Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Margföld ólögleg svikamylla var til um- fjöllunar í grein And- reu Jóhönnu Ólafs- dóttur í Morgunblaðinu föstu- daginn 15. júlí sl. Þetta umræðuefni hefur verið eitt af þeim heitari hjá Ís- lendingum síðan 1979 þegar verðtrygging fjárskuldbindinga hófst. Margir hafa lagt orð í belg en manni sýnist að staðan bara versni og umræðan verður harð- skeyttari. Vísitala fjárskuldbindinga er það ef lán er tekið með ákvæðum um að lánveitandinn fái endur- greiðsluna verðbætta. Lánið er reiknað út á sama hátt og venju- lega en með raunvöxtum í stað nafnvaxta eins og um venjulegt óverðbætt lán á nafnvöxtum sé að ræða. Greiðslan er síðan verðbætt og hækkuð í samræmi við hækkun viðkomandi vísitölu greiðsludags. Þetta er ekki flókið og hægt að reikna út lán á vefsíðum margra fjármálastofnana óverðbætt. Það sem virðist síðan hafa gerst er að fjármálastofnanir hafa flækt málið alveg gríðarlega með margs- konar lánaleiðum eða tegundum lána svo sem jafngreiðslulán, lán með jafnar afborganir eða jafnar greiðslur og síðan þessar tvær leiðir með eða án verðbóta. Í við- bót við þetta eru sumir lánasamn- ingar þannig að verðbótum er bætt ofan á höfuðstólinn þannig að lántakinn finnur lítið sem ekkert fyrir því við hver mánaðamót þeg- ar gríðarleg verðbólga geisar í landinu. Verðbótum er bara hlaðið ofan á höfuðstól lánsins og eign fólks gufar upp á stuttum tíma. Til viðbótar ofangreindum leik- fléttum með lánin eru lán ýmist reiknuð þannig að allur höfuðstóll- inn er uppreiknaður með verðbót- um um hver mánaðamót þannig að lántakinn sjái í hverju höfuðstóll lánsins stendur með öllum eldri verðbótum hlaðið ofan á höfuðstól- inn og allt uppreiknað til dagsins sem greiðsluseðillinn er gefinn út með vöxtum og verðbótum. Þetta flækir málið en á að gefa sömu niðurstöðu og venju- legir útreikningar sýna einungis verð- bætur á mán- aðargreiðslurnar. Til að útfæra þess- ar nýju leikfléttur réðu bankarnir haug af alls konar stærð- fræðingum og sér- fræðingum, helst með doktorspróf þar sem allar þessar leiðir voru útfærðar og virð- ist þetta hafa fært bönkunum endalausa peninga í gegnum verðbótakerfið og leikflétturnar enda var Íslands- banki núna að skila miklum hagn- aði. Þetta er að gerast þrátt fyrir gífurlegar launahækkanir í banka- kerfinu og enginn samdráttur er í glæsihúsnæði bankanna. Allar þessar leikfléttur og reiknikúnstir eru komnar óravegu frá upphaflega markmiðinu sem var bara að verðbæta greiðslu hvers mánaðar og ekkert annað. Allt átti að vera eins og það var nema að lánveitandinn fengi sitt til baka eins og verið hafði en nú verðbætt og gat reyndar ekki ver- ið einfaldara enda lækkuðu vextir á móti í raunvexti þannig að hugs- unin var að lánveitandinn greiddi þannig talsverðan hluta af verð- bótunum með lægri útlánavöxtum. Báðir hefðu hag af en lántakinn tæki þó alla áhættu af verð- sveiflum. Með upphaflegu útfærslunni er ekkert verið að ræða um verðbæt- ur höfuðstóls, afborgana eða vaxta sérstaklega og að allt sé marg- verðbætt í svikamyllu heldur að afborgunin (greiðslan) sé leiðrétt með einni margföldun miðað við hlutfallshækkun vísitölu gjalddag- ans. Einfaldara gat það ekki verið. Í allri ofangreindri flækju bank- anna þar sem hugsanlegt er að margt fleira gæti verið inni í flækjulánakerfi þeirra þá nefnir Andrea að það þurfi að setja inn 30% til 35% vexti í reiknivélarnar til að fá út sömu niðurstöðu og um væri að ræða 5% raunvexti og 7% verðbætur. Samkvæmt því hafa bankarnir eða þeirra hálærðu spekingar fundið upp einhverjar enn meiri flækjur sem hafa hækk- að lánin og enginn skilur. Andrea talar um að það sé meiri verðbólga í þeim löndum sem hafa verðtryggingu. Það ætti ekki að vera, heldur öfugt ef vextir lækka með verðtryggingu. Hafa þá lána- stofnanir komist upp með allt of háa vexti þegar um verðbætta samninga er að ræða? Hvar liggur svona gríðarleg skekkja? Auk þess er auðvitað hugsanlegt að vísitölugrundvöllurinn sé rang- ur. Allar vörur og verð sem eru sett inn í vísitöluna eru með fjár- magnskostnaði. Ef fjármagns- kostnaður er ekki dreginn frá við vísitöluútreikninga er alltaf verið að verðbæta fjármagnskostnað vöruverðs sem er jafnvel 10% til 15% inni í vöruverði þó að sá þátt- ur hækki ekkert. Hækkanir liggja bara í hækkun rekstrar- eða fram- leiðsluliða svo sem efnis og vinnu. Þetta ýtir sjálfkrafa á verðbólg- una. Nýju hálaunuðu og -menntuðu sérfræðingarnir í bönkunum stað- settir í gullhöllum bankanna voru því ekki ráðnir í það verkefni að margfalda þessa einu tölu sem er til greiðslu um hver mánaðamót. Nei, væntanlega eru þeir að pæla það út hvernig bankinn gæti grætt á fólkinu en það var einmitt til- gangur einkavæðingar bankanna að breyta þeim úr útlána- og bankastofnunum í gróðastofnanir. Að öðrum kosti hefði ekki verið hægt að selja þá á markaði. Það er algerlega ljóst að allt þetta kerfi er komið í ógöngur og þarfnast algerrar endurskoðunar. Fólk getur ekki lengur fjármagnað íbúðir sínar með þeim lánamögu- leikum sem bjóðast í landinu. Laun almennings verður að verð- tryggja og afleggja þessar leik- fléttur bankanna. Margföld ólögleg svikamylla? Eftir Sigurð Sigurðsson » Allar þessar leik- fléttur og reikni- kúnstir eru komnar óra- vegu frá upphaflega markmiðinu sem var bara að verðbæta greiðslu hvers mánaðar og ekkert annað. Sigurður Sigurðsson Höfundur er Cand. Phil. byggingaverkfræðingur. Rangfærslur Ög- mundar Jónassonar um samgöngumál Fjarðabyggðar vöktu hörð viðbrögð hjá framkvæmdaráði Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi. Til að bíta höfuðið af skömminni fór ráð- herrann erindisleysu austur á firði til að hrella heimamenn undir því yfirskini að á hverjum degi væri umferðin milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar alltof lítil til þess að hægt væri að réttlæta fyrirhuguð Norðfjarðargöng sem þurfa að leysa af hólmi einbreiðu Oddskarðs- göngin. Nógu slæmt er ástandið í sam- göngumálum fjórðungsins til að heimamenn á Egilsstöðum, Héraði, Seyðisfirði og Norðfirði sem vinna hjá Alcoa telji öruggara að flytja lög- heimilin sín til Reyðarfjarðar vegna þess að illviðri- og snjóþyngsli sem engin sér fyrir hamla því að hægt sé að treysta vegunum á Fjarðarheiði, Fagradal og á báðum leiðunum upp að einbreiðu slysagildrunni í 620 m hæð. Sömu fréttir berast líka frá íbúum suðurfjarðanna sem telja varasamt að treysta Kambaskrið- unum milli Breiðdalsvíkur og Stöðv- arfjarðar. Héðan af gengur það aldr- ei að enginn flutningabíll komist óhappalaust í gegnum slysagildruna milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar þegar Ögmundur Jónasson, Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Her- bertsson neita að flytja á Alþingi til- lögu um að framkvæmdir við ný og tvíbreið Norðfjarðargöng skuli hefj- ast á undan Vaðlaheiðargöngum sem þessir tveir landsbyggð- arþingmenn vilja fórna fyrir hálend- isveginn og Héðinsfjarðargöng. Þessir þingmenn Norðaust- urkjördæmis geta ekki krafist þess að heimamenn á suðurfjörðunum sem búa á svæðinu milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur keyri um 400 km báðar leiðir til að treysta á stóra Fjórðungssjúkrahúsið þegar óhjá- kvæmilegt er að stöðva alla umferð í Kambaskriðum vegna slysahætt- unnar sem er alltof mikil. Með stað- setningu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað verður áfram séð til þess að meirihluti Austfirðinga skuli næstu áratugina sækja læknisþjón- ustuna til Reykjavíkur eða Akureyr- ar þegar innanríkisráðherra og þessir tveir flokksbræður svara öll- um spurningum heimamanna um ný Norðfjarðargöng með útúrsnúningi og hnútuköstum undir því yfirskini að enn fleiri íbúar séu í nýja sveitar- félaginu norður á Tröllaskaga held- ur en á Mið-Austurlandi. Neikvæð umfjöllun Ögmundar Jónassonar, Kristjáns Þórs Júl- íussonar og Tryggva Þórs Herberts- sonar um samgöngumál Fjarða- byggðar segir ekkert að tvíbreið jarðgöng í stað ein- breiðu slysagildrunnar í Oddskarði skuli end- anlega víkja fyrir Vaðlaheiðargöngum sem Eyfirðingar og Þingeyingar hafa barist gegn síðan 1973. Of lengi hafa fyrrverandi þingmenn Norðurlands eystra sýnt Héðins- fjarðargöngum og há- lendisveginum enn meiri áhuga sem trygg- ir aldrei öruggar heils- árssamgöngur milli Reykjavíkur og Akureyrar. Án jarðganga í Fjarða- byggð treysta heimamenn sem búa norðan Fagradals og á suðurfjörð- unum aldrei á stóra Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað þegar Vegagerðin gefst upp á snjómokstri á báðum leiðunum upp að gömlu Oddskarðsgöngunum og á þjóðvegi 1 milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Á Djúpavogi telja stuðningsmenn Axarvegar miklu ódýrara að byggja frekar nýtt Fjórðungssjúkrahús á Egilsstöðum. Í stað þess að taka þetta mál upp í samgöngunefnd og svara spurn- ingum Norðfirðinga kjósa þing- mennirnir Tryggvi Þór og Kristján Þór frekar að þegja yfir erindisleysu Ögmundar sem fór austur á land að- eins til að ergja heimamenn með þeim falsrökum að engir peningar væru til handa Norðfirðingum. Á meðan engin jarðgöng á Mið- Austurlandi eru til umræðu hjá Ög- mundi og þessum tveimur lands- byggðarþingmönnum sem sjá bara Akureyri mun íbúatala Fjarða- byggðar þrefaldast næstu fimmtán árin þegar Egilsstaðabúar, Hér- aðsbúar, Norðfirðingar og Seyðfirð- ingar sem vinna hjá Alcoa flytja lög- heimilin sín til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fyrir Norðfirðinga gengur það aldr- ei að þeir sitji uppi með flugvöll sem uppfyllir ekki hertar öryggiskröfur. Tilgangslaust er fyrir stjórnendur Alcoa að treysta á Fjórðungssjúkra- húsið í Fjarðabyggð þegar illviðri hamlar því að hægt sé að moka báð- ar leiðirnar upp að einbreiðu slysa- gildrunni í Oddskarði ef neyð- artilfelli kemur upp í Álverinu á Reyðarfirði. Slasaður starfsmaður sem þarf að komast í sjúkraflug frá Egilsstaðaflugvelli til Reykjavíkur lendir í sjálfheldu þegar blindbylur og mikil snjódýpt á Fagradal skapar vandræði. Erindisleysa Ögmundar Jónassonar Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Án jarðganga í Fjarðabyggð treysta heimamenn sem búa norðan Fagradals og á suðurfjörðunum aldrei á stóra Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað … Höfundur er farandverkamaður. Kvennalandslið Japans í knatt- spyrnu, „Nadeshiko“ Japans, vann í fyrsta sinn heimsmeistaratitilinn á dögunum. („Nadeshiko“ er blóm sem er kallað „dianthus“ og oft notað sem tákn japanskrar konu á meðal Jap- ana). Japan spilaði úrslitaleikinn á móti sterku bandarísku liði, sem í raun stjórnaði leiknum 80% af leik- tímanum. En þrátt fyrir það unnu japönsku stelpurnar leikinn. Sigurinn var óvæntur fyrir marga í heiminum. Margir fjölmiðlar fjölluðu um sigurinn sem verkefni: „Japanska liðið hafði sérstakt verkefni, að færa gleði og von til þjóðar sinnar sem þjáðst hefur vegna stóru jarðskjálft- anna og flóðbylgnanna.“ Mér finnst þetta vera rétt ábend- ing. Eftir úrslitaleikinn sagði Norio Sasaki, þjálfari liðsins, að liðið hefði annað erindi fyrir utan fótboltann sjálfan. Það væri að sýna heiminum þakklæti fyrir þann stuðning sem hann hefði sýnt japönsku þjóðinni eftir hamfarirnar og einnig að gefa Japönum von og kraft fyrir framtíð- ina. Fyrir nokkrar af stelpunum virðist þetta markmið jafnvel hafa verið enn persónulegra. Eftir því sem ég best veit voru þrjár þeirra frá ham- farasvæðinu auk Sasaki, þjálf- arans. Miðvörð- urinn, Aya Sam- eshima, nr. 15, tilheyrði t.d. fót- boltaliðinu „To- kyo Electricity“ og starfaði í því kjarnorkuveri sem olli geislalekanum eftir jarð- skjálftann. Í ljósi aðstæðna þurfti Aya að velta fyrir sér hvað væri rétt og rangt. Hún var í æfingabúðum sem voru langt í burtu frá hamfarasvæðinu en sendi skeyti til móður sinnar: „Má ég æfa mig í fótbolta á meðan margir eiga í erfiðleikum? Er ekki eitthvað að?“ Hún var lömuð af sektarkennd. En þeir sem hvöttu hana og sögðu að Aya mætti halda áfram að æfa voru fólk á hamfarasvæðinu sjálfu. „Hið besta sem þú getur gert fyrir okkur er að sýna okkur góðan fótboltaleik. Gefðu okkur gleði og von!“ Svo sann- arlega svaraði Aya fólkinu með því að sýna sitt besta. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir ekki að við skulum aðlaga okk- ur að manneskju sem stendur frammi okkur núna. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Sorg manna og gleði, erf- iðleikar fólks og fagnaðarefni er allt tengt hvað við annað á einhvern hátt. Sorg getur verið kraftur til að breyta neikvæðum raunveruleika í jákvæða átt og fögnuður verður næring fyrir nýja von. Þess vegna megum við ekki horfa fram hjá erfiðleikum annarra og við skulum ekki hika við að fagna fagnaðarefnum með öðrum. Japanska þjóðin upplifði bæði sorg og gleði á stuttu tímabili. Við grétum og grétum, en núna er Japan full af gleði og fögnuði. Þetta tvennt er sjálfstætt hvort gagnvart öðru, en samt tengist það víst gegnum mann- eskjur sem hafa huggun til nágranna og kærleika. Mig langar að þakka „Nadeshiko“- stelpunum fyrir þessi ómetanlegu skilaboð og einnig vil ég taka undir þakkir fyrir þá samstöðu sem fólk um allan heim sýndi Japan og kom svo berlega í ljós í heimsmeistarakeppn- inni. TOSHIKI TOMA, prestur innflytjenda. „Nadeshiko“ Japan og þakklæti Japana til heimsins Frá Toshiki Toma Toshiki Toma Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.