Morgunblaðið - 08.07.2011, Side 36

Morgunblaðið - 08.07.2011, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Fyrir stuttu fór fram uppboð meðal franskra útgefenda um útgáfufrétt á skáldsögu Guð- rúnar Evu Mínervudóttur, Skaparanum, og átti forlagið Autrement hæsta boðið í rétt- inn. Autrement tilheyrir Flammarion-samsteypunni sem er fjórða stærsta útgáfu- fyrirtæki í Frakklandi. Ráð- gert er að franska útgáfan komi út í október 2012. Skaparinn var tilnefndur til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 2009 og hefur þegar verið gefinn út í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, á Ítalíu og nú síðast í Finnlandi undir heitinu Nu- kentekijä. Bókmenntir Skaparinn kemur út á frönsku Skapari Guðrúnar Evu. Salka hefur gefið út bókina Það sem aldrei gerist eftir norska rithöfundinn Anne Holt. Sagan er sjálfstætt fram- hald af Það sem mér ber sem kom út á síðasta ári. Bækur Anne Holt hafa selst í yfir 4 milljónum eintaka víða um heim. Í Það sem aldrei ger- ist njóta Yngvar Stubø og Jo- hanna Vik þess að vera í barn- eignarleyfi en fyrr en varir eru þau dregin inn í rannsókn á hrottafengnum morð- um á þjóðkunnum einstaklingum. Líkin eru lim- lest og margt bendir til þess að morðinginn sé að senda skilaboð með voðaverkum sínum, virðist vera að leita hefnda, en ekki er ljóst fyrir hvað. Bækur Nýr reyfari eftir Anne Holt Nú um helgina stendur Verk- smiðjan á Hjalteyri fyrir vís- inda/listasmiðju fyrir börn á öll- um aldri frá kl. 13:00 til 17:00 báða dagana. Boðið verður upp á verkefni sem byggjast á keðjuverkun og markmiðið að börn og foreldrar læri saman um orsök og afleiðingu, tengsl hraða, halla og stærðar. Smiðj- an er ætluð allri fjölskyldunni, en börn yngri en átta ára verða að vera í fylgd með fullorðnum. Smiðjustjóri er Kristín Dýrfjörð, lektor við Há- skólann á Akureyri og leikskólakennari. Hún hefur unnið með börnum og fullorðnum í vísindasmiðjum í mörg ár og þróað þá hugmyndafræði. Myndlist Vísinda/listasmiðja í Verksmiðjunni Kristín Dýrfjörð Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í kvöld halda þau tónleika í Hörpu Maxim Vengerov og Maria João Pires. Vengerov mun meðal annars stjórna St. Christopher- hljómsveitinni frá Vilnius í Litháen sem flytur píanókonsert nr. 4 í G-dúr op. 58 eftir Beetho- ven, þar sem Pires spilar á píanóið. Maria João Pires segist hafa þekkt Maxim Vengerov lengi, hún hafi hitt hann þegar hann var sextán eða sautján ára gamall, en aldrei hafi orðið af því að þau spiluðu saman. „Það er mjög gaman að nú skuli hafa orðið af því og það gleður mig mjög,“ segir hún. Þegar við bætist að hún er að leika á Íslandi í fyrsta sinn segist hún vera að upplifa mjög skemmtilegan tíma, enda hafi hana dreymt um að koma hing- að í mörg ár. „Mig langar til að fara um, skoða landið,“ segir Pires, enda hefur hún mikinn áhuga á náttúru og útivist og þá sérstaklega á norðurslóðum. Undanfarin ár hefur Pires gert æ minna af því að spila á tónleikum og segir reyndar að það sé meðvituð stefna hjá sér að gera það. „Nú eru börn mín upp komin og löngu flutt að heiman og því mætti ætla að ég hefði meiri tíma til tónleikahalds en áður, en ég vil samt draga úr því eins og ég get. Ég hef enn jafn gaman af því að spila og ég hef haft í gegnum árin, en mér finnst það sem fylgir því að spila á tónleikum ekki eins skemmtilegt. Ég er ekki gefin fyrir það að vera í sviðsljósinu. Það er þó ekki svo að ég eigi erfitt með það, mér líður vel þegar ég sit við píanóið og spila, en ég væri sátt við að hætta því alveg, ég myndi ekki sakna þess,“ segir hún og bætir við að þó það sé ævintýralegt og skemmtilegt að koma til nýrra landa eins og nú til Íslands, sé það ekki eins gaman að koma til „gamalla nýrra staða“, eins og hún orðar það. „Það eru svo margar stórborgir sem mig langar ekki til að heim- sækja aftur, langar ekki til að spila í aftur, en mér finnst frábært að vera komin hingað og hlakka til að spila.“ Annað tungumál Eins og getið er mun Maxim Vengerov stjórna St. Christopher-hljómsveitinni í flutn- ingi Pires á fjórða píanókonsert Beethovens, en hann mun líka draga fram fiðluna, þó hann hafi lítið gert af því að spila á hana undanfarin ár og nánast alfarið snúið sér að hljómsveit- arstjórn. Hann segir það heiður að fá að vinna með Pires, sem hann hafi þekkt árum saman. Eins og getið er hætti Vengerov nánast að spila á fiðlu um tíma, en stundaði kennslu og hljómsveitarstjórn. „Ég er ánægður með að vera farinn að spila á fiðluna opinberlega að nýju, en ég verð þó að segja að ég sakn- aði þess ekki á sínum tíma, ég hafði spilað svo mikið og ferðast svo mikið að ég var eiginlega búinn að fá nóg. Mér fannst því tímabært að hægja aðeins á ferðinni og átta mig á hvert ég væri kominn og hvert ég vildi stefna. Ég vildi líka leggja meiri áherslu á hljómsveitarstjórnina sem ég kann einkar vel við. Það er önnur leið inn í tónlistina, annað tungumál og annars konar túlkun. Það er ævinám að ná tökum á hljómsveit- arstjórn, þannig að ég er rétt að byrja, en ég er kominn af stað.“ Morgunblaðið/Eggert Samstarf Maxim Vengerov og Maria João Pires leika á tónleikum í Hörpu í kvöld ásamt St. Christopher-hljómsveitinni frá Vilnius í Litháen. Meðal verka á efnisskránni er píanókonsert nr. 4 í G-dúr op. 58 eftir Beethoven, þar sem Pires spilar á píanóið. Ævintýralegt og skemmtilegt samstarf  Maxim Vengerov og Maria João Pires halda tónleika í Hörpu í kvöld Sýning á verki Páls Hauks Björn- sonar verður opnuð í nýju galleríi, Galleríi klósetti, í kvöld kl. 20. Verk Péturs heitir Garður:. Gallerí klósett er sýningarrými inni á klósetti á Hverfisgötu 61, sem áður var Lúllabúð og þar á undan Fótaðagerðastofa en þar eru nú nokkrir listamenn með vinnustofur sínar. Listamennirnir reka galleríið, en þeim þótti salernisaðstaðan of góð til að nýta aðeins undir þessar grunnþarfir mannsins. Opnunartími Gallerí klósetts er ekki skýrt afmarkaður og aðeins verður opið í tengslum við nýjar sýn- ingar. Þegar hafa verið skipulagðar nokkrar sýningar fram á haust í galleríinu. Páll Haukur lýsir sýningu sinni svo: „Garður: er náttúran eitthvað? Sönnunargagn framfara og menn- ingarlegrar getu – leiksvið kaup- máttarins? Að kaupa jörð, að girða af og að sprengja fjall; enginn að hugsa um álfana? Jú sumir! Að elska landið og svo að elska landið – hvað er landið? Mold, gras, fiskur eða fáni, ný göng í gegnum fjall eða nýtt fjall? Framfarir og kaupmáttur og neysluvísitala og frelsið, elsku frels- ið (fólgið í kaupmættinum).“ Evrópusjóður Unga fólksins styrkir Garð: og hefur verkefnið ver- ið á ferð um Ísland í sumar. Garður: á Galleríi klósetti  Nýtt gallerí vígt á Hverfisgötu Náttúra Listamaðurinn Páll Hauk- ur Björnson sýnir í Galleríi klósetti. Hefðin er opin, ís- lenskir rithöfundar geta „talað“ við forfeður sína á hátt sem engir evr- ópskir rithöfundar geta.37 » Í tilefni af Ís- lenska safnadeg- inum næstkom- andi sunnudag verður ókeypis aðgangur að Gljúfrasteini all- an daginn. Þórarinn Stef- ánsson píanóleik- ari kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini kl. 16:00 um daginn og leikur íslensk þjóðlög í ólíkri með- höndlun íslenskra tónskálda. Efnis- skráin spannar allt frá byrjun 20. aldar og fram til ársins 2009. Þór- arinn hefur komið fram á tónleikum víða um Evrópu. Hann er listrænn stjórnandi tónlistardagskrár Laug- arborgar í Eyjafjarðarsveit. Ókeypis að- gangur að Gljúfrasteini Þórarinn Stefánsson Eins og fram kemur hér til hliðar mun Pires leika í píanókonsert nr. 4 í G-dúr op. 58 eftir Beethoven á tónleikunum, verk sem hún hef- ur oft spilað og hún segir að hafi fylgt sér lengi. „Sum verk fylgja manni alla ævi, mað- ur er alltaf að spila þau án þess þó að vita af hverju, það er eins og það gerist bara. Ég spilaði konsertinn fyrst þegar ég var þrettán ára og gaman að vera enn að spila hann, að finna hvernig hann hefur breyst eftir því sem ég spila hann oftar. Þetta er stórbrotið verk og mjög sérstakt fyrir mér.“ Tónleikarnir hefjast með því að Vengerov leikur einleik með hljómsveitinni í Rómönsu eftir Beethoven. Eftir hlé verður svo flutt Serenaða eftir Tsjæ- kovskíj undir stjórn Venger- ovs. Þess má svo geta að St. Christopher-hljómsveitin heldur aðra tónleika hér á landi á laugardag og flyt- ur þá verk eftir Ha- ydn, Ciurlionis, Elgar og Grieg. Donatas Katkus stjórnar. Spilaði konsertinn fyrst þrettán ára PÍANÓKONSERT BEETHOVENS Beethoven

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.