Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Innbúið í Eden var ótryggt og rekstrarfyrirtækið hafði ekki rekstr- arstöðvunartryggingu. Talsmaður þess telur að tapið hlaupi á tugum milljóna króna en þau hyggjast byrja aftur og hafa fengið nokkrar fyrir- spurnir um samvinnu. Bæjaryfirvöld í Hveragerði og Sparisjóður Vest- mannaeyja hafa lýst yfir vilja til þess að endurreisa Eden í einhverri mynd en engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið. Eftir hreinsun og flokkun efna í kjölfar brunans í Eden aðfaranótt föstudags voru brunarústirnar í Hveragerði vaktaðar um helgina. Rannsókn lögreglunnar á Selfossi og tæknideildar lögreglu höfuðborgar- svæðisins auk annarra sérfræðinga er í fullum gangi. Harmleikur fjölskyldunnar Eden aldingarður ehf., í eigu Gunnars Magnússonar og fjöl- skyldu, rak Eden. Þau stofnuðu fé- lagið með annarri fjölskyldu í fyrra en tóku það alfarið yfir eftir nýliðna páska. „Síðan þá höfum við unnið dag og nótt,“ segir Gunnar. Tíminn hafi farið í uppbygginguna, setja upp myndavélakerfi og fleira, og trygg- ingarnar setið á hakanum. „Við vor- um ekki með rekstrarstöðvunar- tryggingu, lagerinn var ekki tryggður og við sitjum uppi með allt tjónið,“ segir hann, en starfsmaður hringdi í hann þegar eldsins var vart og var hann mættur á staðinn um 40 mínútum síðar. Gunnar segir að fyrsta árið hafi verið mjög erfitt en reksturinn hafi gengið vel í sumar. Þau hafi verið með margar vörur í umboðssölu, m.a. frá handverksfólki, og um 40 til 50 málverk á sýningu hafi farið í brunanum. Hann hafi ekki enn náð að tala við alla sem hlut eiga að máli en geri það vonandi næstu daga. Gunnar áréttar að fjárhagstjón sé mikið og hlaupi á tugum milljóna króna. Gífurlegur lager hafi verið í minjagripaversluninni og miklir fjár- munir hafi legið í tólum og tækjum, sem þau hafi verið búin að bæta í reksturinn. Auk þess hafi margir misst vinnuna og fjölskyldan, þau hjónin og fjögur börn þeirra, hafi öll starfað í Eden frá morgni til kvölds. „Þetta er mikill harmleikur hjá mér og minni fjölskyldu,“ segir hann. Gunnar segir það lán í óláni að ekki hafi verið búið að koma fyrir 10 pör- um af ómetanlegum fuglum. „Nokkrir menn hafa hringt í mig og boðist til að vera með okkur í upp- byggingunni,“ segir hann og bætir við að Eden verði til í framtíðinni í einhverri mynd. En uppbyggingin snúist um peninga. „Vonandi verður hægt að opna 1. maí.“ Sparisjóður Vestmannaeyja átti bygginguna. Ólafur Elísson spari- sjóðsstjóri segir að málið hafi þegar verið sett í hendur tryggingafélags sparisjóðsins og auk þess hafi hann verið í sambandi við bæjaryfirvöld í Hveragerði. Mannvirkin tryggð Mannvirkin voru tryggð. Ólafur bendir á að bæjaryfirvöld hafi með skipulagsmál að gera og hann eigi von á því að einhver mannvirki rísi aftur á lóðinni. Hvort það verði í samstarfi við sparisjóðinn verði tím- inn að leiða í ljós, en sparisjóðurinn vilji stuðla að því að málið fái eðlileg- an framgang. Sest verði niður með bæjaryfirvöldum og hlustað á áform þeirra um lóðina sem sé tæplega 1,2 hektarar. „Þetta er mikið sár í hjarta Hveragerðis og við höfum fullan skilning á því,“ segir hann. Ólafur áréttar að það sé alveg ljóst að spari- sjóðurinn fari ekki út í miklar bygg- ingaframkvæmdir án þess að vita hvað taki við enda stjórnendur sjóðs- ins ekki fagmenn í byggingum. Ólafur vill ekki tjá sig um hvort einhver skilyrði um að byggja aftur fylgi tryggingabótunum.Trygginga- félagið hafi tekið yfir forræði málsins í sambandi við samskipti við yfirvöld og frágang á rústunum til bráða- birgða. Engar ákvarðanir um fram- haldið hafi verið teknar en málið skýrist væntanlega á næstu vikum. „Við leggjum áherslu á gott samstarf við bæjaryfirvöld,“ áréttar hann. Morgunblaðið/Ómar Rústir Eldurinn í Eden í Hveragerði logaði glatt og nær allt brann sem brunnið gat. Rannsókn á brunanum stendur yfir. Innbúið í Eden ótryggt  Tjónið hleypur á tugum milljóna  Nokkrir vilja koma að uppbyggingu á svæðinu  Bæjaryfirvöld ræða við eigendur byggingarinnar og rekstraraðila 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Mikill öldugang- ur og slæmt veð- ur við Landeyja- höfn ollu því að fella þurfti niður þrjár ferðir Herj- ólfs á sunnudag- inn. „Þetta veður kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Guðmundur Pedersen, rekstrarstjóri Herjólfs. Skipstjórinn hafi metið það svo að ótryggt væri að sigla til Land- eyjahafnar. Því voru aðeins farnar tvær ferðir á sunnudaginn, báðar í Þorlákshöfn. „Aðalvandamálið er fyrir framan höfnina þegar siglt er inn í hana. Þetta á að vera í lagi og höfnin er náttúrlega hönnuð þannig en það hefur nú ekki allt gengið eft- ir,“ segir Guðmundur. „Á meðan við styðjumst við sam- göngur á sjó til Vestmannaeyja þá sitjum við uppi með það að þegar veður eru verst þarf að fella niður ferðir. Það er svo sem það sem við erum vön,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Herjólfur fór til Þor- lákshafnar  Slæmt veður kom öllum að óvörum Tveir erlendir menn sluppu ómeiddir þegar þeir veltu bíl sínum á Land- vegi, rétt ofan við Galtalæk, í gær. Vegfarandi hafði samband við Morgunblaðið í gær út af bílveltunni en hann kom að henni. Hann sagði ekkert skrítið að útlendingarnir, óvanir malarvegum, hefðu velt bíln- um. Ástand Landvegar, þar sem hann er malarvegur, væri víða skelfi- legt. Á löngum köflum væri vegurinn eitt þvottabretti og í raun væri allt of mikið að leyfa 80 km hámarkshraða á veginum eins og ástand hans væri nú. Til að bæta gráu ofan á svart ók vegfarandinn, sem var á mótorhjóli, fram á malarbing úti á miðjum veg- inum, til móts við Búrfell. Virtist hon- um sem vegavinnuflokkur hefði verið að bera efni í veginn. Þeir hefðu sturtað efni á veginn og dreift aðeins úr því en síðan hætt í miðju kafi. Eng- in skilti hefðu varað við vegavinnu framundan. Það hefði viljað honum til happs að bingurinn var í öðrum lit og sást því vel. Hann gat því hægt á hjól- inu og ekið fram hjá bingnum. Hefði hann ekið beint inn í binginn hefði hann trúlega misst stjórn á hjólinu, þó á lítilli ferð væri. Kom bílvelta útlendinga ekki á óvart Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þjóðkirkjan auglýsti um helgina tæplega 300 hektara af landi kirkj- unnar til sölu. Um er að ræða prestsetrin Holt undir Eyjafjöllum og Tröð í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Eru þær tvær af 26 jörðum sem kirkjuþing gaf heimild til að selja. Óskað er eftir tilboðum í jarð- irnar. Ásett verð á Holt er 80 millj- ónir króna en á Tröð eru settar 30- 40 milljónir samkvæmt upplýsing- um frá Fasteignamiðstöðinni sem annast sölu jarðanna. Jörðin Holt er um 246 hektarar, þar af um 28 af ræktuðu landi. Tröð er 50 hektarar. „Í báðum tilvikum er um að ræða aflögð prestsetur þannig að það er ekki beinlínis þörf fyrir þær jarðir í kristilegu starfi,“ segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Kirkjuráðs, um ástæður þess að jarðirnar eru auglýstar til sölu. Þá hafi kirkjan brugðist við nið- urskurðarkröfu með þessum hætti. Ekki standi endilega til að selja allar jarðirnar og enn liggi ekki fyr- ir hvort fleiri verði auglýstar á næstunni. Kaupverðið renni til kirkjunnar þar sem prestsetrin tvö séu á meðal þeirra sem tilgreind eru í samningi ríkisins við þjóð- kirkjuna frá 2006. Hús Guðjóns Samúelssonar Holt var höfuðsetur og þingstað- ur Eyfellinga um aldaraðir, byggð- ur á sléttunni útsuður frá fjallinu Holtsnúpi. Rúmlega 300 fermetra steinsteypt íbúðarhús er á jörðinni, byggt eftir teikningu Guðjóns Sam- úelssonar, auk áfastra eldri útihúsa. Tröð fylgir íbúðarhús og tvöfaldur bílskúr. Að sögn Magnúsar Leopoldsson- ar hjá Fasteignamiðstöðinni hafa einhver viðbrögð borist við auglýs- ingunum en almennt gerist hlutir á þessum markaði ekki á nokkrum dögum. Ekki sé mikill hasar á markaði með jarðir þessi misserin. Tvær kirkjujarðir auglýstar til sölu  Kirkjan leitar að kaupendum að tæplega 300 hektörum  Hús byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar í Holti Holt Íbúðarhúsið var byggt á árunum 1977-1980 í burstabæjarstíl. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að fullur vilji sé hjá bæjaryfirvöldum til þess að byggja upp aftur en þau vilji ekki troða sér fram fyrir eiganda byggingarinnar sem brann og rekstrarfyrirtækið. Áfram verði rætt við talsmennina um hug- myndir þeirra um framhaldið en viðræður hafi þegar hafist sl. föstudag. „Rétt er að fyrst komi fram vilji þeirra sem þarna voru í rekstri en bæj- arfélagið mun gera allt sem í þess valdi stendur til þess að sjá til þess að svipaður eða eins rekstur verði hér í Hveragerði,“ segir hún. Framhaldið á lóðinni óráðið BRUNINN Í EDEN Í HVERAGERÐI Aldís Hafsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.