Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Audi A6 2.0 TFSi Nýskráður 5.9. 2008, ekinn: 26.000 km. Ásett verð: 5.690.000 kr. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Lífeyrisþegar þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins mun minna fé vegna ofgreiðslna lífeyris á síðasta ári, heldur en þurfti vegna greiðslna á árinu 2009. Í fyrra fengu um 9.500 manns greiðslur umfram rétt. Þar af fengu um þrjú þúsund meira en 100.000 krónur. Þetta fólk þarf á næstunni að endurgreiða stofnuninni 1,2 millj- arða króna vegna ársins 2010. Til samanburðar fengu árið 2009 um 11.000 lífeyrisþegar ofgreiðslur sem námu 4,3 milljörðum króna. Þá fengu 66% lífeyrisþega greiðslur innan eðlilegra vikmarka frá því sem tekjuáætlun þeirra gerði ráð fyrir, en nú er það hærra hlutfall, eða 70%. Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar, segir þetta árangur þeirrar stefnu að leggja meiri vinnu í tekjuáætlanir í samstarfi við lífeyrisþega, og að fylgjast betur með því hvernig tekjur fólks þróast í samanburði við áætlanir. „Þetta eru miklu minni of- greiðslur en nokkru sinni fyrr,“ segir Sigríður. Hún tekur fram að lífeyr- isþegar, en ekki TR, hafi lokaorðið um það hvernig tekjuáætlunin líti út og sumir kjósi að fara ekki eftir ráð- leggingum stofnunarinnar um gerð áætlunar. Hins vegar hefur TR að- gang að upplýsingum úr stað- greiðslukerfi skattsins, með tveggja mánaða seinkun, til að fylgjast með þróun tekna miðað við áætlanir. Að- spurð hvort endurgreiðslan sé ekki mörgum þung í skauti segir Sigríður að TR komi til móts við fólk eins og hægt sé. Almenna reglan er að end- urgreiðslan gerist með skuldajöfnun við bætur árið eftir. Geti fólk það ekki er farin samningaleið „Þetta er velferðarstofnun. Þá er samið um annars konar greiðslur,“ segir hún. Lífeyrisþegar voru 45 þúsund í fyrra og fækkaði um tvö þúsund frá 2009. Heildarfjárhæð endurreiknaðs lífeyris var um 50 milljarðar króna 2010 en 47 milljarðar árið áður. TR krefst minni endurgreiðslu en nokkru sinni  Árangur af betri fjárhagsáætlunum Morgunblaðið/Golli Fé Erfitt getur verið fyrir örorku- og ellilífeyrisþega að endurgreiða. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Lítið virðist þokast í kjaradeilu leikskólakenn- ara sem til meðferðar er hjá ríkissáttasemj- ara. Boðað hefur verið til sáttafundar 5. ágúst næstkomandi en verkfall leikskólakennara gæti hafist 22. ágúst. Alls eru sextán yfir- standandi kjaraviðræður til meðferðar hjá rík- issáttasemjara. Leikskólakennarar fara fram á ellefu pró- senta launahækkun ofan á þær launahækk- anir sem boðnar hafa verið viðmiðunarstéttum en þær nema tólf til þrettán prósentum. „Við fengum sama tilboð og almenni markaðurinn fékk. Munurinn á okkur og viðmiðunarstéttum er sá að við festumst inni í hruninu með okkar samning,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskóla- kennara. Hann bendir á að samn- ingar þeirra hafi ekki losn- að fyrr en eftir hrunið 2008 og þegar samningar tókust hafi því verið mið- að við stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar. Hann segir viðmiðunarstéttir hafa samið fyrir hrun og því séu leikskólakennarar nú um 25 prósentum á eftir þeim í launum. „Það kemur til verkfalls, samþykki þeir ekki þessa sann- gjörnu kröfu.“ Haraldur Freyr segir kjör leikskólakennara vera komin langt aftur úr viðmiðunarstéttunum og því geti samninganefndin vart annað en staðið fast á sinni kröfu. „Það er alveg sama þótt við í samninganefndinni samþykkt- um eitthvað annað, leikskólakennarar myndu bara fella það.“ Haraldur Freyr segir löngu orðið tímabært að sveitarfélögin mæti kröfum Pattstaða í kjaradeilu  Tímabært að sveitarfélögin mæti kröfum leikskólakennara af sanngirni  Náist ekki samningar gæti verkfall leikskólakennara hafist 22. ágúst Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Óhætt er að segja að hinn 15 ára gamli Friðrik Þjálfi Stefánsson sé fæddur veiðimaður en hann veiddi 15 punda lax í fyrsta kasti í sinni fyrstu veiðiferð. Friðrik Þjálfi var staddur ásamt afa sínum og nokkr- um frændum í Damminum, sunn- anmegin í Blöndu, síðastliðið mið- vikudagskvöld þegar maríulaxinn kom á stöngina hjá honum. Hann lét ekki þar við sitja heldur veiddi þrjá aðra laxa til viðbótar sem þó voru heldur minni. Vanir laxveiðimenn segja nánast einsdæmi að óreyndur veiðimaður fái 15 punda lax í fyrsta kasti og því sé jafnvel um einhvers konar met að ræða. Segist ekkert sérstaklega spenntur fyrir laxveiði Friðrik Þjálfi var í senn hógvær og stoltur þegar Morgunblaðið náði af honum tali. Hann segir aðstæður hafa verið góðar í ánni og hann hafi ekki þurft að berjast lengi við laxinn. Þá hafi hann einnig notið góðrar leiðsagnar en honum til aðstoðar var Þorsteinn Hafþórsson, sem er vanur leiðsögumaður hjá LAX-Á. Þrátt fyrir vel heppnaða veiðiferð segist Friðrik Þjálfi ekkert sér- staklega spenntur fyrir laxveiði og þessi góða veiðireynsla hafi engu breytt hvað það varðar. Frændur hans séu hins vegar miklir veiði- menn. Hann útilokar því ekki að hann muni smitast af veiðibakt- eríunni þegar fram líði stundir. Frið- rik segist hafa borðað laxana með bestu lyst og þeir hafi smakkast ein- staklega vel. Blanda hefur lengi verið gjöful laxveiðiá en hún er ein þekktasta jökulsá landsins. Þar er nær ein- göngu veitt á flugu. Samkvæmt vefnum lax-a.is hefur Blanda að jafnaði gefið um 1100 laxa á hverju ári frá því mælingar hófust 1975. 15 ára með 15 punda maríulax í fyrsta kasti  Friðrik Þjálfi gerði það gott í sinni fyrstu laxveiðiferð Morgunblaðið/Örn Arnarson Maríulax Hér sjást þeir Friðrik Þjálfi Stefánsson og Þorsteinn Hafþórsson veiðileiðsögumaður með laxinn Kajakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad gistu í Grindavík í nótt, eftir gott gengi úti fyrir suður- ströndinni síðustu daga, á hringferð sinni kringum landið. Þeir hafa nú róið 40 kílómetra á dag síðustu þrjá daga, að sögn Tracey Bruton, að- stoðarkonu þeirra. Í gærkvöldi náðu þeir í Hafnir. Í dag er áætlað að róa til Keflavíkur og þaðan út á Faxafló- ann og til Akraness. Segir Bruton að þeir félagar séu við góða heilsu, nema hvað Manser er með sýkingu í fótum, eftir að hafa farið í fjögurra daga kanómaraþon niður Berg-ána í Suður-Afríku í síðustu viku. Félagarnir róa helst á kvöldin og nóttinni, þegar sjólag er best, en nóg er eftir af hringferðinni, sem hófst á Húsavík 27. mars síðastliðinn. Róa til Akraness í kvöld  Manser og Skinstad reru 40 km á dag síðustu þrjá daga Róið Félagarnir eru komnir hálfa leið. „Þeir hafa fengið samþykki fyrir verkfalli en við höfum ekki enn fengið boð um verkfall,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samn- inganefndar sveitarfélaga við leikskóla- kennara, og bætir við að samninganefnd telji kröfur leikskólakennara vera háar. Inga Rún segir mikið bera á milli í samningaviðræðum. „Þeirra kröfur eru ekki í samræmi við þá samninga sem við höfum þegar gert við há- skóla- og kennarafélög,“ Að sögn hafa leikskólakennarar fengið boð sem nemur um þrettán prósenta launa- hækkun. Mikið ber á milli í kjaraviðræðum STEFNIR Í HARÐAR DEILUR Haraldur Freyr Gíslason Inga Rún Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.