð og kæran lögð inn hjá ráðuneytinu, sem fer með sveitarstjórnarmál. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTTT Rangt föðurnafn - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.