Morgunblaðið - 06.08.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.08.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Maður sem fyrr í vikunni var úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um nauðgun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var færður fyrir dómara í gær þar sem farið var fram á framlengingu gæslu- varðhalds hans. Dómari við Hér- aðsdóm Suðurlands tók sér frest þangað til í dag til þess að ákveða hvort fallist verði á kröfu lögreglu um fjögurra vikna framlengingu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn kynferðisbrotamálanna sem upp komu á Þjóðhátíð, en hún rökstuddi beiðni um framlengingu með vísan til almannahagsmuna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hefur maðurinn áður gerst sekur um kynferðisbrot, og ástæða sé til þess að ætla að hann brjóti af sér á ný. Því sé mikilvægt að hafa hann í haldi á meðan ákæra er útbúin. Lögreglan hefur fjögur kynferðisbrotamál til rannsóknar eftir hátíðina, en tvö þeirra hafa þegar verið kærð. einarorn@mbl.is Vilja framlengja varðhald vegna al- mannahagsmuna Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áformaðar stórframkvæmdir í vega- gerð á Suðvesturlandi, m.a. með breikkun Suðurlands- og Vestur- landsvegar, hafa nú í annað sinn á tveimur árum verið slegnar út af borðinu vegna andstöðu við veggjöld. Starfshópur stjórnvalda og ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sem skipaður var í tengslum við gerð kjarasamn- inga í byrjun maí, og finna átti út- færslur á fjármögnun þessara fram- kvæmda, hefur ekki leitað annarra leiða til fjármögnunar. Hópurinn hef- ur ekki komið saman frá því að tveir fundir voru haldnir í byrjun sumars eftir að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu sína. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra lýsti þá þegar andstöðu sinni við hugmyndir um innheimtu vegtolla og sagði í samtali í gær að það hefði komið mjög skýrt fram að almenningur væri andvígur því að vegtollar yrðu teknir upp til að greiða niður kostnað við þessar framkvæmd- ir. Þetta væri því ekki lengur inni í myndinni. Fulltrúar í starfshópnum hefðu ekki komið með neinar nýjar hugmyndir aðrar á fundunum og því væri málið til lykta leitt á þeim vett- vangi. Ögmundur bendir á að ríkið verji mörgum milljörðum til annarra verkefna í vegamálum og fráleitt sé að halda því fram að um brigður á samkomulagi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sé að ræða. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að innanrík- isráðherra hafi slegið þessar hug- myndir af og ljóst sé orðið að Ögmundur muni ekki taka þátt í að vinna þær áfram. „Hann stöðvaði þetta algjörlega,“ segir Vilhjálmur „Við erum mjög ósáttir við þetta því við töldum að það væri vilji ríkis- stjórnarinnar að þetta næði fram að ganga enda búið að tala um þetta mál frá því sumarið 2009.“ Núna sé rétti tíminn til að ráðast í þessar stórframkvæmdir þegar fjár- festingar í landinu eru í lágmarki. Funda um efndir stjórnvalda Innan ASÍ líta menn svo á að þess- ar framkvæmdir séu í lausu lofti, og sama eigi við um fleiri stórfram- kvæmdir, sem fyrirheit eru gefin um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Mikil óánægja er innan launþegasamtak- anna vegna þessa. „[Ögmundur] er á móti allri fjármögnun nema þessari hefðbundnu opinberu fjármögnun sem er ekki til staðar,“ sagði viðmæl- andi í ASÍ í gær. Forysta ASÍ fundar væntanlega í næstu viku um efndir stjórnvalda á loforðum sem gefin voru við gerð kjarasamninganna. Fyrirheitið var slegið af  Starfshópur sem átti að finna leiðir til að fjármagna stórframkvæmdir í vega- gerð á suðvesturhorninu hefur lagt upp laupana  Mikil óánægja innan ASÍ og SA Starfshópurinn » Við gerð stöðugleikasátt- málans í júní 2009 var gefin út yfirlýsing um breikkun stofn- brautanna út frá höfuðborg- inni. Starfshópur átti að skila af sér þá um haustið. Engin niðurstaða fékkst. Viðræður um þátttöku lífeyrissjóða runnu út í sandinn í fyrra. » Starfshópur sem skipaður var í vor heyrir sögunni til. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Krakkar úr skákakademíu Reykjavíkur munu tefla skákmaraþon við gesti og gangandi til styrktar hjálp- arstarfi Rauða krossins í Sómalíu um helgina. Í Sómal- íu og nálægum löndum geisar nú hungursneyð og börn deyja úr vannæringu á degi hverjum. Donika Kolica fer fremst í flokki hinna ungu skák- snillinga, fimmtán ára Reykjavíkurmær sem æft hefur skák í þrjú ár og þykir afar efnileg. Hún hefur búið hér á landi frá tíu ára aldri, en fluttist hingað frá Kosovo árið 2007 ásamt foreldrum sínum. Hún talar því tungu- mál sem fæstir jafnaldrar hennar hér á landi tala, en fyrir utan íslensku, dönsku, ensku og spænsku sem hún hefur lært í skólanum talar hún albönsku og serb- nesku. „Maður þarf að borga fyrir að fá að tefla. 1.500 kall bjargar lífi eins barns, en maður má auðvitað borga það sem maður vill. Það þarf ekki bara að vera 1.500 kall,“ segir hún. Á meðal þeirra sem ætla að mæta í ráðhúsið og tefla við Doniku og félaga eru Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Jón Gnarr borg- arstjóri, Bogi Ágústsson fréttamaður og útvarpsmað- urinn bráðskemmtilegi Andri Freyr Viðarsson. Donika vonast til þess að sem flestir láti sjá sig. „Ég er búin að reyna að auglýsa þetta mjög mikið á Face- book. Það sögðust margir ætla að koma og hjálpa. Ég fæ allavega að tefla við Jón Gnarr, en ég veit ekkert hvort ég vinn,“ segir hún. Gegn svo sterkum andstæðingi er ekki nema eðlilegt að borgarstjórinn fái dálitla vitneskju um herkænsku hennar. Uppáhaldsopnun Doniku er e4, ef hún er hvít- ur. „Bara af því að hún er eðlileg, venjuleg og gömul. Ég kann hana bara best,“ segir hún. Hefji Jón leikinn hins vegar á e4 mun hún svara með e5 og sækja svo grimmt að honum. Donika mætir á tvær stúlknaæfingar í viku hjá skák- akademíunni í Tjarnargötu en þess utan mæta hún og nokkrar vinkonur hennar í þrjá aukatíma í viku. Þá getur hún mætt á strákaæfingar líka þegar hún vill. En af hverju byrjaði Donika að æfa skák? „Ég hafði bara ekkert að gera. Þá byrjaði ég í skák í skólanum. Svo byrjaði ég að mæta á æfingar og mætti svo á skóla- mót. Fyrsta mótið mitt var Reykjavíkurmót stúlkna.“ Hún segir að það hafi gengið mjög illa en nú sé hún bú- in að æfa sig miklu meira og stefni á Norðurlandamót í Noregi. „En fyrst og fremst er bara gaman að þessu,“ segir hún og reiknar með góðri mætingu í dag og á morgun. Vilja skáka matar- skortinum í Sómalíu  Taflmaraþon fyrir Rauða krossinn í Ráðhúsinu í dag Morgunblaðið/Ernir Mát! Donika er fremst fyrir miðju ásamt vinum sínum úr skákakademíunni. Tafl við þau kostar 1.500 krónur. Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is 16 ára Verkfæralagerinn Garðslanga 15 mtr kr.1.970 Sláttuorf frá kr.4.245 Reiðhjólafestingar á kúlu F/2-hjól kr.4.785 Sláttuvél rafmagns frá kr. 17.999 Framlengingarsnúra 20 mtr kr.3.995 Lítilli einkaflugvél hlekktist á þegar verið var að búa hana undir flugtak frá Ísafjarðarflugvelli í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki, en vélin er töluvert mikið skemmd. Tveir full- orðnir og eitt barn voru um borð í vélinni þegar henni hvolfdi á flug- brautinni. Talið er að kraftmikil vindhviða hafi snúið vélinni þegar hún var að taka á loft, en rannsókn á slysinu er á byrjunarstigi. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var sett í viðbragðsstöðu vegna óhappsins, en þegar ljóst varð að engin slys hefðu orðið á fólki var tilkynningin afturkölluð. Flugvélin lá á jaðri flugbrautarinnar þegar ljósmyndara bar að garði skömmu eftir óhappið. Rannsóknarnefnd flugslysa og lögreglan á Ísafirði munu rannsaka tildrög óhappsins. Lítilli flugvél hvolfdi á Ísafirði  Engan sakaði  Vélin mikið skemmd Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Á hvolfi Talið er að sterk vindhviða hafi hrifsað flugvélina með sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.