Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 12
Nú geta viðskiptavinir Vínbúðanna (ÁTVR) valið um að kaupa marg- nota burðarpoka í Vínbúðunum á 150 krónur í stað plastpokanna. Árlega kaupa viðskiptavinir Vín- búðanna um 2,2 milljónir plastburð- arpoka, en nú geta þeir sem vilja vera umhverfisvænir nýtt sér þessa poka aftur og aftur. Margnota innkaupa- pokar í boði 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Í dag, þriðjudag, verður farið í óvissugöngu í Viðey. Það verður Jónas Hlíðar Vilhelmsson sem leiðir gönguna. Gangan verður létt og leikandi og ef til vill verð- ur áður óþekktum leyndarmálum ljóstrað upp. Gangan hefst kl. 19.30 við Viðeyjarstofu og tekur um eina og hálfa til tvær klukku- stundir. Leiðsögnin er ókeypis og öllum heimil og fá göngumenn Kristal í boði Ölgerðarinnar til að svala þorstanum. Í sumar verður kaffihúsið í Viðeyjarstofu opið á þriðjudags- kvöldum, en alla jafna er það op- ið til kl. 17.00. Aukaferðir eru til Viðeyjar á þriðjudögum svo þau kvöld geta gestir komið áður en leiðsögn hefst og borðað kvöld- mat í Viðeyjarstofu. Í göngulok er svo hægt að tylla sér aftur nið- ur við Viðeyjarstofu og fá sér hressingu áður en haldið er heim kl. 22.00. Siglt er frá Skarfabakka kl. 18.15 og 19.15. Gjaldið í ferjuna er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn 7-18 ára. Frítt er fyrir 6 ára og yngri. Óvissuganga í Viðey Flugmálastjórn Íslands mun sinna hefðbundnu eftirliti með loftflutn- ingum um verslunarmannahelgina. Segir stofnunin að markmiðið sé að flug gangi snurðulaust fyrir sig og að fyllsta öryggis sé gætt. Fylgst verður með því að eftir öllum reglum sé farið í hvívetna til að forðast flugatvik og slys og tryggja samkeppnisaðstöðu aðila. Líkt og undanfarin ár verður sér- staklega fylgst með starfsemi loft- fara í tengslum við þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum og munu eftirlitsmenn Flugmálastjórnar fylgjast með framkvæmd flugs til Vestmannaeyja. Áhersla verður lögð á að hafa eftirlit með því að flugmenn tryggi að loftför séu starfrækt innan þyngdartakmarkana og að útbún- aður loftfara sé samkvæmt gildandi reglugerðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tékkað inn Fylgst verður með því að flug- ið verði samkvæmt reglum um helgina. Ætla að tryggja öryggi flugfarþega Alþjóðlegt skátamót, World Scout Jamboree, verður haldið í Kristian- stad í Svíþjóð dagana 27. júlí - 8. ágúst nk. Mótið sækja 38 þúsund ungmenni á aldrinum 14-18 ára frá 159 þjóðum. Auk þess verða þús- undir fullorðinna sjálfboðaliða sem vinna að mótinu á einhvern hátt. Ís- lenski hópurinn samanstendur af 275 ungmennum og sveitarfor- ingjum 20 ára og eldri. 13 manna fararstjórn stýrir hópnum. Hundruð fara á skátamót ytra STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ágætar laxagöngur hafa verið um allt land frá því í síðasta stór- straumi upp úr miðjum mánuði. Veiðimenn og leigutakar sem rætt er við eru sammála um að veiðin og laxagöngur séu tíu dögum til þrem- ur mánuðum á eftir því sem verið hefur síðustu sumur, en það sé ekk- ert óeðlilegt. Veiðin sé í ágætu meðalagi. „Hér í Eystri-Rangá veiddust 70 laxar á laugardaginn en það var besti dagurinn í sumar. Það er stíg- andi í þessu,“ segir Einar Lúðvíks- son, umsjónarmaður árinnar. „Þetta er svolítið eins og gangur- inn í ánni árið 2007 – nema hvað það er heldur betra núna,“ bætir hann við og segir að 2007 hafi alls ekki verið slæmt ár, þá veiddust um 7000 laxar í Eystri-Rangá. „Ég hef því engar áhyggjur,“ segir Ein- ar. „Í fyrra var fiskurinn mjög snemma á ferðinni en nú virðist hann vera svona tíu dögum á eftir meðalárinu. Oft höfum við fengið fyrstu 70 laxana dagana um 13. júlí, en þeir geta verið hvenær sem er á tímabilinu 10. til 24. júlí. Eins og svo víða hefur verið hæg- ur gangur í laxveiðinni í Húseyjar- kvísl í Skagafirði framan af sumri, en þar er veitt á tvær laxastangir á efri hluta svæðisins, auk silunga- stanga sem eru neðar. Um fjörutíu laxar höfðu verið færðir til bókar fyrir helgi en á laugardag tók veið- in kipp er sjö laxar veiddust, allt lúsugir og kraftmiklir nýrenningar. Talsvert af laxi virðist vera á ferð- inni og sýndi hann sig víða, en eins og síðustu ár hefur veiðin verði best í Laxahyl og Togga. Þá fengu veiði- menn fallega urriða á silungasvæð- inu, suma yfir 50 cm langa. Stórir í Soginu Í Soginu fréttist líka af góðum göngum fyrir og um helgina. Á vef SVFR segir að veiðimenn í Alviðru hafi sett í sjö laxa á morgunvakt og landað þremur. Þá hafi verið stór- laxaveiði í Bíldsfelli, eftir tvo daga höfðu veiðimenn þar landað tólf löxum og fimm þeirra mjög vænum, frá fimm upp í tuttugu pund. Á sama tíma náðust fjórtán í Ásgarði. Góð bleikjuveiði í Öxarfirði Á sama tíma og sjóbleikjan virð- ist nánast horfin á svæðum á Vesturlandi, eins og í Hvítá, virðist vera mikið af bleikju í sumum norð- lensku ánum, þar á meðal í Fljótaá og í Brunná í Öxarfirði. Veiðimenn sem voru í síðarnefndu ánni í síð- ustu viku lönduðu 32 á þrjár stang- ir á tveimur dögum og voru margar rígvænar, á bilinu 52 til 57 cm. Birgir Snæbjörn Birgisson landaði þó langstærsta fiskinum, 69 cm bleikju sem tók Krókinn í Kvíarhyl, og var það löng barátta á stöng fyrir línu fjögur, áð- ur en flykk- inu, sem menn töldu slaga í hátt í tíu pund, var rennt aftur út í hylinn að myndatöku lokinni. Veiðin svolítið eins og 2007, en heldur betri Ljósmynd/Martin Bell Kröftugur lax Nýgenginn fjórtán punda hængur barðist um þegar honum var landað í Húseyjarkvísl í Skagafirði um helgina. Lax gekk af krafti í árnar á Norðvesturlandi, að sögn veiðimanna sem undu hag sínum vel. „Það var flottur dagur hjá okkur í gær en þá var um 50 löxum landað. Við erum að skríða yfir 620 laxa í heildina,“ segir Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki Mið- fjarðarár í Húnavatnssýslu. Eins og aðrir veiðimenn og leigutakar sem rætt var við, sagði Rafn mikið veiðast nú af nýgengnum fiski og lúsugum fiski, smálaxi og stærri í bland, en mest er veiðin í Miðfjarðar- ánni sjálfri, til að mynda náðist þar 21 lax á fyrri vaktinni í gær, en efri hlutar þveránna Austur- ár og Vesturár hafa verið lélegir, vegna vatnsleysis. Til að mynda bunkist lax í Túnhyl í Vesturá og í mörgum neðri hyljum Austurár en bíði eftir hressilegri rigningu til að halda áfram. Svolítið rigndi á sunnudag og um leið færðu laxar sig upp á efri svæð- in og tóku að veiðast þar. „Við höfum veitt 20 til 50 laxa á dag síðustu vikuna,“ seg- ir Rafn. „Það er ekki jafn mikil veiði og í fyrra en samt er það mjög fínt. Menn verða spilltir á jafn rosalegri töku og var hér síðustu tvö árin,“ segir hann og hlær. 50 laxa dag- ur í Miðfirði GÓÐ VEIÐI Í LITLU VATNI Martin Bell með ný- renning í Húseyjar- kvísl um helgina. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Konurnar sjö sem sakað hafa Gunn- ar Þorsteinsson, fyrrverandi for- stöðumann trúfélagsins Krossins, um kynferðislega áreitni munu senda erindi til fagráðs um kynferð- isbrot í þessari viku. Þær segjast enn standa við vitnisburð um hátterni Gunnars í þeirra garð. Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu hefur vísað frá kærum á hendur Gunnari. Saksóknari emb- ættisins telur ekki vera grundvöll fyrir frekari rannsókn á meintum brotum þar sem þau séu fyrnd. Þar með verði ekki gefin út ákæra á hendur Gunnari. „Þetta er búið að vera langur gangur um dimman dal en nú birtir til,“ sagði Gunnar í samtali við mbl.is og bætir við að hann gleðjist mjög yfir niðurstöðu málsins. „Það er ljóst að grundvöllur til frekari mála- rekstrar er ekki fyrir hendi sam- kvæmt niðurstöðu aðstoðarsaksókn- ara.“ Í bréfi frá aðstoðarsaksóknara hjá lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu segir að komi ný sakargögn fram í málunum, kunni rannsókn þeirra að verða tekin upp að nýju. Kærendum er einnig gefinn kostur á að kæra ákvörðun til ríkissaksókn- ara innan mánaðar. Í yfirlýsingu frá konunum sjö seg- ir að niðurstaða um frávísun máls vegna fyrningar sanni ekki sakleysi þess sem í hlut eigi. Þar segir svo orðrétt: „Frávísun sem byggð er á tímaramma eingöngu er engin nið- urstaða í sjálfu sér. Eina niðurstaðan hlýtur að vera sú að lög sem vernda gerendur kynferðisafbrota í ljósi tímans hljóta að vera gölluð.“ Kon- urnar sjá því engan annan kost en að senda erindi til fyrrnefnds fagráðs. Senda erindi til fagráðs  Meint kynferðisbrot Gunnars Þorsteinssonar eru fyrnd www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.