Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Er undirbúningur í fullum gangi hjá ÁTVR til að anna öllum þeim fjölda sem væntanlega mun leggja leið sína í Vínbúðirnar. Gera má ráð fyrir um 125 þús- und viðskiptavinum í þessari viku eða 25-30% fleiri en vikuna á undan að því er fram kemur á heimasíðu ÁTVR. Árið 2010 komu 124 þúsund viðskiptavinir sem er svipaður fjöldi og árið áður. Alls voru seldir 744 þúsund lítrar af áfengi þar af 587 þús. lítrar af bjór. Eins og í hefðbundinni viku þá koma flestir viðskiptavinir á föstudegi. Ef mið- að er við fjöldann undanfarin ár má gera ráð fyrir um 43 þúsund við- skiptavinum þann dag. „Reynslan sýnir að flestir koma á milli kl. 16- 18 eða allt að 7 þúsund viðskipta- vinir á klukkustund. Árið 2010 voru seldir 287 þús. lítrar föstu- daginn 30. júlí þar af 228 þús. lítrar af bjór,“ segir í fréttinni. Flest bendir til þess að viðskiptavin- afjöldi fyrir verslunarmannahelgi nú verði svipaður og í fyrra. sisi@mbl.is Búast við 125 þúsund viðskiptavinum Fjöldi viðskiptavina í Vínbúðunum vikuna fyrir Verslunarmannahelgi, eftir dögum 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. 10.400 11.900 16.500 21.600 43.800 20.100 Alls: 124.000 viðskiptavinir Heimild: vinbudin.is  Mestar annir á föstudaginn Gunnlaugur Júl- íusson tók þátt í írska meist- aramótinu í 24 tíma hlaupi sem haldið var í Bel- fast þann 22.-23. júlí og lenti í 3. sæti en hann lagði 196 kílómetra að baki á sólarhring. Sigurvegarinn hljóp 212 km og sá sem varð í 2. sæti hljóp 203 km. Alls hófu 42 keppendur frá sjö löndum keppni. „Það var ekki fyrr en í byrjum maí að ég fór að hlaupa nokkuð skipulega en þó urðu æfing- arnar of mikið útundan, “ segir Gunn- laugur á bloggsíðu sinni. Gunnlaugi gekk illa að æfa og hann átti við meiðsl að stríða rétt fyrir hlaupið og þegar hann kom til Belfast kom í ljós að hlaupið átti að fara fram á íþrótta- velli en hann hafði aldrei æft hlaup á hlaupabraut. „Ég er þegar upp er staðið ágætlega sáttur við árangurinn og ekki síst miðað við allt. 196 km er ágætt miðað við aðstæður og und- irbúning,“ skrifar Gunnlaugur. Sá sem vann hlaupið er írskur en býr á Spáni. Hann hefur hlaupið áður tuttugu 24 tíma hlaup og yfir þrjátíu 100 km hlaup, að sögn Gunnlaugs. Gunnlaugur í 3. sæti í 24 tíma hlaupi Gunnlaugur Júlíusson Mánaðargreiðsla Tryggingastofn- unar til lífeyr- isþega og ann- arra bótaþega vegna ágústmán- aðar verður greidd út á frí- degi versl- unarmanna, mánudaginn 1. ágúst. Fer greiðslan inn á reikninga líf- eyrisþega fyrsta hvers mánaðar eins og lög gera ráð fyrir, þannig að þeir sem eru með heimabanka eða debetkort, geta þá millifært eða tekið út. Greitt út á frídegi verslunarmanna Tveir menn, sem setið hafa í gæslu- varðhaldi frá því í maí, grunaðir um stórfellda líkamsárás og frelsissvipt- ingu, kúguðu fé út úr manni. Sá hef- ur staðfest að hafa greitt mönnunum umtalsverða fjárupphæð í því skyni að koma syni sínum undan þeim. Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjaness um að mennirnir sæti gæsluvarðhaldi áfram til 12. ágúst. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, að rannsókn málsins sé á algjöru lokastigi en beð- ið sé eftir niðurstöðum lífsýna frá Svíþjóð. Í úrskurðinum segir, að sá sem varð fyrir árásunum hafi hlotið tals- verða áverka eftir barsmíðar mann- anna, m.a. nefbrot, fjölda yfir- borðsáverka og tognanir, auk þess sem hann hafi haft sjóntruflanir og ógleði eftir atburðinn. Unnið í nafni Black Pistons Fram hefur komið, að árásar- mennirnir tveir eru félagar í mótor- hjólasamtökunum Black Pistons. Í úrskurði héraðsdóms segir, að lög- reglu gruni að brotin hafi verið unn- in í nafni samtakanna. Þá liggi fyrir skýrslur af foreldrum brotaþola og nágranna þeirra, sem staðfesti að aðrir félagsmenn samtakanna hafi eftir atburðinn reynt að setja sig í samband við brotaþola og fjölskyldu hans til að hafa áhrif á gang málsins. Kúguðu föður til að borga                   !"!#$#%&'())"$ #%*''"+ !,-"+ .*$"+  !"!#$)/'01 2/'3/$4/!!/2 5 6+($#'/!3 77/ 7'/77# ( 8.59 :;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.