Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Það verður boðið upp á ítalska söng- dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Valdís G. Greg- ory sópransöngkona og Guðríður Steinunn Sigurðardóttir píanóleikari munu flytja sönglög eftir bel canto- tónskáldin Gioachino Rossini, Vin- cenzo Bellini og Gaetano Donizetti. Í kjölfarið verða fluttar aríur eftir Verdi og Puccini sem voru undir miklum áhrifum frá bel canto- tónskáldunum. Á tónleikunum verða einnig flutt- ar aríur eftir Händel og Mozart sem höfðu áhrif á hefðina sem þróaðist frekar á Ítalíu. Þekkir hefðina vel Valdís hefur m.a. leikið hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflaut- unni og sungið einsöng með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Sumarið 2010 stundaði Valdís nám við Bel Canto Institute í Flórens á Ítalíu . Þar hlaut hún verðlaun fyrir hæfni í beit- ingu á stíl og hefðum bel canto hefð- arinnar og tilfinningu fyrir notkun ítalska tungumálsins. Dagskráin hefst kl. 20:30 en að- gangseyrir er 2000 kr. Ítölsk söng- dagskrá á boðstólum  Bel canto-söng- hefðin kynnt Morgunblaðið/Eggert Sópransöngkona Valdís G. Gregory lærði m.a. á Ítalíu. Óttar Guðmundsson, læknir og formaður Félags áhuga- manna um sögu læknisfræð- innar, mun veita gestum Lækningaminjasafns Íslands leiðsögn í kvöld. Óttar mun fjalla um Bjarna Pálsson sem var skipaður fyrsti landlæknir landsins árið 1760. Hlutverk hans var að byggja upp heil- brigðiskerfi í landinu. Hann menntaði lækna og yfirsetukonur, bruggaði lyf og læknaði sjúka. Nesstofa var embættisbú- staður landlæknis og er eitt af elstu húsum landsins. Leiðsögnin hefst kl. 18:30. Menning Leiðsögn um Nesstofu Nesstofa Á morgun mun Haukur Guð- laugsson organleikari leika verk eftir Bach, Pachelbel og Boëllmann. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni „Org- elandakt á hádegi í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti í júlí og ágúst 2011.“ Haukur hefur leikið á orgel- og kórtón- leikum bæði hér heima og er- lendis. Í vor gaf hann út Org- anflóru, tvöfaldan geisladisk með upptökum úr mörgum mismunandi kirkjum á tímabilinu 1956-2010. Tónleikarnir hefjast kl. 12:30 og aðgangur er ókeypis. Tónlist Orgeltónleikar í Landakotskirkju Haukur Guðlaugsson Stephen West, 23 ára gamall dansari og einn vinsælasti prjónahönnuður heimsins, er nú staddur hér á landi sem gestakennari á vegum Knitt- ing Iceland. Stephen West er álitinn sérstakur snillingur í hönnun sjala og hefur gefið út þrjár bækur sem hafa allar notið vinsælda meðal prjónara víða um heim. Hann stundar nú danshöfundanám í Amsterdam en prjónar og hannar þegar hann fær tóm til þess, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Knitting Ice- land. Prjónahönnun Stephen West í heimsókn Stephen West Hallur Már hallur@mbl.is Í kvöld stígur á svið hópur íslenskra tónlistarmanna á kammertónleikum í Selinu við Stokkalæk. Flytjendur verða þau Þórunn Vala Valdimars- dóttir sópransöngkona, Gróa Mar- grét Valdimarsdóttir fiðluleikari, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðlu- leikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Ásta María Kjart- ansdóttir sellóleikari og þá munu Sólborg Valdimarsdóttir og Kristján Karl Bragason leika á píanó. Að sögn Hafdísar Vigfúsdóttur hefur hópurinn þekkst lengi í gegn um námið. „Við kynntumst við nám í Listaháskólanum en á undanförnum árum höfum við verið erlendis við nám. Nú í sumar fengum við tæki- færi til að vinna saman í tengslum við Bergmálshátíðina sem verður á Dalvík í næstu viku. Þessir tónleikar eru hluti af því ferli en við höfum verið við stífar æfingar í allan júlí.“ Spennandi að leika á Stokkalæk Selið á Stokkalæk var opnað í júlí- mánuði árið 2009 þar sem starfrækt er tónlistarsetur sem hefur það að markmiði að styðja ungt fólk í klass- ískri tónlistariðkun. Hafdís segir að einhverjir af hljóðfæraleikurunum hafi verið þar áður við æfingar. „Þessi staður er alveg sérstaklega gefandi fyrir íslenskt tónlistarfólk, öll aðstaða þar er til mikillar fyr- irmyndar. Salurinn er ekki mjög stór en býður upp á svona stofu- tónleika-stemningu sem er mjög skemmtileg.“ Píanókvintett Schumanns á meðal verka Hafdís segir að dagskráin ætti að höfða til margra. „Við byrjum á tveimur íslenskum sönglögum eftir Sigvalda Kaldalóns og Tryggva Baldvinsson sem Þórunn Vala syng- ur. Næst verður mjög fallegt verk, Chanson Perpetuelle fyrir sópran, strengjakvartett og píanó eftir franska tónskáldið Chausson. Það er verk sem hefur ekki verið flutt oft hér á landi. Að lokum flytjum við svo rómantískt kammerverk, en það er píanókvintett eftir Schumann og er einn sá allra fallegasti sinnar teg- undar.“ Kammertónleikar í Selinu Kammersveit Tónlistarfólkið sem mun koma fram á tónleikunum í Selinu á Stokkalæk er ungt að árum og stundar tónlistarnám sitt erlendis. Tónleikarnir í Selinu » Hópurinn mun flytja sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns og Tryggva M. Baldvinsson. » Einnig verða á dagskrá verk eftir franska tónskáldið Chaus- son og píanókvintett Schu- manns » Selið við Stokkalæk hefur nú verið starfrækt í tvö ár og haldnir hafa verið 77 tónleikar.  Tónlistarfólk í námi á víð og dreif  Spila sjaldheyrt verk Chaussons Danska söngkonan Cathrine Legardh kem- ur ásamt Sigurði Flosasyni saxófónleikara fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. Þar munu þau flytja lög af nýútkomnum geisladiski þeirra, Land & Sky, í bland við klassísk djasslög. Diskurinn var á dögunum gefinn út af hinni virtu Storyville-útgáfu í Kaupmannahöfn sem hefur verið starfrækt frá árinu 1952. „Ég kom fyrst hingað til lands á síðasta ári en hef verið hér töluvert mikið síðan þá,“ segir Cathrine sem er vin- sæl djasssöngkona í Danmörku. Auk hennar og Sigurðar munu Agnar M. Magnússon leika á pínaó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. „Á þeim tíma hef ég spilað með ýmsum ís- lenskum tónlistarmönnum en hljómsveitin er að spila í fyrsta sinn í þessari mynd.“ Ólík blæbrigði Upptökur á plötunni fóru fram í Dan- mörku en hljóðblöndun og eftirvinnsla á Ís- landi. Cathrine segir tónlistina á skífunni vera fjölbreytta. „Sumt er bjart og létt en önnur lög eru myrkari.“ Aðspurð hvort ís- lenska tengingin hafi áhrif á þunga tónlist- arinnar, segir Cathrine að sú tilfinning sem skili sér í tónlistinni sé frekar norræn. „Ég byrjaði á því að semja texta og Sig- urður sneið melódíur og hljóma að þeim, þannig að engar tilviljanir er að finna í samvinnu tóna og orða.“ Í kjölfar þessara tónleika hafa þau hug á að fylgja plötunni frekar eftir. Syngur fyrir börn Cathrine rekur sitt fyrirtæki í Danmörku og syngur m.a. djass fyrir börn, sem hún segir að kunni vel að meta tónlistina. „Án þess að vita nákvæmlega hvað það er sem þau hafa gaman af er eitthvað í taktinum sem höfðar til þeirra. Þau vita bara að þetta er öðruvísi tónlist sem þau kunna að meta.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20:00 og miðaverð er 1500. kr. Norrænn djass  Legardh og Sigurður Flosason á tónleikum  Blanda af ólíkum blæbrigðum djassins Morgunblaðið/Árni Sæberg Djasssöngkona Legardh er vinsæl söngkona í Danmörku og mun ásamt Sigurði Flosasyni og hljómsveit flytja lög af plötu þeirra Land & Sky á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. Í lok júlí breytist Bakkagerði í Borg- arfirði eystri úr einu af- skekktasta byggðarlagi landsins í ævintýrareit tón- listarvinarins 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.