Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Sú staðreynd að karlmönnum í vinnu hafi fækkað um 1.200 milli ára er mjög alvarleg að mati Kristjáns Möll- er, alþingismanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra. „Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að þörf sé á frekari framkvæmdum, þar á meðal á vegum hins opinbera, og staða atvinnumála styrkir mig í þeirri trú,“ segir Kristján. „Til að vinna okkur upp úr þeirri kreppu sem við eigum nú í höggi við þurfum við á hagvexti að halda, ekki skattahækkunum eða frekari niður- skurði í opinberum útgjöldum. Á krepputímum á ríkið að stíga fram og auka framkvæmdir, rétt eins og það á að halda að sér höndum í þeim efnum þegar uppgangur er.“ Kristján segir að opinberar fram- kvæmdir hafi verið mikilvægur þátt- ur í stöðugleikasáttmálanum, sem gerður var árið 2009, en efndir hafi ekki orðið í samræmi við hann. „Fyrir því eru margar ástæður og er hluta þeirra að finna hjá ríkisvald- inu. Sumir hlutir taka allt of langan tíma í flóknu stjórnkerfi og má sem dæmi nefna kröfur um umhverfismat og álit frá Umhverfisstofnun. Þessir hlutir eru vissulega nauðsynlegir, en stundum má gefa hlutum forgang, ekki síst á tímum sem þessum.“ Kristján segir að töfina á opinber- um framkvæmdum sé ekki eingöngu hægt að skrifa á misjafnar skoðanir milli og innan stjórnarflokkanna. „Ef sú væri raunin væri lausnin í raun einföld, en vandamálin eru flókin. 80 milljarðar í bætur Framkvæmdir sem verið var að tala um fyrir um þremur árum eru ekki enn komnar af stað og það er hreinlega ekki nógu góð frammistaða. Hvað varðar Helguvík er þegar búið að fjárfesta um 40 milljarða þar og að- ilar eiga til aðra 50 milljarða í sjóðum til að klára verkið. Allt að 1.500 störf myndu skapast nokkrum mánuðum eftir að framkvæmdir hæfust þar, en ekki er bara við ríkisvaldið að sakast í því dæmi. Þar valda einnig deilur milli sveitarfélaga sem og milli Norðuráls og Magma.“ Bendir Kristján á að frá banka- hruni hafi ríkið þegar greitt um 80 milljarða í atvinnuleysisbætur. „Það er tvöföld sú upphæð sem ætlað var í samgönguframkvæmdir í stöðug- leikasáttmálanum á núverandi verð- lagi. Hver atvinnulaus maður kostar ríkið 2,5 milljónir í bætur á ári en ef unnið væri eftir forskrift stöðugleika- sáttmálans væri hægt að skapa um 2.000-2.500 störf.“ Kristján segir að ofan á þetta bæt- ist svo óvissa varðandi fiskveiðistjórn- un. „Þjóð sem á í eins miklum vand- ræðum og við verður að nota sínar auðlindir. Við verðum að vaxa úr vandanum og auka tekjur ríkissjóðs með aukinni verðmætasköpun í stað þess að hækka skatta eða skera niður endalaust.“ Of flókið stjórnkerfi tefur framkvæmdir  Kristján Möller gagnrýnir töf á opinberum framkvæmdum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Störf Kristján segir mörg störf skapast við auknar framkvæmdir. Í júní 2011 voru 137 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 99 fyrirtæki í júní 2010, sem jafn- gildir rúmlega 38% fjölgun milli ára. Flest gjaldþrot voru í byggingar- geiranum og í verslun og viðgerðum ökutækja. Fyrstu 6 mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 839 sem er um 51% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 555 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta, sam- kvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands. Nýskráningum fyrirtækja fækkar milli ára. Í júní 2011 voru skráð 145 ný einkahlutafélög samanborið við 150 einkahlutafélög í júní 2010, sem jafngildir um 3% fækkun á milli ára. Eftir atvinnugreinum voru flest einkahlutafélög skráð í verslun og bifreiðaviðgerðum. Heildarfjöldi nýskráðra einka- hlutafélaga er 841 fyrstu 6 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækk- að um rúm 6% frá sama tímabili árið 2010 þegar 899 ný einkahlutafélög voru skráð. Gjaldþrotum fjölgar mikið 50% aukning á fyrri hluta ársins Þrot Mikið um þrot í byggingariðnaði. Morgunblaðið/Golli Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Verðbólga mældist 5% í júlímánuði þrátt fyrir umtalsverð útsöluáhrif á verðlag. Verðbólgan hefur ekki mælst meiri síðan í júní í fyrra. Þá mældist hún 5,7% á ársgrundvelli. Vísitala neysluverðs hefur farið stig- hækkandi það sem af er ári en verð- bólgan í janúar var 1,8% og sam- kvæmt mælingu Hagstofunnar mælist þrigga mánaða verðbólga nú 6,3%. Það sem dró verðbólguna áfram í júlí voru hækkanir á innfluttum vörum auk hækkana á innlendum vörum og grænmeti. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar hækkuðu innlendar vörur og grænmeti um 6,1% á tólf mánaða tímabili í júlí. Hækkunin á innfluttum vörum nam 4,2% í mánuðinum og 4,1% á dagvöru. Mikil hækkun kjarnaverðbólgu Það sem vekur athygli við mælingu Hagstofunnar er að kjarnaverðbólga þrjú – mæld verðbólga að frátöldum áhrifum skatta, sveiflukenndra þátta svo sem matvæla og bensíns, opin- berrar þjónustu og vaxtagreiðslna húsnæðislána – mælist nú 3,39% á tólf mánaða tímabili og hefur hún hækkað umtalsvert á liðnum mánuð- um. Í marsmánuði var kjarnaverð- bólgan til að mynda 1,3% samkvæmt Seðlabankanum. Þessi þróun þýðir að áhrif ný- gerðra kjarasamninga eru farin að koma fram í verðbólgumælingum. Það ásamt horfum á hærri verð- bólgumælingum þegar útsöluáhrifa gætir ekki ætti að benda til þess að verðbólga komi til með aukast enn frekar á næstu mánuðum. Umalsverðar líkur verða því að teljast á því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti á næstu mánuðum. Hinsvegar er óljóst hverju slík hækkun á að skila þar sem verðbólgan nú er ekki dregin áfram af eftirspurn heldur fyrst og fremst af vaxandi kostnaði. Umtalsverð hækkun kjarnaverðbólgu  Verðbólgan 5% á ársgrundvelli  Kjarnaverðbólga 3,4% í júlímánuði Morgunblaðið/Ásdís Dýrtíð Útlit er fyrir áframhaldandi hækkanir á verðlagi. Nýtt neyðarlán handa grískum stjórnvöldum mun veikja lánshæfi annarra evruríkja og eru þau hag- kerfi sem standa sterkast að vígi þar ekki undanskilin. Matsfyrirtækið Moody’s varaði við þessu í gær á sama tíma og það lækkaði lánshæf- iseinkunn gríska ríkisins um þrjú þrep. Einkunnin er nú Ca og end- urspeglar hún það álit Moody’s að ríkið sé nú þegar í greiðsluþroti. Fram kemur í greinargerð Moo- dy’s að þrátt fyrir að þær aðgerðir sem leiðtogar evrusvæðisins komu sér saman um í síðustu viku vegna skuldakreppunnar hafi að einhverju marki dregið úr líkum þess að hún dreifist út, enn frekar, muni þær hafa neikvæð áhrif á lánshæfi evru- ríkjanna. Fram kemur í umfjöllun Financial Times að fjárfestar hafi móttekið þetta sem skilaboð um að lækkun lánshæfismats ríkja á borð við Ítalíu og Spán kunni að vera yf- irvofandi. Aðgerðunum sem samþykktar voru var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að vandinn breiddist til þessara tveggja ríkja. Hinsvegar liggur ekki fyrir með skýrum hætti hvernig neyðarsjóðum evrusvæðis- ins verður beitt og til hvaða úrræða verður gripið til þess að afstýra því. Ennfremur varð sú ákvörðun í síð- ustu viku að stækka ekki björgunar- sjóð evrusvæðisins ekki til að auka tiltrú fjárfesta. Hann nemur tæpum 500 milljörðum evra og að öllu óbreyttu myndi hann ekki duga til ef annaðhvort Ítalía eða Spánn þyrfti á neyðarfjármögnun að halda. ornarnar@mbl.is Aðgerðirnar gættu leitt til verra lánshæfis evruríkja  Moody’s lækkar lánshæfiseinkunn gríska ríkisins aftur Reuters Grikkland Fjárfestar halda sig frá gríska hagkerfinu. ● Helstu hlutabréfamarkaðir hafa litast af áhyggjum fjárfesta af stöðu mála í Bandaríkjunum en ekki hefur enn tek- ist að ná samkomulagi um gerð fjárlaga þar í landi. Deilt er um hvernig eigi að draga úr halla á fjárlögum og hve hratt það eigi að gerast. Í Lundúnum lækkaði FTSE vísitalan um 0,16% og í París lækkaði CAC vísi- talan um 0,77 prósent. Þá veiktist doll- arinn gagnvart evru og hefur ekki verið veikari gagnvart japanska jeninu í fjóra mánuði. Gullverð er hins vegar í hæstu hæðum enda hafa fjölmargir fjárfestar leitað á náðir þess. Er únsan nú seld á 1.612,5 dali. Fjárfestar hafa áhyggjur af Bandaríkjunum ● Framleiðsla dróst saman um 38% á fyrsta árs- fjórðungi hjá bíla- framleiðandanum Toyota í Japan vegna nátt- úruhamfaranna þann 11. mars síð- astliðinn. Sala í Japan dróst saman um 41% á síðustu sex mánuðum. Japanskir bílaframleiðendur hægðu á framleiðslu eða lokuðu verksmiðjum tímabundið í Japan sem olli skorti á varahlutum. Toyota framleiðir minna ● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,33 prósent í viðskiptum gær- dagsins og endaði í 208,79 stigum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,37 prósent og sá óverðtryggði um 0,24 prósent. Velta á skuldabréfamark- aði nam 8,4 milljörðum króna. Nær engin viðskipti voru með hluta- bréf í Kauphöllinni, en úrvalsvísitala hennar lækkaði um 0,31 prósent. Bréf Marels lækkuðu um 0,78 prósent, bréf Icelandair um 0,2 prósent en Atlantic Petroleum hækkaði um 0,29 prósent. Lækkanir í kauphöll Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +/0-1/ +.+-10 ..-+/1 .+-./2 +/-+20 +21-.3 +-20+0 +/2-23 +3,-13 ++,-14 +/0-/2 +.+-01 ..-.2/ .+-120 +/-. +21-33 +-203 +/,-5+ +3,-/. ..+-034. ++,-33 +//-1 +..-54 ..-1+1 .+-2+ +/-.,1 +22-53 +-2/51 +/,-,3 +33-./ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.