Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Bandaríkin eru á nálum vegnaþess að þau eru að rekast upp í lögboðið skuldaþak. Utanaðkomandi skilja ekki alveg hvað gengur á.    Skuldaþakið er nú14.300 millj- arðar dollara. Vasa- tölva Staksteina rúmar ekki töluna, en ljóst er að þetta eru töluverðir pen- ingar.    Demókratar þar vestra vilja fá aðhækka skuldaþakið verulega og gera ekkert með vasatölvu Stak- steina. Þeir vilja að hækkunin dugi til þess að vandamálið komi ekki upp aftur fyrr en eftir forsetakosningar í landinu 2012.    Repúblikanar vilja sjá handföstloforð um sparnað og loforð um að framvegis verði fjárlög halla- laus, svo hægt verði að grynnka eitt- hvað á þessum 14.300 milljörðum. Hljómar vel, en andstæðingarnir segja að þeir séu eingöngu í ljótum leik til að sýna Obama forseta í efna- hagslegu klúðri.    Íslenskir stjórnsýslufræðingar eruhissa á þessu þakvandamáli. Þeir hafa horft á fjármálaráðherrann henda milljarðatugum í Sjóvá, millj- arðatugum í Spron og Sparisjóð Keflavíkur og einkavæða tvo rík- isbanka til kaupenda sem hann veit ekki hverjir eru.    Og ekki verður séð að nokkurheimild sé til fyrir neinu af þessu.    Og öllum virðist sama, jafnt Um-boðsmanni sem endurskoð- endum.    Skyldi vanta slíka vestra? Bandaríska þinghúsið Hér er ekkert þak STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 13 skýjað Kirkjubæjarkl. 14 rigning Vestmannaeyjar 12 heiðskírt Nuuk 7 skúrir Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 13 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 18 léttskýjað Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 21 heiðskírt London 21 heiðskírt París 22 skýjað Amsterdam 17 skýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 31 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 31 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 22 skýjað New York 25 alskýjað Chicago 26 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:16 22:54 ÍSAFJÖRÐUR 3:54 23:26 SIGLUFJÖRÐUR 3:35 23:10 DJÚPIVOGUR 3:38 22:30 Birkir Fanndal Mývatnssveit | Það verður ekki sagt annað en fjölbreytni í afþrey- ingu sé töluverð fyrir þá sem leggja leið sína um Mývatnssveit og á það við hvort sem horft er til eflingar andans eða styrkingar magans. Allir kannast við náttúrufegurð svæðisins og fjölmarga skoð- unarverða staði. Einnig má nefna sumartónleikana sem bjóðast um hverja helgi í sumar, hestaferðir og hjólaferðir, Öskjuferðir eða ferð í Loftahelli. Jarðböðin og sundlaug hreppsins bjóða síðan notalega hvíld og endurnæringu eftir góðan dag. Síðast en ekki síst má nefna fjölbreytt úrval matsölustaða af ýmsum gerðum og gæðaflokkum. Að sjálfsögðu eru hótelin með góða veitingastaði, einnig er hér staður þjóðlegra rétta, skyndibita má víða fá og pizzustaður er á svæðinu. Það allra nýjasta fyrir munn og maga er samt Pylsukofinn sem nýlega var opnaður á bílastæðinu við Leirhnjúk í meira en 500 metra hæð, en þar má fá ýmislegt sem hresst getur þreytta göngu- menn. Leirhnjúkur er geysivinsæll skoðunarstaður enda litir og and- stæður í náttúrunni þar miklar. Það sýnir sig best á þeim fjölda sem þangað sækir á hverju sumri að ganga um Leirhnjúkssvæðið svíkur ekki. 100 þúsund gestir Undanfarin sumur hefur umferð þangað verið meira en 100 þúsund gestir á sumri, samkvæmt gesta- teljara. Þar hafa í allmörg ár verið snyrtingar fyrir almenning og nú bætist Pylsukofinn við og verður þá ekki annað sagt en aðstaða sé þar betri en víðast hvar gerist á ferðamannastöðum fjarri byggð. Stefán Gunnarsson var þar við af- greiðslu og hann hafði nógu að sinna og sagði viðskiptin framar björtustu vonum. Hægt að fá pylsu í 500 metra hæð  Fjölbreytt úrval matsölustaða er að finna í Mývatnssveit í sumar Morgunblaðið/BFH Veitingar Viðskiptin í Pylsukofanum við Leirhnúk hafa verið framar björt- ustu vonum að sögn eigenda. Þar er vaktin staðinn alla daga í sumar. Listaverki eftir myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur, sem af- hjúpað var árið 2006, var stolið í fyrrinótt. Verkið sem um ræðir nefnist För og er tveggja metra há bronsstytta sem vegur yfir 300 kíló. Styttan var staðsett í hafnarborg- inni Hull í Bretlandi til minningar um breska sjómenn sem látist hafa við strendur Íslands. Listaverkið er í tveimur hlutum og stendur syst- urstytta þess í Vík í Mýrdal. „Það er búið að senda út margar tilkynningar, þar sem almenningur er beðinn um að vera vakandi fyrir þessu,“ segir Steinunn. Hún segir borgarstjórann í Hull hafa lýst yfir áhuga borgaryfirvalda á að end- urgera verkið finnist það ekki. „Það eru kannski einhver ráð til að end- urgera það,“ segir Steinunn en bæt- ir við að frummynd verksins sé ekki lengur til. Styttan stóð á fjögurra metra hárri blágrýtissúlu og á ör- yggismyndavélum má sjá fimm menn fjarlægja styttuna af stall- inum. Listaverki stolið  Erfitt verður að endurgera verkið Ljósmynd/Steinunn För Var eitt verk í tveimur löndum.Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.