Morgunblaðið - 06.08.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.08.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, ætlar að mæta í Gleði- göngu Hinsegin daga í dag íklæddur draggi sem glæsileg skvísa. Þemað er Fröken Reykja- vík og gæsirnar við Tjörnina. Í fyrra mætti hann sem virðuleg dama. Þegar spurt er nánar út í bún- inga segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borg- arstjóra, að allt eins megi búast við því að Jón Gnarr mæti í kjól frá makedónska hönnuðinum Marjan Pejoski. Sá hannaði hinn víðfræga svanakjól Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu. Mæti og gangi á eftir bílnum Borgarstjóri sendi út tölvupóst 3. ágúst þar sem hann hvatti borg- arfulltrúa og varaborgarfulltrúa til að mæta með fjölskyldu og vini með sér í gönguna og ganga á eftir bíln- um sem hann verður í. Björn segir hugmyndina um að bjóða fólkinu með til göngunnar hafa komið upp í fyrra en það hafi strax þótt eðlilegt að bjóða öllum að vera með, þó boðið færi ef til vill of seint af stað til að allir gætu þegið það. Nú segir hann boðið hins vegar hafa verið sent til allra í tíma. „Til að sýna samstöðu, því að því fleiri sem eru þarna því betra,“ segir Björn. Þegar spurt er út í gæsaþemað og hvað það standi fyrir segir hann að þemað sé einfaldlega sótt til gæs- anna á tjörninni. Ekki sé hins vegar ætlast til að fólk sé í búningum, hver og einn ráði því. Aðspurður segir Björn að undir- tektir hafi verið dræmar, það komi kannski ekki á óvart þar sem margir séu í fríi. Hvað fjármögnun varðar þá sjái Jón Gnarr um hana sjálfur. Borgin leggi hins vegar til bíl fyrir borg- arstjórann. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins tekur um þrjá daga að skreyta bílinn og sjá starfsmenn borgarinnar um það. sigrunrosa@mbl.is Borgar- stjóri Frk. Reykjavík Vill fá borgarfulltrúa með í Gleðigönguna Sami hönnuður hannar kjól Jóns Gnarrs og hannaði svanakjól Bjarkar. Íslandsmót á kænum hófst síðdegis í gær í Skerjafirði en mótið er í umsjá Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi. Yfir fjörutíu keppendur eru skráðir til leiks en síðari hluti keppninnar fer fram í dag og strax að henni lokinni fer verðlaunaafhending fram í félagsheimili Ýmis. Það getur því verið skemmti- legt að fylgjast með kænunum í Skerjafirði í dag og er áhugasömum bent á að útsýni yfir keppn- issvæðið er frá Kársnesi og frá göngustígum meðfram strönd Skerjafjarðar Reykjavík- urmegin. Morgunblaðið/Kristinn Keppt á kænum í Skerjafirði Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Evran mun veita Íslandi óendanlega meiri stöð- ugleika en krónan. Vandinn á evrusvæðinu er ekki evrunni að kenna heldur þeirri ábyrgðarlausu stefnu sem þar hefur verið fylgt. Þetta var meðal þess sem kom fram í svari Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskiptaráð- herra í viðtali við Le Monde sem birtist hinn 4. ágúst sl., um hvaða hagsmuni Ísland hafi af því að ganga inn í Evrópusambandið. Árni fellst ekki á að í þessari yfirlýsingu felist mótsögn í ljósi í ljósi ástandsins nú í Suður-Evr- ópulöndunum og Írlandi sem tóku öll upp evruna. „Ég var að höfða til þess að hugmyndin um evruna sem stóra mynt er enn jafn gild og hún hefur alltaf verið. Vandinn við íslenska krónu fyrir al- þjóðavætt hagkerfi er einnig jafn mikill og hann hefur alltaf verið,“ segir Árni Páll. Þótt eftir sé að vinna úr evruvand- anum þá breyti það ekki þeirri staðreynd að Ísland þarf áfram að vera hluti af stærri viðskiptaheild og þarf því sterkari gjaldmiðil. Árni tekur ekki undir að evran sé sett í sam- hengi við ábyrgðarlausa stefnu ESB og segir gagnrýni sína snúa að ábyrgðarlausri stefnu nokk- urra ríkja sem hafi ekki gætt að því að fylgja þeim leiðarljósum sem er búið að ítreka að við á Íslandi verðum að fylgja. Það sé að safna ekki skuldum og að velferðin byggi á raunverulegum tekjum. Þau ríki innan ESB sem hafi gætt sín á þessu séu ekki í vanda. Árni segir nauðsynlegt að setja strangari ramma um ríkisfjármál bæði hér heima og hjá ESB. Lausnin felist í meiri aga og minna svigrúmi fyrir óábyrg ríkisfjármál. Hvað tímasetningu í ljósi evrumála varðar segir Árni aðspurður ljóst að við förum inn í sameiginlegt myntkerfi þegar þessi mál séu leyst en hann gangi út frá því að fundin verði á þeim viðunandi lausn. Evran er ekki vandamálið heldur stefna ESB-landa  Árni Páll Árnason telur nauðsynlegt að setja strangari ramma um ríkisfjármál Árni Páll Árnason Margrét Hannesdóttir frá Núpsstað í Skafta- fellssýslu er látin. Margrét sem var fædd 1904 varð 107 ára hinn 15. júlí sl. og var næst- elst Íslendinga. Margrét var dóttir Hannesar Jónssonar, landpósts og bónda, og Þórönnu Þórarins- dóttur, húsfreyju. Hannesi og Þórönnu varð tíu barna auðið og var Margrét elst þeirra. Þrjú þeirra eru eftirlifandi: Jón, f. 14. nóv. 1913, Jóna, f. 30. mars 1923 og Ágústa, f. 4. ágúst 1930. Eiginmaður Margrétar var Sam- úel Kristjánsson, fæddur að Kumlá í Grunnavík á Ströndum, sjómaður í Reykjavík, og áttu þau fimm börn, Hönnu Þórönnu, f. 22.3. 1932, d. 21.4. 2010, Jón Val, f. 21.8. 1933, Elsu, f. 23.11. 1935, Auði Helgu, f. 20.12. 1941, d. 15.1. 1993 og Margréti, f. 11.3. 1944. Afkomendur Mar- grétar og Samúels eru orðnir hátt í 70 talsins en Margrét náði þeim merka áfanga að verða langalangalangamma. Margrét hafði stál- minni og gat sagt sögur af atburðum sem fáir muna eftir. Hún lýsti til að mynda Kötlugosinu 1918 í viðtali við Morg- unblaðið fyrir fáum ár- um og sagðist aldrei hafa heyrt ann- an eins skruggugang. Lætin þá hafi verið óskapleg en Margrét var 14 ára þegar gosið hófst. Síðustu 35 árin bjó Margrét ein að heimili sínu á Langholtsvegi í Reykjavík en hún byggði húsið ásamt manni sínum. Hún var alla tíð við góða heilsu og lagðist í fyrsta skipti inn á sjúkra- stofnun þegar hún handleggsbrotn- aði í febrúar nú í ár. Margrét andaðist á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 3. ágúst sl. Andlát Margrét Hannesdóttir „Mér brá þegar ég fékk póstinn og fékk hreinlega fiðring í magann. Þetta er mikill heiður því að það eru hundruð þús- unda mynda sem fara þarna inn,“ segir Finnur Andrésson, áhugaljósmynd- ari á Akranesi. Mynd frá honum var valin ein af fimm bestu ferða- myndum síðustu fimm ára á vef CNN, ireport.cnn.com en aðeins eru um tveir mánuðir síðan Finnur sendi myndina inn. Á síðuna getur fólk hvaðanæva úr heiminum sent bæði fréttir og myndir. Finnur segir CNN hafa tekið vel í beiðni hans um að senda þeim myndir og síðar beðið leyfis um að setja myndina í ferðamynd dagsins. Finnur byrjaði fyrir aðeins um einu og hálfu ári að stunda ljósmyndun. Í rökstuðningi dómnefndar segir að þrátt fyrir gríðarmikið framboð mynda af sólarlagi og sólarupprás veki slíkar myndir ætíð athygli. Mynd Finns sé framúrskarandi, þar sem skipið myndi skugga á móti leiftrandi íslensku sólarlagi. Myndir hans má sjá á Facebook - photosoficeland og www.photosofi- celand.com sigrunrosa@mbl.is Ein besta ferðamyndin Ljósmynd/Finnur Andrésson Sólarlag Samspil lita og skugga í mynd Finns heillaði dómnefnd CNN.  Mynd áhuga- ljósmyndara valin af vefritstjórn CNN Finnur Andrésson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.