Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Flottar systur Hanna Rún og Unnur eru í fantagóðu formi enda stunda þær samviskusamlega æfingar sínar. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við erum báðar búnar að veraí íþróttum frá því við vor-um fjögurra ára. HannaRún hefur allan þann tíma æft samkvæmisdans en ég æfði dans í sex ár, var í handbolta í fimm ár og hef einbeitt mér að líkamsræktinni síðan,“ segir Unnur Óladóttir, Ís- landsmeistari í „módel-fitness“, um sig og systur sína Hönnu Rún. „Þó samkvæmisdans og módel- fitness séu mjög ólíkar keppnis- greinar þá er í báðum greinum lagt mikið upp úr heildarútlitinu, förðun, hárgreiðslu og fatnaði,“ segir Unnur sem keppti í fyrsta sinn í módel- fitness árið 2008. Krefst mikils aga Spurð um muninn á „fitness“ og módel-fitness segir hún að í fitness séu stærri vöðvar og meiri skurður. „Í módel-fitness þurfa keppendur að vera í mjög góðu formi en þar skiptir einnig miklu máli hvernig maður ber sig og kemur fram. Þetta krefst mik- ils aga, bæði í mataræði og æfingum. Fyrir keppni erum við í þriggja mán- aða stífu prógrammi sem tekur virki- lega á. Í þær tólf vikur er mataræðið mjög strangt og við megum ekki smakka vín. En þetta er allt þess virði, það er gaman að koma sjálfum sér á óvart og finna hvað það er hægt að móta líkamann,“ segir Unnur og bætir við að keppt sé í módel-fitness tvisvar á ári, á Íslandsmeistaramóti á vorin og bikarmóti í nóvember. „Ég hef tekið þátt í báðum þessum mótum Gullsysturnar í Garðabænum Þær sitja ekki mikið kyrrar, systurnar Unnur og Hanna Rún Óladætur. Þær æfa sjö daga vikunnar, enda miklar keppnismanneskjur. Önnur hefur unnið Íslands- meistaratitil í samkvæmisdansi 14 ár í röð en hin varð Íslandsmeistari í módel- fitness síðastliðið vor. Þær horfa björtum augum til framtíðar. Á síðunni er almennt fjallað um heilsu og heilbrigt líferni. Hægt er að lesa sér til um mat og mataræði, vít- amín, jurtir, ýmislegt sem tengist líf- fræði og lífeðlisfræði, sjúkdóma og einkenni þeirra og svo má lengi telja. Þeir sem búa innan Bandaríkjanna geta flett upp á spítölum, apótekum og líkamsræktarstöðvum innan landsins, sem og læknum, tann- læknum, nuddurum, einkaþjálfurum og sérfræðingum í nálastungum. Á síðunni er spjallsvæði þar sem hægt er að spjalla um allt frá barna- uppeldi og verndun umhverfisins, til kynlífs og velferðar gæludýra. Á síðunni er vísað á fjölmörg blogg, ýmist eftir áhugafólk eða sér- fræðinga. T.a.m. er að finna færslur um vinnustaðaslys, meðgöngunudd, bætiefni, óhefðbundnar lækningar og aðskilnaðarkvíða smábarna. Vefsíðan www.wellness.com Morgunblaðið/Golli Nálastunga Hægt er að lesa sér til um gagnsemi hennar á síðunni. Af heilsu og heilbrigðu líferni Barðsnes- og Hellisfjarð- arhlaupið verður haldið á laugardaginn en um er að ræða þriggja fjarða hlaup austast á Austfjörðum. Barðsneshlaupið er 27 km og kostar 4.500 kr. að taka þátt í því en Hellisfjarðarhlaupið er 13 km og kostar 3.500 kr. í það. Innifalið í skráningar- gjaldinu eru bátsferðir að Barðsnesi og í Hellisfjörð, vatn og íþróttadrykkir á 4 drykkjarstöðvum, létt hressing við markið, verðlaunapeningur og önnur verðlaun og frítt í sund. Hægt er að forskrá sig í hlaupið á skráning- arsíðu hlaup.is. Hægt er að forskrá sig fram til kl. 23:30 í kvöld. Endilega ... ... farðu í Barðsnes- hlaupið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hlaupið Gaman er að halda sér í formi. Hér eru nokkrar góðar samsetn- ingar af mat sem inniheldur ekki svo margar hitaeiningar. Þessar hugmyndir má finna á vefsíðunni ivillage.com. Sniðugt ef mann vantar auðvelt og hollt snarl. Avókadó er bæði hollt og gott og fullt af ýmiss konar vítamínum. Gott er að skera niður hálft avó- kadó og borða með kalkúnaskinku eða annarri fínt skorinni skinku. Gott er að vefja skinkunni utan um avókadóið. Eða skera það smátt niður og bæta við tómötum og smá lauk, hella síðan yfir ólífuolíu og pipra smá og salta. Gott sambland í léttari kantinum. Í nesti er kjörið að búa sér til eggjasalat úr einu harðsoðnu eggi, ½ teskeið af léttu majónesi og/eða smá sýrðum rjóma. Krydda síðan með salti og pipar og smyrja salatinu á gróft pítubrauð. Loks má nefna kvöld- snarl sem mörgum finnst gott og það er að skera banana niður í þunnar sneiðar og dýfa í hnetu- smjör. Í hnetusmjöri er vissulega fita en það inniheldur ómettaðar fitusýrur sem gera ýmislegt gagn fyrir líkamann. Best er að kaupa lífrænt hnetusmjör og jafnvel að búa til sitt eigið ef sá gállinn er á manni. Mataræði Hollar og góðar samsetningar Morgunblaðið/Þorkell Hollusta Avakadó er tilvalið í heimatilbúið, gróft guacamole. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. KEMUR Þ ÉR Á ÓVART! fyrst og fremst ódýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.