Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Auðvitað kom í okkur dálítill óhugur eins og aðra í ferðaþjónustunni vegna eldgossins í Grímsvötnum og yfirvinnubanns flug- manna í lok júlí sem vofði yfir og olli ýms- um óþægindum,“ segir Einar Bollason, for- stjóri Íshesta, spurður um hestaferðir á hálendinu, sem nú eru í hámarki. Einar segir að bókanir hafi verið í lægð eftir þessar hindranir í ferðamannaþjónust- unni. Til þess að bæta gráu ofan á svart voru ýmsir reið- og fjallvegir lokaðir mun lengur en vanalega vegna kuldakastsins í vor og byrjun sumars. „Kjölur var ekki opn- aður fyrr en undir lok júlí og Sprengisandur ekki fyrr en um miðjan júlí. Þetta gerði það að verkum að við urðum að breyta sumum ferðunum,“ segir Einar. Hestaferðum á há- lendinu hefur þó fjölgað eftir því sem liðið hefur á sumarið með batnandi veðri og opn- un reið- og fjallvega. Hann segir að frá apríl hafi verið 10 til 15 prósenta aukning á bókunum í hverjum mánuði í styttri ferðir Íshesta sem eru farn- ar frá Reykjavík, borið saman við sömu mánuði í fyrra. Júlí sé undantekning frá þeirri þróun. Í slíkum dagsferðum voru um 17.000 manns í fyrra en búist er við að í heild fari um 19.000 til 20.000 manns í slíkar ferðir í ár. Aftur á móti hefur íslenski mark- aðurinn gefið eftir þó hann sé nú að taka við sér á ný að sögn Einars. Lengri jafnt sem styttri ferðir hjá Íshest- um eru nær uppbókaðar í ágúst að sögn Einars. Hann segir að vandamálin nú séu smávægileg miðað við síðasta sumar. „Þar skiptust á eldgos og hestapestin,“ eins og hann orðar það. Morgunblaðið/RAX Hestamenn á hálendinu Hópur hestamanna á Fjallabaksleið, vestan við Ljótapoll. Hestaferðir um hálendi Íslands standa nú sem hæst enda má segja að nú sé hásumar. Hestaferðir á hálendinu standa nú sem hæst Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Hugmyndin er sú að auðvelda hestamönnum að fara eftir lögum og reglum,“ segir Halldór Runólfs- son, yfirdýralæknir hjá Matvæla- stofnun, um nýjar reglur sem nú er unnið að varðandi þrifnað á hestafatnaði sem hefur verið not- aður erlendis og er svo komið með til landsins. Landssamband hestamanna- félaga, Félag tamningamanna og Félag hrossabænda ásamt Mat- vælastofnun og yfirdýralækni hafa komið að gerð þessara nýju reglna í samstarfi við tollgæsluna. Nýjar reglur munu auðvelda mönnum að hreinsa reiðföt hérlendis strax eft- ir að komið er til landsins. Enn verður bannað að koma með óhrein reiðtygi og ýmsan annað búnað hafi hann verið notaður erlendis. Fjögur brot í fyrra „Tilefnið er meðal annars sjúk- dómurinn sem kom upp í fyrra, smitandi hósti, sem við vorum hræddir um að hafi komið til landsins með hestatengdum varn- ingi,“ segir Halldór. Í fyrra komu upp fjögur slík tilvik, þrjú vegna hestamanna og eitt vegna járn- ingamanns, þar sem um var að ræða reiðtygi og annan búnað, s.s. til jáninga, sem komið var með til landsins eftir notkun erlendis. Einn þeirra sem komu með óhrein reiðtygi var landsliðsmaður í hestaíþróttum. Atvikin voru kærð til lögreglu en þeim málum er ólokið. Óheimilt er að koma með óhrein- an reiðfatnað vegna hættu á að smitsjúkdómar berist hingað. Búast má við því að nýju reglur verði kynntar um næstu mánaða- mót og verði í gildi þegar hesta- menn koma aftur til landsins eftir að hafa sótt Heimsmeistaramót Ís- lenska hestsins sem er haldið 1. til 7. ágúst í St. Radegund í Aust- urríki. Nýjar reglur fyrir hestamenn Reiðtúr Langflestir fara eftir ströngum reglum um innflutning.  Orsökin er pest og smygl á reiðtygjum Morgunblaðið/Eyþór - nýr auglýsingamiðill 569-1100 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Sendum ípóstkröfu Enn má gera góð kaup á útsölunni Flottar buxur í ferðalagið Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Gatnaframkvæmdir fóru fram á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur í gær og var götunni lokað sökum þessa. Í kjölfarið lokuðust ýmsar hliðargötur sem kaupmenn á Lauga- vegi hafa treyst á til að veita gott að- gengi að verslunum sínum. „Maður hélt að borgaryfirvöld myndu tryggja nokkuð gott aðgengi að okkar rekstri,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi verslunarinnar Profil-Optic á Laugavegi og vísar til átaks Reykjavíkurborgar um lokun fyrir bílaumferðar á Laugaveginum. Að sögn rak Gunnar í rogastans þeg- ar hann mætti til vinnu sinnar í gær- morgun og sá að búið var að loka Hverfisgötunni í austur og upp að Frakkastíg. „Mér finnst þetta mjög einkennilegt í ljósi þess að við höfum lagst á eitt með borgaryfirvöldum að fara í þetta átak,“ segir Gunnar. Hann segir átak Reykjavíkur- borgar hafa almennt heppnast vel, sér í lagi sökum þess að veðrið hefur leikið við borgarbúa að undanförnu. „Áhugavert væri að sjá hvernig gat- an plummar sig ef vont veður kæmi,“ segir Gunnar og bendir á að upphaflega hafi staðið til að opna aftur fyrir umferð bíla um Laugaveg fyrsta ágúst en ákveðið var að lengja lokunina til áttunda. Morgunblaðið/Ómar Lokað Hverfisgatan var lokuð í gær með tilheyrandi truflun á umferð. Enn þrengir að kaup- mönnum á Laugavegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.