Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 4
Fjöldamorð í Noregi4 Morgunblaðið/Ómar Þögn Heyra hefði mátt saumnál detta á gljáfægt marmaragólf Landsbankans í Austurstræti, þegar viðskiptavinir og starfsfólk bankans minntust fórnarlamba skotárásanna í Útey með einnar mínútu þögn í gærmorgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna hvöttu landsmenn sína til að minnast þeirra látnu með þessum hætti og var m.a. víða gert hlé á útsendingum fjölmiðla vegna þessa. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Norðurlandabúar sameinuðust í einn- ar mínútu þögn klukkan tíu í gær- morgun og minntust fórnarlamba fjöldamorðanna í Útey í Noregi. Hjálparstarfsmenn við Útey voru meðal þeirra sem lögðu niður störf, en þeir leita enn þeirra sem saknað er eftir voðaverkin. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra, hvatti Íslendinga til að sýna norsku þjóðinni samstöðu og samhug með þessu móti og það sama gerðu forsætisráðherrar hinna Norður- landanna. Víða um land lögðu menn niður störf og hugsuðu með hlýhug til þessara frænda okkar og margir hafa tjáð hluttekningu sína á sam- skiptasíðum, skrifað í minning- arbækur og lagt blóm á tröppur norska sendiráðsins. Minningarbók mun liggja frammi í sendiráði Noregs klukkan 10-12 og 14-16 í dag og á morgun. Vinir og samstarfsfólk Fólkið, sem var myrt í Útey var þar á vegum AUF, æskulýðssamtaka norska Verkamannaflokksins. Ungir jafnaðarmenn á Íslandi eru í miklu samstarfi við AUF og hafa oft farið á mótin í eyjunni, að sögn Guðrúnar Jónu Jónsdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna. „Þarna létust margir sem ég og aðrir hérna þekkja; þetta voru kunningjar, vinir og sam- starfsmenn í pólitík“, segir Guðrún. „Það er ekki hægt að út- skýra tilfinningarnar sem við finnum fyrir. Svona illska er eitthvað sem maður vonaði að maður þyrfti aldrei að skilja.“ Aukið lýðræði er eina svarið „Ég held að þetta eigi eftir að styrkja allar jákvæðar pólitískar hreyfingar sem berjast gegn illsku í garð annarra. Eina leiðin til að svara þessu er með meira lýðræði,“ segir Guðrún. Á morgun hefst alþjóðamót ungra jafnaðarmanna í Vín, þar sem saman koma ungmenni frá öllum heims- hornum, einnig frá Íslandi. „Örygg- isgæsla verður aukin, en það verða ekki vopnaðir verðir í kringum okkur. Það er okkar allra að standa saman og láta ekki eyðileggja þetta samfélag sem við eigum saman.“ Guðrún segir að ungir íslenskir jafn- aðarmenn muni einnig taka þátt í landsþingi í Svíþjóð í næstu viku. „Við ætlum að standa með vinum okkar og megum ekki láta bugast.“ Guðrún segir að ungir jafn- aðarmenn í Noregi séu mjög áber- andi í þjóðfélagsumræðunni þar í landi. „Þetta eru krakkar sem hafa verið að berjast fyrir friði og jafnrétti fyrir alla, fyrir opnu samfélagi og það snertir ákveðin gildi fámenns hóps, sem telur að verið sé að ráðast á sig. Það var ekki bara verið að ráðast á þessa krakka, það var verið að ráðast á norræn gildi; gildi sem allur heim- urinn er að berjast fyrir. Þetta eru öll sameiginlegu gildin okkar.“ Árás á sameiginleg gildi  Mikil sorg meðal Ungra jafnaðarmanna á Íslandi, sem misstu nána samstarfsfélaga og vini  „Það var ekki bara verið að ráðast á þessa krakka, það var verið að ráðast á norræn gildi“ Guðrún Jóna Jónsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Eva Oliversdóttir, starfs- maður á vespuleigu, segir að það taki á að fylgjast með fréttaflutningnum af ódæð- unum í Noregi, hryllingurinn sé slíkur. „Það er ekki bara af því að þetta er ungt fólk á svipuðum aldri og ég; heldur einfaldlega vegna þess hvað þetta er skelfilegt. Ég hef hugsað mikið til Norðmanna um helgina, en ég veit ekki hvort ég ætti að vera hrædd, ég held að svona gæti gerst hvar sem er.“ Erfitt að horfa á fréttir Sophie Thillanter og Tina Tetto hafa fylgst náið með fréttaflutningi af ódæð- isverkunum í Útey. „Auðvit- að hefur þetta áhrif á okkur; að sjá myndirnar af grátandi fólki. Þetta er skelfilegt,“ segir Tina. „Mér finnst einna hrylli- legast að þetta séu börn og unglingar,“ segir Sophie. „Ég hef alltaf litið á Noreg sem svo öruggt land, manni finnst líklegra að svona ger- ist í London eða New York.“ Hefur mikil áhrif á okkur „Ég hef hugsað mikið til Norðmanna undanfarna daga,“ segir Jens Guð- mundur Jensson skipstjóri. „Ég hef fylgst mjög grannt með fréttaflutningnum. Ég bjó í Noregi í 19 ár og á þar dóttur, tengdason og barna- börn. Þetta er hryllingur, það er bara þannig. Ég er nokkuð smeykur við keðju- verkanir eftir þetta, því það eru nýnasistahreyfingar og annað slíkt starfandi víða á Norðurlöndunum.“ Hugsa til Norðmanna „Ég er mjög sorgmæddur yf- ir þessu og hef hugsað mikið til Norðmanna,“ segir Hilm- ar Már Aðalsteinsson, versl- unarmaður. Hann er stað- ráðinn í að láta þessa hörmulegu atburði ekki breyta viðhorfum sínum. „Ég hef fylgst með fréttaflutn- ingi og við höfum rætt þetta mikið innan fjölskyldunnar. Þetta hefur svo sannarlega áhrif á mig. En ég er ákveð- inn í að láta þetta ekki hafa neikvæð áhrif á mig.“ Íslendingar sýna Norðmönnum hluttekningu og hlýju á sorgartímum. „Það eina sem hægt er að gera er að halda áfram að treysta fólki“ Mjög sorg- mæddur „Maður er auðvitað búinn að vera að fylgjast með frétt- unum,“ segir Ólafur Kristinn Steinarsson, starfsmaður Vífilfells. „Ég á fjölskyldu í Noregi og hef verið í sam- bandi við þau. Maður veit aldrei hvað getur gerst. Fyrst þetta kom fyrir þarna, þá gæti þetta líka gerst hérna. Innflytjendamál eru að vísu meira mál í Noregi, en þetta snýst ekkert um það, heldur fyrst og fremst um mann sem er ekki heill.“ Gæti líka gerst hérna „Þetta hefur mikil áhrif á mig. En mér finnst öll við- brögðin og fréttaflutning- urinn sýna hvað við erum sterk, hvað við stöndum vel saman,“ segir Maríanna Damm Vang sem starfar hjá Póstinum. Hún segist hafa fylgst vel með fréttum um helgina. „Það er ekki hægt að stöðva fólk sem er ákveðið í að gera svona hluti. Það eina sem við getum gert er að hugsa jákvætt og halda áfram að treysta fólki.“ Við stöndum vel saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.