Morgunblaðið - 06.08.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.08.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 50% afsláttur af ÖLLUM fatnaði og skóm VERÐHRUN Á ÚTSÖLU enn hægt að gera góð kaup Bæjarlind 6 Opið 10-15 • Eddufelli 2 lokað www.rita.is 5 verð í gangi 1000 - 2000 - 2500 - 3000 - 4000 kr.- - - - . www.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Árbókarferð FÍ með Árna Björnssyni Í dali vestur SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST Árbókarferð FÍ 2011 með Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi höfundi árbókar Í Dali vestur. Rútuferð með leiðsögn og lítið gengið í ferðinni. Gert er ráð fyrir að koma til Reykjavíkur er líður á kvöld. Verð kr. 8.000/10.000 Rúta, fararstjórn, hádegisverður og kvöldverður innifalinn í verði. Félagsmenn munið að greiða árgjaldið. Ferðafélag Íslands www.fi.is Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknis- fræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísinda- störf umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upp- lýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknarfrestur er til 28. október n.k. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar "Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Krist- jánssonar." Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í lok nóvember n.k. RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Ég hef verið þeirrar skoðunar að þegar fólk er tilbúið til þess að losa sig við evrur eða krónur á öðru gengi en skráðu gengi eigi hluti hagnaðar- ins að ganga til ríkisins. Ég vil sem sagt vita hversu mikill hagnaður er af þessum viðskiptum miðað við skráða gengið, og hvernig hann skiptist,“ segir Lilja Mósesdóttir al- þingismaður. Hún hefur óskað eftir fundi í efnahags- og skattanefnd þingsins og jafnframt því að Már Guðmundsson seðlabankastjóri verði gestur fundarins. Hann verði beðinn um að veita upplýsingar um gjaldeyrisuppboð Seðlabankans og gengishagnað þátttakenda í þeim. Hagnaðurinn skattlagður Uppboð Seðlabankans eru liður í afnámi gjaldeyrishaftanna. Fyrr í sumar bauðst bankinn til þess að kaupa aflandskrónur, og nú hefur hann auglýst eftir evrum sem greitt yrði fyrir með ríkisskuldabréfum. Samkvæmt útboðsskilmálum býðst Seðlabankinn til þess að kaupa allt að 72 milljónir evra, á hámarksverð- inu 210 krónur fyrir evru. Til sam- anburðar var skráð gengi evru í gær 164,48 krónur og munar því 27,7%. Lilja segir að vitanlega þurfi hvati til þess að taka þátt í viðskiptunum að vera til staðar. Hins vegar þurfi að koma fram hvernig hagnaðurinn skiptist og hverjir njóti hans. Þá þurfi að skapa lagagrundvöll fyrir því að inn- heimtur verði fjármagnstekju- skattur af gengis- hagnaðinum. „Það er alveg ljóst að við förum ekki að leggja hærri skatta á einstaklinga og fyr- irtæki, nema ef vera skyldi hátekju- skatt“ segir Lilja. „Við þurfum að finna nýja skattstofna til þess að ná niður hallanum.“ Hún nefnir einnig sérstakan útflutningsskatt, vegna of lágs gengis, sem lönd í svipaðri stöðu og Ísland hafi lagt á. Peningastefnan gagnrýnd Í nýlegri skýrslu OECD um Ís- land eru alvarlegar athugasemdir gerðar við framkvæmd peninga- stefnunnar hér á landi. Illa hafi gengið að jafna útlánasveiflur og koma á verðstöðugleika. Lilja kveðst vilja fá svör Más við því hvernig Seðlabankinn hyggist verða við til- mælum OECD. Tilmælin kveða í stuttu máli á um að frekari áhersla verði lögð á að hemja gengissveiflur og þar með áhrif þeirra á verðbólgu. „Við vitum alveg að þessar stýri- vaxtahækkanir eru bara að bregðast við gengissveiflum sem þegar hafa orðið,“ segir Lilja. Verðbólgan nú sé fyrst og fremst til komin vegna hækkaðs hrávöruverðs, en hún sé tekin að ganga til baka. Fari svo að Seðlabankinn hækki stýrivexti, líkt og gefið hefur verið í skyn, myndi það herða enn að hagkerfinu. OECD segir einnig að Íslendingar eigi að stefna að upptöku evru. Í fundarbeiðninni vísar Lilja í sam- starfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna, en þar segir að peningastefnunefnd eigi að meta valkosti í gjaldeyrismál- um. Í ljósi stöðunnar á evrusvæðinu segir Lilja ummæli þeirra Más og Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, koma sér spánskt fyrir sjónir. Stöðugleiki sé lítill og fyrirheit um lægri fjármagnskostnað skuldsettra landa ekki í samræmi við veruleikann í dag. Leggja á áherslu á leit að nýjum skattstofnum  Vill fund með seðlabankastjóra vegna peningastjórnar Lilja Mósesdóttir Efnahagsmál » Lilja vill taka skattlagningu vegna hagnaðar af gjaldeyris- uppboðum Seðlabankans til skoðunar. » Hún segir að leita þurfi nýrra skattstofna til að takast á við hallarekstur ríkisins. » Már verði beðinn um að gera grein fyrir viðbrögðum Seðla- bankans við tilmælum OECD. „Það komu engar lausnir fram á þessum fundi,“ sagði Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í gær en löngum sáttafundi í kjaradeilu leikskóla- kennara og sveitarfélaganna lauk á fimmta tímanum í gær. Boðað hefur verið til annars fundar á mánudaginn. „Þetta var ekki til einskis,“ sagði Haraldur þegar hann var spurður um gang viðræðnanna. Leikskólakennarar hafa sam- þykkt að boða verkfall sem hefst 22. ágúst hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. „Engar lausnir“ í deilu leikskólakennara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.