Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 ✝ Unnur LiljaHermannsdótt- ir fæddist á Klung- urbrekku á Skóg- arströnd 29. apríl 1924. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 18. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru Hermann Ólafsson, f. 1897, d.1960 og Halldóra Daníelsdóttir, f. 1899, d.1991. Systkini Unnar voru Haraldur, f. 1928, d. 1998 og Anna Elín, f. 1938. Þann 20. desember 1947 gift- ist Unnur Haraldi Guðlaugssyni glerskurðarmeistara, f. 9. jan- úar 1918, d. 12. september 2009. Foreldrar hans voru Guðlaugur Skúlason og Una Gísladóttir. Dætur Unnar og Haraldar eru Heba Gunnrún, f. 24. október 1958 og Una Guðlaug, f. 8. maí 1965, en hún er í sambúð með Erni Sigurðssyni. Synir þeirra eru Haraldur Örn, f. 8. ágúst 1994 og Frið- jón, f. 23. janúar 1999. Að loknu námi í Ingimarsskólanum hóf Unnur almenn verslunarstörf í Reykjavík og starf- aði lengst hjá Penn- anum eða allt þar til hún fór á eftirlaun. Auk þess vann Unnur um árabil ötullega að hagsmunamálum fatlaðra, en eldri dóttir hennar Heba var al- varlega fötluð allt frá fæðingu. Unnur bjó í hartnær 40 ár í Fellsmúla 10, en frá árinu 2004 í Hraunbæ 103. Síðustu tvö árin dvaldi Unnur á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Útför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 26. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Tengdamóðir mín Unnur Hermannsdóttir var allt í senn mikill kvenskörungur og góð húsmóðir. Hún hélt um töglin og hagldirnar á sínu heimili og gerði það vel. Það var ávallt ánægjulegt að kíkja til hennar í kaffi og eftirminnilegar voru hjá henni matarveislurnar, enda var hún lunkin matselja og einstakur gestgjafi. Á frumbýlisárum mínum og Unu dóttur hennar kom iðulega í hennar hlut að passa drengina okkar á meðan þeir voru yngri og var þeim ekki í kot vísað hjá ömmu sinni, sem ávallt tók þeim með kostum og kynjum. Eiga þeir góðar æskuminningar úr Fellsmúlanum, líkt og allir sem þangað komu. Oft fylltist ég aðdáun yfir elju og harðfylgi Unnar í bar- áttumálum fatlaðra, en eldri dóttir hennar, Heba Gunnrún, á við mikla fötlun að etja eftir að hafa orðið fyrir súrefnisskorti í fæðingu. Um árabil barðist Unnur hatrammlega fyrir nið- urlagningu svonefndra vanvita- hæla og uppbyggingu nýtísku- legra sambýla. Fyrir tilstuðlan hennar og annarra baráttu- manna varð bylting í þessum málaflokki hérlendis og má sem dæmi nefna að Heba býr nú í fallegu sambýli þar sem að- staða og þjónusta er öll til fyr- irmyndar. Er það langur og þyrnum stráður vegur frá þeirri stofnun þar sem henni bauðst fyrst að dvelja. Fyrir sjö árum síðan fluttu þau Unnur og Haraldur í eldri borgara blokk í Hraunbænum og áttu þar náðuga daga allt þar til heilsan tók að bila hjá þeim báðum fyrir réttum tveim- ur árum. Haraldur var þá kom- inn yfir nírætt og á sama tíma tók óminnisgyðjan að herja á Unni, þannig að ekki var um annað að ræða en að bregða búi. Haraldur lést á Skjóli haustið 2009, en Unnur dvaldi þar áfram í góðu yfirlæti, allt þar til kallið kom. Unnur var mikill Snæfelling- ur, ættuð frá Skógarströnd, og þangað fór hún í sína hinstu ferð sumarið 2008 og kvaddi gamla ættaróðalið að Klungur- brekku. Var það ánægjuleg ferð í alla staði, enda lék Unnur við hvern sinn fingur í túninu heima. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég tengdamóður mína og þakka henni um leið fyrir ánægjulega og trausta aldarfjórðungs samfylgd. Örn Sigurðsson. Þegar ég fæddist árið 1994 var Unnur amma mín orðin 70 ára og þegar ég var orðinn árs- gamall fór hún að passa mig á daginn á meðan foreldrar mínir voru í vinnunni. Ömmu fannst gaman að passa mig og sagði mér seinna margar skemmti- legar sögur frá þeim tíma, t.d. þegar ég spurði hana hvað það kostaði mikið að fá bróður. Þá spurði hún „hvað áttu mikið“? Ég sagðist eiga einn svona blá- an. Árið 1999 kom síðan bróðir minn í heiminn og um það leyti hætti mamma að vinna og gerð- ist heimavinnandi húsmóðir. Þá hætti ég að vera í pössun hjá ömmu og afa. En það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þeirra, því amma var svo glöð að sjá okkur og ennþá kát- ari var hún ef við máttum gista hjá þeim. Alltaf þegar við kom- um var boðið upp á suðusúkku- laði og síðan var ekið niður að tjörn til að gefa öndunum brauð. Með þessar minningar í far- teskinu kveð ég góða ömmu. Haraldur Örn Arnarson. Ég á góðar og skemmtilegar minningar um ömmu. Hún var alltaf tilbúin að gera eitthvað skemmtilegt með mér, t.d. að baka pönnukökur og stundum lánaði hún mér kökuboxin sín og gamlar undirskálar til að nota sem stýri og pedala í bíla- leik. Þegar ég gisti hjá henni fékk ég tómar dósir til að líma matarauglýsingar á og síðan fórum við amma í búðarleik. Það var alltaf gaman hjá ömmu og á ég góðar minningar frá henni. Friðjón Arnarson. Unnur Lilja Hermannsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég bað hana mömmu um lítið ljós mig langaði að skrifa bréf. En vilt þú nú vera svo vinsamleg að hlusta á mitt litla stef. Ég ætla að senda þér góða ósk og þakkarorð um leið. Þú ruddir mína grýttu braut meðan sat ég og beið. Heba Gunnrún. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Una Guðlaug Haraldsdóttir. ✝ Jón Péturssonfæddist 7. sept- ember árið 1946 á Miðsandi í Hval- fjarðarhreppi. Hann lést á Land- spítala 17. júlí 2011. Foreldrar hans voru Pétur Þór- arinsson, bóndi og síðar söðla- smíðameistari, f. 16. nóvember 1922, d. 7. maí 1999 og Halldóra Jónsdóttir, húsmóðir, f. 26. júní 1925. Þau bjuggu á Kambshóli í Svínadal en fluttu í Kópavog árið 1964. Systkini Jóns eru Gísli Þór, Ari Vagn, Þuríður Una, Steinunn og Ásthildur. Þann 13. júlí 1968 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Stefánsdóttur, hjúkr- unarfræðingi, f. 8. ágúst 1947. Foreldrar Önnu voru Stefán María. Jón lauk stúdentsprófi frá MR 1967, B.Sc. Honours prófi í eðlisfræði frá Edinborg- arháskóla árið 1971 og Ph.D. prófi í rafmagnsverkfræði frá sama skóla árið 1975. Frá árinu 1975 starfaði Jón á eðlis- fræðistofu Raunvísindastofn- unar Háskóla Íslands, fyrst sem sérfræðingur og síðan sem fræðimaður frá 1995, ásamt því að sinna stundakennslu við Há- skólann um árabil. Jón var for- maður Eðlisfræðifélags Íslands frá 1985-1987 og var lengst af virkur í starfsemi þess félags. Jón hóf störf hjá Actavis í febr- úar árið 2000 sem kvörð- unarstjóri, fyrst í gæðatrygg- ingardeild en frá árinu 2005 í tæknideild þar sem hann starf- aði til dánardags. Jón var áhugaljósmyndari og eftir hann liggur mikið magn af nátt- úrulífsmyndum og myndum af fjölskyldunni. Útför Jóns fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 26. júlí 2011, og hefst athöfnin klukkan 13. Björnsson, bóndi á Grund í Svarf- aðardal, f. 9. júlí 1908, d. 7. júní 1991 og Dagbjört Ás- grímsdóttir, hús- móðir og kennari, f. 8. mars 1906, d. 31. maí 1995. Börn Jóns og Önnu eru: Halldóra, geðlæknir, f. 25. ágúst 1970, gift Ein- ari Jónssyni, básúnuleikara, f. 2. janúar 1970. Börn þeirra eru: Ásgrímur Ari, Jón Arnar, Unnur Vala og Baldur Hrafn. Dofri, tölvuverkfræðingur, f. 15. maí 1972, kvæntur Kristrúnu Sigurð- ardóttur, f. 8. ágúst 1968. Börn þeirra eru: Anna, Þrymur, Þrúð- ur og Gyða. Dagbjört, tölv- unarfræðingur, f. 9. september 1977, gift Anders Bjarnasyni Jensen, f. 7. mars 1979. Börn þeirra eru: Pétur Hugi og Freyja Jón Pétursson, mágur okkar, er látinn fyrir aldur fram. Jón var eðlisfræðingur að mennt frá Ed- inborgarháskóla, en þar lauk hann doktorsprófi í rafmagns- verkfræði árið 1975. Það var mikið happ fyrir fjöl- skyldu okkar þegar Anna hitti Jón í Þórsmörk sumarið 1966. Þau skildust varla að eftir það nema þegar Jón fór til Edinborg- ar til náms haustið 1967, en Anna varð eftir í Reykjavík til að ljúka hjúkrunarnámi. Sá vetur varð báðum langur. Jón var hægur maður og þol- inmóður og alveg laus við yfir- læti. Hann var ekki fyrir óðagot og hugsaði áður en hann talaði. Þess vegna var eftir því tekið sem hann sagði. Ekki féll frá honum styggð- aryrði um nokkurn mann. Hann var þó skapmaður en fór vel með það. Jón var hagur maður og vandvirkur og það munaði jafnan um hann t.d. þegar við vorum að lagfæra og gera við í Lambhaga á Dalvík. Einnig undruðumst við oft hve miklu dóti hann gat raðað í bílinn sinn. Jón naut sín best í fárra manna hópi enda átti hann góða vini sem hann hitti reglulega. Hann áttaði sig snemma á því, sem skipti hann mestu máli í lífinu og lifði samkvæmt því. Hann var laus við framapot og undi sér best með fjölskyldunni, ekki síst börnum og barnabörnum. Hann var mikill afi barnabarnanna tíu og er miss- ir þeirra mikill. Jón var áhugaljósmyndari og var ávallt með myndavél á lofti í fjölskyldumótum. Hann lagði sig sérstaklega eftir að ná góðum myndum af börnunum og fanga augnablikið. Með þeim Önnu var mjög gam- an að ferðast og fórum við systur ásamt mökum okkar nokkrar ferðir saman til annarra landa. Þær ferðir voru einkar ánægju- legar og minnumst við hjón þeirra með mikilli gleði, því alltaf var gleðin með í för. Í þessum ferðum kom mjög vel fram hve Jón hafði gaman af að kynnast menningu annarra þjóða og hve vel honum tókst að miðla af þekk- ingu sinni, eins og t.d. þegar við vorum í Skosku hálöndunum, sem hann þekkti vel. Með þakklæti og virðingu minnumst við þessa góða drengs. Við vottum Önnu, Halldóru, Dofra, Dagbjörtu og Halldóru eldri svo og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Þorsteinn, Jóhannes, Björn og Sigurlaug. Þremur dögum eftir slysið, sem tók þig frá okkur, Nonni minn, vorum við á sömu slóðum á leið til Akureyrar. Tilefnið var að vera við útför vinkonu okkar hjónanna, sem lést fyrir aldur fram. Við hugsuðum til fólksins í slysinu og vonuðum, að okkar fólk hefði ekki lent í því. Því mið- ur rættist sú ósk ekki, því það var hann Nonni sem var þarna á ferð. Þessi ljúfi sveitapiltur frá Geita- bergi í Svínadal, sem Benni kynnti fyrir mér eitt haustið. Nonni var alltaf þessi prúði, skemmtilegi og hægláti piltur. Við þrír áttum frábær ár saman, sem ég vil þakka fyrir. Þetta voru þessi áhyggjulausu unglingsár, sem við söknum öll í amstri dags- ins. Minnisstæðar eru ferðir í Borgarfjörð og Þórsmörk, þar sem Nonni hitti Önnu, sína heitt- elskuðu. Það var gæfuríkasta ferðin hans. Upphafið að lífsferð- inni, sem nú er svo skyndilega lokið. Eftir sitja Anna, börnin og afabörnin, sem voru örugglega í miklu uppáhaldi. Ég trúi að Nonni sé nú kominn á góðan stað og taki brosandi á móti okkur, þegar þar að kemur. Guð lýsi þér, Anna mín, í sorg- inni og eftirsjánni. Ásgeir og Úlfhildur. Á fallegum sumardegi, þegar náttúran skartar sínu fegursta, er fátt sem minnir á slys og hörmungar. Mánudagurinn 4. júlí var einn þessara fallegu daga og hreint ekki frábrugðinn öðrum. Slæmar fréttir um alvarlegt bíl- slys norður í landi vöktu að vísu ugg í brjósti um þann toll sem nú- tíma umferð tekur. Síðan leið dagur að kveldi og ekki annað að gera en vona að ekki hefði orðið alvarleg slys á fólki. Fljótlega fréttist þó að svo var ekki. Jafn- framt var okkur tilkynnt að Jón Pétursson, vinur okkar, lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi. Meiðsli hans reyndust það alvar- leg að hann komst ekki til meðvit- undar og lést 17. júlí síðastliðinn. Við svo skyndilegt fráfall besta vinar og félaga þyrmir yfir og bjartir sumardagar verða sem martröð að nóttu. Um leið koma minningar liðinna daga upp í hugann. Við kynntumst Jóni og Önnu konu hans upp úr 1970 þeg- ar við dvöldumst við nám í Ed- inborg. Þótt nám Íslendinga í Edinborg væri af ólíkum toga, þá háttaði þannig til að í raunvís- indahverfi háskólans var sameig- inlegt mötuneyti þar sem Íslend- ingar áttu sitt fasta borð í hádeginu. Þar hófust kynni sem fljótlega leiddu til heimsókna og samskipta fjölskyldna okkar. Fljótt kom í ljós að Borgfirðing- urinn hægláti, Jón Pétursson, varð hvers manns hugljúfi og þarna tókst vinátta ungs fólks sem staðið hefur óslitið síðan. Fullyrða má að frá fyrstu kynn- um varð öllum ljóst að Jón Pét- ursson var einstakur mannkosta- maður. Hægur í fasi, kíminn og yfirlætislaus, en þó vökull og glaðvær. Með þessum eiginleik- um laðaði hann fólk ósjálfrátt að sér, án tilgerðar eða yfirlætis, enda sérlega traustur og áreið- anlegur. Á námsárunum var ým- islegt gert þegar færi gafst. Sam- komur Íslendinga voru fastur liður auk stöku skemmtiferða. Eftir heimkomu frá námi tóku við störf á margvíslegum vettvangi. Vináttuböndin slitnuðu þó ekki, því saumaklúbbur eiginkvenna, sem stofnaður var í Edinborg, hefur starfað ötullega og haldið vináttutengslum. Vorið 2003 ákváðum við fé- lagarnir að hittast og spila bridds. Síðan höfum við hist reglulega á heimilum okkar, farið saman í sumarbústaði og átt ynd- islegar stundir saman. Eiginkon- ur okkar hafa tekið virkan þátt í þessu tómstundagamni okkar, sem hefur enn styrkt þau vin- áttubönd sem stofnað var til í Ed- inborg. Nú er dökkur skuggi yfir vina- hópnum. Einn úr hópnum er horfinn yfir móðuna miklu og eft- ir sitja gamlir félagar, daprir og sorgmæddir, við ótímabært frá- fall besta vinar okkar. Jón var einstakur gæfumaður. Hann eignaðist frábæra fjöl- skyldu sem var samhent og sam- stiga í daglegu amstri. Jón var mikill fjölskyldumaður og stoltur af hópnum sínum, ekki síst barnabörnunum, enda barngóður með afbrigðum. Saman átti fjöl- skyldan athvarf á Dalvík. Þangað var gott að koma og þar áttum við sameiginlegar ánægjustundir. Um leið og við kveðjum kæran fé- laga og vin þá sendum við þér, elsku Anna, aldraðri móður, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Árni og Sigríður, Björn og Herborg, Hjalti og Fríður. Í dag kveðjum við mætan vinnufélaga og góðan vin, Jón Pétursson, eðlisfræðing, sem lést þann 17. júlí sl. Jón hóf störf hjá Actavis árið 2000 í gæðatrygg- ingardeild fyrirtækisins en starf- aði í tæknideild frá árinu 2005 sem kvörðunarstjóri. Jón var ein- staklega hógvær og kurteis mað- ur og vakti strax athygli okkar sem mikill fagmaður á sínu sviði. Hann sóttist gjarnan eftir erfið- um og krefjandi verkefnum sem reyndu á hann sem vísindamann. Hann vann mikið einn síns liðs og virtist líka það vel; sannkallaður „prófessor“ í bestu merkingu þess orð. Engu að síður var hann afar félagslyndur og féll strax inn í litla hópinn sem vinnur saman í tæknideildinni. En þrátt fyrir hógværð og lítillæti var hann oft hrókur alls fagnaðar og driffjöð- ur í hvers konar félagslífi starfs- manna Actavis. Hann var mikill útivistarmaður og stundaði m.a. líkamsrækt, sund og hjólreiðar og var því líkamlega vel á sig kominn. Það lá því vel fyrir hon- um að skipuleggja og hvetja starfsmenn í átakinu „Hjólað í vinnuna“ þar sem tæknideildin lenti oft í verðlaunasætum. Sá ár- angur er ekki hvað síst Jóni að þakka því hann er mikill stemn- ingsmaður og hreif fólk auðveld- lega með sér – enda keppnismað- ur mikill. Í tæknideild Actavis starfa 12 manns og þar ríkir mikil samstaða og góður vinnuandi. Jón var einstaklega bóngóður og greiðvikinn en til marks um það bauðst hann til þess að sækja daglega ávexti og te fyrir okkur starfsmennina með bros á vör – og neitaði að fá afleysingu, þótt í boði væri! Það fór heldur ekki fram hjá okkur að þessi góði vinnufélagi okkar bar mikla um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni og talaði gjarnan um barnabörnin sín tíu sem hann var afar stoltur af. Hann og eiginkona hans áttu einstaklega hlýlegt og fallegt heimili í Kópavogi og við minn- umst með þakklæti og gleði heimboðs þeirra hjóna fyrir síð- ustu árshátíð fyrirtækisins. Gest- risni þeirra var einstök og þar sáum við fjölskyldumanninn Jón Pétursson njóta sín til fulls. Fráfall Jóns Péturssonar er mikið högg fyrir deildina okkar og Actavis í heild. Þar misstum við í senn góðan félaga og fyr- irtækið frábæran fagmann. Nú vantar einn í hópinn okkar sem við kveðjum með virðingu og þökk. Skarðið sem hann skilur eftir sig verður vandfyllt. Um leið og við kveðjum þennan mæta samstarfsmann og félaga send- um við okkar innilegustu samúð- arkveðjur til eiginkonu hans og fjölskyldu. Fyrir hönd starfsmanna tæknideildar Actavis, Kristinn Ragnarsson, Alfreð Hafsteinsson, Birgir Eg- ilsson, Björn Kjartansson, Einar Tómasson, Magnús Sigurðsson, Símon Jónsson, Úlfar Úlfarsson, Gunnhildur Gísladóttir, Guðrún Schnid- hauser, Vilborg Valdimars- dóttir. Eldri bróðir minn, Jón Péturs- son, er farinn frá okkur, eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi þann 4. júlí sl. á leið til Dalvíkur. Hann hafði ásamt fleirum undirbúið ættarmót niðja afa okkar og ömmu í föðurætt, sem haldið var að Núpi í Dýrafirði 8.-10. júlí sl. Því miður komst hann ekki þang- að eins og ætlunin var. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Hvernig gat gætinn og varkár ökumaður eins og hann lent í því- líku slysi? Ekki á ég svar við því. En hitt þykist ég vita, að hann hafi ætlað sér margar stundir með barnabörnum sínum á kom- andi árum, þar sem fjögur þeirra eru nýflutt heim frá Danmörku ásamt foreldrum sínum. Hann undi sér vel í afahlutverkinu, það var hans líf og yndi. Ég minnist æsku okkar í Svínadal í Borgar- firði. Skólagöngu okkar í far- skóla, þar sem kennt var til skipt- is á tveim stöðum tvær vikur í senn á hvorum stað. Þegar hann var í skólanum var ég heima og öfugt. Að loknu skyldunámi fór hann í Reykholtsskóla, síðan í Menntaskólann í Reykjavík og loks í Edinborgarháskóla þar sem hann lauk doktorsprófi. Ég minnist þess þegar hann var að vinna fyrir uppihaldi í Reykholti eitt sumar, við byggingu Heiðar- skóla í Leirársveit. Ett sinn spurði verkstjórinn hann rétt fyrir hádegi, hvað hann héldi að þyrfti mikið af steypustyrktar- járni í bygginguna. Svarið fékk hann eftir hádegisverðarhlé. Það reyndist rétt út reiknað. Ég hef oft litið á Jón sem klett- inn í fjölskyldunni, yfirvegaðan og raunsæjan, þó stundum væri stormurinn í fangið. Ég velti því fyrir mér, hvort verið geti, að okkur sé ætlaður afmarkaður tími hér á jörðu og ekki sé í mannlegu valdi að breyta því. Eftirlifandi eiginkonu, Önnu Stefánsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum sendi ég samúðar- kveðjur á sorgarstundu. Gísli Þór Pétursson. Jón Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.